Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lengi varfornt „ör-yggishlut- verk“ notað til að réttlæta tilveru „RÚV“ og þar með hina kunnu póli- tísku misnotkun þeirrar stofn- unar. Þráðurinn í þeirri rétt- lætingu er fyrir löngu orðinn þunnur, ef ekki slitinn. En nú kemur hvað eftir annað fyrir að stofnunin sjálf er notuð til að ýta undir óöryggi í landinu. Fyrir fáeinum dögum hófst 1. frétt í aðalfréttatíma svona: „Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir ljóst að réttaróvissa verði hér á landi vegna „landsréttar- málsins“(!) svokallaða þar til Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að niðurstöðu í málinu. Fari svo að dómstóllinn álíti skipan dómaranna við réttinn ólögmæta verða dómar sem þeir hafa kveðið upp ógildir!“ Vitnað var ítrekað í Helgu Völu Helgadóttur: „Helga Vala telur að alvarleg réttar- óvissa verði í málum þar til niðurstaða fæst í málinu. Helga Vala segir að verði nið- urstaða dómstólsins að dóm- ararnir hafi verið skipaðir ólöglega hafi það miklar afleið- ingar: „Ef Mannréttinda- dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þessir dómarar hafi ekki verið löglega skipaðir þá verða þeir dómar sem þeir dómarar hafa kveðið upp ekki lengur í gildi.““ Um þessa fyrstu frétt sáu þær Sig- ríður Hagalín og Þórhildur Þorkels- dóttir og virtust telja óþarft að fá nokkurn til að tjá sig af viti um fréttina, þótt í henni hafi ekki verið heil brú. Látið var eins og nefndur dómstóll væri áfrýjunardómstóll gagnvart íslensku dómskerfi. Fullyrt var að einhver niðurstaða hans, sem fimbulfambað var um, gæti ógilt endanlega ís- lenska dóma! Ekki er fótur fyrir því. Fréttastofan kynti undir öryggisleysi af sam- blandi af pólitísku ofstæki og barnalegu þekkingarleysi. Tveimur dögum síðar virtist Davíð Þór Björgvinsson, fyrr- verandi dómari við nefndan dóm, hafa að eigin frumkvæði komið í viðtal til að skrúfa eitt- hvað af ruglinu til baka og Helga Vala reyndi með rugl- ingslegri yfirlýsingu að éta of- an í sig hluta þvælunnar. Enn hefur enginn boðist til að segja af sér. Hvorki hinn óhæfi nefndarformaður né þessir vankunnugu og ómálefnalegu fréttamenn. Þeir hafa ekki heldur beðið þjóðina, sem á og kostar fyrirbærið „RÚV“, af- sökunar á vitleysu og hræðslu- áróðri um alvörumál, sem ekki var minnsta hald í. Fréttastofa „RÚV“ er komin niður á óboðlegt plan i vinnslu frétta} Yfirgengileg vitleysa Sú var tíðin aðrýmingarsala þótti fyllilega gjaldgengt orð og hægt var að láta það sjást í búð- argluggum kinnroðalaust þeg- ar svo bar undir. Nú er öldin önnur og enska tekin við eins og sást á ljósmynd, sem birtist í Morgunblaðinu í gær af aug- lýsingu um rýmingarsölu í búðarglugga í miðbænum. Þessi búðargluggi er síður en svo einsdæmi. Enska er orðin mjög aðsópsmikil á skilt- um og í auglýsingum verslana og veitingastaða víða um land og þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. Það er í sjálfu sér ekki tiltökumál, enda vitað mál að nú orðið er fjölda ferða- manna að finna um allt land allan ársins hring og skilj- anlegt að verslunar- og veit- ingamenn vilji ná til þeirra. Hitt er hins vegar furðulegra að ekki skuli þykja ástæða til að nota móðurmál innfæddra. Ekki er síður furðulegt hvað erlend nöfn á eru orðin algeng, sérstaklega á veitingastöðum. Íslensk heiti á veitingastöðum fæla ferðamenn tæplega frá og má færa rök að því að erlend nöfn séu líklegri til þess. Ein ástæðan fyrir vinsældum Íslands meðal ferðamanna er sérstaða landsins, þar á meðal að hér búi þjóð, sem les- ið geti 700 ára gömul handrit líkt og þau hafi verið gefin út í morgun. Eiríkur Rögnvaldsson, pró- fessor í íslenskri málfræði, segir í frétt í Morgunblaðinu í gær að vitaskuld sé ekki ástæða til að vera á móti ensku eða fara í stríð við hana, en bætir við að fólk þurfi að átta sig á að íslenskan eigi „alltaf við, alls staðar“. „Ef við höldum því ekki til streitu þá erum við komin á hættulega braut,“ segir hann. Tungumál víða um heim standa höllum fæti. Það er ekki hægt að segja um ís- lensku. Bókaútgáfa á íslensku er þróttmikil og fjölmiðlun öfl- ug. Tungumálið skilar sér frá kynslóð til kynslóðar. Það gef- ur þó ekki tilefni til þess að þannig verði umhorfs í miðbæ Reykjavíkur að vegfarendum verði hverft við að sjá íslensku. Er enska að verða ráðandi í merk- ingum í búðum?} Íslenskufælni Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á menntamál og uppbyggingu á því sviði. Þar hefur margt áunnist og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um árangur ým- issa verkefna sem hrundið var af stað í vetur. Iðn- og verknám Fyrst má nefna það markmið okkar að efla iðn-, starfs- og verknám. Þar er stefna okkar að styrkja utanumhald með verk- og starfs- þjálfun nemenda og einfalda aðgengi þeirra að náminu. Niðurfelling efnisgjalda var skref í þá átt. Mikilvægt er einnig að kynna betur þá náms- og starfskosti sem eru í boði. Sú vinna fer einkar vel af stað og sem dæmi hef- ur innrituðum nemendum á verk- og starfs- námsbrautum framhaldsskóla fjölgað um 33% frá fyrra ári. Kostir verk- og starfsmenntunar eru ótvíræðir og mikil eftirspurn er eftir fólki með slíka menntun á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þessi þróun er því mjög ánægjuleg. Kennarastarfið Annað brýnt verkefni okkar er styrkja alla umgjörð í kringum kennara og auka nýliðun í stéttinni. Við tókum í vor við tillögum um aðgerðir þar að lútandi. Verið er að kostnaðarmeta þær þessa dagana og ráðgert að í haust muni liggja fyrir tímasett aðgerðaáætlun um nýliðun kennara á öllum skólastigum. Í því samhengi er gleðilegt að fá fréttir um aukna aðsókn í kennaranám, bæði í Há- skólanum á Akureyri, þar sem aukningin er 53% í grunn- nám í kennaradeild, og við Háskóla Íslands, þar sem umsóknum um grunnskólakenn- aranám fjölgaði um 6% og leikskólakenn- aranám um 60%. Við höfum unnið ötullega í góðu samstarfi við hagaðila að því að kynna kennaranámið og það er að skila árangri. Brotthvarf Aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum er þriðja stóra verkefnið sem ég vil tæpa á hér. Mennta- og menningar- málaráðuneytið vinnur að stöðuskýrslu í sér- stöku brotthvarfsverkefni þar sem verið er að greina gögn og koma með tillögur að áherslum sem nýta má til frekari stefnumót- unar. Reiknað er með að hún verði tilbúin um miðjan júlí. Niðurstöður útreikninga á árlegu nýnemabrotthvarfi sýna að það hefur minnk- að miðað við gögn síðustu þriggja ára og er það vel. Fjöl- margar aðgerðir hafa þegar verið settar af stað til að sporna við brotthvarfi, m.a. aukin framlög til framhalds- skólastigsins, betri kortlagning á brotthvarfsvandanum og verkefni er tengist eflingu geðheilbrigðisþjónustu. Það eru því ýmis jákvæð teikn á lofti þegar við skoðum stöðuna í íslenskum menntamálum. Eitt það mikilvæg- asta tel ég þann áhuga og samvinnuvilja sem ég skynja á ferðum mínum og fundum – ég hef engan hitt enn sem ekki hefur skoðun á skóla- og menntamálum. Enda snerta menntamál okkur öll og ekki síst þegar horft er til þess samfélags sem við viljum skapa okkur til framtíðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Jákvæð teikn á lofti í menntamálum Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Framanákeyrslum hefurfjölgað mjög á vegumlandsins fyrstu fjóra mán-uði ársins miðað við sama tímabil síðustu 10 ára á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýj- um tölum slysaskráningar Sam- göngustofu. Létust þrír af völdum framanákeyrslu í fyrra, en það sem af er þessu ári hafa fimm látist af völd- um slíkra slysa. Það sem vekur einna mesta at- hygli er að fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna vegna fram- anákeyrslna rúmlega tvöfaldast frá sama tímabili í fyrra, eykst um 138%, en Íslendingum fjölgar um 49%. Í heild fjölgar slösuðum og látnum í framanákeyrslum fyrstu fjóra mán- uði ársins 2018 um 64% frá sama tímabili ársins 2017. Bæta þarf vegakerfið „Þetta er gríðarleg aukning. Kenningin segir að slæmir vegir og hraði, auk þess sem athyglin er skert þegar hraðinn er mikill, verði til þess að fólk hefur miklu minna svigrúm til að taka ákvarðanir ef eitthvað gerist. Svo er að vegirnir hér veita fólki ein- faldlega ekki mikið svigrúm til þess að gera mistök. Þeir hafa ekki fengið það viðhald sem þeir augljóslega þurfa,“ segir Þórhildur Elín El- ínardóttir, samskiptastjóri Sam- göngustofu, í samtali við Morg- unblaðið um slysatölur Samgöngustofu. Hún tekur þó fram að erfitt sé að benda á eitt tiltekið at- riði sem orsök tíðra umferðarslysa hérlendis þar sem fjölmargir þættir spili inn í, s.s. hraði og bil á milli öku- tækja. Skortur á aðgreiningum „Aðgreining á akstursstefnum er af skornum skammti hérlendis, að- stæður eru aðrar en fólk annars stað- ar úr heiminum er vant heima hjá sér og það eykur slysahættuna,“ segir Þórhildur að auki, aðspurð hvað liggi að baki hárri tíðni framanákeyrslna. Ekkert tilvikanna á fyrstu fjór- um mánuðum ársins er sökum þess að ökumaður hafi sofnað undir stýri, en orsök 34 tilvika er skráð slæmt veður og færð. Bendir Elín á að þrátt fyrir slæm veðurskilyrði á fyrstu mánuðum ársins hagi ökumenn akst- ursháttum ekki í samræmi við slíkar aðstæður. Annað atriði sem hefur ekki fengið næga athygli er bil á milli bíla. „Fólk keyrir of nálægt hvað öðru og hefur því ofboðslega lítið svigrúm til að bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Þórhildur. Aðspurð hvort hæfni erlendra ferðamanna til aksturs hérlendis hafi eitthvað að segja svarar Þórhildur að sá þáttur sé orðum aukinn. „Ég held ekki að það sé reyndin. Margt af þessu fólki er mjög hæft til aksturs og því er dálítið ódýrt að ákveða að það kunni ekkert að keyra,“ segir Þórhildur. Meira vit sé í að sinna upp- byggingu vegakerfisins og þá leggur Samgöngustofa nótt við dag til þess að fræða erlent ferðafólk um ólíkar akstursaðstæður á Íslandi, segir Þór- hildur. Kynntu samtökin EuroRAP- öryggismat á 4.200 kílómetrum þjóð- vega á Íslandi í vor þar sem yfir- gnæfandi meirihluti vegakerfisins er ekki talinn öruggur. Greint var frá því í úttekt Samtaka iðnaðarins á inn- viðum landsins að uppsöfnuð við- haldsþörf á þjóðvegum og á vegum í eigu sveitarfélaga væri metin á bilinu 110-130 milljarðar króna. Kom einnig fram að á næstu 10 árum þyrfti 80 milljarða til viðbótar í reglubundið viðhald á þjóð- vegum. Á þessu ári eru átta milljarðar króna ætl- aðir til viðhalds og þá var samþykkt í apríl að verja fjórum milljörðum króna til vegaframkvæmda í ár. Framanákeyrslur sýna vanda veganna „Það er mat nefndarinnar að það beri brýna nauðsyn til að að- greina akstursstefnur,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rann- sóknarstjóri á umferðarsviði rannsóknarnefndar samgöngu- slysa, í samtali við Morgunblaðið um nýjar slysatölur Samgöngu- stofu og ástand vegakerfisins samhliða því. Eru tillögur nefnd- arinnar á sömu nótum og það sem Samgöngustofa hefur bent á, t.d. að þörf er á að aðgreina akstursstefnur auk þess að halda góðu bili á milli bíla. Tekur Sævar undir þau orð Þórhildar að mikið og gott starf hafi verið unnið á síðustu árum í að bæta upplýsingagjöf til ferðamanna um aðstæður á vegum. Framlög til nýframkvæmda og viðhalds á vegum voru skorin niður á árunum eftir hrun og segir Sævar að það sé að koma í bakið á okkur núna. „Nú þarf bara að spýta í lófana, ríkisstjórnin sam- þykkti aukafjárveitingu í vor, sem er vitanlega aldr- ei nóg en það má mikið gera fyrir það,“ seg- ir Sævar að lok- um. Aðgreining nauðsynleg TILLÖGUR FRÁ RNSA Þórhildur Elín Elínardóttir Fjöldi slasaðra og látinna vegna framanákeyrslna Fyrstu fjórir mánuðir áranna 2009-2018 75 50 25 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Samgöngustofa 47 18 44 19 13 31 9 28 51 8 39 19 58 1 2 1 4 Erlendir ferðamenn Íslendingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.