Morgunblaðið - 03.07.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
✝ Sigurður Arn-ór Hreiðarsson
fæddist í Reykjavík
5. apríl 1945. Hann
lést 25. júní 2018.
Sigurður var sonur
þeirra hjóna Hreið-
ars Jónssonar, f.
21.10. 2016, d.
3.12. 2008, og Þór-
dísar Jónu Sigurð-
ardóttur, f. 15.10.
1926, d. 13.4. 2016.
Systkini Sigurðar eru Guð-
rún Erna, f. 1946, Valdimar, f.
1950, Birna, f. 1951, Dröfn, f.
1960, og Sólveig Sif, f. 1964.
Sigurður kvæntist árið 1967
Grétu Sigurðardóttur, f. 1947,
þau skildu 1989. Börn þeirra
eru 1) Þórdís Jóna Sigurð-
ardóttir, f. 1968, maki Kristján
vík og fór í Stýrimannaskólann
í Reykjavík og starfaði sem
skipstjóri lengstan hluta starfs-
ævi sinnar. Árið 1972 flutti
hann í Stykkishólm, þar var
hann skipstjóri á eigin bátum
sem hann gerði út í samvinnu
við aðra og hjá öðrum útgerð-
um. Þá var Sigurður í vara-
stjórn Öldunnar, félags skip-
stjórnar- og stýrimanna, um
hríð. Árið 1987 réði Sigurður
sig til starfa hjá Þróunar-
samvinnustofnun Íslands fyrst á
Grænhöfðaeyjum og síðar í
Namibíu sem skipstjóri á haf-
rannsóknaskipi. Eftir að Sig-
urður kom aftur heim frá Afr-
íku starfaði hann m.a. hjá
Fiskistofu og forsætisráðuneyt-
inu. Sigurður starfaði mikið
með fólki sem átti við áfeng-
isvanda að stríða og aðstoðaði
fjölda fólks við að ná bata. Þá
var hann virkur Musterisridd-
ari.
Útför Sigurðar fer fram í
Dómkirkjunni í dag, 3. júlí
2018, og hefst athöfnin kl. 14.
Vigfússon, f. 1965.
Börn þeirra eru a)
Jökull Sólberg, f.
1986, unnusta hans
Sunna Björg Gunn-
arsdóttir, f. 1992.
Sonur Jökuls er
Rökkvi Sólberg, f.
2010. b) Svanhildur
Gréta, f. 1993. c)
Vigdís Kristjáns-
dóttir, f. 1998. 2)
Hreiðar Már Sig-
urðsson, f. 1970, maki Anna
Lísa Sigurjónsdóttir, f. 1969.
Börn þeirra eru a) Sigurður
Arnór, f. 1991, unnusta Sólrún
Sigurðardóttir, f. 1990. b) Hild-
ur, f. 1999. c) Tómas, f. 2005.
Fyrir átti Sigurður soninn
Ingvar, f. 1967.
Sigurður ólst upp í Reykja-
Í mörg ár sem strákur norð-
ur í landi fannst mér fátt
skemmtilegra en að dást að út-
skriftarbekk Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík frá 1967. Þarna
var pabbi í næstneðstu röð og
svo allir hinir strákarnir, verð-
andi skipstjórar, glæsilegir í
svörtum jakkafötum í hvítum
skyrtum með svört bindi. Mig
grunaði ekki þá að í sömu röð
og pabbi væri tilvonandi
tengdafaðir minn.
Sigga tengdapabba hitti ég
fyrst fyrir 25 árum, daginn fyr-
ir brúðkaupsdaginn okkar Þór-
dísar. Hann kom fljúgandi frá
Namibíu þar sem hann starfaði
sem skipstjóri fyrir Þróunar-
samvinnustofnun. Tekin var æf-
ing í kirkjunni og fann ég að
við ættum eftir að ná einstak-
lega vel saman.
Siggi fór ungur að heiman til
sjós hjá föðurbróður sínum á
Arnarstapa og lágu sporin svo í
stýrimannaskólann. Hann var á
sjónum allan sinn starfsferil, á
skel, humri, netum, síld, botn-
trolli og við rannsóknaveiðar.
Eftir að hann „kom í land“ fór
hann að vinna hjá Fiskistofu
um borð í togurum og línuskip-
um og síðan allra síðustu ár
sem skipstjóri á Lunda RE sem
sigldi með ferðamenn út á
Faxaflóann.
Siggi var einn af þeim heppnu
skipstjórum sem komst í gegn-
um skipstjórnarferilinn stórá-
fallalaust og missti ekki menn
eða varð fyrir tjóni. Hann kunni
betur en aðrir að fiska skelfisk á
Breiðafirði og var þar oft afla-
hæstur á vertíðum og rak um
tíma sína eigin útgerð í Hólm-
inum. Aldrei heyrði ég hann
hæla sér á nokkurn hátt þótt oft
hefði verið full ástæða til.
Við Siggi náðum afskaplega
vel saman en okkar uppáhalds-
umræðuefni var sjómennska.
Við ræddum aflabrögð, kaup og
sölu á kvóta, bobbingalengjur,
næturkokkarí og allt þar á milli
en Siggi þekkti sjómenn og út-
gerðarmenn um allt land. Hann
hafði einstaka hæfileika til að
segja áhugaverðar sögur af sam-
ferðamönnum og var ættfróður
með eindæmum.
Hann átti það til að láta
draumana rætast og byrjaði að
æfa dans fyrir nokkrum árum
og í góðum félagsskap dans-
hópsins ferðaðist hann um
heiminn og dansaði á skemmti-
ferðaskipum í fjarlægum höf-
um. Mér er til efs að margir
hafi staðið honum á sporði við
að standa ölduna og dansa í
leiðinni. Í dansinum gat maður
séð að hann naut sín til fulls og
gleymdi sér í fallegri innlifun.
Hann lagði sig fram um að
hjálpa öðrum og var hann hin
síðari ár flesta hátíðisdaga á
Vík að aðstoða fólk með sín
vandamál.
Siggi gat gert grín að sjálf-
um sér og talaði oft um sig í
kaldhæðnum tón sem var
kannski afsprengi þess að ala
manninn lengstum um borð í
bátum við misjafnar aðstæður.
Maður fær harðan skráp í
þessu umhverfi sem Siggi
vissulega hafði þótt undir niðri
væri hann mjúkur og meyr, en
það var hlið sem sem hann
sýndi mér æ meir er líða tók á
lífshlaupið.
Eftir að krabbameinið sem
hann var að berjast við komst á
lokastig þá tók hann einn af
sínum síðustu dönsum í fimm-
tugsafmæli dóttur sinnar þar
sem hann var svo glæsilegur að
fólk dáðist að, en þar dansaði
hann við dóttur sína eins og
honum var einum lagið. Það var
svo 25. júní sl., eða 25 árum
upp á dag frá því við hittumst í
Dómkirkjunni um árið, sem
Siggi steig síðasta dansinn
sinn.
Kristján Vigfússon.
Nú hefur elskulegur tengda-
faðir minn og vinur, Sigurður
Arnór Hreiðarsson, kvatt þessa
jarðvist eftir snarpa baráttu við
krabbamein. Ég kynntist Sigga
fyrst árið 1989 þegar við Hreið-
ar fórum að vera saman. Okkur
varð fljótt vel til vina og fann
ég strax hvaða mann hann hefði
að geyma. Siggi hafði mjög
sterkar skoðanir á hinum ýmsu
málefnum – ekki síst á fæði og
heilsufæði og er mér það minn-
isstætt þegar ég sá í fyrsta
skipti gulrætur brúkaðar í djús
– en það gerði Siggi einmitt
þegar við vorum stödd hjá hon-
um í mjög eftirminnilegri ferð
okkar til hans til Namibíu árið
1996 þar sem hann starfaði í
allnokkur ár á vegum Þróun-
arsamvinnustofnunar Íslands.
Namibíuferðalagið kemur
oftar upp í huga minn en nokk-
ur önnur ferð sem við fjölskyld-
an höfum farið, einkum vegna
þess að við vorum á mjög fram-
andi og fallegum slóðum og
ekki síður vegna allra ævintýr-
anna sem við lentum í. Við upp-
lifðum og skoðuðum magnaða
náttúru og dýralíf Afríku í
ferðalagi okkar með afa Sigga.
Þetta var dásamlegur og eft-
irminnilegur tími sem batt okk-
ur sterkum böndum.
Afi Siggi bjó til eina þá bestu
kjötsúpu sem nokkur getur bú-
ið til, ekta íslenska með alls
kyns hollustu; grænmeti,
lambakjöti og kartöflum, og
alltaf var boðið upp á kaffi á
eftir og súkkulaðirúsínur. Að
koma í kjötsúpu til afa í Dala-
landið var dásamlegt. Þar var
tækifæri til að spjalla um heima
og geima, fjölskyldan saman,
allir elskuðu kjötsúpuna hans
afa og var hann óspar á að
bjóða í eina slíka, hvort sem
var sumar, vetur, vor eða
haust. Minningar um góðar
samverustundir og spjall yfir
kjötsúpu lifa.
Afi Siggi átti einstakt sam-
band við barnabörnin sín. Þeg-
ar tími vannst til fór hann með
þau á kaffihús, í gönguferðir,
reglulega voru endurnar á
Tjörninni heimsóttar og farið í
fjallgöngur þar sem mikið var
rætt um lífsins gagn og nauð-
synjar, framtíðarplön og fleira í
þeim dúr.
Þó svo að við fjölskyldan
byggjum erlendis undanfarin ár
vorum við tengdapabbi alltaf í
góðu sambandi. Við töluðum
saman oft í viku og er það dýr-
mætt í minningasjóðinn.
Dásamlegur faðir, tengdafað-
ir, afi og langafi er nú fallinn
frá. Minningin um traustan og
góðan mann sem hló hátt og
innilega, minningin um hans
einstaka húmor og notalegheit,
minningin um afa Sigga yljar
okkur sem eftir sitjum og sökn-
um.
Hvíl í friði, elsku tengda-
pabbi, við erum lánsöm að hafa
átt þig.
Þín tengdadóttir,
Anna Lísa.
Endurminningar í blikandi
fjarlægð birtast sem myndir og
myndbrot fyrir hugskotssjón-
um. Siggi tápmikill, óhræddur,
minn svali bróðir; skipstjórinn.
Hvað ég var alltaf stolt af að
eiga hann sem minn stóra bróð-
ur. Dýrmætar samverustundir,
svo langt sem minni mitt nær.
Gleðin var ávallt með í för á
okkar endurfundum og vináttan
var ofin tryggum böndum sem
aldrei rofnuðu þrátt fyrir bú-
setu okkar beggja í fjarlægum
löndum. Siggi var sjálfum sér
líkur alla tíð, bar með sér
hreysti og gott atgervi. En
kvöldroði lífs hans lúrði við
horn, kom allt of skjótt með sitt
sólarlag. Með söknuði í hjarta
fylgir hér Sólsetursljóð eftir
Guðmund Guðmundsson, sem
foreldrar okkar héldu mikið
upp á:
Nú vagga sér bárur í vestanblæ,
að viði er sólin gengin.
Og kvöldroðinn leikur um lönd og
sæ
og logar á tindum þöktum snæ
og gyllir hin iðgrænu engin.
En englar smáir með bros á brá
í blásölum himins vaka,
og gullskýjum á þeir gígjur slá,
og glaðkvikan bárusöng ströndinni
hjá
í einu þeir undir taka.
Heyrðu, vinur, þann unaðsóm,
svo hugljúfan, vaggandi,
harmana þaggandi?
Hann talar við hjörtun sem blær við
blóm.
Þei! Í fjarska er hringt. Yfir fjöll, yfir
dali
inn friðsæla kliðinn ber vindurinn
svali
af himneskum kvöldklukkuhljóm:
„Þreytta sál, sofðu rótt!
Gefi þér Guð sinn frið! Góða nótt!“
Megi fjölskylda þín fá hugg-
un í harmi sínum.
Þín systir,
Dröfn Hreiðarsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Siggi bróðir minn hef-
ur kvatt okkur allt of fljótt.
Eftir snarpa baráttu hafði
krabbinn betur.
Í systkinahópi okkar var
Siggi elstur og ég yngst. Ald-
ursmunurinn var næstum tveir
áratugir. Ég var þriggja ára
þegar hann var orðinn faðir og
eiginmaður. Siggi var því farinn
að heiman um svipað leyti og
ég bættist við fjölskylduna og í
minningunni var bróðir minn
skipstjórinn alltaf sveipaður
ákveðnum ævintýraljóma.
Siggi fór í Stýrimannaskól-
ann og lauk þar námi með
glæsibrag. Hann varð ungur
skipstjóri og vegna starfa hans
flutti fjölskylda hans til Stykk-
ishólms. Á fallegu heimili fjöl-
skyldunnar dvaldi ég oft sem
krakki. Ýmislegt var brallað
með börnum hans og svo var
ekki amalegt að fara í Tehúsið
við Aðalgötu. Í Stykkishólmi
var og er allt svo einstaklega
fallegt og ævintýralegt.
Siggi starfaði sem skipstjóri
í ein fjörutíu ár. Hann var svo
lánsamur að skila alltaf öllum
heilum í höfn hvort sem siglt
var úr höfn í Stykkishólmi eða
Walwis Bay í Namibíu þar sem
hann starfaði fyrir Þróunar-
samvinnustofnun Íslands.
Hreiðar faðir okkar hafði oft
orð á því að meiri gæfu væri
vart hægt að hugsa sér. Áður
fyrr voru slys og mannskaðar á
sjó sorglega tíð. Siggi bar alltaf
mikla og óttablandna virðingu
fyrir náttúrunni en hann hafði
yfir að ráða bæði færni og
þekkingu sem skipstjóri og til-
einkaði sér þar að auki ávallt
allar tækninýjungar. Einkenn-
andi fyrir Sigga var hversu
skipulagður, vandvirkur og ná-
kvæmur hann var. Allt sem
hann gerði gerði hann vel og af
natni. Á farsælum skipstjórn-
arferli vógu þessir eiginleikar
þungt.
Siggi var einstakt snyrti-
menni og mátti sjá þess merki
hvort sem um var að ræða
íbúðina, bílinn, vélarrúmið, lúk-
arinn nú eða norska skógar-
köttinn hans hana Hnoðru; öll-
um verkefnum sinnti hann
einstaklega vel. Sigga var um-
hugað um heilsuna og stundaði
líkamsrækt af miklum móð. Á
miðjum aldri fór hann að læra
samkvæmisdansa og varð auð-
vitað mjög góður dansari, eins
og hans var von og vísa. Alltaf
var stutt í húmorinn og
skemmtileg tilsvör hjá Sigga en
aldrei þó á kostnað annarra.
Fyrst og fremst var Siggi ein-
stakt ljúfmenni en skipstjórinn
stóð samt alltaf fastur fyrir.
Siggi var einstaklega rækt-
arsamur við börnin sín. Hann
var það einnig við fjölskyldu
mína og þá sérstaklega yngstu
syni mína tvo eftir að afar
þeirra báðir féllu frá í desem-
ber 2008. Má þar nefna leið-
angra með Sigga frænda á
Mokkakaffi við Skólavörðustíg
þar sem hann bauð upp á trakt-
eringar eins og heitt súkkulaði
og vöfflur. Það var ekki ama-
legt og nú eru þessar ferðir
dýrmætar minningar þeirra
bræðra.
Eldri börnin mín tvö ólust
upp við að Siggi frændi væri
kafteinn í Suðurhöfum alveg
eins og pabbi Línu Langsokks.
Í þeirra huga var álíka æv-
intýraljómi yfir Sigga bróður
og hjá mér þegar ég var alast
upp. Í seinni tíð var sem betur
fer styttra á milli og þá fengu
þau tækifæri til að kynnast
hlýja manninum á bak við goð-
sögnina sem við öll, sem honum
kynntumst, elskum.
Með söknuði kveð ég Sigga
bróður.
Sólveig.
Sigurður bróðir minn er lát-
inn. Hann var elstur okkar sex
systkinanna, einu ári eldri en
ég og eigum við því langa sögu
að baki. Við vorum alla tíð ná-
in og þá ekki síst í seinni tíð.
Sigurður var sá eini okkar
systkina sem ekki gekk
menntaveginn eins og sagt er,
enda var það ekki alsiða þegar
hann var ungur eins og nú er.
Hann fór til sjós, gerðist skip-
stjóri og stóð sína plikt. Um
tíu ára skeið var honum trúað
fyrir því að kenna þarlendum í
Namibíu og á Grænhöfðaeyj-
um sjómennsku á vegum þá-
verandi Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands. Sigurður
var greindur, vel máli farinn
og einstaklega minnugur, við-
ræðugóður og skemmtilegur.
Hann starfaði í ýmsum félaga-
samtökum þar sem honum
voru falin trúnaðarstörf sem
honum fórust vel úr hendi og
var einnig óragur að tala op-
inberlega. Meðal áhugamála
Sigurðar var dans sem hann
stundaði af kappi lengst af og
hann trúði mér fyrir því að
hann hefði helst viljað verða
dansari að atvinnu. Sigurður
hafði viðkvæma lund og ríkt
geð og af þeim sökum var líf
hans ekki alltaf dans á rósum
eða eins og hann hefði viljað
hafa það.
Ég þótti nokkuð lík Sigga í
útliti þegar við vorum börn og
ég fylltist alltaf miklu stolti
þegar ég var spurð í skólanum
hvort ég væri systir hans
Sigga, en allir þekktu flotta
stóra bróður minn! Margs er
að minnast og ég sakna Sig-
urðar mikið og þakka honum
langa og gefandi samfylgd.
Guðrún Erna
Hreiðarsdóttir.
Andlát Sigurðar bróður míns
kom ekki á óvart. Hann hafði
barist við erfiðan sjúkdóm í all-
langan tíma og vitað var að
hverju stefndi. Vissulega gefst
tími til undirbúnings við slíkar
aðstæður. Hins vegar er miss-
irinn alltaf jafnmikill og sökn-
uðurinn jafnsár. Við fráfall
hans er skarð höggvið í raðir
frændgarðs, fjölskyldu og ást-
vina sem aldrei verður fyllt.
Sigurður var fimm árum
eldri en ég, elsti bróðir sex
systkina. Það verður að segjast
eins og er að fyrst framan af
samdi okkur bræðrum fremur
illa. Það var bara einhvern veg-
inn svo að við bræður elduðum
gjarnan grátt silfur saman
fyrstu árin, foreldrum okkar og
systrum til sárra leiðinda þó
svo að aldrei hafi komið til
slagsmála okkar á milli. Með
tímanum eltist af okkur þessi
samskiptavandi og urðum við
mjög nánir vinir alla tíð þó að
oft hafi álfur og höf skilið okk-
ur að. Var vinátta okkar báðum
mikils virði.
Sigurður fór ungur á sjóinn
og gerðist snemma skipstjóri
og útgerðamaður, meðal annars
í Stykkishólmi þar sem hann
gerði út bátinn Sigurð Sveins-
son SH37 í félagi við aðra. Var
ég svo lánsamur á námsárum
mínum að eiga víst pláss á
bátnum og góðan samastað í
Hólminum á heimili Sigga og
Grétu eins og þau voru æv-
inlega kölluð. Átti ég þar góða
dvöl og á þaðan dýrmætar
minningar.
Sigurður var einstaklega
snyrtilegur í umgengni og var
til þess tekið að þegar hann tók
við nýjum bát, þá fór hann
sjálfur um bátinn allan, niður í
vél, mannabústaði, lest og
stýrishús og þreif allt hátt og
lágt. Með þessu voru lagðar lín-
urnar um umgengni við bátinn
og ekki frá því hvikað meðan
hann hafði eitthvað um bátinn
að segja. Bátar hans báru því
af hvað snyrtimennsku og góða
umgengni varðar. Hann var
duglegur skipstjóri, nokkuð
sóknharður en lánsamur á ferli
sínum.
Sigurður var gamansamur
maður, léttur í lund og fé-
lagslyndur. Hafði hann yndi af
spjalli og skoðanaskiptum
hvers konar. Hins vegar var
hann ákaflega stoltur maður og
ríklundaður. Hafði hann tak-
markaða þolinmæði með því
sem honum fannst vera ódreng-
skapur eða ósannindi. Þegar
svo bar við, tjáði hann sig af
fullkominni einurð og hrein-
skilni og þurfti þá engum að
blandast hugur um við hvað
hann átti. Hreinskilni hans og
réttlætiskennd kom honum
gjarnan í nokkurn vanda en ég
varð aldrei var við neina eft-
irgjöf af hans hálfu á því sviði.
Hann var maður sem hélt
tryggð við sínar meginreglur
allt lífið og gaf aldrei neitt eftir,
sama hvað það kostaði.
Hann var enn tiltölulega
ungur að árum þegar hann
ákvað að gerast reglumaður á
vín og tóbak. Starfaði hann
mikið með AA-samtökunum og
gekk síðan í raðir Musteris-
riddara. Hann lagði sig allan
fram í hverju því verki sem
hann tók sér fyrir hendur og
ávann sér traust þeirra er hon-
um kynntust.
Nú er hafið nýtt skeið í sögu
fjölskyldunnar. Sigurður er
horfinn á braut og líf okkar
snauðara fyrir vikið. En ef það
er satt sem sagt er, að minn-
ingar okkar eru stór hluti af því
sem við erum, þá lifir Siggi
áfram í lífi okkar allra sem hon-
um kynntust og auðgar það og
gleður.
Valdimar Hreiðarsson.
Leiðir okkar Sigurðar lágu
saman í þróunarsamvinnunni í
Namibíu á árunum fyrir alda-
mótin.
Við kölluðum hann alltaf
Sigga kaptein því það var hans
stærð og starf á fyrsta sjórann-
sóknaskipi heimamanna. Ég
minnist hans sem ljúfs manns
og góðs vinar en um leið var
hann fær stjórnandi áhafnar
ungra manna sem komu und-
irbúningslitlir til sjós frá fátæk-
um landbúnaðarsveitum í Afr-
íku. Auðvitað voru fleiri til
kallaðir og Siggi kapteinn var
til fyrirmyndar í þeirri sam-
vinnu ÞSSÍ sem leiðir til nið-
urstöðu að settum markmiðum
í þróunarsamvinnu.
Í persónulegu viðmóti var
stutt í léttleikann hjá Sigga en
hann bar ávallt mikla virðingu
fyrir sínu starfi og samstarfs-
Sigurður Arnór
Hreiðarsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann