Morgunblaðið - 03.07.2018, Síða 23
fólki og það var heiður að vinna
með honum. Blessuð sé minn-
ing hans.
Stefán Kristmannsson.
Góður vinur og félagi, Sig-
urður Arnór Hreiðarsson, hefur
lokið lífsgöngu sinni. Eigi má
sköpum renna. Komið er að
kveðjustund. Hann kvaddi á
bjartasta tíma ársins enda ein-
kenndu glaðværð og góð-
mennska fas hans og háttsemi.
Ljúfur og lítillátur en ávallt
tilbúinn að stíga fram og rétta
öðrum hjálparhönd.
Sigurður var trúaður krist-
inn maður og var annt um að
rækta með sér heiðarleika og
samfélagsábyrgð. Til að styrkja
sinn innri mann tók hann virk-
an þátt í margvíslegri mann-
bætandi starfsemi. Alls staðar
ávann Sigurður sér virðingu og
vinsældir.
Sigurður var trúr hverju því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Við vorum samstarfsmenn í for-
sætisráðuneytinu og bundumst
einnig bræðraböndum í Reglu
Musterisriddara. Þá tengdi
Hólmurinn okkur saman. Sjald-
an hittumst við án þess að
Hólminn og sögur honum
tengdar bæri á góma. Af hans
fundi fór maður alltaf með bros
á vör og gleði í hjarta. Ég á eft-
ir að sakna samvista við Sigurð.
Sigurður átti góða og dug-
mikla fjölskyldu sem hann var
afar stoltur af og þakklátur fyr-
ir.
Fjölskyldu sem studdi hann
og stóð með honum í hvívetna.
Bjartar og glaðværar minning-
ar um ástkæran föður og afa
munu vísa þeim veginn fram á
við. Ég votta þeim samúð mína.
Ég þakka Sigurði vini mínum
allt sem hann var mér og bið
honum blessunar Guðs á nýrri
vegferð.
Halldór Árnason.
Lífsstíll Sigga afa var ein-
faldur í fágun sinni og áhersl-
urnar voru fáar en flottar;
Mercedes Benz, Hugo Boss-
herrailmur, vel snyrtar hendur
og klippingin ekki eldri en fjög-
urra vikna. Sjálfsaginn og
naumhyggjan var okkur inn-
blástur. Afi var blíður og ljúfur
á manninn, var handlaginn og
haukur í horni þegar kom að
viðhaldi og stússi. Afi hafði gott
nef fyrir fallegum klæðnaði.
Börnin voru augasteinar hans
og hann var stuðningsmaður
þeirra sérstaklega þegar mót-
bárurnar risu hátt; hann bar
hag þeirra fyrir brjósti og var
stoltur af þeim.
Afi var aflamikill skipstjóri
sem fyrrverandi samstarfsfólk
er enn að lofa fyrir vönduð
störf. Hann átti glæstan skip-
stjóraferil og þræddi Breiða-
fjörðinn og heimshöfin með við-
komu á Grænhöfðaeyjum,
Namibíu og stuttu stoppi í Jap-
an.
Eitt sinn gaukaði hann að
mér að hann hefði helst viljað
feta í fótspor föður síns Hreið-
ars sem var flottasti klæðsker-
inn í Reykjavík á sínum tíma og
málverkasafnari. Þetta fannst
mér merkilegt. Þessi hetja
hafsins hefði að eigin sögn unað
sér betur við vinnu sem krafð-
ist annars en sjómennskan, þ.e.
hans fáguðu eiginleika. Að
þessu leyti var hann nútíma-
legur og hvatti okkur til að elta
drauminn. Það höfum við af-
komendurnir öll gert.
Við minnumst afa með þakk-
læti í hjarta fyrir innblásturinn
og stuðninginn. Takk fyrir ynd-
islegu kjötsúpurnar og súkku-
laðirúsínurnar. Okkur hlýnar
við að hugsa um þær ótal fjöl-
skyldustundir sem við áttum
hjá þér þar sem þröngt var set-
ið og hátt var hlegið í Dalaland-
inu. Þú hlóst alltaf hæst.
Hvíl í friði, elsku afi.
Fyrir hönd barnabarnanna,
Jökull Sólberg Auðunsson.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
✝ Anna Pálsdóttirfæddist í
Reykjavík 26. júlí
1939. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi 12.
júní 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 22.11.
1917, d. 8.1. 1989,
og Páll Guðmunds-
son, f. 13.2. 1918, d.
17.1. 2003.
Systkini Önnu eru Guðrún, f.
1943, Rúnar, f. 1945, Reynir, f.
1945, d. 2009, og Elín, f. 1949.
Anna giftist 24.12. 1958 Sig-
ursteini Húbertssyni, f. 1.6.
1932, d. 16.9. 2013. Þau skildu.
Börn Önnu og Sigursteins eru:
1) Ingibjörg, f. 1.7. 1959, hún á
tvær dætur; Önnu Rut Pálma-
dóttur, f. 1980, gift Þorgils
Ragnarssyni, f. 1976, börn
þeirra eru Dagný, f. 2008, og
Vignir, f. 2011, og Ölmu Rún
Pálmadóttir, f. 1985, í sambúð
með Antoni Stefánssyni, f. 1983,
börn þeirra eru Arnar Emil, f.
2012, Anna Emilía,
f. 2015, og Aníta,
dóttir Antons af
fyrra sambandi. 2)
Hafdís, f. 16.11.
1967, maki Gísli
Þór Sigurbergs-
son, f. 1965, dætur
þeirra eru Ingi-
björg, f. 1993,
Magdalena, f. 1998,
og Kamilla, f. 2004.
3) Húbert, f. 19.5.
1970, sonur hans og Bjarndísar
er Sigursteinn Bjarni, f. 1990,
unnusta hans er Elísabet Þóra,
dætur Húberts og Valdísar eru
Snjólaug Harpa, f. 1999, dóttir
hennar og Róberts er Alexandra
Fanney, f. 30.8. 2017, og Ísabella
Anna, f. 2001.
Anna var í sambúð með Eiði
Hilmarssyni, f. 1937, þau slitu
samvistum.
Anna starfaði lengst af á Sól-
vangi þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Önnu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 3.
júlí 2018, kl. 13.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ástarkveðja til þín elsku
mamma, amma og tengdó,
Hafdís, Gísli, Ingibjörg,
Magdalena og Kamilla.
Elsku Anna systir mín, það er
svo skrítið að geta ekki rennt upp
á Sólvang og knúsað þig. Þú varst
alltaf svo kát og glöð þegar ég
kom og við dönsuðum oft út allan
ganginn.
Þannig man ég þig, alltaf kát
og góð við alla. Þú hafðir svo góða
nærveru elsku Anna. Þú varst
stóra systir mín og ég litla systir.
Ég veit að bæði þú, Gugga og
bræður okkar þurftuð oft að
passa litla varginn mig en þið
voruð alltaf svo góð við mig öll
saman.
Það var alla tíð mjög gott sam-
band á milli okkar Önnu. Það var
sárt að sjá hvernig sjúkdómurinn
tók þig frá okkur en viku fyrir
andlát þitt þekktirðu mig enn og
sagðir svo fallega „Ella mín“ sem
gladdi mig mikið.
Elsku Anna mín, við sjáumst
þegar minn tími kemur.
Ég votta börnum, barnabörn-
um, langömmubörnum og öllum
ættingjum okkar samúð.
Elín Pálsdóttir.
Anna Pálsdóttir
✝ Finnur Bald-ursson fæddist
á Húsavík 10. júní
1952. Hann lést
25. júní 2018.
Hann var sonur
hjónanna Helgu
Finnsdóttur, f.
15.7. 1916, d. 13.4.
1996, og Baldurs
Sigurðssonar, f.
31.7. 1916, d. 29.1.
1990. Bróðir Finns
er Sigurður Baldursson, f.
15.2. 1956. Fyrrverandi sam-
býliskona Finns er Ingibjörg
Þorleifsdóttir, synir þeirra
eru: 1) Hilmar, f. 11.10. 1974.
2) Garðar, f. 5.7. 1979, sam-
býliskona hans er Valerija
Kiskurno. Börn þeirra eru Eld-
ey Gerda og Dreki Lars.
Finnur ólst upp í Mývatns-
sveit og bjó þar alla sína ævi
að frátöldum tveimur árum
þegar hann bjó á Akureyri.
Finnur gekk í
Skútustaðaskóla
og síðar í Fram-
haldsskólann á
Laugum. Hann var
starfsmaður Kís-
iliðjunnar hf. í yfir
30 ár en auk þess
starfaði hann sem
atvinnubílstjóri,
bæði í aukastarfi
og í aðalstarfi.
Undanfarin ár
starfaði hann hjá Reykhúsinu
Geiteyjarströnd. Félagsmál
áttu hug hans allan og hann
var félagsmaður í Kiwanis-
klúbbnum Herðubreið um
langt árabil. Hann var einn
stofnenda Golfklúbbs Mývatns-
sveitar og undanfarin ár vann
hann ötullega fyrir Félag eldri
Mývetninga.
Útför Finns fór fram frá
Reykjahlíðarkirkju 2. júlí
2018.
Við viljum í þessum orðum
minnast félaga okkar og vinar,
Finns Baldurssonar. Finnur var
sannur kiwanismaður og vakinn
og sofinn yfir velferð klúbbsins
okkar hér í Mývatnssveit. Sam-
verustundir okkar voru ætíð
skemmtilegar og mikið skrafað
og hlegið.
Finnur bakaði stundum með
kaffinu. Þetta voru góðar stundir
sem geymast í minningunni. Svo
var laumað einni og einni vísu
með auk brandara. Alltaf var
Finnur boðinn og búinn að gera
vel fyrir samfélag sitt hér í Mý-
vatnssveit ef þess var nokkur
kostur.
Við klúbbfélagar kveðjur góð-
an vin okkar með kiwanis-kveðju
og söknum hans sárlega.
Við vottum aðstandendum
hans okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd félaga í Kiwanis-
klúbbnum Herðubreið í Mý-
vatnssveit,
Örnólfur Jóhannes Ólafsson.
Kveðja frá Lauga-
mönnum 1967-69
Okkar ágæti skólabróðir og
vinur, Finnur Baldursson, er
fallinn frá. Það er alltaf sorgar-
fregn þegar góðir vinir yfirgefa
óvænt þennan heim langt fyrir
aldur fram.
Á skólaárunum í Héraðsskól-
anum á Laugum var Finnur okk-
ur strax minnisstæður fyrir gott
viðmót við skólafélagana. Hann
hafði góða tónlistarhæfileika og
spilaði á bassa í skólahljómsveit-
inni, sem nefndist því hógværa
nafni Zero.
Eftir skólavistina á Laugum
dreifðist útskriftarhópurinn víða,
Finnur settist að í Mývatnssveit,
sinni heimasveit, þar sem hann,
auk starfa sinna þar, var virkur í
félagsmálum og framfaramálum
fyrir byggðarlagið.
Hann starfaði m.a. í mörg ár
innan Kiwanis-hreyfingarinnar
af einstakri alúð og fórnfýsi.
Finnur hélt góðum tengslum
við skólasystkini sín. Hann lagði
á sig að ferðast, stundum um
langan veg, til að hitta gömlu
skólafélagana og var ólatur við
að keyra þá sem höfðu ekki far á
þessar samkomur.
Á samverustundum með
skólafélögunum var Finnur
hrókur alls fagnaðar og gladdi
hópinn gjarnan með gamansöm-
um og góðlátlegum vísum sem
hæfðu tilefninu og sagði
skemmtilegar sögur frá heima-
byggðinni.
Jafnframt voru honum hug-
leikin framfaramál sinnar sveitar
og var jafnan fróðlegt að ræða
við hann um mál sem brunnu á
Mývetningum, s.s. náttúrvernd
og uppbyggingu atvinnulífs á
svæðinu.
Við skólafélagarnir frá Laug-
um viljum þakka Finni fyrir allar
ánægjulegu samverustundirnar
og þann vinskap sem hann auð-
sýndi okkur. Við sendum að-
standendum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þorsteinn Gunnarsson.
Við Finnur vorum jafnaldrar
og fermingarsystkini.
Ég minnist heimsókna í æsku
í litlu fallegu íbúðina sem for-
eldrar hans bjuggu í þá, en það
var mikil vinátta milli mæðra
okkar sem báðar voru söngelsk-
ar og sungu í kirkjukórnum.
Helga Finns var fagurkeri og
glæsileg kona með hjartað á rétt-
um stað.
Hún miðlaði því áfram til
drengjanna sinna og á fullorðins-
árum var vinátta og hlýhugur
Finns einkennandi fyrir líf hans
og viðmót við samferðafólkið.
Við Finnur áttum alltaf gott
spjall þegar við hittumst í sveit-
inni og það var hann sem minnti
á það á vordögum fyrir tveimur
árum að nú ættum við 50 ára
fermingarafmæli.
Um haustið gerði árgangurinn
sér glaðan dag af þessu tilefni, en
í millitíðinni hafði sá fyrsti okkar
kvatt þetta líf. Samveran þennan
dag var yndisleg og við ákváðum
að hittast árlega og njóta þess að
eiga þetta vináttusamband.
Finnur mætti með gjöf handa
öllum; hópmynd frá fermingar-
árinu sem hann hafði útbúið
handa okkur og var efni í kátínu
og margar sögur.
Síðasta haust var svo annar
dýrðardagur fermingarbarnanna
og ákveðið að halda uppteknum
hætti.
Í haust munum við sakna vin-
ar í stað og fyrir hönd ferming-
arsystkinanna votta ég fjöl-
skyldu Finns samúð okkar og bið
Guð að blessa hann og varðveita
allar þær góðu minningar sem
hann skilur eftir sig.
Margrét Bóasdóttir.
Elsku Finnur. Það er engin
leið að vera viðbúinn þegar kallið
kemur svo skjótt. Síðustu dagar
hafa tekið virkilega á og það
verður erfitt að venjast því að
hafa þig ekki sem fastan punkt í
tilverunni.
Finnur frændi minn var svo
sannarlega traustur og góður
maður. Ávallt glaður og tilbúinn
að gera allt fyrir fjölskyldu sína
og vini. Mér þótti ákaflega vænt
um hann og hafði svo gaman af
því að hitta hann, hvort sem það
var í fjölskylduhittingi eða á
förnum vegi hér í sveitinni. Hann
sinnti félagsmálum af krafti og
hafði yndi af því að vera með
fólki.
Barnabörnin áttu hug hans
allan og það er ógleymanlegt
hvernig hann ljómaði þegar hann
var með þau. Hann hafði unun af
að ferðast og fara á tónleika og
nýtti hvert einasta tækifæri til
þess. Hann kunni svo sannarlega
að njóta lífsins.
Elsku frændi, ég á eftir að
sakna þess að heyra fótatakið
þitt þegar þú gengur upp stigann
í Reykjahlíð 4, sakna þess að fá
sérprentað afmæliskort með
vísu, sakna þess að spila Trivial
með þér í Lynghrauninu um jól-
in, sakna þess að fá þig til okkar í
jólaboð, sakna þess að horfa með
þér á áramótaskaupið, sakna
þess að sitja með þér til borðs á
þorrablótinu, sakna þess að fara
með þér í varp, sakna þess að
spjalla í gufunni og sakna þess að
heyra þig bjóða glaðlega „góða
kvöldið“ úti í Lóni. En þó að
söknuðurinn grafi um sig í hjart-
anu þá er dýrmætt að eiga marg-
ar góðar minningar að ylja sér
við.
Strákarnir þínir, Valerija og
barnabörnin, sem þér þótti svo
vænt um, hafa staðið sig eins og
hetjur á þessum erfiðu tímum og
saman munum við halda minn-
ingu þinni á lofti.
Hvíldu í friði, elsku frændi.
Þó ég sé látinn,
harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri
að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur,
þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug
sál mín lyftist upp í mót,
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur.
Og ég, þó látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur.)
Elísabet Sigurðardóttir.
Finnur Baldursson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR,
Eyrarvegi 14, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
mánudaginn 18. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
fyrir einstaka umönnun og kærleika.
Axel Ragnar Ström
Sigrún Linda Ström Lúðvík Magnús Ólason
Halldóra Björg Ström Hilmar Þór Hannesson
Stefán Ásgeir Ström Helga Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést föstudaginn 29. júní
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Steinn Jónsson Jónína B. Jónsdóttir
Jónína G. Jónsdóttir Guðmundur Ragnarsson
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
GUÐBRANDUR BJÖRNSSON,
bóndi á Smáhömrum,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 27. júní.
Karl Þór Björnsson Helga Halldórsdóttir
Þórdís Karlsdóttir
Kolbrún Ýr Karlsdóttir
Inga Matthildur Karlsdóttir
Minn kæri eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI BRAGI JÓNSSON,
hagfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund að morgni
sunnudagsins 1. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Rósa Guðmundsdóttir
Ólöf Erla Bjarnadóttir Sigurður Axel Benediktsson
Guðmundur Jens Bjarnason Ásta Hrönn Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn