Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
✝ Vignir MárEinarsson
fæddist í Reykjavík
31. desember 1987.
Hann lést í Dan-
mörku 11. júní
2018.
Foreldrar hans
eru Sveinbjörg
Steingrímsdóttir, f.
15. júni 1949, og
Einar Gunnar Ósk-
arsson, f. 24. ágúst
1943, d. 20. júlí 2003.
Bræður: Ingvar Ellert Ein-
arsson, f. 5. desember 1983.
Ragnar Ingi Ein-
arsson, í sambúð
með Gunnhildi B.
Jónasdóttur. Börn
hans eru þrjú. Ró-
bert Jónsson,
kvæntur Hrefnu
Grétarsdóttur, og
eiga þau tvær dæt-
ur.
Vignir Már var
háseti á Goðafossi
hjá Eimskip.
Útför hans fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 3. júlí 2018,
klukkan 15.
Elsku hjartans drengurinn
minn. Maður spyr eins og alltaf
þegar ungt fólk í blóma lífsins er
hrifið á brott: Hver er tilgang-
urinn? En eins og Ingvar bróðir
þinn sagði: „Þeir góðu fara alltaf
fyrst.“ Þú sem áttir allt lífið fram
undan, varst búinn að plana svo
margt sem nú verður ekkert af.
Þú varst búinn að vera í burtu
meira og minna í tvo mánuði og
núna síðast í slipp í Danmörku
með Goðafossi. Svo áttirðu að
fara í mánaðarfrí og þú varst far-
inn að hlakka til að koma heim og
flatmaga yfir HM og borða
skyndibita sem þú elskaðir þegar
þú varst heima. Enda alltaf þegar
ég sótti þig um borð komum við
fyrst við á KFC.
Elsku hjartað mitt, þú barst
alltaf hag mömmu þinnar fyrir
brjósti, alveg frá því pabbi þinn
dó, þá varstu aðeins 15 ára, sem
var mjög erfitt, frá þeirri stundu
varst þú alltaf hræddur um mig.
En minningarnar hrannast
upp og ekki hægt að koma þeim
öllum á blað svo ég geymi þær í
hjarta mér. Ég á eftir að sakna
þess þegar síminn hringir og sjá
ekki Vigga á skjánum. Þú hringd-
ir í mig næstum daglega. Það var
sama hvort það var dagur, kvöld
eða nótt; alltaf þegar ég svaraði
sagðir þú: „Góðan daginn“ og ég
sagði: „Það er kvöld elskan,“ þá
sagðir þú: „Mamma það er alltaf
dagur hjá mér.“
Elsku hjartað mitt, það er erf-
itt að kveðja, en ef það er líf eftir
þetta líf þá vona ég að þú sért í
faðmi pabba þíns. Við verðum að
trúa á það.
Farðu í friði hjartað mitt.
Mamma.
Fyrstu minningar mínar af
Vigni eru 25 ára gamlar þegar
hann sat í drullupolli á skólalóð-
inni rennandi blautur og var að
sulla, þarna sá ég strax að þetta
var strákur sem ég vildi vingast
við og þar með hófst okkar vin-
átta sem varði í öll þessi ár.
Á 25 árum höfum við gert
margt og mikið, ferðast innan-
lands, farið í frábærar utanlands-
ferðir, nú síðast í haust til Finn-
lands, farið á tónleika, farið á
leiki með okkar uppáhaldsliði,
KR, og kynnst alls konar fólki og
haft endalaust gaman.
Vignir var alltaf brosandi,
hann var glaðlegur og frábær
vinur í öll þessi ár og átti maður
auðvelt með að plata hann í alls
konar vitleysu.
Símtalið sem ég fékk mánu-
daginn 11. júní er eitt það erf-
iðasta sem ég hef fengið – þegar
mér var sagt að Vignir væri lát-
inn. Það var eins og heimurinn
hefði hrunið á augabragði og ég
vissi ekki hvernig ég átti að
bregðast við – sorgin og reiðin
tóku við, allt var ómögulegt.
Hvað ætti ég að gera nú er
spurning sem ég spyr sjálfan mig
oft en aldrei ætlar svarið að koma
en eins og kóngurinn segir þá er
„mótlæti til að sigrast á“.
Elsku besti vinur minn Vignir,
ég sakna þín strax og mun alltaf
gera og á einhverjum tímapunkti
munum við hittast aftur þótt það
verði langt í það.
Ég kveð þig nú kæri vinur,
kveð þig í hinsta sinn.
Íslenski eðalhlynur,
einstaki vinur minn.
(Valdimar Lárusson)
Elska þig – Áfram KR!
Kveðja,
Júlíus.
Það er erfitt að kveðja vin sinn.
Kveðja klettinn sem stóð allan
sjó af sér. Einstakling sem var
bæði sterkur á sál og líkama.
Kveðja sinn besta vin til næstum
tveggja áratuga mörgum áratug-
um fyrr en við áttum von á. Vign-
ir var yndislegur vinur og ein-
stakur maður. Við eigum erfitt
með að hugsa til þess að við fáum
aldrei að heyra þig hlæja aftur.
Það var alltaf hægt að fá Vigga
með sér í hvaða vitleysu sem er.
Eitt símtal og Viggi var mættur,
hvort sem það var í partí, fjall-
göngu, fótbolta, blak, sveitaferð,
bíó, á tónleika, rúntinn, fótbolta-
leiki eða hvað sem er.
Maður fann alltaf fyrir öryggi
þegar maður var með honum.
Hann veitti öryggistilfinningu.
Það var ekkert mál að ganga í
gegnum dimmt húsasund seint á
kvöldin í myrkrinu ef Viggi var
með manni. Eða þegar maður
gerði sig að fífli fyrir framan hóp
af fólki, manni leið ekkert asna-
lega ef Viggi var með.
Viggi vissi oftar en ekki hvað
var best fyrir mann, betur en
maður sjálfur. Hann gerði hik-
laust grín að okkur ef honum
fannst við vitlaus. Hann var alltaf
að gera grín að manni, svona vin-
agrín sem særir engan. Hann
fann upp á fjöldamörgum gælu-
nöfnum fyrir fólkið í kringum sig.
Viggi var einn af þeim sem gefa
lífinu lit. Umfram allt var hann
alltaf samkvæmur sjálfum sér.
Þegar við rifjum upp allar
dásamlegu minningarnar um
Vigga stendur upp úr hversu of-
boðslega fyndinn hann var. Hann
á endalaust mörg gullkorn sem
við vinahópurinn getum minnst
til að ylja okkur um brotnar
hjartaræturnar. Við erum þakk-
lát fyrir vináttuna og góðu tím-
ana sem við áttum með Vigga.
Lífið er örlítið litlausara núna
þegar hann er farinn frá okkur.
Við munum sakna þín til æviloka
og aldrei gleyma minningunum
um þær stundir sem við áttum
saman.
Við sendum fjölskyldu Vigga
og vinum hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þínir æskuvinir,
Þórður Roth
og Íris Katrín Barkardóttir.
Látinn er fyrir aldur fram
Vignir M. Einarsson, skipsfélagi
okkar á m/s Goðafossi, sem varð
30 ára á gamlársdag til sjós. Við
skipsfélagarnir erum harmi
slegnir vegna andlát Vignis. Þeg-
ar starfsmannastjóri Eimskips
hringdi í mig og tjáði að Vignir
væri allur var mér ekki auðvelt
að halda aftur tárum. Svona er
lífið, það skiptir ekki máli hversu
góður maður er. En traustari og
betri félaga hef ég ekki siglt með
í þá áratugi sem ég hef starfað á
skipum Eimskipafélagsins. Það
er nokkuð sem maður ákveður
ekki sjálfur, en mér var gefið og
eftir stendur djúpt þakklæti fyrir
tímann sem við sigldum saman.
Vignir var trúaður enda bar hann
kross sinn alla daga í vinnu og á
öðrum stöðum lífsins, nema síð-
asta kvöldið þegar hann var
hugsanlega að undirbúa svefn í
sínu herbergi á síðasta degi lífs
hans. Hann hlakkaði svo til að
fara þessa ferð í dokku sem er við
Óðinsvé, það var málið að fara
með Guðmundi Þór Sigurjóns-
syni og Ingólfi Guðbrandssyni fé-
laga okkar til að kynna sér
danska tilveru sem hann hafði
ekki gert áður, enda er Guð-
mundur félagi okkar fræðimaður
að dönskum sið. Tónlist, fótbolti
og að hitta félaga sína voru að-
almerki hans enda tókst honum
að sækja tónleika í Dyreskudsp-
ladsen í Óðinsvéum þar sem
Guns n’ Roses hélt útitónleika
sem hann sótti ásamt félögum
okkar á Gullinu og naut þess í
botn. En eftir var það atriði sem
hann beið eftir, það voru tón-
leikar á Secret Solstice í Laug-
ardalnum sem honum tókst ekki
að hlusta á og voru í göngufæri
þar sem móðir hans á heima,
Sveinbjörg Steingrímsdóttir,
sem honum þótti svo vænt um.
Ekkert komst að nema mamma í
huga hans, hann hafði hug á því
að festa sér íbúð sem var í und-
irbúningi, en Vignir okkar var
þannig gerður að hann vildi fyrst
eiga fyrir útborgun áður en af
kaupunum yrðu. „Flott hjá þér,
Vignir minn, þá getur þú byrjað
að eiga þitt heimili,“ sagði ég en
svarið sem ég fékk frá honum
var: „Nei, ég ætla að leigja hana
og vera hjá henni mömmu minni,
það er nefnilega svo gott.
Mamma ertu vakandi mamma
mín, það er svo gott að koma til
þín, þú varst drottning í hárri
höll. Það var fleira sem Vignir
hafði áhuga á, auðvitað KR. Ekk-
ert komst annað að í huga hans,
enda voru bolir og kaffikannan
hans merkt KR og svo Manchest-
er United í enska boltanum. Ekki
má gleyma hvað þú varst hugul-
samur í verkum okkar um borð,
það stóð aldrei á þér þegar við
vorum saman að ganga frá farmi
Gullskipsins að þú komst til að
hjálpa þeim „gamla“ eins og þú
orðaðir það. Ganga frá lúgu, ég
gerði það, fella kranana, nei,
þessir ungu gera það. Og meira
að segja átti hann það til að koma
inn í messa okkar þegar við vor-
um í pásu og segja upphátt: „Þarf
Vignir að gera allt?“ Nú kveð ég
þig, kæri Vignir minn. Ég veit að
við munum hittast síðar og tökum
þá slag á sjóbúningstöngunum
sem við unnum saman við.
Elsku hjartans Sveinbjörg
Steingrímsdóttir og fjölskylda,
við félagarnir á Gullskipinu send-
um þér innilega samúðarkveðjur,
megi elskulegur guð umvefja þig
og vera með þér.
Háseti á m/s Goðafossi,
Jóhann Páll Símonarson.
Vignir Már
Einarsson
✝ Jóna KristjanaJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1930. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 25. júní 2018.
Foreldrar hennar
voru Jón Kristján
Kristjánsson, sjó-
maður frá Bíldu-
dal, f. 1. september
1894, d. 13. desem-
ber 1929, og Guðrún Helga
Guðmundsdóttir húsfreyja, f. á
Sólheimum í Hrunamanna-
hreppi 23. mars 1900, d. 11. jan-
úar 1981. Stjúpfaðir Jónu og
seinni maður Guðrúnar Helgu
var Hannes Magnússon, tré-
smíðameistari í Reykjavík, f. 24.
september 1891, d. 31. desem-
ber 1968. Systir Jónu sam-
mæðra var Guðlaug Sjöfn
Hannesdóttir, húsfreyja á
Hrafnkelsstöðum í Hruna-
mannahreppi, f. 28. júní 1938, d.
11. ágúst 2006.
og kona hans Halldóra Þórðar-
dóttir Johnsen húsfreyja, f. í
Reykjavík 4. október 1892, d.
21. febrúar 1958.
Synir Lárusar og Jónu eru: 1)
Jón Kristján Johnsen, f. 17.
október 1956, kvæntur Sigrúnu
Gunnarsdóttur, f. 14. júní 1954.
Sonur þeirra er Lárus Kristján
Johnsen, f. 23. janúar 1992, og
áður átti Sigrún soninn Hrólf
Sigurðsson, f. 1. september
1977. 2) Hannes Johnsen, f. 19.
september 1967.
Jóna ólst upp í Reykjavík hjá
móður sinni og stjúpföður á
Hverfisgötu 119 í Reykjavík og
Þverholti 20. Hún nam hár-
greiðslu við Iðnskólann í
Reykjavík og vann við iðn sína
um tíma í Kaup-mannahöfn.
Jóna varð síðar hárgreiðslu-
meistari og rak eigin hár-
greiðslustofu í áratugi. Eftir að
Jóna og Lárus gengu í hjóna-
band bjuggu þau fyrst á Hverf-
isgötu 119 í Reykjavík en
byggðu sér síðar hús í Holta-
gerði 67 í Kópavogi og bjuggu
þar tæpan áratug. Eftir það
fluttu þau aftur til Reykjavíkur
og bjuggu í Hlíðahverfi.
Útför Jónu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 3. júlí 2018,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Sjöfn var gift
Sveini G. Sveins-
syni, Hrafnkels-
stöðum, f. 1932.
Börn þeirra eru
fjögur: Helga Sig-
ríður sjúkraliði, f.
1962, maki Sverrir
Ágústsson, börn
þeirra eru Inga
Sjöfn, Ármann og
Sveinn Ágúst, Kol-
brún klæðskeri, f.
1964, Sveinn Hannes, bóndi á
Hrafnkelsstöðum, f. 1965, maki
Eva Marín Hlynsdóttir, börn
þeirra eru Silja Rut og Sveinn
Jökull, Magnús starfsmaður
Símans, f. 1983.
Hinn 14. apríl 1956 giftist
Jóna Lárusi Johnsen, kennara
og skákmanni, f. í Reykjavík 12.
septem-ber 1923, d. 26. ágúst
2006. Foreldrar hans voru Lár-
us Kristinn Johnsen, verslun-
armaður og konsúll í Vest-
mannaeyjum, f. þar 31. desem-
ber 1884, d. 15. október 1930,
Tengdamóðir mín, Jóna Krist-
jana Jónsdóttir, er nú látin tæp-
lega áttatíu og átta ára að aldri
eftir stutta sjúkralegu. Eftir lát
eiginmannsins árið 2006 hélt hún
heimili ásamt Hannesi syni sín-
um í Stigahlíð 36. Jóna bjó lengst
af við ágæta heilsu, sá um mat-
seld ásamt syninum og keyrði bíl
og útréttaði þar til síðasta hálfa
árið. Jóna var nýflutt í þjónustuí-
búð við Norðurbrún í Reykjavík
þegar hún lést og hafði aðeins bú-
ið þar í nokkrar vikur.
Ég kynntist Jónu og manni
hennar Lárusi fyrir tæpum 30 ár-
um, þegar þau voru orðin nokkuð
roskin. Sonur okkar Jóns Krist-
jáns, Lárus Kristján, er eina
barnabarn þeirra og var í miklu
uppáhaldi hjá þeim og það var
gagnkvæmt.
Jóna var hárgreiðslumeistari
og rak eigin hárgreiðslustofu í
áratugi. Hún hafði gott auga fyrir
því hvað fór viðskiptavinunum vel
og þeir héldu mjög margir tryggð
við hana til lengri tíma.
Eftir að Jóna hætti að reka
eigin stofu stundaði hún áfram
hárgreiðslu með hléum fram yfir
sjötugsaldur og leysti stundum af
stallsystur sínar þegar þær tóku
sér frí.
Eftir að starfsævinni lauk
gerði Jóna mikið af því að hitta
vinkonur og frænkur og var fróð
um ættir og tengsl. Hún sinnti
hugðarefnum sínum, sem meðal
annars var teikning, lestur
danskra blaða og ráðning á
krossgátum í þeim.
Ég þakka tengdamóður minni
samfylgdina.
Sigrún Gunnarsdóttir.
Jóna frænka hefur verið órjúf-
anlegur partur af fjölskyldunni
svo lengi. Í æsku fór ég öll sumur
og var í viku eða svo hjá henni,
þetta var „orlof“ frá sveitinni og
skemmti ég mér vel. Þær systur
mamma og Jóna voru nátengdar
og bar mamma mikla umhyggju
fyrir systur sinni.
Í æsku Jónu tíðkaðist að
krakkar færu í sveit og fór hún öll
sumur frá því að hún var smá-
stúlka til móðursystur sinnar
Láru sem bjó í Flóanum, á
Lækjamóti. Þarna undi hún hag
sínum vel með frændfólki sínu.
Jóna sagði mér oft söguna af því
þegar hún frétti fyrst að hún ætti
orðið litla systur. Hún var á engj-
unum með fólkinu þegar ná-
grannakonan á næsta túni kallaði
til hennar, „hún var með þessa
fínu málmhrífu sem glampaði á“.
Hún kallaði með skrækum rómi:
„Ég var að frétta að þú ættir orð-
ið litla systur.“ Þarna hefur Jóna
verið átta ára og var hún á sumr-
in á Lækjamóti fram yfir 15 ára
aldur.
Sumarið 1955 fóru þær systur í
siglingu með Gullfossi og keyrðu
síðan með rútu til margra landa í
Evrópu og aftur heim með Gull-
fossi. Þetta hefur verið mikið æv-
intýri, mamma aðeins 17 ára og
Jóna 25 ára. Þarna eignuðust
þær minningar sem þær yljuðu
sér oft við.
Jóna lærði hárgreiðslu ung og
varð hárgreiðslumeistari sem tók
að sér nema og hjá henni lærði
meðal annars mamma hár-
greiðsluiðn. Hún vann um tíma í
Kaupmannahöfn og allar götur
síðan keypti hún dönsku blöðin
vikulega til að lesa.
Jóna giftist Lárusi Johnsen
1956 og eignuðust þau tvo syni,
þá Jón Kristján og Hannes. Kona
Jóns Kristjáns er Sigrún Gunn-
arsdóttir og eiga þau einn son,
Lárus Kristján. Alla tíð átti hún
og rak hárgreiðslustofur, síðast
með stól heima hjá sér eða fór
heim til kúnnanna. Jóna var mjög
frændrækin og vissi góð skil á
frændfólki sínu. Þetta ólst hún
upp við hjá móður sinni og var
dugleg að hitta og seinna að
hringja á afmælisdögum í frænk-
ur sínar. Núna í seinni tíð fór ég
að launa Jónu orlofið í æsku og
kom hún til mín á Selfoss á sumr-
in í þrjá daga í senn ár hvert og
ég dekraði við hana eftir bestu
getu.
Fórum í bíltúr um æskuslóð-
irnar, bæði í Hreppinn og Lækja-
mót. Þar benti hún mér á þennan
hól og þennan skurð og sagði sög-
ur. Ég á eftir að sakna þessara
samverustunda.
Elsku frændur mínir, Nonni
og Hannes, ég votta ykkur samúð
mína sem og Sigrúnu og Lárusi
Kristjáni.
Helga S. Sveinsdóttir.
Jóna Kristjana
Jónsdóttir
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar