Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt nokkuð gusti um þig núna skaltu ekki láta það slá þig út af laginu. Fall er fararheill. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er hætt við því að þú farir í taugarnar á einhverjum í dag. Þig skortir ekki sjálfstraustið og þú hoppar út í djúpu laugina á atvinnumálunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú leitar lausnar á vandamáli en finnur hana ekki strax. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og aukna vellíðan. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Óvæntur kaupauki eða greiði mun gera lífið auðveldara. Gríptu tæki- færið og kauptu þér eitthvað fallegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dugleysi annarra fer afskaplega í taugarnar á þér. Þú ert alin/n upp við vinnusemi og leti er eitur í þínum bein- um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Veldu þér samstarfsmenn af kost- gæfni ef þú átt þess kost. Settu þér tak- mark og ákveddu hversu langan tíma þú ætlar þér til að ná því. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu höndum saman með öðrum til þess að láta hjólin snúast. Maður er manns gaman og þú hefur mikið að gefa öðrum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk dáist að því af hve mik- illi kurteisi þú kemur fram við ókurteist fólk. Eitthvað óvænt gæti gerst í peninga- málum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð tækifæri til að kom- ast að einhverju nýju varðandi fortíð þína. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert að gera einmitt það sem þér finnst skemmtilegast: að láta þig dreyma og hugsa hvaða skref þú eigir að taka næst. Líttu fram hjá göllum annarra og reyndu að sjá kostina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn í dag er fullkominn til að bregða á leik með ástvinum. Mundu að oft er flagð undir fögru skinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er óhætt að láta hugboð þitt ráða, því oftar en ekki dettur þú ofan á réttu lausnina svona fyrirhafnarlaust. Spáðu í það hvert þig langar að stefna. Erlendur (1818-1894) hét sonurGottskálks á Fjöllum Pálssonar, en Gottskálksætt er mikil ætt og merk norður í Kelduhverfi. Erlendur var skáld gott en ætlaðist ekki til að ljóð hans kæmu nokkru sinni fyrir al- menningssjónir, því að hann lét brenna, áður en hann dó, allstórt ljóðasafn er hann átti í handriti. Eftir hann liggur því ekki annað en geymst hefur í minni manna og dag- blöðum frá fyrri árum. Erlendur var 22 ár bóndi í Austur-Görðum, var tví- kvændur og eignaðist 18 börn, á hann hlóðust opinber störf, var m.a. hreppstjóri og oddviti sveitar sinnar. Erlendi var nauðugt að flytja frá Garði og olli því vélráð að hann varð að fara þaðan. Í Garði er kirkja og kirkjugarður, sem síðasta vísuorðið bendir á: Yfir Garð ég auga brá, á það varð ég hyggja: Þó ég Garði fari frá fæ ég í garði að liggja. Erlendur segir í bréfi til konu sinn- ar: Meðan himinn lætur líf leika í æðum mínum lofaðu mér að vera, víf, vin í armi þínum. Þessa vísu yrkir Erlendur við kvæðalag sitt: Raun er að koma í ráðaþrot, ragna flæktur böndum, lífið allt er boðabrot borið að heljarströndum. Um Sölva Helgason: Sölva fagur gáfnaglans gyllir alheims veldi, logar stjarna hugar hans heims á dimmu kveldi. Um Guðmund Bjarnason orti Er- lendur: Út á Tjörnes arka vann ógnarlegt með ferðavés; viku rétta var heiman, vappaði kringum allt Tjörnes. Svo heim kom í sinni grár, sínum poka af sér hratt, var í orðum furðu flár, fráleitur að tala satt. Ort við andlátsfregn Guðmundar: Guðmundur Bjarnabur burt er nú sofnaður fépyngju frá. Andaðist andrammur, upprís hann freknóttur, hann stýrir harðráður hundunum þá. Erlendur var svikinn um hestlán: Fótgangandi flækjast má, féll oft styttan reista. Það er djöfull aðra á eitthvað þurfa að treysta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Erlendi Gottskálkssyni „MÁ ÉG SETJA ÞIG Á BIÐ? ÉG ER MEÐ ANNAÐ SÍMTAL.“ „KANÍNURNAR ERU AÐ ÉTA ALLAR GULRÆTURNAR HANS.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að muna alltaf hvernig þú lítur út í dag. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann AF HVERJU ER MÚS AÐ SENDA ÞÉR DAPURLEGAN BROSKALL? OSTURINN ER BÚINN ÉG ER MEÐ TILBOÐ FRÁ KÓNGINUM! AFHENTU HELMING EIGNA ÞINNA OG ÞÚ MÁTT EIGA HINN HELMINGINN! Margir gera sér að leik að spá fyr-ir um úrslit í heimsmeistara- keppninni í fótbolta. Víkverji spáði því til dæmis eftir að Ísland gerði jafntefli við Argentínu í upphafi móts að úrslit leiksins yrðu stökkpallur Suður-Ameríkuliðsins að heims- meistaratitlinum líkt og jafntefli Portúgals við Ísland á EM fyrir tveimur árum. Víkverji reyndist ekki spámannlega vaxinn. Vefmiðill Guardian tók saman spár ýmissa fjármálafyrirtækja fyrir mótið. Þau reyndust engu sannspárri en Vík- verji, en reyndu hins vegar að klæða spár sínar í sýnu vísindalegri búning. x x x Commerzbank sagðist hafa notaðfjármála- og gagnagreining- artæki sín til að gera tíu þúsund slembihermilíkön og niðurstaðan hefði verið afgerandi. Þjóðverjar yrðu heimsmeistarar. x x x Goldman Sachs notaði „námugröfteftir upplýsingum, vélrænt sjálfsnám og hagtölur“ til að gera milljón líkön og veðjaði á að Þýska- land kæmist í úrslit og Saudi-Arabía kæmi á óvart. x x x Danske Bank greindi „mörg þús-und gagnalíkön og gerði ráð fyr- ir hagfræðilegum breytum“ og nið- urstaðan yrði sú að Þjóðverjar kæmust í úrslit. x x x UBS kvaðst nota sömu „hagrein-ingartæki og auðstjórn- unardeild UBS beitti til að velja hlutabréf fyrir viðskiptavini“ og barði sér á brjóst fyrir að hafa búið til „líkan með mikilli nákvæmni“. Bankinn hefði framkvæmt „10.000 sýndarmót“ og komist að þeirri nið- urstöðu að Þjóðverjar myndu sigra í úrslitaleiknum eftir „auðvelda byrj- un“ á mótinu. x x x Nú er vitaskuld ljóst að Þjóðverjarkomust ekki einu sinni upp úr sínum riðli og sýnir þetta kannski best hversu erfitt er að spá – sér- staklega um framtíðina. vikverji@mbl.is Víkverji En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. (Rómverjabréfið 5.8) Fallegar vörur fyrir falleg heimili Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.