Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Það er meira er nóg að gera hjá Pétri Oddbergi Heimissyni og félögum hans í Olga Vocal Ensemble. Í fyrrakvöld sungu þeir á alþjóð- legu kóramóti til minningar um Nel- son Mandela í Kennedy Center í Washington DC. Í dag mæta þeir til Íslands og hefja tveggja vikna tón- leikaferðalag um landið með tón- leikum annað kvöld í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði klukkan 20.30. Mættu á femínistafundi Á tónleikunum mun söngkvintett- inn m.a. kynna þriðju og nýjustu plötuna sína, It’s a Woman’s World. Auk Péturs, sem er bassbaritón, er hann skipaður Jonathan Ploeg tenór og Philip Barkhudarov bassa, en þeir kynntust allir í Utrecht í Hollandi þar sem þeir voru í söngnámi hjá Jóni Þorsteinssyni. Á síðasta ári bættust Arjan Lienaerts baritón og Matthew Smith tenór í hópinn eftir að hafa sungið fyrir og verið valdir inn. Eins og titill plötunnar bendir til er efni hennar sótt í heim konunnar og segjast þeir félagar hafa viljað kanna femínisma á þessari plötu. „Ég man ekki alveg hvernig hug- myndin varð til, en eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Pétur Odd- bergur. „Okkur leist svo vel á þetta þema, en á seinustu plötu vorum við með víkingaþema sem er mjög ólíkt. Við höfum mikinn áhuga á femínisma og því sem hann stendur fyrir og fór- um strax að pæla í hvernig við gæt- um tengt saman lög í efnisskrá og á plötu. Við mættum líka á alls konar fundi um femínisma og vorum yfir- leitt einu strákarnir á staðnum.“ Pétur Oddbergur segir að lögin á plötunni séu blanda af lögum fluttum af konum, eftir konur og um reynslu- heim kvenna. „Við erum með nokkra kvenkyns- tónlistarmenn sem hafa skarað fram úr og fólk þekkir. Við vildum heiðra þær og svo erum við líka að kynna fyrir mörgum miðaldatónskáld eins og Hildegard von Bingen og Barböru Strozzi. Við fengum kventónskáld til semja fyrir okkur lög, þar á meðal Báru Grímsdóttur, en einnig tvær hollenskar konur og eina eistneska, þannig að það eru fjögur lög á plöt- uninni sérsamin fyrir okkur. Löng leið fyrir höndum Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá hef ég lært mjög mikið á að kanna fem- ínisma. Ég pæli mikið í orðræðunni og passa mig á hvernig ég orða hlut- ina og reyni að vera meira meðvit- aður um það sem maður ætti ekki að segja. Þótt við séum alltaf að ná meira og meira jafnrétti er samt enn löng leið fyrir höndum og við erum bara lítill sönghópur sem vill vekja athygli á því,“ segir Pétur Odd- bergur. „Á prógramminu erum við t.d. líka með aríu Dons Giovannis eftir Moz- art og förum svo beint yfir í Mambo No. 5, og þá erum við í rauninni að tala um kvenfyrirlitningu og hvernig þeir telja upp allar konurnar sem þeir hafa sofið hjá. Við reynum að gera þetta eins létt og hægt er, en það er alvarlegur undirtónn í efnis- skránni. Þannig að ef fólk kemur á tónleikana mun það skemmta sér mjög vel, en vonandi fær dagskráin það til að hugsa aðeins,“ segir Pétur Oddbergur söngvari að lokum. Samhljómur Jonathan, Philip, Pétur Oddbergur, Matthew og Arjan ætla að syngja fyrir landann. Heimur kvenna kannaður  Olga Vocal Ensemble að hefja tónleikaröð um landið  Létt og feminísk tónlist með alvarlegum undirtóni 4. júlí kl. 20:30 – Bláa kirkjan á Seyðisfirði 5. júlí kl. 20 – Vinaminni, Akranesi 6. júlí kl. 18 – Flateyjarkirkja 8. júlí kl. 17 – Egilsstaðakirkja 9. júlí kl. 21 – Havarí á Karls- stöðum, Djúpavogi 10. júlí kl. 20:00 – Tjarnarborg, Ólafsfirði 13. júlí kl. 20 – Hafnarborg 15. júlí kl. 17 – Akureyrarkirkja Nú er hásumar og tími alls kyns tónlistarhátíða víða um lönd. Ein þeirra er TRNSMT-hátíðin sem haldin er yfir tvær helgar á Glas- gow Green í Skotlandi. Fyrri hlut- inn var nú um liðna helgi og verður leik síðan haldið áfram um þá næstu. Nú um helgina komu meðal annars fram sveitirnar Stereophon- ics, The Lafontaines, The Arctic Monkeys – sem var kynnt sem að- algestur hátíðarinnar – og Nothing But Thieves, og Liam Gallagher, Jessie J og Sigrid. Um næstu helgi koma meðal annars fram The Temperance Movement, The Dark- ness, Texas, The Killers og heima- mennirnir í Franz Ferdinand. Samkvæmt fréttasíðu BBC er TRNSMT fjölsóttasta tónlistarhátíð sem haldin er í Skotlandi í ár en hún var haldin í fyrsta skipti í fyrrasumar. Þúsundir manna sóttu hátíðina í blíðskaparveðri um liðna helgi og fór dagskráin vel fram, fyrir utan að lögreglan í Glasgow handtók nokkra vegna meintra fíkniefnabrota. Glasgow-tónlistarhátíðin TRNSMT sú fjölsóttasta í Skotlandi í ár Skemmtan Hátíðargestir skemmtu sér vel í blíðunni undir leik hljómsveitarinnar Nothing But Thieves á aðalsviði hátíðarinnar á sunnudaginn var. Ljósmyndir/AFP Rísandi stjarna Norska tónlistarkonan Sigrid hefur vakið mikla og sívax- andi eftirtekt úti um löndin síðustu misserin og hefur unnið til virtra verð- launa. Hún var einn listamannanna sem komu fram á lokadegi TRNSMT. Tónaflóð Paul Banks leiddi hljómsveitina Interpol á TRNSMT- hátíðinni, sem er nú haldin í annað sinn. Vinsælir Hljómsveitin The Arctic Monkeys lauk dag- skránni á aðalsviði hátíðarinnar á sunnudag. Var mikil þröng við sviðið enda hljómsveitin eftirlæti margra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.