Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 33

Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 ICQC 2018-20 Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin 4. til 8. júlí, og er það í 19. skiptið sem hátíðin er haldin. List- rænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Gunnsteinn Ólafsson tón- listarmaður, en hann stofnaði hátíð- ina árið 2000, sem landsbyggð- arverkefni í tengslum við Menningarborg- ina Reykjavík 2000. „Frjókornið er orðið að 19 ára tré,“ segir Gunn- steinn. Líkt og áður verður í ár boðið upp á margþætta dagskrá með innlendu og erlendu tónlistarfólki, auk þjóðlegra námskeiða af ýmsu tagi fyrir bæði börn og fullorðna. Mjög fjölbreytt músík Þjóðlagahátíð og Norræna strand- menningahátíðin verða haldnar sam- tímis og sú síðarnefnda sett kl. 17 á miðvikudaginn með ræðuhöldum og flutningi hljómsveitarinnar Flottasta áhöfnin í flotanum á sjómannlögum. Þjóðlagahátíð hefst síðan með setn- ingartónleikum kl. 20, þar sem Spil- menn Ríkínís ríða á vaðið með ís- lensk þjóðlög, leikin á forn hljóðfæri. „Það verður mjög fjölbreytt músík í boði, og má segja að hún nái frá nú- tímatónlist alveg aftur til miðalda. Hlutverk hátíðarinnar er að vekja áhuga fólks á íslenskum þjóðlögum en við erum ekki það einstrengings- leg að við viljum ekki leyfa annarri tónlist að hljóma líka. Okkur finnst mjög gaman þegar verið er að frum- flytja ný íslensk verk á hátíðinni. Í Stirni Ensemble flytja t.d. fjórir ís- lenskir hljóðfæraleikarar ný japönsk og íslensk verk.“ Þrjár Ingibjargir „Tvær ungar skapandi konur – sem báðar heita Ingibjörg – flytja lög við ljóð eftir nöfnu sína Ingibjörgu Haraldsdóttur. Ingibjörg Ýr Skarp- héðinsdóttir hefur lokið námi í tón- smíðum við Listaháskólanum og Ingibjörg Fríða Helgadóttir er út- skrifuð úr skapandi tónlistarmiðlun frá LHÍ og er bæði menntuð í klass- ísk og djasssöng.“ – Er fólk mikið að semja í þjóð- lagastíl í dag? „Ég get nú ekki beint sagt það, en ungt fólk sýnir þjóðlagaarfinum miklu meiri áhuga núna en þegar við byrjuðum árið 2000 og það finnst mér jákvæð þróun. Þá voru bara örfáir sérvitringar að fást við þjóð- lögin. Þessi hátíð hefur sem sagt reynst ágætis athvarf þeim sem eru að velta fyrir sér þjóðlagaarfinum.“ – Heldurðu að hátíðin hafi haft ein- hver áhrif þar á? „Örugglega hefur hátíðin haft sitt að segja að ýta þessu af stað, en það er líka einhver bylgja í gangi. Í al- þjóðlegu samhengi þá hefur heims- tónlist, eða World Music, fengið byr undir báða vængi þar sem tónlistar- menn mismunandi tónlistarheima, hittast og spila saman og flytja músík hver annars og þá koma áhrif frá framandi sönglist og hljóðfærum inn í viðkomandi þjóðlagatónlist.“ Víkinga- og indjánatónlist Er mikið af erlendum gestum? „Já, t.d. kemur kórinn Vilda Fågl- ar frá eyjunni Gotlandi í Svíþjóð og flytur leikrænt kórverk sem heitir Völundarkviða. Sú kviða varðveittist bæði í Konungsbók Eddukvæða og á Gotlandi þar sem hún var höggvin í stein á víkingaöld. Skáldið Eva Sjöstrand hefur ort kvæðið upp á nýtt á gotamáli og Jan Ekedah setti það í nýja sænskan þjóðlagabúning.“ Fleiri kórar koma fram, þ.á m. er Hljómeyki að syngja í fyrsta skipti á hátíðinni. „Einnig nýr sönghópur sem heitir Cantoque Ensemble, en þar flytja átta íslenskir söngvarar íslensk þjóð- lög. Þá heimsækir bandarísk- kanadískur kvennakór hátíðina og flytur frumbyggjatónlist frá lendum indjána og bandaríska þjóðlaga- tónlist. Þær ætla reyndar líka að flytja verk eftir mig fyrir kvennakór sem nefnist Kóngurinn ræddi við riddarann Stíg, og syngja það auðvit- að á íslensku.“ Gunnsteinn segir að atriðin á dag- skránni séu öll mjög ólík. „Þegar maður setur saman dagskrá á þjóð- lagahátíð þarf hún að vera eins og blómakrans þar sem hvert blóm nýt- ur sín og ekkert skyggir á. Litirnir verða að vera margbreytilegir og passa saman, og engin tvö atriði mega vera eins.“ Hápunkturinn á sunnudaginn Hátíðinni lýkur á sunnudeginum og þá eru bara einir tónleikar. Þeir eru með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Hallfríður Ólafsdóttir stjórnar. Þrír karlakórar munu syngja Brennið þið vitar eftir Pál Ís- ólfsson með sveitinni, og það verður eflaust hápunktur hátíðarinnar. Á þeim tónleikum mun einnig Chrissie Telma Guðmundsdóttir frumflytja fiðlukonsert eftir Ernest Bloch, en hann byggist á áhrifum frá indjána- tónlist í Bandaríkjunum. Þetta er mjög flottur konsert og þykir til tíð- inda að þessi unga stúlka sé að frum- flytja konsert sem íslenskir fiðluleik- arar hafa ekki tekist á við áður.“ – Verður ekki ball? „Við verðum með sameiginlegt bryggjuball með Strandmenning- arhátíðinni á laugardagskvöldinu. Uppskeruhátíð hefst kl. 20.30 í Báta- húsinu, þar sem listamenn af hátíð- inni koma fram og eftir það verður slegið upp balli úti, en ef verðrið verður vont verður farið með ballið inn í hús.“ – Hvernig er spáin? „Spáin er alltaf góð,“ segir Gunn- steinn Ólafsson, „það vita þeir sem koma alltaf aftur og aftur á Þjóð- lagahátíðina, hvernig sem viðrar.“ Engin tvö atriði mega vera eins  Þjóðalagahátíðin haldin í 19. sinn, margþætt dagskrá innlends og erlends tónlistarfólks  Norræna strandmenningarhátíðin fer fram samtímis með handverki og málþingum Gunnsteinn Ólafsson Frumflutningur Chrissie Telma Guðmundsdóttir frumflytur fiðlukonsert eftir Ernest Bloch sem byggist á indjánatónlist í Bandaríkjunum. Gotneska Kórinn Vilda Fåglar frá eyjunni Gotlandi í Svíþjóð og flytur leikrænt kórverk sem heitir Völundarkviða. Norræna strandmenning- arhátíðin verður nú haldin í sjöunda sinn, en það eru Vitafélagið-Íslensk strand- menning, Síldarminjasafn Íslands og Fjallabyggð sem standa að hátíðinni í sam- vinnu við Þjóðlagahátíð. Á hátíðinni verður sung- ið, smíðað og þæft, unnið með roð, rekavið, ull og net, myndir sýndar og járnið hamrað. Einnig verður dansað, leikið og málþing haldin. Mikill áhugi er á hátíðinni bæði hérlendis og erlendis en þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndunum. Nú hefur fólk frá Kró- atíu óskað eftir að fá að upplifa hátíðina og sýna jafnframt brot af eigin strandmenningu. Norðmenn, sem þykja þjóða fremstir í varðveislu, nýtingu og nýsköpun á menningararfinum, sigla skipinu M/S Gamle Oksøy til Siglufjarðar hlöðnu minni bátum og sýningargripum. Danir miðla sögu freigáturnnar Jylland sem færði okkur Íslendingum stjórnarskrána á sínum tíma, og í samstarfi við Bohuslän Museum í Uddevalla í Svíþjóð verður sögusýning á Síldarminjasafninu um síldveiðar Svía við Íslandsstrendur. Einnig á að kynna ólíkar skandinavískar útfærslur á síldarréttum og bjóða hátíðar- gestum að bragða á. Grænlendingar senda bæði söng- og leiklistarfólk. Siglfirskar síldarstúlkur ætla að standa vörð um gömlu verkþekking- una og salta síld á planinu við Róaldsbrakka og boðið verður upp á báta- smíðanámskeið í gamla Slippnum og málþing fer fram um varðveislu og viðhald báta. Þátttaka Íslendinga verður fjölbreytt og má nefna siglingaklúbba landsins, eldsmiði og handverksfólk sem vinnur með ull, roð, æðardún o.fl. Bátasmiðir verða við vinnu, ljósmyndaklúbbur Fjarðabyggðar verður með sýningu í Sauðanesvita og börnin fá stefnumót við hafið. NORRÆNA STRANDMENNINGARHÁTÍÐIN Lagni Bátasmíði verður kennd. Mikill áhugi á hátíðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.