Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 6
Ísjakar Jakana tvo má greina báðum megin hússins á myndinni.
Stór borgarísjaki, líklega um 120 til
130 metrar á lengd, sem rekið hafði
inn að Skagaströnd í átt að Húnafirði
í fyrrakvöld, velti sér í gær og brotn-
aði í tvo jaka. Báðir eru þeir komnir
nær Skagaströnd en sá stóri var í
gær, en hann var þó aðeins um einn
kílómetra frá landi. Heimamenn
segja annan þeirra tígullaga og fal-
legan að sjá.
Í viðtali við Ingibjörgu Jónsdóttur,
landfræðing og hafíssérfræðing, í
Morgunblaðinu í gær varaði hún við
siglingum nærri jakanum enda gæti
hann velt sér á örskotsstundu. Sjald-
gæft er að borgarísjakar komi jafn
nærri landi, en óvenjumikið hefur
verið um borgarísjaka á Húnaflóa
undanfarið. Að jafnaði verður þeirra
vart á haustin.
Jakinn velti sér
og klofnaði í tvennt
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
47 herbergi, þar af fjórar stúdíóíbúðir
og fjórar íbúðir með sérbaðherbergi,
eru til leigu í atvinnuhúsnæði við
Funahöfða 17a. Öll eru leiguherberg-
in ósamþykkt, en líkt og fram kom í
fréttum í vikunni kom eldur upp í einu
herbergjanna í fyrradag. Allt tiltækt
slökkvilið var kallað á staðinn og var
einn fluttur á sjúkrahús vegna reyk-
eitrunar auk áverka í andliti vegna
eldsins.
Fjöldi fólks býr í húsnæðinu, sem
er í eigu fyrirtækisins Leiguherbergi.
Í fyrirtækjaskrá kemur fram að eig-
andi fyrirtækisins er Símon Kjærne-
sted. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins sér sonur hans, Stefán
Kjærnested, þó alfarið um rekstur-
inn. Hann rak áður fyrirtækið Húsa-
leiga ehf., sem einnig leigði út ósam-
þykkt herbergi á höfuðborgar-
svæðinu. Fyrirtækið var úrskurðað
gjaldþrota árið 2014.
Getur kostað allt að 200.000 kr.
Alls leigja Leiguherbergi nú út
herbergi á fjórum stöðum í iðnaðar-
hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og
Reykjavík. Samkvæmt vefsíðu Leigu-
herbergja eru herbergin vel á annað
hundrað.
Á síðunni er verðskrá fyrir her-
bergi í Funahöfða 17a. Til eru tvenns
konar tegundir af herbergjum, ann-
ars vegar herbergi með aðgangi að
baðherbergi og eldhúsi og hins vegar
herbergi með einkabaðherbergi og
eldhúsaðstöðu. Verðmunurinn er um
70.000 krónur. Leiga fyrir herbergi
án baðs og eldhúsaðstöðu er 99.550
krónur en dýrari kosturinn býðst á
170.500 krónur. Þá bætist við 27.500
króna aukagjald ef tveir leigja her-
bergið.
Blaðamaður ræddi við íbúa í Funa-
höfða 17a sem áætlaði að stærð minni
herbergjanna væri í kringum 25 fer-
metrar, en stærri herbergin væru um
20 fermetrum stærri eða 45 fermetr-
ar. Þá staðfesti hann að stærstur hluti
leigjenda í húsnæðinu væri frá út-
löndum og dveldi hér á landi í skamm-
an tíma vegna vinnu. Þó væri eitthvað
um að Íslendingar leigðu herbergi en
í flestum tilvikum væri um tímabund-
ið ástand að ræða hjá fólki sem leitaði
leiða til að ná endum saman.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur lögregla, þrátt fyrir
nokkrar heimsóknir á svæðið, engar
athugasemdir gert við búsetu í hús-
næðinu. Tilefni heimsóknanna hafi í
nær öllum tilvikum verið að kanna
hvort erlend glæpagengi eða eitur-
lyfjaneytendur dveldu í húsinu.
Morgunblaðið/Arnþór
Funahöfði Alls eru 47 herbergi til leigu í húsnæðinu. Flestir leigjendanna eru frá útlöndum eða í fjárhagskröggum.
Leigja út ríflega 100
ósamþykkt herbergi
Flestir leigjenda útlendingar eða í fjárhagsörðugleikum
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Margar þessar tillögur eru verkefni
sem eru nú þegar á dagskrá og eru í
stefnumörkun sveitarfélagsins eða
ríkisins,“ sagði Þorsteinn R. Her-
mannsson samgöngustjóri um tillögur
um uppbyggingu á samgöngukerfum
Vatnsmýrarsvæðisins sem lagðar
voru fram í skýrslu í borgarráði í vik-
unni.
Skýrslan var sett saman af sam-
starfshópi Reykjavíkurborgar, Há-
skóla Íslands, Háskólans í Reykjavík
og Landspítalans. Ætlunin er að tillög-
urnar verði lagðar fyrir borgarstjóra,
rektora HÍ og HR og forstjóra LSH.
Þorsteinn segir að aðgerðirnar sem
eru lagðar til hafi ekki verið verðlagð-
ar.
Í skýrslunni er stungið upp á því að
hefja skuli undirbúning að lagningu
vegstokks við Miklubraut frá Snorra-
braut. Einnig ætti að hefja greining-
arvinnu við Öskjuhlíðargöng. Þó er
tekið fram að líklega verði ekki lagt í
þessar tilteknu aðgerðir nema þegar
íbúðahverfi er komið í Vatnsmýrina í
stað flugvallarins.
Umferðaraukning í Vatnsmýri
Meðal annarra tillagan í skýrslunni
má nefna smíði brúar milli Vatnsmýr-
ar og Kársness. Brúin væri ætluð bæði
fyrir almenningssamgöngur, gang-
andi og hjólandi vegfarendur. Einnig
eru lagðar fram tillögur um umferð-
arstýringar og minni framkvæmdir til
að bæta umferðarflæði, sérreinar og
forgang almenningssamgangna til og
frá Vatnsmýri, uppbyggingu betri bið-
stöðva og aðstöðu fyrir deilibíla- og
hjólaleigur á vinnustöðum.
Aðgerðirnar til að bæta umferðar-
flæðið á Vatnsmýrarsvæðinu eru eink-
um hugsaðar til þess að koma til móts
við fjölgun starfa og íbúa sem gert er
ráð fyrir vegna byggingar nýs hverfis
við Hlíðarenda. Nú þegar eru einstak-
ar ferðir til og frá svæðinu á sólarhring
um 25.700 og er áætlað að þær verði
orðnar um 45.000 árið 2025. Um 60%
þeirra eru talin vera vegna háskólanna
og Landspítalans.
„Við höfum horft til þess að það
þurfi að grípa bæði til fjárfestinga í
innviðum og stuðningsaðgerða á
vinnustöðum, vera með samgöngu-
styrki, skoða bílastæðanýtingu og svo
framvegis,“ sagði Þorsteinn.
Vangaveltur
um Vatnsmýri
Mýri Tillögurnar eru um Öskjuhlíð-
argöng og stokk á Miklubraut.
Brú yfir í Kársnes meðal tillagna
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Leikskólar landsins taka langflest-
ir sumarleyfi í júlí. Flestir leik-
skólar Reykjavíkur verða lokaðir
frá 11. júlí til 8. ágúst. Þá verða
leikskólar í Kópavogi og Hafnar-
firði lokaðir frá 11. júlí til 9. ágúst
og leikskólar á Akureyri taka sum-
arleyfi á mismunandi tímum yfir
júlímánuð.
Leikskólar í Garðabæ og
Mosfellsbæ eru opnir allt sumarið.
Þó er foreldrum skylt að taka
börnin í 3-4 vikna sumarleyfi í báð-
um bæjarfélögunum. Allir leikskól-
ar Garðabæjar verða opnir í sumar
en í Mosfellsbæ verður öllum leik-
skólum lokað nema einum á há-
annatímanum.
„Foreldrar geta valið hvenær
börnin taka frí. Þegar flestir eru í
fríi sameina leikskólarnir starf-
semi sína. Þá færast börnin yfir á
sama stað og verða allir leikskól-
arnir á sama staðnum, Reykja-
koti,“ segir Gunnhildur Sæmunds-
dóttir, skólafulltrúi í Mosfellsbæ.
Samkvæmt upplýsingum frá
skóla- og frístundasviði Reykjavík-
urborgar eru ákvæði í sáttmála
nýs meirihluta Reykjavíkurborgar
um að reynt verði að hafa einn
leikskóla í hverju hverfi opinn allt
sumarið. Í sáttmálanum segir: „Í
tilraunaskyni verður leikskóli í
hverju hverfi opinn yfir allt sum-
arið til að tryggja að fjölskyldur
hafi meiri sveigjanleika um hve-
nær þær fara í frí.“
Flestir leikskólar landsins
eru lokaðir í júlímánuði
Leikskólar í Garðabæ og Mosfellsbæ opnir í allt sumar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Leikskólar Öllum börnum er skylt
að taka fjögurra vikna frí.
Í kjölfar brunans í Funahöfða
fyrradag var karlmaður hand-
tekinn grunaður um íkveikju í
einu herbergjanna.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu var þó að öllum lík-
indum um slys að ræða, en smá-
vægilegur eldur kviknaði í
eldhúsi í einu herbergjanna.
Á þeim stutta tíma sem eld-
urinn logaði dreifðist mikill
reykur um ganga hússins og yfir
í önnur herbergi. Maðurinn var
þó að mestu búinn að slökkva
eldinn þegar slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins bar að garði.
Málið var í upphafi rannsakað
sem hugsanleg íkveikja.
Íbúar hússins sluppu heilir
frá óhappinu.
Eldur kvikn-
aði í eldhúsi í
Funahöfða
SLYS EN EKKI ÍKVEIKJA