Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 7

Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Bifreiðagjöldin eru komin í pósthólfið þitt á island.is Stefnum saman á stafrænt Ísland Greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld einstaklinga birtast nú eingöngu á rafrænu formi. Þú nálgast þá í pósthólfinu þínu á island.is og um leið er krafa stofnuð í netbanka. Með þessu má spara um 65 milljónir króna og fimm tonn af pappír á hverju ári. Gjalddagi bifreiðagjalda er 1. júlí og eindagi er 15. ágúst. Vilt þú útprentaðan seðil? Hafðu samband við Þjónustuver Tollstjóra í 560 0300 eða á fyrirspurn@tollur.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst þrjú innbrot sem voru framin í Kópavogi og Garða- bæ í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Um er að ræða tvö innbrot á byggingarsvæði, þar sem fjölda verkfæra var stolið, og eitt á heimili þar sem verðmætum af ýmsu tagi var stolið. Í tilkynningunni segir að megnið af þýfinu sé komið í leitirnar, en það fannst við húsleit í Kópavogi. Auk þess var lagt hald á fíkniefni á sama stað. Þrír menn, tveir á fer- tugsaldri og einn á þrítugsaldri, voru handteknir í þágu rannsókn- arinnar og hafa þeir allir játað sök. Í tilkynningunni er minnt á upp- lýsingasíma lögreglu sem er 800 5005. Þangað er hægt að hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brota- starfsemi eða önnur brot sem fólk kann að hafa vitneskju um. Einnig er hægt að senda ábend- ingar með einkaskilaboðum á face- booksíðu Lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þrjú inn- brot eru upplýst  Þjófarnir stálu m.a. verkfærum Morgunblaðið/Eggert Lögregla Þrír menn voru hand- teknir vegna innbrotanna. Smávaxið fiðrildi sem ber nafnið birkikemba hefur nú þegar unnið umtalsverðar skemmdir á birki í görðum á höfuðborgarsvæðinu í sumar, að því er fram kemur á Heimi smádýranna, Facebook-síðu Erlings Ólafssonar skordýrafræð- ings. Kjöraðstæður voru í byrjun vors á höfuðborgarsvæðinu fyrir birki- kembuna sem er þekkt fyrir að valda skaða á birkitrjám eða „kemba“ þau, líkt og nafnið gefur til kynna. Í vorbyrjun voru skilyrðin svo góð fyrir fiðrildin að um miðjan apríl varð fjöldi þeirra meiri en nokkru sinni fyrr og nýttu fiðrildin sér góðu skilyrðin til að verpa og tryggja sér afkomendur inn í sumarið. Nú þegar lirfurnar klekjast út um sumarið valda þær skemmdum á birkitrjám. Lirfur friðrildanna smeygja sér inn í laufblöðin, koma sér þar fyrir og éta innvefi þeirra. Þegar þær vaxa og dafna taka blöðin að fölna og á endanum stendur einungis eftir ysta lag efra og neðra borðs sem blæs út eins og brúnn belgur. Um- merki birkikembunnar eru því aug- ljós á birkitrjám þar sem laufblöðin verða brún að hluta til. Trjárækt og húsagarðar með birki eru kjörlendi birkikembu. Fiðrildin eru á ferð á vorin en þau skríða úr púpum í fyrrihluta apríl og hverfa fyrir miðjan maí. Því er flug- tími hennar mjög skammur. Birkikemba fannst fyrst í Hvera- gerði árið 2005. Síðan fannst hún í Fossvogi í Reykjavík 2007. veronika@mbl.is Mikil skaðsemi birkikembu Morgunblaðið/Ómar Skemmdir Birkikemban skilur eftir sig brún lauf, eftir veru sína í þeim.  Ummerki birkikembu eru sýnileg á höfuðborgarsvæðinu Hjólreiðakeppn- inni Kia-gull- hringnum, sem fara átti fram í dag við Laugar- vatn, var frestað til laugardagsins 25. ágúst. Ástæð- an er vegafram- kvæmdir. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá aðstandendum keppninnar. Þar segir að vatnsveður í vor og sumar hafi tafið verklok á malbik- unarframkvæmdum á Laugarvatns- vegi, en þar séu malarkaflar. Einnig sé ókláraður kafli við Borg í Gríms- nesi. Við slíkar aðstæður telji móts- haldarar að öryggi þátttakenda og annarra vegfarenda sé ógnað. Óverj- andi sé að senda stóra hópa hjól- reiðafólks af stað við slíkar að- stæður. Gullhringnum frestað þang- að til í ágúst Hjól Ráslína KIA- gullhringsins 2016.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.