Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 16

Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 16
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Bókin byggist á kynnum mínum af Austurlandi, allt frá barnæsku og því sem bæst hefur við á ferðalög- um í áratugi. Ég reyni yfirleitt að heimsækja og kynna mér aðstæður á þeim stöðum sem ég segi frá. Við bætast svo hverju sinni áhrif frá margvíslegum heimildum sem flétt- að er inn í frásögnina. Það er auð- velt að gleyma sér í heimildagrúski og vandratað er meðalhófið þegar kemur að því að miðla uppskeru í frásögn,“ segir Hjörleifur Gutt- ormsson náttúrufræðingur. 91. árbókin Út er komið ritið Árbók Ferða- félags Íslands 2018 – Upphérað og öræfin suður af. Er þetta áttunda árbók FÍ sem Hjörleifur skrifar, en sú fyrsta kom út árið 1974 og heitir Austfjarðafjöll. Alls eru í árbókinni, sem er 518 síður, 64 kortaupp- drættir, sem Guðmundur Ó. Ingv- arsson útbjó, og 580 myndir sem Hjörleifur tók flestar. Þetta er 91. árbók FÍ, en þær hafa komið út óslitið frá 1928 og eru heildstæð Ís- landslýsing þegar allt er saman lagt. „Þetta má líta sem heild, því bækurnar átta taka nú til alls aust- anverðs landsins vestur að Jökulsá á Fjöllum og Lómagnúp ásamt með meginhluta Vatnajökuls,“ segir Hjörleifur. Í bókinni nýju fjallar hann um þann hluta Austurlands sem nær í grófum dráttum yfir Fljótsdalshérað innan Egilsstaða – að meðtöldum Fljótsdal, Skriðdal, Jökuldal og Hrafnkelsdal. Þá er fjallað um Snæfellssvæðið, Brúar- öræfi, Kringilsárrana, Kverkfjöll, Krepputungu og Möðrudal á Efra- Fjalli. Svipmót Héraðs hefur breyst „Svipmót Héraðs og þá ekki síst Upphéraðs innan Egilsstaða hefur breyst mikið á síðustu áratugum,“ segir Hjörleifur sem uppalinn er á Hallormsstað og því Austurlandi gagnkunnugur. „Fyrst og fremst hefur ásýndin breyst vegna skóg- ræktar sem hófst með plöntun á berangri um 1970. Á hálendi er ef- laust líka um hægfara gróðurbreyt- ingu að ræða vegna minni sauð- fjárbeitar.“ Lífríki á Upphéraði og nærliggj- andi svæðum einkenndist, að sögn Hjörleifs, af því að þar tórðu birki- skógar betur en annars staðar þeg- ar kom fram undir okkar daga. Hallormsstaðarskógur er auðvitað þekktasta dæmið og svæðið sem varðveitt er í heiti byggðarlagsins Skógar innan við Vallanesháls. „Hér er líka óvenju samfellt gróðurlendi allt frá Héraðsflóa inn að Vatnajökli, frá sjávarmáli upp í um 700 m hæð báðum megin Snæ- fells. Tegundasamsetningin tekur hins vegar breytingum eftir því sem fjær dregur frá sjó. Land- rænar tegundir taka við af útnesja- plöntum og harðgerðustu fjalla- plöntur taka við þar sem samfelldum gróðri sleppir. Í dýra- ríkinu eru það hreindýr sem ein- kenna svæðið og heiðagæsum hefur fjölgað mikið síðustu áratugi,“ nefn- ir Hjörleifur. Sólarúr og eyktarmörk Kort Guðmundar Ó Ingvarssonar í Ferðafélagsbókum Hjörleifs og annarra eru nákvæm. Mörg þeirra segja, ásamt fornleifauppdráttum, mikla sögu um líf og starf kynslóð- anna; erfiða búskaparhætti og bar- áttu við náttúruöflin. En síðan eru líka á kortunum mörg örnefni sem eru sólarúr og eyktamörk; það er dagmálahnjúkar, miðmorgunsfjöll, og hádegistindar. Þá er víða að finna. „Við eigum mikinn fjársjóð í ör- nefnum landsins sem segja mikla sögu og eru sum hver komin með landnámsmönnum frá Noregi. Önn- ur eru gelísk að uppruna rétt eins og genablandan í Íslendingum nú- tímans. Skráning örnefna sem hófst að ráði fyrir miðja síðustu öld hefur bjargað miklu og í þann sjóð leita ég eins og aðrir áhugamenn. Jafn- framt hef ég, í samvinnu við Guð- mund kortasmið árbókanna, sem og Landmælingar og Örnefnasafn, leitast við að færa ranga eða mis- vísandi skráningu örnefna á göml- um kortum til betri vegar. Við þetta bætast síðan nýnefni þar sem engin þekkt örnefni voru til staðar. Ég hef í árbókunum og víðar stung- ið upp á allmörgum slíkum, sem sumpart hafa þegar fest sig í sessi.“ Einstök inngrip Margt breyttist á Austurlandi með byggingu Kárahnjúkavirkjun- ar, það er að Hafrahvammagljúfur var stíflað, Hálslón myndað og vatni Jöklu veitt um jarðgöng yfir í Lagarfljót og fall ánna þar virkjað í Fljótsdalsstöð. Hjörleifur var mjög mótfallinn framkvæmdinni og færði fram margvísleg rök gegn henni. Lýsir hann þessu sem svo að Kára- hnjúkvirkjun og það sem henni fylgdi hafi verið stærstu einstök inngrip í náttúru Austurlands og raunar landsins alls. „Þar á ég við samveitu tveggja stórra jökulvatna með tilheyrandi breytingum, ekki aðeins á rennsli heldur eiginleikum og lífi viðkom- andi straumvatna. Afleiðingarnar blasa við, neikvæðastar fyrir Lag- arfljót og umhverfi þess. Í árbók- inni greini ég frá helstu staðreynd- um sem nú eru þekktar, en spara annars stór orð og langa upprifjun á þeim átökum. Og vonandi eru menn líka að læra af þessari for- tíð.“ 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Í Árbók Ferðafélags Íslands 2018 er fjallað um svæði á há- lendinu sem nú eru innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs á austurhálendinu. Halda ber því til haga að Hjörleifur Gutt- ormsson átti frumkvæðið og hugmyndina að stofnun þjóð- garðsins með tillögu sem hann lagði fram á Alþingi fyrir 20 ár- um. „Sterk og augljós rök eru fyrir því að Vatnajökulsþjóðgarður eigi að vera á heimsminjaskrá UNESCO eins og nú er unnið að. Óvíða er að finna jafn augljóst og dramatískt samspil elds og ísa og í þessum þjóðgarði með Öræfajökul, Grímsvötn og Bárðarbungu í aðalhlutverkum og heita reitinn sem aflgjafa. Tengslin við byggðirnar sunnan jökuls og óbyggð- irnar norðan hans skapa andstæður og um leið fjölbreytni sem fátíð er á ekki stærra svæði,“ segir Hjörleifur og heldur áfram: „Með loftslagsbreytingunum sem við höfum orðið vitni að í tíð örfárra kynslóða hefur Vatnajökull orðið augljós og aðgengilegur mælikvarði sem leitun er að annars staðar. Þjóðgarðatillagan sem ég kynnti á Alþingi 1998 tók raunar einnig til allra stóru jökla miðhálendisins og nágrennis þeirra og endurspeglast nú í þeirri vinnu sem er í góðum gangi um að ná samstöðu um enn stærri miðhálendisþjóðgarð.“ Andstæður og fátíð fjölbreytni ÁTTI FRUMKVÆÐI AÐ STOFNUN VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐS Þjóðgarður Horft til Snæfellsins. Áttunda árbókin um Austurland  Hjörleifur Guttormsson með nýja Árbók FÍ um Hérað og hálendi  Byggt á kynnum frá því í barn- æsku og ferðalögum í áratugi  Samfellt gróðurlendi  Dagmálahnjúkar og miðmorgunsfjöll Morgunblaðið/Valli Náttúrufræðingur „Við eigum mikinn fjársjóð í örnefnum landsins sem segja mikla sögu og eru sum hver komin með landnámsmönnum frá Noregi,“ segir Hjörleifur sem hér heldur á Árbókinni nýju sem var að koma út. Ljósmynd/Hjörleifur Guttormsson Grjót Grettistak á ystu nöf upp af Ekkjufelli í Fellum. Kynjamyndir í náttúr- unni eru margar og alltaf ber eitthvað áhugavert fyrir augu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarhús Æskuheimili Hjörleifs Guttormssonar á Hallormsstað, skógar- varðarbústaðurinn sem afi hans Páll Vigfússon afi hans byggði árið 1884. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í fyrsta sinn í apríl 2019. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður það árið. Handritum skal skila undir dulnefni, en nafn og heimilisfang höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 20. janúar. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur b.t. Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá vorinu 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur veitt árlega að vori. Guðrún er einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur landsins og um leið og hún er heiðruð með þessum hætti stuðla verðlaunin að nýsköpun í greininni og styðja við barnabókmenntir á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.