Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 21

Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Kúnstir Hægt er að kenna hestum hverskonar kúnstir og á Landsmóti hestamanna í gær var þessi leikur leikinn, þegar ræktunarbúið Vesturkot sýndi hross sem þaðan koma. Eggert Benedikt Bogason lögfræðingur gegnir embætti hæstaréttar- dómara. Í bók minni Með lognið í fangið lét ég í ljósi þá rökstuddu skoðun að nota mætti orðið „dómsmorð“ um dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugs- syni. Bókin kom út á fimmtudegi. Næsta mánudag á eftir gekk lögmaður BB frá stefnu á hendur mér fyrir að hafa notað þetta orð um dóminn. BB hafði set- ið í málinu og átt aðild að meiri- hlutaatkvæði sem sakfelldi Baldur. Var gerð krafa um ómerkingu um- mæla minna og um greiðslu miska- bóta stefnandanum til handa. Mér er nær að halda að BB og lögmaður hans hafi rokið í þessa málssókn án þess að kynna sér það réttarsvið sem hér reyndi á. Dóma- framkvæmd á Íslandi og raunar einnig við Mannrétt- indadómstól Evrópu benti fremur afdrátt- arlaust til þess að málssókn BB væri högg sem myndi geiga eða svokallað klám- högg. Sakleysisleg ummæli mín um þenn- an óforsvaranlega dóm voru miklu mild- ari en margvísleg um- mæli um dóma sem á hefur reynt í réttar- framkvæmdinni og ræðumönnum verið talið heimilt að viðhafa. Lögmaður minn Gestur Jónsson tefldi fram öflugum vörnum sem tóku af öll tvímæli um þetta. Rök- semdir hans voru svo að efni til teknar upp í forsendur dómsins, sem sýknaði mig af kröfum hæsta- réttardómarans. Hinn yfirvegaði hæstaréttardóm- ari hrapaði þegar í stað að þeirri ákvörðun að áfrýja dóminum. Til- kynnti hann það í viðtölum við fjöl- miðla sama daginn og dómurinn gekk. Kannski hann hafi ekki einu sinni verið búinn að lesa dóminn? Við fyrstu sýn virðist dómarinn bara vera einfaldur gönuhlaupari, sem hefur litla sem enga stjórn á sér. Það er varla sæmandi fyrir dómara við Hæstarétt að sýna af sér slíkt jafnvægisleysi og þessi maður gerir. Kannski hann hafi verið jafn skotglaður, þegar dómur- inn yfir Baldri var ákveðinn? En sé málið skoðað svolítið nánar má sjá að hann telur sig kannski eiga von til þess að Landsréttur muni dæma með honum. Hann er nefnilega formaður dómstólasýsl- unnar, en það er ný stjórnsýslu- stofnun sem tók til starfa um síð- ustu áramót. Verkefni hennar er að fjalla um og taka ákvarðanir um margvísleg hagsmunamál dómstóla, m.a. Landsréttar. Stofnunin hefur m.a. það hlutverk að leggja mat á og gera tillögu til ráðherra um nauðsynlegar fjárveitingar til dóm- stólanna, veita dómurum leyfi og skipuleggja símenntun dómara og annarra starfsmanna dómstólanna svo dæmi séu tekin. Kannski áfrýj- andinn telji dómara í Landsrétti líklega til að víkja lögfræðinni sinni svolítið til hliðar í þágu valds- mannsins sem hefur svo afdrifarík áhrif á málefni Landsréttarins? Svo er annað. Hæstiréttur hefur á nýliðnu vormisseri kallað inn lík- lega 13 af 15 dómurum Landsréttar til að taka sæti sem varadómarar í Hæstarétti. Þar hafa þeir sumir setið í mörgum málum og sjálfsagt verið strokið blíðlega af dómur- unum sem þar sitja á fleti fyrir, þ.m.t. Benedikt. Það hlýtur að teljast fullkomlega óeðlilegt að Hæstiréttur kalli inn dómara Landsréttar til starfa sem varadómarar. Það er vegna þess að Hæstiréttur mun í framtíðinni fyrst og fremst fjalla um dóma Lands- réttar. Viljum við að þarna sé búið að koma á kunningjasamfélagi, þar sem hver strýkur öðrum? Nú mun ég fá þrjá þessara dóm- ara til að fjalla um mál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara og formanns dómstólasýslunnar á hendur mér. Benedikt hafur líklega metið stöðu sína í málinu svo að hann ætti miklu meiri von um hag- stæðan dóm heldur en lagaregl- urnar kveða á um. Jafnvel hann, svo laus sem hann er við yfirvegun og jafnvægi, hefði varla tekið ákvörðun um að áfrýja þessum dómi nema telja sig eiga sigurvonir vegna valdastöðu sinnar og vin- fengis við einstaka dómara Lands- réttar. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast vel með framvindunni í þessu leikriti sem Benedikt lögspekingur hefur sviðsett. Ég hef enn þá trú að dómarar við Landsrétt séu líklegir til að standa þetta af sér. Við sjáum til. Einfaldur gönuhlaupari? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson (hinn stefnda) »Kannski áfrýjandinn telji dómara í Landsrétti líklega til að víkja lögfræðinni sinni svolítið til hliðar í þágu valdsmannsins sem hef- ur svo afdrifarík áhrif á málefni Landsréttar- ins? Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.