Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
✝ GuðbrandurBjörnsson
fæddist á Hólmavík
31. desember 1953.
Hann lést 27. júní
2018 á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut.
Foreldrar hans
voru Björn Hilmar
Karlsson, f. 30.12.
1931, d. 18.12.
2015, bóndi á Smá-
hömrum og Matthildur Ása Guð-
brandsdóttir, f. 26.8. 1926, d.
16.6. 2018, húsfreyja á Smá-
hömrum.
Bróðir Guðbrands er Karl
Þór Björnsson, f. 7.11. 1956, bif-
reiðastjóri, kona hans er Helga
Rut Halldórsdóttir, f. 21.8. 1965.
Dætur þeirra eru Þórdís, f. 3.12.
1991, Kolbrún Ýr, f. 1.11. 1999,
og Inga Matthildur, f. 5.2. 2002.
Guðbrandur gekk í
Barnaskólann í Tungusveit og
síðar í Héraðsskólann á Reykj-
um í Hrútafirði.
Guðbrandur hóf búskap á
Smáhömrum árið 1978 í fé-
lagsbúi með foreldrum sínum,
síðar tók hann við
búinu að fullu og
bjó allar götur síð-
an. Guðbrandur var
virkur í félagsmál-
um sauðfjárbænda í
Strandasýslu, hann
var formaður Sauð-
fjárræktarfélags
Kirkjubólshrepps á
árunum 2011-2015
og í stjórn Félags
sauðfjárbænda í
Strandasýslu frá 1991 og til
dauðadags. Á þeim árum gegndi
hann stöðu gjaldkera, varafor-
manns og formanns auk þess að
vera fulltrúi sambandsins á að-
alfundum Landssamtaka sauð-
fjárbænda. Hann var ritari
Ungmennafélagsins Hvatar í
Kirkjubólshreppi á árunum
1988-1989 og aftur 1997-2000.
Þá sat hann lengi í stjórn hesta-
mannafélagsins Blakks í
Strandasýslu og var formaður
Bridgefélagsins á Hólmavík í
mörg ár.
Útför Guðbrands fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 7. júlí
2018, klukkan 13.
Vara þú þig Valnastakkur fall-
inn er hann fjögurra maki, þessi
orð komu mér fyrst í hug er ég
frétti að nafni minn, frændi og
vinur hefði tapað sinni hinstu
orrustu þann tuttugasta og sjö-
unda júní síðastliðinn, daginn áð-
ur en átti að bera móðir hans og
föðursystur mína til hinstu hvílu,
ég mun alltaf telja frænda minn
Guðbrand Björnsson bónda á
Smáhömrum „fjögurra maka“ í
sauðfjárrækt, ræktun, umhirðu
og ekki síður umgengni við
sauðfé og fjárrag alls konar.
Brandur á Smáhömrum eins og
flestir nefndu hann, bjó allan
sinn aldur á Smáhömrum og nam
þar frá blautu barnsbeini af föður
sínum og afa sauðfjárrækt í sinni
víðustu merkingu ásamt hesta-
mennsku sem hliðargrein og bú-
skapur varð að sjálfsögðu hans
lífsstarf og aðaláhugamál. Að afa
sínum Karli Aðalsteinssyni
gengnum tók hann alfarið við
hans hluta búsins en á Smá-
hömrum var tvíbýli þar sem for-
eldrar hans bjuggu á hinu búinu,
smám saman tók Brandur einnig
við búi foreldra sinna en þá höfðu
búin verið rekin í nánu samstarfi
til margra ára, ekki skal gleyma
umhyggju hans fyrir foreldrun-
um en hann gerði þeim kleift að
búa heima á Smáhömrum þar til
faðir hans lést í desember 2015
en eftir það flutti Matthildur
móðir hans á sjúkrastofnunina á
Hólmavík þar sem hún bjó síðan
til dauðadags. Guðbrandur á
Smáhömrum hafði einnig mörg
áhugamál önnur en fjárbúið,
hann var ungur mikill áhugamað-
ur um skák en fljótlega færðist
áhuginn meira í spil og þá spilaði
hann brids af ákefð, eftir að hann
fór að ná tökum á tölvutækninni
sem honum þótti stundum sýna
takmarkaða þjónustulund og lítt
vilja aðlaga sig þörfum notand-
ans, þá spilaði hann og tefldi við
alls kyns meistara úti í hinum
stóra heimi fram á rauðanótt en
þau „næturverk“ komu aldrei
niður á búskapnum þó ekki væri
endilega farið í fjárhús í rauða-
bítið. Brandur var einnig mikið í
félagsmálum var meðal annars
lengi í stjórn og síðar formaður
Félags sauðfjárbænda í Stranda-
sýslu þar sem hann lét vel til sín
taka, var fulltrúi Strandamanna
á aðalfundum landssamtaka
sauðfjárbænda í fjölda ára, hann
var lengi rammur framsóknar-
maður og hafði sterkar skoðanir í
pólitík sem jafnt voru settar fram
þótt búast mætti við mótbyr. Þó
Guðbrandur á Smáhömrum
þætti stundum ögn hastur í til-
svörum þá var hann fyrstur
manna á vettvang þar sem hann
vissi að aðstoðar væri þörf, hver
sem í hlut átti, þegar ég slasaðist
1999 og lá í Reykjavík stærstan
hluta vetrar kom hann og hjálp-
aði Lilju við allt sem við þurfti á
okkar búi, og þannig hefur það
ávallt verið og fyrir það þökkum
við Lilja frænda mínum og nafna
og þó að reynt væri að launa í
einhverju var þar ávallt við erf-
iðan viðskiptahalla að fást, við
kveðjum góðan vin og frænda og
sendum Karli Þór og Helgu
ásamt myndarlegu frænkunum
mínum þremur okkar dýpstu
samúð.
Guðbrandur og Lilja.
Sú harmafregn barst í síðustu
viku að náinn frændi og góður
vinur okkar Guðbrandur Björns-
son bóndi á Smáhömrum við
Steingrímsfjörð andaðist skyndi-
lega á Landspítalanum í Reykja-
vík. Brandur eins og við kölluð-
um hann jafnan hafði alla tíð
verið við góða heilsu að því er við
töldum og best vissum. Hann var
mikill dugnaðarforkur og sinnti
sínum bústörfum og einstöku
sauðfjárrækt af mikilli elju og
kunnáttu. Vafalítið má telja að
hann hafi verið fremstur meðal
jafningja í Steingrímsfirði í sauð-
fjárræktinni, en þar hefur í ára-
tugi verið ræktaður afurðamikill
og heilbrigður fjárstofn, jafnvel
svo að af bar á landsvísu. Af þeim
stofni var á sínum tíma umtals-
verður fjöldi líflamba fluttur til
annarra landsfjórðunga, þar sem
þau áttu drjúgan þátt í að end-
urnýja sjúka stofna vítt um land.
Guðbrandur og faðir hans
Björn H. Karlsson, en hann lést
árið 2015, og afi hans Karl Að-
alsteinsson, bændur á Smáhömr-
um áttu þarna drjúgan hlut að
máli. Smáhamrabúið var þekkt
fyrir einstaklega góðan og af-
urðamikinn sauðfjárstofn og átti
Guðbrandur þar í mikinn og far-
sælan þátt.
Eftir áfall heima á Smáhömr-
um í síðustu viku bar andlát
Brandar að með skjótum hætti.
Með naumindum tókst að koma
honum með þyrlu á Landspítal-
ann, þar sem allt var gert sem í
mannlegu valdi stóð til að bjarga
lífi hans, en æðri máttarvöld tóku
þarna í taumana.
Ég og við urðum þeirrar
ánægju aðnjótandi að hitta
Brand alloft síðustu árin í gagn-
kvæmum heimsóknum. Brandur
var vel heima í flestum dægur-
málum líðandi stundar og var af-
ar áhugavert að ræða við hann
um það sem efst var á baugi
hverju sinni og þó einkum og sér
í lagi að heyra skoðanir hans á
vandamálum sauðfjárbúskapar-
ins, en þar hafði hann mikið og
margt skynsamlegt til málanna
að leggja, enda reynsla hans og
þekking mikil.
Móðir hans Matthildur Guð-
brandsdóttir frá Heydalsá hafði
andast háöldruð skömmu áður en
Guðbrandur dó og stóð til að
kveðja hana blessunina frá
Hólmavíkurkirkju daginn eftir
andlát Guðbrandar. Þau mæðg-
inin verða því nú kvödd sameig-
inlega og hverfa saman til eilífrar
vistar hjá almættinu, þar sem
brottkvaddir ættingjar taka
vafalítið vel á móti þeim.
Við Marta og systkini mín,
Óskar og Lára, biðjum þeim guðs
blessunar á nýju tilverustigi.
Guð blessi minningu þeirra.
Svavar Jónatansson.
Lífið gekk sinn vanagang, við
vorum að huga að jarðarför
Möttu frænku þegar fréttin kom:
Brandur frændi dáinn. Eitthvað
hafði gefið sig innvortis, hvað var
að gerast, tíminn stoppaði, ég
dofnaði upp, þetta gat ekki verið
satt, þú að deyja. Ég vissi að þú
hafðir verið fluttur með þyrlu
suður en hélt eða vonaði að það
væri verið að þræða þig og þú
myndir standa upp daginn eftir.
Við erum frændur og góðir vinir,
þú fæddur og alinn upp á Smá-
hömrum og ég var þar í sveit öll
sumur sem barn og unglingur.
Ég man eins og gerst hafi í gær,
þú, ég og Kalli Þór vorum að
spila fótbolta við Þorpastrákana
úti á grundum eða í frjálsum og
boltaleikjum með krökkunum úr
sveitinni inni að Sævangi, þetta
voru góð sumur við leik og störf.
Þú varst sjö árum eldri en ég
og varst farinn að keyra trak-
tora, slá og sinna öllum almenn-
um bústörfum mjög ungur, það
vissu allir í hvað stefndi, þú yrðir
sauðfjárbóndi og tækir við Smá-
hamrabúinu, sem og varð, fyrst í
samstarfi við föður þinn en síðan
tókstu alveg við búinu. Á haustin
kom ég eins oft og ég gat til að
vera með þér í fjárraginu þá átt-
um við góðar stundir saman við
að skoða lömbin. Margan þekki
ég fjárglöggan manninn en eng-
an eins og þig, það er ekkert
skrítið þó að þú skulir hafa þekkt
allar þínar ær með númeri en þú
þekktir haustlömbin úti á túni og
gast sagt hverjir foreldrarnir
væru og þegar við vorum á roll-
urúnti og sáum kindur í fjalls-
hlíðinni þá sagðir þú hvaðan þær
væru og ef þær voru frá Smá-
hömrum þá vissirðu númer eða
nafn þeirra. Já, Ísland var að
missa sauðfjárbónda af flottustu
gerð. Smáhamrabúið hefur hald-
ið sínum stalli sem framúr-
skarandi sauðfjárbú í þinni
umsjá alltaf í toppsætunum með
afurðir, enda slakaðir þú aldrei á
kröfum um gerð ásetningslamb-
anna og oftar en ekki í verðlauna-
sæti á hrútasýningum. Þú hafðir
mjög gaman af hestum og not-
aðir þá bæði við leik og störf,
reiðst þeim um túnin þegar þú
varst að gá að kindum bæði vor
og haust og auðvitað við smala-
mennskur. Þú kepptir líka á þeim
og gekk það vel, þess bera verð-
launagripirnir í stofunni merki,
þú varst með dómararéttindi og
fórst um landið til að dæma á
hestamótum og leitaði ég oft í
reynslubankann þinn þegar ég
þurfti upplýsingar um hesta. Já,
Brandur minn, það verður skrítið
að skoða lömbin í haust og geta
ekki ráðfært sig við þig og þó að
við göngum ekki lengur á hvít-
Guðbrandur
Björnsson
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ARNARS GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild A4
á Landspítalanum, Fossvogi.
Sólveig Guðrún Kristjánsdóttir
Svanhildur Arnarsdóttir Peter Moldt
Guðfinna Arnarsdóttir Bjarni Þór Tryggvason
Guðmundur Arnarsson Sigurbjörg Gunnarsdóttir
Hrönn Arnarsdóttir Bergur Gunnarsson
Arna Bára Arnarsdóttir Gunnar Thorberg
Linda Rós Arnarsdóttir Kjartan Fossberg Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALUR TRYGGVASON,
Kirkjuvöllum 3, Hafnarfirði,
lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 3. júlí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 13. júlí klukkan 13.
Sigríður Einarsdóttir
Valur E. Valsson Kristín Ólafsdóttir
Hildur Valsdóttir Kristbjörn Óli Guðmundsson
Gunnar Þór Valsson Ólöf Magnúsdóttir
Tryggvi Örn Valsson
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir minn og bróðir,
VALUR SVEINBJÖRNSSON
vélvirki,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn
1. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Hrafnistu fyrir góða
umönnun.
Valur Guðjón Valsson
Guðlaug Sveinbjarnardóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRUNN FRANS,
Hrísateig 36,
105 Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 30. júní.
Jarðarförin verður í Dómkirkjunni miðvikudaginn
11. júlí klukkan 13.
Hallgrímur Jónsson
Ingunn Elín Hróbjartsdóttir
Jóna Hróbjartsdóttir
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
Þorbergur Hallgrímsson
Ásgerður Hallgrímsdóttir Ólafur Björn Lárusson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar,
HALLFRÍÐUR S. BRYNJÓLFSDÓTTIR
frá Hrísey,
lést á Hrafnistu, Laugarási, 3. júlí.
Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju
16. júlí klukkan 13.
Fyrir hönd maka, ættingja og annarra
fjölskyldumeðlima,
Unnur Markúsdóttir Bisgaard
Brynjólfur Markússon
Jörundur Markússon
Markús Sveinn Markússon
Erlendur Markússon
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR STEINA SCHEVING
hjúkrunarfræðingur,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 30. júní verður jarðsungin frá
Lindakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 10. júlí
klukkan 13.
Guðjón S. Tryggvason Sigrún Stefánsdóttir
Jón Loftsson Jóhanna Björgvinsdóttir
Hreinn Loftsson Ingibjörg Kjartansdóttir
Magnús Loftsson Gunnar Ásgeirsson
Ásdís Loftsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn