Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 44
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Spænska pressan kveður Ronaldo
2. Komið fyrir í Ölfusá
3. „Vinnur ekki störukeppni við…“
4. Framleiða bara kók í plasti
Englar og menn – tónlistarhátíð
Strandarkirkju heldur áfram göngu
sinni á morgun, sunnudag, með tón-
leikum sem hefjast kl. 14. Á þeim
koma fram Sveinn Dúa Hjörleifsson
tenór og Bjarni Frímann Bjarnason
píanóleikari með fjölbreytta og líf-
lega söngdagskrá í farteskinu. Bjarni
er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku
óperunnar og Sveinn Dúa býr og
starfar sem óperusöngvari við óperu-
húsið í Leipzig í Þýskalandi. Á heima-
síðu hátíðarinnar, englarogmenn.is,
má finna ítarlega dagskrá hátíðar-
innar í sumar og einnig á Facebook-
síðu hennar.
Sveinn og Bjarni í
Englum og mönnum
Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin
Gíslason koma fram á stofutónleik-
um Gljúfrasteins á morgun kl. 16.
Ragnhildur syngur og munu þau bæði
leika á óhefðbundið hljóðfæri sem
hún hefur nefnt snittubassa. Þau
munu leika sitt á hvorn rafbassann
með misþykkum byggingasnittutein-
um, eins og það er orðað í tilkynn-
ingu. Ragnhildur mun beita söng-
röddinni og Björgvin leika á sítar ef
tími gefst til en hann er sagður einn
færasti sítarleikari Evrópu. Stofu-
tónleikarnir á Gljúfrasteini eru haldn-
ir hvern sunnudag í sum-
ar, fram að 26. ágúst,
og hefjast kl. 16.
Miðasala fer fram í
safnbúð Gljúfra-
steins en
ókeypis er fyr-
ir börn á
leikskóla-
aldri.
Söngur og leikur á
snittubassa og sítar
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Austurlandi.
Dregur úr úrkomu vestantil í kvöld en samfelld rigning á Austurlandi.
Á sunnudag Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan- og vestanvert landið, 10-15 m/s
og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.
Á mánudag og þriðjudag Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norð-
vestantil. Skýjað og skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 20 stig.
„Óhætt er segja að margt hafi breyst
frá því ég hætti þjálfun Guif í Eskils-
tuna fyrir tveimur árum og sá ekki fram
á annað en að einbeita mér að vinnu í
bankanum á næstu árum. Mig óraði
ekki fyrir því þá að standa í þessum
sporum að tveimur árum liðnum,“ segir
Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari
Svía í handknattleik, sem tekur við einu
besta félagsliði heims á næsta ári. » 4
Ætlaði að einbeita
sér að bankanum
Belgía og Frakkland mætast
í undanúrslitunum á heims-
meistaramóti karla í knatt-
spyrnu næsta þriðjudags-
kvöld og nú er ljóst að
Evrópuþjóð mun standa
uppi sem heimsmeistari í
ár. Belgar slógu út Bras-
ilíumenn í mögnuðum leik
og Frakkar unnu nokkuð
öruggan sigur á Úrú-
gvæjum. Átta liða úrslit-
unum lýkur í dag. »2-3
Eingöngu Evr-
ópuþjóðir eftir
Hin sextán ára gamla Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir vann það frækilega af-
rek í gærkvöld að verða Evrópu-
meistari stúlkna 18 ára og
yngri í 100 metra hlaupi á
Evrópumeistaramótinu í
Györ í Ungverjalandi. Úr-
slitahlaupið var
gríðarlega spenn-
andi og þrjár
fyrstu fengu allar
sama tíma og
reikna þurfti út
tímann í milli-
sekúndum
til að skera
úr um sigur-
vegarann. »1
Guðbjörg Jóna er
Evrópumeistari
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Lestur er eitt mikilvægasta lýðheilsu-
mál Íslendinga af því að það hangir svo
margt á spýtunni. Ég bendi enn og aft-
ur á brotna sjálfsmynd, brottfall úr
framhaldsskólum, fíkniefnaneyslu og
fleira því oftar en ekki er rót vandans
döpur lestrarkunnátta,“ segir Þor-
grímur Þráinsson rithöfundur.
Hann er meðal þeirra sem leggja
lestrarverkefninu Söguboltinn lið. Það
er framlenging á verkefninu með
barnabókalandsliðinu sem var skipað í
maí með það í huga að tengja saman
bolta og bækur. Þá var skipað í fjögur
lið rithöfunda sem tóku þátt í að búa til
sjónvarpsþætti á RÚV með ólík þemu,
allt frá ævintýrum og þjóðsögum til
hryllings og vísinda.
Vellíðan fylgir því
að ganga vel í skóla
Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra á frumkvæðið að seinni
hluta Söguboltans en í honum er
karlalandsliðið í fótbolta virkjað til
þess að efla krakkalestur í sumar.
Krakkarnir eiga að vera duglegir að
lesa næstu vikurnar og fylla út þátt-
tökuseðil sem er á vef Menntamála-
stofnunar og senda inn með undir-
skrift forráðamanns. Þeir sem það
gera geta unnið til verðlauna en allir
23 leikmenn landsliðsins, sem voru á
HM í Rússlandi, gefa eina gjöf. Mark-
mennirnir gefa líklega hanska, Aron
vonandi fyrirliðaband, einhverjir
treyju og aðrir skó. Allt áritað.
„Mesti sigurinn er vitanlega sá að
bæta sig í lestri og efla orðaforðann.
Það er lykillinn að góðum náms-
árangri og sterkri sjálfsmynd sem
skiptir gríðarlega miklu máli. Því
fylgir vellíðan að ganga vel í skóla og
við eigum að hjálpa þeim sem eiga í
erfiðleikum,“ segir Þorgrímur sem
minnir á þau alþekktu sannindi að
nauðsynlegt sé að lesa í að minnsta
kosti 15 mínútur á dag og skilja það
sem lesið er. Til þess að viðhalda
áhuga á lestri er mikilvægt að lesa
bækur sem tengjast áhugamálum
viðkomandi.
Fullkomin hugarró
,,Lestur góðra bóka er eins og
ferðalag. Tíminn stendur í stað og
maður gleymir sér, það er hin full-
komna hugarró. Við eigum að nálgast
lestur út frá eins mörgum vinklum og
hægt er og virkja sem flesta. Ég tel
t.d. að við gætum einfaldað íslensku-
kennslu á grunnskólastigi með því að
víkja frá kennslu í flókinni málfræði.
Við erum að missa krakka yfir í
ensku, að hluta til vegna þess að við
höfum verið að flækja íslensku-
kennsluna, líklega vegna ástar á
tungumálinu sem er að snúast upp í
andhverfu sína.“
Sigur að bæta sig í lestrinum
Þorgrímur
Þráinsson leggur
Söguboltanum lið
Morgunblaðið/Hari
Höfundur Lestur góðra bóka er eins og ferðalag. Þorgrímur á Hlíðarenda í gær með hressum boltakrökkum.
Þorgrímur Þráinsson hefur skrif-
að 35 bækur og verið í hliðar-
starfi sem rithöfundur í mörg ár.
Hann er núna að ljúka við þriðju
og síðustu bókina um franska
strákinn Henri og Míu vinkonu
hans en Henri hefur elt íslenska
landsliðið í fótbolta í þrjú ár.
Strákarnir buðu honum á leik Ís-
lands og Argentínu á HM en á
leiðinni í lest til Moskvu er hon-
um rænt og hann kemst líklega
ekki á keppnisstað.
„Vinnuheiti bókarinnar er
Henri - Rænt í Rússlandi og hún
ætti að koma út síðla hausts.
Annars á ég enn eftir að skrifa
síðustu fjóra kaflana og er
hreinlega að farast úr spenningi
af því að ég veit ekki sjálfur
hvernig bókina endar,“ segir
Þorgrímur sem í gær sat með
tölvuna sína í Valsheimilinu á
Hlíðarenda við skriftir – þar sem
orðin streymdu fram svo senn
fæðist sagan öll.
Á fjórum köflum ólokið
NÝ SAGA UM HENRI ER VÆNTANLEG Í HAUST