Morgunblaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Trump er áleið til Evr-ópu. Hann
er sagður hlakka
mest til að hitta
drottninguna þar.
Nefndi það í við-
tölum fyrir kjör að
móðir sín hefði verið mikil
aðdáandi hennar. Borgarstjóri
höfuðborgarinnar þar ýtir hins
vegar, af persónulegum póli-
tískum ástæðum sem hann virð-
ist ekki ráða við, undir mótmæli
gegn Trump. Og óneitanlega
hefur May forsætisráðherra
hlaupið eftir öllum mótmælum
á meginlandinu og nærsveitum
yfir smælkisuppákomum í inn-
anríkismálum í Bandaríkj-
unum. Og það hafa fleiri gert.
Verði Trump á að nefna
vandræðaleg mál hinum megin
ála fara fyrirmennin þar á lím-
ingunum og segja það skáld-
aðar upplýsingar. Innlendir
fjölmiðlar hjálpa til við slík
verk. Skemmst er að minnast
þegar Trump þótti fréttnæmt
að sænsk lögregluyfirvöld
segðust ekki geta staðið við
venjulegan viðbragðstíma
kæmi beiðni um hjálp frá til-
teknum borgarhverfum, því
draga þyrfti saman lið. Trump
þóttu þetta merkilegar fréttir
frá fyrirmyndarlandi um frið-
samlega tilveru. Þegar sænsk
stjórnvöld létu sig hafa að segja
að ekkert væri til í þessu undr-
unarefni forsetans hlífðu
heimamiðlarnir þeim. Sömu
fjölmiðlarnir hafa þó skrifað
óteljandi fréttir um efnið, þótt
ekki hafi þeir málað í dekkri lit-
um en komist er af með.
Danir eru nú orðið hrein-
skilnari um stöðuna hjá sér og
bregðast við.
Þegar Obama forseti kom til
Bretlands síðast var honum
fagnað vel. Enda kom hann
þangað í boði Camerons, þáver-
andi forsætisráðherra, í að-
draganda atkvæðagreiðslu um
Brexit og hafði í hótunum við
Breta. Varaði hann þá við að
kjósa eins og hugur þeirra vildi
því þá yrði Bretland sett aftast
í röð þeirra sem vildu gera við-
skiptasamning við Bandaríkin!
Af hverju? Hvar var hið sér-
staka samband Breta og
Bandaríkjanna? Trump fram-
bjóðandi var þá spurður og
svaraði því umbúðalaust til að
ynni hann þá þyrftu Bretar
ekki að bíða eftir neinum. Vel
má vera að veik forysta May
forsætisráðherra nái að lokum
að ýta hinum hviklynda forseta
burt. Þeir sem þykjast hafa
sambönd við nána ráðgjafa
hans segja hann bit á sífelldum
hringingum May í Hvíta húsið
út af upphlaupum á þingi eða í
götublöðum yfir fjölmiðlahá-
vaða. Sá hávaði stendur jafnan í
hálfan dag eða svo áður en
næsti tekur við.
Þá fer Trump til Þýskalands
þar sem kanslarinn
er í veikri stöðu,
hvert sem litið er.
Ríkisstjórn „stóru
flokkanna“ mælist
nú í minnihluta á
meðal kjósenda.
AfD mælist með
17% fylgi, jafnstór Sósíal-
demókrötum, „hinum stóra
flokknum.“ Fyrir örfáum árum
hefði hvort tveggja verið
ómöguleiki.
Leiðtogar G7 landanna láta
eins og þeir hafi áhyggjur af
fundum forseta Bandaríkjanna
og Rússlands. Þeir sem mestu
ráða í ESB hafa þó þegar átt
einkaviðræður við Pútín. Ekki
á hlutlausu svæði eins og nú í
Helsinki. Bæði Macron forseti
og Merkel kanslari báðu um
fund með Pútín og fengu að
sækja hann heim. Nú er því
hvíslað að þessir tveir leiðtogar
óttist að Trump gefi frá sér
andstöðu við innlimun Krím-
skagans. Leiðtogarnir sjálfir
eru þó fyrir löngu hættir að
binda afnám viðskiptaþvingana
við Krím eins og skín í gegnum
samtöl í Belarus. Þeim er ljóst
að Pútín getur eins gengið út og
hengt sig og að gefa það eftir.
Íslenska ríkisstjórnin tók
þyngri skell hlutfallslega á sína
þjóð í þessum þvingunum en
önnur ríki, eftir því sem best er
vitað samkvæmt ákvörðun sem
deildarstjóri í utanríkisráðu-
neytinu tók í símtali við sína
líka í Brussel. Ekki liggur fyrir
hvort þær þvinganir séu bundn-
ar því að Krímskaga verði skil-
að aftur.
Áratugum saman hefur
Þýskaland lofað því að hlut-
deild þess í varnarviðbúnaði
landa skuli mælast sem 2% af
þjóðarframleiðslu. En vantað
hefur meira en helming upp á
það. Þýskaland leggur fram
tæplega einn þriðja á þennan
mælikvarða mælt á við það sem
Bretland gerir. Vegna komu
Trumps á Nato-fund í ferð sinni
hefur Merkel lýst því yfir að
ríkisstjórn hennar muni horfa á
þessi „markmiðsmörk“ og
stefna á að þau verði komin í
1,5% árið 2025. Verði Trump
endurkjörinn mun hann samt
hættur ári áður en Merkel efnir
loforðið um að fara í 2% með því
að fara í 1,5%!
Á fundi á skrifstofu forset-
ans, þegar farið var yfir fram-
lög einstakra Nato-landa rak
Trump stór augu í lágt framlag
Íslands. Jim Mattis varnar-
málaráðherra, sem var á fund-
inum og þekkti vel til, fór yfir
sérstöðu Íslands og hvernig
það mætti sínum skuldbind-
ingum í raun. Lét forsetinn það
gott heita og tók skýringarnar
gildar.
En hvað sem öllu þessu líður
er líklegt að það verði uppi fót-
ur og fit á meginlandi Evrópu
og á Bretlandi á næstunni.
Veikar efndir, veik
staða og veikir leið-
togar bíða Trumps
spenntir, í hinni
merkingu orðsins}
Brátt lendir Trump
Á
dögunum birtist fréttaskýring í
Financial Times, það fór ekki
mikið fyrir henni en hún fjallaði
um lífslíkur manna í Evrópu.
Kannski fór svona lítið fyrir
fréttinni þar sem lífslíkur Breta hafa dvínað
umtalsvert og mælist Bretland nú eftirbátur
annarra Evrópulanda. Lífslíkur breskra
karla hafa aðeins aukist um nokkra mánuði
og lífslíkur breskra kvenna standa í stað.
Lönd eins og Þýskaland, Grikkland, Spánn
og Ítalía mælast með mun meiri lífslíkur. Þá
má velta fyrir sér hvað það er sem veldur.
Ástæður sem eru nefndar eru skortur á að-
gengi að heilbrigðisþjónustu, breyting á ald-
urssamsetningu, eldri Bretum fjölgar og þar
með er aukið ákall bæði til heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu og þeir sem standa höllustum
fæti gjalda hvað mest. Einnig eru auknar að-
haldsaðgerðir taldar sem orsakavaldur. Þessi frétta-
skýring er merkileg þó lítil sé og það sem er hvað
merkilegast í fréttinni er að eina landið sem mælist
neðar en Bretland er Ísland enda ríma ástæðurnar við
aðstæður hér á landi. Aðgengi að grunnþjónustu á Ís-
landi er óásættanlegt, íbúar Vestfjarða hafa til að
mynda ítrekað reynt að fá ráðamenn á höfuðborgar-
svæðinu til þess að eyða þeirri óvissu sem er uppi um
heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum. Í lýðheilsuvísum
ársins 2018 kemur fram að íbúar á Austurlandi telja al-
varlegan skort vera á aðgengi að geðheilbrigðisþjón-
ustu. Á Norðurlandi er bið eftir viðtali hjá
geðlækni 45 dagar, eftir skoðun hjá bækl-
unarskurðlækni er að meðaltali 47 daga bið
og bið eftir gerviliðaaðgerð er að meðaltali
150 dagar. Sé litið til Suðurlands þá er þar
fordæmalaus íbúafjölgun og á sama tíma er
þar mjög mikil fjölgun ferðamanna sem kall-
ar á aukna grunnþjónustu á öllum sviðum
samfélagsins. Annar áhrifaþáttur, aldurs-
samsetning þjóðarinnar, þýðir að fleiri þurfa
á grunnþjónustu að halda og á vefsíðu land-
læknis má sjá að biðlistar eftir hjúkrunar-
heimilum hafa lengst, helmingi fleiri bíða
eftir hjúkrunarheimilum nú en árið 2014. Að
lokum er það mikilvægasti punkturinn, þeir
sem höllustum fæti standa, enn er ekki búið
að opna meðferðarúrræði fyrir börn sem átti
að opna síðastliðið vor og nú er upplýst að
það verði ekki opnað fyrr en í september.
Það er ljóst að bregðast verður við þeirri þróun sem
stjórnvöld boða, að öll þjónusta við landsmenn endi á
suðvesturhorninu. Það er ekkert eðlilegt við það að ein-
ungis sé hægt að sækja þjónustu um langan veg með
tilheyrandi kostnaði kjósi fólk að búa um land allt eða
að fólk þurfi að flytja frá heimabyggð til þess að eiga
kost á viðunandi grunnþjónustu. Það er kominn tími til
að hugsa um Ísland allt.
annakolbrun@althingi.is
Anna
Kolbrún
Árnadóttir
Pistill
Tímabært að hugsa um Ísland allt
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Fjöldi manns hírist í myrkriog kulda í sjálfheldu í iðr-um jarðar. Ríkisstjórnlands þeirra vinnur óðum
höndum uppi á yfirborðinu við að
skipuleggja björgunaraðferð til þess
að hinir ólánssömu menn megi líta
dagsins ljós á ný. Á meðan hvíla augu
alls heimsins á þeim og bíða átekta
að stigið verði með fórnarlömbin upp
á yfirborðið.
Allt þetta á við taílensku fót-
bolta strákana sem verið er að
bjarga úr Tham Luang Nang Non-
hellunum í Doi Nang Non-fjöllum.
En einnig vekur þessi lýsing minn-
ingar af hildarleik sem greip athygli
heimsins alls árið 2010, hinum megin
við Kyrrahafið. Þá máttu 33 námu-
verkamenn dúsa 700 metra undir yf-
irborði jarðar í 69 daga áður en þeim
var bjargað.
Atvikið sem vísað er til varð í
kopar- og gullnámunni San José í
grennd við borgina Copiapó í norður-
hluta Síle. „Fjallið varar mann alltaf
við,“ sagði vaktstjórinn Luis Urzua
síðar um drunur sem hann heyrði í
námunni stuttu áður. „Fjallið hrynur
ekki bara af sjálfu sér. Þetta vitum
við sem námuverkamenn – það er
alltaf eitthvað.“ Hluti af námunni
hrundi 5. ágúst árið 2010 og 33
námuverkamenn lokuðust þar inni
fimm kílómetra frá útganginum.
Skiptu með sér birgðum
Í heila 17 daga fannst hvorki
tangur né tetur af námuverkamönn-
unum ólánssömu. Björgunarsveitir á
vegum námufyrirtækisins og síleska
ríkisins höfðu borað holur til að kom-
ast til þeirra og sent niður hlustunar-
pípur en án árangurs. Sebastian Piñ-
era, forseti Síle, hafði hafið undir-
búning á byggingu risastórs kross til
þess að minnast þeirra þegar skila-
boð fundust á bréfsnifsi á einni hlust-
unarpípunni: „Estamos bien en el
refugio los 33“ eða „Við erum heilir á
húfi í skýlinu, þrjátíu og þrír saman“.
Mennirnir höfðu leitað skjóls í
neyðarherbergi 700 metra undir yf-
irborði jarðar og lifað af með því að
skipta með sér fátæklegum mat-
arbirgðum sem þar var að finna, svo
sem túnfiski og makríl. Hver þeirra
hafði lagt af um 8 kíló þegar skilaboð
þeirra komust til björgunarsveitanna
en raunir þeirra voru langt því frá á
enda.
Reyndar er ekki víst að raunir
þeirra séu enn á enda. Vissulega var
öllum námuverkamönnunum 33
bjargað dagana 12. til 13. október
eftir nærri 70 daga í prísundinni en
geðshræring eftir slíka reynslu
læknast ekki á einum degi. Sam-
kvæmt frétt CNN áttu margir námu-
verkamennirnir erfitt með að tolla í
starfi fimm árum eftir að þeim var
bjargað.
„Glatið ekki trúnni og voninni,“
ráðlagði Juan Carlos Aguilar, einn
námumannanna sem bjargað var fyr-
ir tæpum átta árum, taílensku fót-
boltadrengjunum sem nú eru í svip-
aðri klípu. Aguilar lagði áherslu á að
ekki væri nóg að koma matar-
birgðum til drengjanna í hellunum
heldur þyrfti að veita þeim sálrænan
stuðning á meðan þeir biðu björg-
unar. Á meðan björgunaraðgerðir
stóðu yfir árið 2010 var sálfræðingur
í reglulegu sambandi við námuverka-
mennina og fylgdist með sálrænni
vellíðan þeirra. Auk þess hannaði
íþróttalæknisfræðingurinn Jean
Cristophe Romagnoli sérstaka þjálf-
unardagskrá til að hjálpa mönnunum
að tóra út dagana 69. Romagnoli hef-
ur fylgst með björgunaraðgerðunum
í Taílandi og segir í viðtali við CNN
að liðsheildin muni vera fótbolta-
strákunum til góðs á meðan á þessari
erfiðu bið stendur.
„Glatið ekki trúnni
og voninni“
AFP
Frelsi Mario Sepulveda námuverkamaður fagnar 13. október 2010 er
hann kemst loks upp á yfirborðið eftir um þrjá mánuði í iðrum jarðar.
Ljóst er að athygli heimsins
beinist að taílensku drengjun-
um sem nú eru að sleppa úr
prísund sinni og að fjölmiðlafár
mun að öllum líkindum fylgja
þeim og bjargvættum þeirra
næstu mánuði. Þeim hefur nú
þegar verið boðið á úrslitaleik
HM bjargist þeir í tæka tíð.
Fjölmiðlaumfjöllunin var
einnig mikil eftir að námuverka-
mönnunum í Síle var bjargað ár-
ið 2010. Þeir urðu heiðursgestir
í bandarískum spjallþáttum og
á leikjum Manchester United,
fóru til Disney-lands, í ferðir um
grísku eyjarnar og jafnvel til
landsins helga, allt á kostnað
vinnuveitandans og ríkisins.
Kvikmynd um atvikið, The 33,
með Antonio Banderas í aðal-
hlutverki, kom út árið 2015. Líf
þeirra hefur þó ekki verið tómur
dans á rósum frá því þeim var
bjargað og margir þeirra hafa
glímt við fátækt, atvinnuleysi
og þunglyndi.
Allt gott sem
endar vel?
AFDRIF SÍLEMANNANNA