Morgunblaðið - 09.07.2018, Side 12

Morgunblaðið - 09.07.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hönnun og bygging virkj-unar er vissulega flókiðverkefni, en þó fyrst ogfremst samstarf fólks sem kemur úr ólíkum áttum en still- ir saman strengi sína og leysir mál- in,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir verkfræðingur. Hún var yfirverk- efnisstjóri við byggingu Búrfells- stöðvar II sem gangsett var við há- tíðlega athöfn á dögunum. Við það tilefni kynnti Ásbjörg gestum flókið gangvirki aflstöðvarinnar sem fram- leiðir alls 100 MW af rafmagni. Bygging stöðvarinnar tók aðeins um tvö ár. Helgast skammur fram- kvæmdatími meðal annars af því að vegna Búrfellsstöðvar I voru á svæðinu ýmsir nauðsynlegir innviðir sem nýttust, svo sem línur, lón, stífl- ur og vegir. Umhverfisáhrif aflstöð- arinnar nýju eru lítil. Verkið talar sjálft „Nýja stöðin í Búrfelli er gott dæmi um hvernig við viljum og verð- um að standa að virkjunarfram- kvæmdum. Það var ljóst strax í upp- hafi að inngripið í náttúruna þarna yrði lítið, enda vorum við á svæði sem þegar hafði verið raskað. Því til viðbótar er sýnileiki mannvirkja í lágmarki, svo sem stöðvarhúsið sjálft sem er í hvelfingu inni í fjalli,“ segir Ásbjörg sem í hlutverki yfir- verkefnisstjóra leiddi hóp verkefn- isstjórnar Landsvirkjunar, þar sem hver hafði umsjón með ákveðnum þáttum. Sá einn verkefnisstjórinn um sjálfar byggingarframkvæmd- irnar, annar um vél- og rafbúnað og sá þriðji um stálpípur, lokur og ann- að slíkt. „Það var svo mitt í samvinnu við staðarverkfræðing að fylgast með því að framvinda verksins væri sam- kvæmt áætlun – og vera til svara gagnvart yfirstjórn Landsvirkjunar. Og vissulega þurfti að stilla saman marga ólíka strengi því þegar mest var á framkvæmdatímanum voru starfsmenn á verkstað um 240 og þjóðernin um 20. Samt skiptir þessi ólíki bakgrunnur starfsmanna ekki öllu, því allt er unnið eftir ákveðnum ferlum og öguðum vinnubrögðum. Verkið talar fyrir sig, en öryggi og rétt vinnubrögð eru áherslumál. Þegar nýr starfsmaður kom inn á svæðið var fundað með hverjum og einum um öryggismálin; hans eigin og annarra. Þessi fræðsla skilaði sér enda komumst við að mestu án al- varlegra óhappa í gegnum þessa framkvæmd.“ Gerist, breytist og stækkar Á unglingsárum var Ásbjörg sumarstarfsmaður hjá Landsvirkjun og vann þá í Búrfelli við landbóta- störf og sem handlangari rekstrar- manna. Þar vaknaði áhugi hennar á m.a. orkumálum og verklegum framkvæmdum. Því var auðvelt að velja verkfræði þegar kom að há- skólanámi. Eftir að hafa lokið BSc- gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ kom Ásbjörg til starfa hjá Landsvirkjun og sinnti þá ýmsum málum í verkefnisstjórn við bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar. Fór síð- an í framhaldsnám við hinn virta tækniháskóla, MIT í Boston, þar sem hún lauk MBA-námi, MSc- gráðu í byggingaverkfræði og PhD- gráðu í verkfræði, þar sem doktors- verkefnið var um val á virkjunar- kostum. „Námið vestra var hagnýtt og nýttist í Búrfellsverkefninu sem kallaði á að ég væri oft á verkstað. Það var auðvitað það skemmtileg- asta í starfinu; að sjá hlutina gerast, breytast og stækka,“ segir Ásbjörg sem í hlutverki yfirverkefnisstjóra var ein fárra kvenna í stórum hópi í verkefninu og fyrsta konan til að gegna því hlutverki. „Það var kannski fyrst í byrjun sem fólki fannst eitthvert tiltökumál að kona væri yfirverkefnisstjórinn, en þær raddir hljóðnuðu fljótt. Sem stjórnandi og leiðtogi er ég einfald- lega ég sjálf; geng hreint til verks enda tel ég mig hafa bæði reynslu og þekkingu í verkfræði og verkefna- stjórnun til að leysa málin. Það er ekki minn stíll að berja í borðið og láta illum látum. Í Búrfellsverkefn- inu unnum við stjórnendur verkefn- isins vel saman; þekkjum vel styrk hver annars og í samvinnunni gerast oft töfrar. Okkur hefur gengið mjög vel í því að halda mörgum boltum á lofti í einu og missa þá aldrei í jörð- ina.“ Þótt Búrfellsstöð II sé nú kom- in í gang og rafmagn frá henni kom- ið inn á landsins línur er sitthvað eft- ir enn, svo sem frágangur á verkstað og uppgræðsla á röskuðu landi. Upprennandi verkfræðingar „Mínu hlutverki sem yfirverk- efnisstjóri við þessa virkjun er ekki lokið; ég mun fylgja verkefninu áfram að minnsta kosti út líðandi ár og svo tekur eitthvað nýtt og spenn- andi við. En þetta hefur verið heilt ævintýri og var einstaklega ánægju- legt fá tækifæri til þess að taka á móti fjölda gesta á opnu húsi sem við héldum eftir að stöðin hafði verið gangsett. Í þeim hópi voru krakk- arnir áberandi, forvitin og áhugasöm um undur og tækni rétt eins og ég var á sínum tíma. Sjálfsagt voru margir upprennandi verkfræðingar í þeim hópi,“ segir Ásbjörg að síðustu. Margir boltar á lofti í einu Ásbjörg Kristinsdóttir var yfirverkefnisstjóri við bygg- ingu nýrrar virkjunar í Búrfelli. Í samvinnu fólksins gerast töfrar, segir hún, og framkvæmdin öll var óhappalaus. Orkan fyllir nú landsins línur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verkfræðingur „Ég geng hreint til verks enda tel ég mig hafa bæði reynslu og þekkingu í verkfræði og verk- efnastjórnun til að leysa málin,“ segir Ásbjörg um störf sín og áherslur sem yfirverkefnisstjóri í Búrfelli II. Kynning Ásbjörg á opnu húsi í Búrfelli með frænda sínum, Frey Leó Kjart- anssyni. Lengst til hægri er Daníel Njarðarson, starfsmaður Kjöríss. Bækurnar um Ísfólkið eftir Margit Sandemo eru nú fáanlegar í fyrsta sinn í hljóðútgáfu á íslensku. Það er Storytel á Íslandi sem framleiðir þennan vinsæla sagnabálk þar sem aðdáendur bókanna fá nú tækifæri á að endurnýja kynnin við Silju, Þengil og alla hina í ætt Ísfólksins á nýstárlegan hátt. Bækurnar eru alls 47 og munu allar koma út á Storytel. Fyrsta bókin, Álagafjötrar er þegar komin út og nýjar bækur munu bætast við reglulega. Það er leikkonan, rapp- arinn og Reykjavíkurdóttirin Þur- íður Blær Jóhannsdóttir sem les en hún las einmitt bækurnar 15 ára og hefur að undanförnu endurnýjað kynnin. Margit Sandemo er norsk, en skrifar á sænsku og bókaflokkurinn hefur verið afar vinsæll hjá áskrif- endum Storytel í Svíþjóð og víðar. Bækurnar hafa í gegnum árin notið mikilla vinsælda á Íslandi og hafa alls selst í 39 milljónum eintaka víða um heim. Bækurnar segja sög- una um ætt Ísfólksins. Það hvílir bölvun á ættinni vegna þess að ættfaðirinn, Þengill hinn illi, seldi Satani sál sína fyrir langa löngu. Í hverri kynslóð fæðist einn ein- staklingur sem skal vera í þjónustu Satans. Sagan um Ísfólkið hefst svo á 16. öld þegar maður fæðist í ættinni sem reynir að snúa hinu illa til góðs. Hann er kallaður Þengill hinn góði. Áskrifendum fjölgar Storytel var opnað á Íslandi 20. febrúar síðastliðinn og býður áskrifendum að streyma öllu efni þjónustunnar, sem telur yfir 30.000 hljóð- og rafbækur á ís- lensku og ensku, ótakmarkað gegn- um app. Áskrifendur eru komnir á sjöunda þúsund og tugir ánægðra viðskiptavina bætast við daglega. Storytel á Íslandi með skemmtilega viðbót í bókaflórunni Hlustað á Ísfólkið og kynni við Silju og Þengil endurnýjuð Þuríður Blær Jóhannsdóttir Ísfólkið Vinsæll, sígildur bókaflokkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.