Morgunblaðið - 09.07.2018, Qupperneq 15
Dawn Sturgess,
bresk kona sem
veiktist af völd-
um novichok-
taugaeiturs 30.
júní, lést á spít-
ala í gærkvöldi.
Frá þessu er
sagt á fréttavef
The Guardian.
Sturgess og
kærasti hennar,
Charlie Rowley, fundust illa hald-
in af taugaeitruninni á heimili
sínu um mánaðamótin.
Þetta var í annað sinn á skömm-
um tíma sem fólk veiktist vegna
eitursins í Bretlandi. Fyrra skiptið
var í mars þegar rússneski fyrr-
verandi njósnarinn Sergei Skripal
og dóttir hans, Júlía, fundust illa
haldin á bekk í Salisbury í mars
eftir að hafa komist í snertingu
við eitrið. Skripal-feðginin lifðu
eitrunina af og eru nú úr hættu.
Hugsanlegt þykir að Sturgess
og Rowley hafi komist í snertingu
við sama skammt og var notaður
á feðginin en ekkert er vitað með
vissu. Novichok-eitrið er sjaldgæft
og var þróað í Sovétríkjunum og
Rússlandi. Rowley er enn á spít-
ala.
BRETLAND
Látin af völdum
taugaeitursins
Eitur Dawn Stur-
gess er látin.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Hlé var gert í gær á aðgerðum til að
koma taílensku fótboltadrengjunum,
sem sitja fastir í Tham Luang-hellum
í norðurhluta Taílands, til bjargar þar
sem fylla þurfti á súrefnistanka í
a.m.k. 10 klukkustundir. Frá þessu
greindu fréttavefir BBC, The Guardi-
an og AFP. Í gær tókst að bjarga fjór-
um drengjanna, sem mest voru veik-
burða, en eftir sitja átta auk
þjálfarans síns. Halda átti aðgerðum
áfram í dag.
Fótboltaliðið Villisvínin fór inn í
hellana í skoðunarferð eftir fótbolta-
æfingu 23. júní sl. en lenti þar í sjálf-
heldu þegar ofsaregn hófst og fyllti
hluta ganganna af vatni. Breskir köf-
unarsérfræðingar fundu drengina níu
dögum eftir að þeir hurfu inn í hellana
en lengri tíma tók að skipuleggja
björgunaráætlun til að koma drengj-
unum út. Hingað til hafa björgunar-
aðgerðirnar ekki gengið klakklaust
og einn kafari, köfunarliði úr taí-
lenska sjóhernum, hefur drukknað í
göngunum.
Verða að taka af
sér súrefniskútana
Björgunaraðgerðirnar hófust fyrr
en gert var ráð fyrir þar sem rigningu
á svæðinu, sem hafði aftrað þeim,
slotaði óvænt. Fyrsti hluti aðgerð-
anna gekk einnig fljótar fyrir sig en
gert hafði verið ráð fyrir.
Mikil fagnaðarlæti brutust út á taí-
lenskum samfélagsmiðlum þegar
fyrstu fjórir drengirnir komu heilir á
húfi upp á yfirborðið. Til þess að
sleppa með þá úr göngunum þurftu
sundkappar björgunarsveitarinnar
að kafa með drengina um fjóra kíló-
metra í gegnum níðþrönga ranghala
hellanna. Erfiðasti hluti ganganna er
á svokölluðum „T-skilum“ þar sem
göngin eru svo þröng að kafararnir
verða að losa af sér súrefniskútana til
þess að komast í gegn. Narongsak
Osottanakorn, leiðtogi björgunarað-
gerðarinnar, segir drengina fjóra sem
bjargað hefur verið vera við góða
heilsu en farið var með þá í skyndingu
á sjúkrahús eftir að þeir komu upp á
yfirborðið. Fyrsti drengurinn kom
upp úr hellunum klukkan 5.40 að
staðartíma á sunnudag, annar tólf
mínútum síðar og sá þriðji og fjórði kl.
7.40 og 7.50. Jafnvel bjartsýnustu
spár höfðu ekki gert ráð fyrir að þeim
yrði bjargað svo snemma. Flogið var
með einn þeirra á sjúkrahús í borg-
inni Chiang Rai en ekið með hina.
„Strákarnir eru tilbúnir að takast á
við hvað sem er,“ sagði Narongsak
fréttamönnum um kafarana við hell-
inn í gærmorgun. Sagði hann jafn-
framt að björgun fyrstu fjögurra
drengjanna hefði gengið vel en að
ekki væri hægt að bjarga hinum strax
með þeim súrefnisbirgðum sem eftir
væru.
Ekki sopið í kálið …
Þótt bjartsýni ríki eftir björgun
fyrstu drengjanna eru þeir sem eftir
eru í hellunum alls ekki úr hættu.
„Verki okkar er ekki lokið,“ sagði
Narongsak á blaðamannafundi í gær.
„Við verðum að framkvæma næstu
björgunaraðgerð eins vel og þá í dag.
Hinir krakkarnir eru allir á sama
stað.“ Hann sagðist ekki geta tíma-
sett næstu björgunaraðgerðir en
væntanlega yrðu þær á mánudags-
morgun.
Björgunarliðið hefur unnið hörðum
höndum við að veita vatninu út úr
hellinum og vatnsborðið er nú lægra
en það hefur verið frá því að dreng-
irnir festust inni í hellinum. Vatns-
borðið hafði lækkað um 30 cm á laug-
ardaginn og drengirnir gátu því
gengið hluta leiðarinnar til þess að
mæta köfurunum. Að sögn Narong-
saks verða aðstæðurnar til að bjarga
drengjunum aldrei betri en þær voru í
gær. Veðurskilyrði, dýpt vatnsins og
hreysti strákanna sé eins góð og von-
ast má til.
Fjórir hólpnir, níu eftir
Fjórum taílenskum fótboltadrengjum bjargað úr Tham Luang-hellum í gær
Hlé gert á björgunaraðgerðum yfir nótt Björgun heldur áfram í dag
32,5 m25 m
1m
2m
1,3 m
2,9 m
0,4 m
Taíland: björgunaraðgerðin
Heimildir: Association pyrénéenne de spéléologie, Expédition Thaï 87-88, bureaux
Norðu
Inngangur
200 m
Norður
Inngangur
Áætluð hæð
ganganna
Hæsti punktur
10 m
Tham Luang he l l i r i n n
Tham Luang
hellirinn
Hafa verið innilokaðir
frá 23. júní
Tólf drengir á aldrinum
11 til 16 ára og 25 ára
knattspyrnuþjálfari
Taílands-
flói
BANGKOK
200 km
M
ÍA
N
M
A
R
LAOS
Þeir nota stöng til að rata
«Gatnamót»
(1,7 km frá börnunum)
3ja hvelfingin
Mjög þröngur gangur
sem skríða þarf í gegnum
Grunnbúðir björg-
unaraðgerðanna
11 klukkustundir
tekur reyndan kafara að
fara inn í hellinn og út
Börnin fara eitt og eitt
Tveir kafarar
fylgja hverju barni
Þar sem þröngt er þurfa
kafarar og börnin að taka
af sér súrefnisgeymana
+ 4 kílómetrar
er vegalengdin
sem fara þarf
100 m
+ 90 kafarar
taka þátt, þar á meða
50 erlendir
Hópurinn
fannst hér
Alþjóðlegt lið þaulreyndra sund-
kappa fer fyrir björgunaraðgerð-
unum í Taílandi. Alls hafa um 90
kafarar frá ýmsum löndum tekið
þátt í þeim, þar af 40 taílenskir
kafarar. Atburðarásin hefur þó
sýnt að jafnvel mikil reynsla gerir
verkið ekki auðvelt enda er um að
ræða ellefu klukkustunda sund.
Einn björgunarmannanna hefur
drukknað í hellisgöngunum. Hét
sá maður Saman Kunont og var
köfunarliði úr taílenska sjóhern-
um. Hann missti meðvitund á leið
til baka eftir að hafa komið súr-
efniskútum fyrir í göngunum.
Dauði hans vakti björgunarsveit-
ina til umhugsunar um það hvern-
ig væri hægt að koma drengj-
unum, sem eru 10-16 ára að aldri
og margir ósyndir, út í dagsljósið.
Kafararnir sem fundu drengina
síðasta mánudag eru breskir og
heita Richard Stanton og John
Volanthen. Stanton hefur reynslu
af svipuðum björgunaraðferðum
en hann bjargaði manni sem hafði
verið lokaður inni í mexíkóskum
helli í tíu daga árið 2004.
Samkvæmt grein New York
Times segja kafararnir björgunina
vera eina erfiðustu áskorun sem
nokkur kafari gæti staðið frammi
fyrir. Reynslan væri á við að klífa
Everestfjall en án nokkurra leið-
beininga eða fordæma. Belgíski
kafarinn Ben Reymenants, sem
var með í björgunarsveitinni sem
fann drengina, segir að í köfun-
inni þurfi maður að fikra sig
áfram í myrkrinu þrep fyrir þrep
án þess að skynja hvað tímanum
líði eða hve djúpt maður sé kom-
inn.
Eins og að klífa Everestfjall
BJÖRGUNARAÐGERÐIRNAR Í TAÍLANDI
Björgun Kafarar í Tham Luang-hellum.
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Ólíkar fregnir
fara af samn-
ingaviðræðum
Bandaríkja-
manna og Norð-
ur-Kóreumanna,
um að uppræta
kjarnavopn Kór-
euskagans sem
fara fram um
þessar mundir,
eftir því hvorum
megin við samningsborðið er spurt.
Frá þessu er sagt á vef AFP.
Tónninn í Norður-Kóreumönnum
um viðræðurnar hefur verið mjög
neikvæður og hafa þeir sakað
Bandaríkjamenn um að ganga fram
eins og „bófar“ í málinu. „Banda-
ríkin virðast hafa misskilið velvild
okkar og þolinmæði,“ stóð í til-
kynningu frá norðurkóreska utan-
ríkisráðuneytinu.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lét sér fátt um finn-
ast og lýsti því yfir að árangur
hefði náðst í viðræðunum í ræðu
sem haldin var í Tókýó. Þó lagði
hann áherslu á að viðskiptaþving-
unum gegn Norður-Kóreu yrði ekki
hætt fyrr en landið hefði alfarið los-
að sig við kjarnavopn sín.
BANDARÍKIN, NORÐUR-KÓREA
Misbjartsýnir við
samningsborðið
„Bófar“? Mike
Pompeo.
Franska þjóð-
fylkingin (Ras-
semblement nat-
ional eða RN,
áður Front nat-
ional) hefur ver-
ið sektuð um
tvær milljónir
evra og verður
að greiða þær í
dag. Frá þessu
er sagt á frétta-
vef Huffington Post. Ástæðan er
dómur rannsóknardómara sem
felldur hefur verið gegn fulltrúum
flokksins á Evrópuþinginu. Flokks-
menn eru sakaðir um að þiggja
tvær milljónir evra frá ESB til að
greiða aðstoðarmönnum sem ekki
eru til. Marine Le Pen, formaður
Þjóðfylkingarinnar, segir að vegna
sektarinnar sé flokkurinn nú í
reynd dauður þar til í ágúst. „Vilj-
inn til að myrða stærsta stjórnar-
andstöðuflokkinn er hrein aðför að
lýðræðinu!“
FRAKKLAND
Milljónasekt á
Þjóðfylkinguna
Sekt Marine Le
Pen, leiðtogi RN.