Morgunblaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Fjör Davíð Eiríkur Guðjónsson og Marteinn Daði Gunnarsson létu veðrið ekki aftra sér frá því að njóta sín í rugby, þeir klæddu sig vel og gáfu allt í leikinn á tjaldstæðinu við Borg í Grímsnesi.
Eggert
Þeir sem nú eru á
dögum lifa afar sér-
stæða og um leið við-
sjárverða tíma í sögu
mannkynsins. Árin sem
liðin eru frá lokum síð-
ari heimsstyrjaldar
hafa verið friðsamleg í
samanburði við ógnar-
átökin þar á undan í
Evrópu og Asíu.
Nýlendutímabilinu með
skefjalausri kúgun og
arðráni Evrópuvelda
með Breta í farar-
broddi lauk um þetta
leyti og Sameinuðu
þjóðirnar urðu til og
vöktu vonir um ný og
siðuð samskipti þjóða í
milli. Kalda stríðið gróf
hins vegar fyrr en varði
undan þeim væntingum
og kjarnorkusprengjan
hefur jafnframt vofað
yfir mannkyni og er
áfram mestur ógnvaldur. Staðbundin
vopnuð átök hafa geisað hér og þar
og vopnakapphlaup sem liður í al-
þjóðaviðskiptum blómstrað sem aldr-
ei fyrr. Hugmyndir um að fall Sovét-
ríkjanna skipti sköpum um
friðvænlegri og réttlátari heim hafa
reynst haldlitlar því að í skjóli efna-
hagskerfis kapítalismans sem síðan
hefur verið einrátt og haslað sér völl
um víða veröld hefur auður og völd
færst á æ færri hendur, bæði í skjóli
einræðis og þess takmarkaða lýð-
ræðis sem þrifist hefur á Vestur-
löndum. Um þessa gróttakvörn kap-
ítalsins geta menn m.a. lesið í ritinu
Capital eftir Thomas Piketty, sem
kom út á frönsku 2013
og í enskri þýðingu
2014 (Harvard Uni-
versityPress, London).
Þreföldun jarðarbúa
á einum mannsaldri
Um það leyti sem ég
fæddist 1935 töldust
íbúar jarðar vera röskir
2 milljarðar samtals.
Síðan hefur heildar-
talan 3,5-faldast, er nú
yfir 7,6 milljarðar og
stefnir samkvæmt
flestum spám í 11 millj-
arða á heimsvísu í ald-
arlok. Ástæður þess-
arar gífurlega öru
fólksfjölgunar eru ekki
síst framfarir í lækna-
vísindum sem dregið
hafa hratt úr barna-
dauða, sérstaklega í fá-
tækum þróunarríkjum.
Í Afríku þar sem vöxt-
urinn er einna mestur
töldust vera um 160
milljónir árið 1930 en
eru nú yfir 1.200 millj-
ónir og hefur íbúafjöldinn þar átt-
faldast á þessum tíma. Í Evrópu blas-
ir við önnur mynd þar sem fjölgun
íbúa frá stríðslokum hefur verið hæg,
nam 400 milljónum 1950 en er nú
fyrst að nálgast 550 milljónir og
stendur víða nánast í stað. Af þessu
hafa margir ályktað að bætt lífskjör í
öðrum heimshlutum muni hægja þar
á mannfjölgun og hún leita jafnvægis
líkt og reyndin hefur orðið víða í þró-
uðum ríkjum sem kenna sig við vel-
megun. Eflaust stefnir í þá átt er
fram líða stundir, en tímaþáttur
slíkrar þróunar er óviss sem og heild-
arfjöldi manna eftir að slíku jafnvægi
væri náð. Hvað sem líður dreifingu
þessa mannfjölda má öllum vera ljóst
að álagið á móður jörð verður slíkt að
hætta er á hruni vistkerfa á stórum
svæðum, jafnvel í heilum heims-
hlutum með tilheyrandi hörmungum,
sem þegar er farið að gæta. Gróður-
húsaáhrifin sem eru farin að hafa
augljós áhrif á loftslag á jörðinni
munu margfaldast og óhjákvæmilega
ýta á straum fólks til lífvænlegra
svæða. Fyrstu viðbrögð margra
ríkja, í framhaldi af Parísarsam-
komulaginu, m.a. í Evrópusamband-
inu, auka ekki á bjartsýni um eftir-
fylgni. Spár sérfróðra um heildar-
burðarþol jarðar hvað mannfjölda
varðar hafa vísað á 9-10 milljarða,
mismunandi eftir því hvernig fæðu-
venjur þróast. Skammt er í að þeim
mörkum verði náð.
Flóttamannavandinn í bráð
Um fátt er nú meira rætt á Vestur-
löndum en fólksflótta úr suðri, þ.e. til
Bandaríkjanna yfir landamærin við
Mexíkó og til Evrópu frá stríðs-
þjáðum löndum fyrir botni Miðjarð-
arhafs og frá Afríku. Viðbrögð við
þessu setja nú mark sitt á stjórn-
málin, annars vegar eru þeir sem
bregðast vilja við flótta fólks í neyð
með húmanísk sjónarmið að leiðar-
ljósi, hins vegar þeir sem skella vilja í
lás af ótta við áhrif á samfélögin sem
fyrir eru. Deilurnar um afstöðu og
leiðir í þessum efnum skekja nú inn-
viði Evrópusambandsins sem reið á
vaðið með afnám vegabréfaeftirlits í
áföngum fyrir 20 til 30 árum undir
nafni Schengen-svæðisins. Þá
gleymdist sú forsenda ESB fyrir
frjálsri för innan svæðis að landa-
mærin út á við skyldu trygg. Sú for-
senda var aldrei fyrir hendi og allra
síst eftir herför NATO gegn Libíu
undir Gaddafi 2011, sem skildi landið
eftir að heita má stjórnlaust. Þaðan
eru nú gerðar út fleytur fjölda smygl-
ara með flóttamenn sunnan að. Eftir
flóttamannastrauminn 2015 hefur
andrúmsloftið innan ESB tekið
stakkaskiptum og vaxandi hluti al-
mennings snúist gegn fleiri innflytj-
endum, ekki aðeins á Ítalíu, Austur-
ríki og austar í álfu heldur einnig á
Norðurlöndum. Schengen gengur nú
á undanþágum sem ekki sér fyrir
endann á og óvissa ríkir um fjöl-
margt sem snýr að framtíð Evrópu-
sambandsins, sem og um heims-
byggð alla.
Og hvað er til ráða í lengd?
Forsenda skaplegrar framtíðar
fyrir mannkynið á okkar einu jörð er
að komast á spor sjálfbærrar þróun-
ar, þ.e. lífvænlegra lífshátta og frið-
sællar sambúðar milli þjóða og innan
þjóðríkja með jöfnuð að leiðarljósi.
Efnaleg misskipting sem vikið var að
hér í upphafi, þar sem örfáir ein-
staklingar og auðfélög sitja yfir hlut
þorra almennings og umtalsverður
hluti mannkyns rambar á barmi
hungursneyðar, er andhverfa þess
sem til þarf, nú og til lengdar litið.
Efnahagskerfinu þarf að breyta í
grunninn ef mannkynið á að eiga sér
framtíð. Sólund orku og auðlinda
þarf sem fyrst að heyra sögunni til,
neyslukapphlaupið í núverandi formi
að víkja fyrir sparnaði, hófsemi og
ráðdeild. Sólundarsamfélög Vestur-
landa og önnur sem nú feta þeirra
slóð eins og Kína þurfa að veita þeim
svæðum sem lakar standa raunveru-
lega aðstoð til sjálfsbjargar. Þannig
er jafnframt von um að draga megi
úr örvæntingarfullum flótta fólks út í
óvissuna og jafnframt þeirri fólks-
fjölgun sem stefnir umhverfi jarðar
og þar með framtíð mannkyns í voða.
Smáþjóð eins og Íslendingar getur
hér lagt mikið af mörkum með góðu
fordæmi og skorað mörk sem eftir
yrði tekið. Hófstilling og ákveðinn
vilji er allt sem þarf.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
»Efnahags-
kerfinu þarf
að breyta í
grunninn ef
mannkynið á að
eiga sér framtíð
og sólund orku
og auðlinda sem
fyrst að heyra
sögunni til.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Misskiptingin – gífurleg fjölgun mannkyns
og flóttamannavandinn
Mannfjöldaþróun í heiminum 1750-2100
0,9
1,65
3,0
4,4
2,1%
0,1%
7,4
9,2
10,2
10,8
11,2
Heimild: Our World in Data
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
2,0%
1,8%
1,6%
1,4%
1,2%
1,0%
0,8%
0,6%
0,4%
0,2%
0,0%
Mannfjöldi Áætlun
Árleg fjölgun Áætlun
1760 1800 1840 1880 1920 1960 2000 2040 2080
milljarðar
Mannfjöldi Fj
öl
gu
n
Áætlun
2015-2100