Morgunblaðið - 09.07.2018, Page 10
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Lokadagur Landsmóts hestamanna
2018 í gær endaði með spennandi
keppni í öllum flokkum. Þrátt fyrir
kulda og þungbúið veður var fjöldi
manns á svæðinu að fylgjast með
lokakeppnum mótsins og áhorf-
endabrekkan þétt setin. Bæði A- og
B-flokkarnir í ár þykja gríðarlega
sterkir og segja elstu menn að varla
hafi sést svo sterkir flokkar áður.
Sigurvegari í B-flokki gæðinga var
Frami frá Ketilsstöðum og knapi
hans og eigandi, Elin Holst, með
glæsieinkunnina 9,14. Elin hefur
átt velgengni að fagna undanfarin
ár á Frama og hafa þau hlotið ýmsa
titla og verðlaun. Annar varð sig-
urvegarinn á landsmóti 2016,
Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og
knapi hans Jakob Svavar Sigurðs-
son, með einkunnina 9,09.
Lokaatriðis mótsins var beðið
með eftirvæntingu en það voru A-
úrslit A-flokks. Sigurvegari varð
Hafsteinn frá Vakurstöðum og
knapi hans, Teitur Árnason. Annar
varð Atlas frá Lýsuhóli og knapi
hans Jóhann Kristinn Ragnarsson
með 8,84.
Í ungmennaflokki sigruðu þau
Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur
frá Efri-Gegnishólum með eink-
unnina 8,83. Í unglingaflokki var
einnig hörð og jöfn barátta um
efstu sætin en aukastafir skildu
efstu knapana að. Benedikt Ólafs-
son hafði aðeins betur með ein-
kunnina 8,700 á Biskupi frá Ólafs-
haga. Í barnaflokki sigraði Guðný
Dís Jónsdóttir úr Spretti á Roða frá
Margrétarhofi og hlutu þau ein-
kunnina 8,88.
Sjaldan jafn viðamikið
Að sögn Þórdísar Önnu Gylfa-
dóttur, mótsstjóra Landsmóts 2018,
eru mótshaldarar í skýjunum með
hvernig til tókst. Mótið í ár var
stærra en oft áður og ljóst að öllu
var til tjaldað. „Það má eiginlega
segja að þetta sé eitt viðamesta
landsmótið sem hefur verið haldið.
Það var aukin umgjörð á öllum svið-
um.“ Hún segir jafnframt að veðrið
hafi ekki haft teljandi áhrif á fram-
gang mótsins og hvatt hestana
áfram ef eitthvað var.
„Veðrið virðist ekki hafa haft
nein áhrif á hrossin, jafnvel hvatt
þau áfram,“ segir Þórdís og vísar
m.a. í að heimsmetið hafi ítrekað
verið slegið í 250 m skeiði á laug-
ardag. „Hitastigið, þó lágt hafi ver-
ið, var ákjósanlegt fyrir hrossin.
Svo rigndi inni á milli og eftir rign-
inguna varð svo góð fjöðrun og
spyrna í brautinni. Þarna sköpuð-
ust fínar aðstæður fyrir hestana,“
segir Þórdís kát.
Sigurvegari Hafsteinn frá Vakurstöðum og knapinn Teitur Árnason taka við verðlaunum fyrir sigur í A-flokki. Haustveður Mótsgestir komu sér fyrir í regnstökkum og dúnúlpum.
Morgunblaðið/Eggert
Hestakonur Knaparnir Elin Holst og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir en þær hlutu báðar verðlaun á mótinu í gær.
Landsmóti lauk með glæsibrag
Hafsteinn frá Vakurstöðum og Frami frá Ketilsstöðum urðu sigurvegarar í A- og B-flokki
Hestakostur með ólíkindum í ár að mati mótsstjóra Veðrið hafði jákvæð áhrif á hestana
Landsmót hestamanna 201810
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Verðlaunaafhending fór fram í gær
á lokadegi landsmótsins. Hefur Fé-
lag tamningamanna, FT, veitt
knöpum verðlaun á stórmótum fyr-
ir frábæra reiðmennsku og einstakt
samspil milli manns og hests. Í ár
hlaut Aðalheiður Anna Guðjóns-
dóttir reiðmennskuverðlaunin, FT-
fjöðrina. Verðlaunin eru veitt þeim
knapa sem sýnir einstaka reið-
mennsku og fáguð samskipti við
hestinn. Aðalheiður Anna Guðjóns-
dóttir hefur einnig vakið athygli á
mótinu fyrir sýningu á Kveik, sem
m.a. hlaut tíur í kynbótadómum í
vikunni og er ein helsta stjarna
kynbótadóma þessa árs.
Gregesen-styttan er annar verð-
launagripur, veittur þeim knapa
sem skarar fram úr og sýnir prúð-
mannlega reiðmennsku á afburða
vel hirtum hesti. Hana hlaut í ár
sigurvegari B-flokks, Elin Holst.
Styttan er veitt til að minnast
Ragnars Gregesen en hann var ein
helsta fyrirmynd hestamanna hvað
varðar umhirðu hrossa sinna og
snyrtilegan klæðaburð.
Hestakonurnar
tóku verðlaunin