Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 32
Bieber á skeljarnar
á Bahamaeyjum
Leikritið Tvískinnungur, nýtt verk
eftir Jón Magnús Arnarsson, verður
frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhúss-
ins 19. október. Jón Magnús er ungt
leikskáld og er Tvískinnungur fyrsta
leikritið eftir hann sem fer á fjalirnar í
Borgarleikhúsinu. Í því segir af tveim-
ur leikurum sem takast á við tvísaga
fortíð og í hlutverkum þeirra eru Har-
aldur Ari Stefánsson og Þuríður Blær
Jóhannsdóttir. Persónur verksins nota
hálfrímaðan texta til að særa og tæla,
heilla, meiða, strjúka, svíkja, rífa upp
og rífa niður – í leit að raunverulegum
leikslokum, eins og það er orðað í til-
kynningu frá leikhúsinu.
Leikstjóri verksins er Ólafur Egill
Egilsson en af öðrum sem koma að
sýningunni má nefna tónlistarmann-
inn Hermigervil sem semur tónlistina í
verkinu.
Tvísaga fortíð í
Tvískinnungi Jóns
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2018
ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir gerði það heldur
betur gott á Evrópumeistara-
móti U18 ára í frjálsum íþrótt-
um sem lauk í Ungverjalandi
um helgina. Guðbjörg varð
Evrópumeistari í 100 metra
hlaupi og hreppti brons-
verðlaunin í 200 metra hlaup-
inu. „Markmiðið númer eitt,
tvö og þrjú var að gera sitt
besta og það gerði sigurinn
ennþá sætari fyrir vikið,“
sagði Guðbjörg. »1
Frábær árangur
hjá Guðbjörgu
Stjörnumenn tylltu sér á topp Pepsi-
deildar karla í knattspyrnu með 2:0
útisigri gegn Keflavíkingum, sem enn
hafa ekki náð að vinna leik í deildinni
á tímabilinu. FH-ingar komust aftur á
sigurbraut með 2:1 sigri á heimavelli
gegn Grindvíkingum og í Eyjum gerðu
ÍBV og Breiðablik markalaust jafn-
tefli þar sem Halldór Páll Geirsson,
markvörður ÍBV, varði vítaspyrnu frá
Gísla Eyjólfssyni undir
lok leiksins. »4-5
Stjörnumenn tylltu
sér á toppinn
Guðni Bergsson, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, segist von-
góður um að Heimir Hallgrímsson,
landsliðsþjálfari í knattspyrnu, geri
nýjan tveggja ára samning en vilji er
af beggja hálfu til að halda samstarf-
inu áfram. Samningur Heimis við KSÍ
rann út eftir að þátttöku Íslands á
heimsmeistaramótinu í Rússlandi
lauk. »1
Bjartsýnn á að Heimir
haldi áfram
Þeir sem skrá sig til leiks
geta búið sína eigin dagskrá.
Til aðgreiningar er dagskránni
skipt niður í fjóra flokka sem
hver hefur sinn lit. Allar
keppnisgreinar eru merktar
gular. Viðburðir þar sem þátt-
takendum gefst tækifæri til
að prófa eru merktir rauðir.
Viðburðir sem eru opnir
öllum eru merktir
grænir. Alls konar við-
burðir og afþreying í
Skagafirði, sem
þátttakendur hljóta
afslátt af, eru
merktir
bláir.
Búa til sína
eigin dagskrá
NÝTT LANDSMÓT
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Fjórir drengir komnir út úr helli
2. Tveir kafarar fylgja hverjum
3. Nú eru eftir níu – tímalína
4. Kattarfoss fyrir og eftir hamfarir
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á þriðjudag Suðvestan 8-13 og dálítil væta, en þurrt og bjart
norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig.
Á miðvikudag Sunnan 5-10 og rigning með köflum, en þurrt á
Austurlandi. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast austanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-23, áfram hvassast norð-
vestan til með snörpum hviðum og einnig á miðhálendinu.
VEÐURÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Landsmót UMFÍ fer fram á Sauðár-
króki um næstu helgi og von er á þús-
undum gesta í bæinn. Mótið verður
með nýju sniði að þessu sinni, þar
sem áhersla er lögð á að allir geti tek-
ið þátt og skráð sig í þær greinar sem
þeir hafa áhuga á. Einstaklingar 18
ára og eldri geta skráð sig til leiks,
hvort sem þeir eru í íþrótta- og ung-
mennafélagi eða ekki.
Ekki er því lengur um stigakeppni
ungmennafélaganna að ræða, þannig
að gömlu góðu landsmótsmetin munu
standa. Um 40 ólíkar íþróttagreinar
verða í boði, auk tónleika og ýmiss
konar skemmtunar og fróðleiks fyrir
unga sem aldna. Þannig verður Palla-
ball í Íþróttahúsinu á laugardags-
kvöld, að lokinni matarveislu,
skemmtidagskrá og balli með Hljóm-
sveit Geirmundar.
Samhliða landsmótinu fer fram
Meistarakeppni Íslands í frjálsum
íþróttum, þar sem allir helstu frjáls-
íþróttamenn landsins etja kappi sam-
an. Einnig verður Landsmót 50+ í
gangi með þátttöku 50 ára og eldri.
Þá eru golfmót á Hlíðarendavelli og
keppni í réttstöðulyftu í reiðhöllinni
Svaðastöðum haldin utan landsmóts.
Um 400 sjálfboðaliðar
„Þettta er allt í fullum gangi og
komið í ákveðið ferli. Keppnisstjórar
hafa tekið við sínum verkefnum og
fjöldi fólks verður að störfum allt þar
til mótið hefst,“ segir Ómar Bragi
Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, en
hann reiknar með að sjálfboðaliðar á
mótinu verði um 400 talsins, þar af
um 100 í kringum frjálsar íþróttir.
Von er á fyrstu gestunum á mið-
vikudagskvöld og á fimmtudegi hefst
dagskráin með fjallgöngum á Mæli-
fell, Tindastól og Molduxa. Síðan tek-
ur við fjölbreytt dagskrá um allan bæ
frá föstudegi til sunnudagsins 15. júlí.
„Við hvetjum alla til að koma og taka
þátt á sínum forsendum. Það er líka
bara hægt að fylgjast með og njóta
margs konar afþreyingar,“ segir Óm-
ar Bragi en sem dæmi má nefna að
götuveisla og tónleikar fara fram í
Aðalgötunni á föstudagskvöld, sem
verður formleg mótssetning. Auddi
Blö og Steindi Jr. skemmta, auk
Sverris Bergmann og hljómsveit-
arinnar Albatross.
Hefðbundnar keppnisgreinar
verða á sínum stað, eins og frjálsar
íþróttir, körfubolti, fótbolti, glíma,
sund og skák, að ógleymdum pönnu-
kökubakstri. Einnig verður fjöldi
nýrra greina í boði, eins og jóga,
skíðaskotfimi, línudans, strandfót-
bolti, frisbígolf og petanque, sem er
nokkurskonar úti-botsía.
Ómar Bragi segir alla íþrótta-
aðstöðu á Sauðárkróki vera til fyr-
irmyndar. Stutt sé að fara á milli
keppnisvalla og -svæða, allt frá
Flæðunum og suður fyrir Árskóla.
Nýverið var nýr gervigrasvöllur tek-
inn í notkun og Ómar Bragi segir
tilkomu hans skipta miklu
máli fyrir viðburð eins og
þennan.
Allir geta verið með á landsmóti
Allt að verða klárt fyrir Landsmót
UMFÍ á Sauðárkróki um næstu helgi
Ljósmynd/Ómar Bragi Stefánsson
Keppnissvæðið Íþróttaaðstaðan á Sauðárkróki er með því besta sem þekkist en á dögunum var nýr gervigrasvöllur, fjær á myndinni, tekinn í notkun.
Ómar Bragi Stefánsson
Nú fellir kannski einhver meyjan
tár en stórstjarnan og Íslandsvinur-
inn Justin Bieber ku hafa beðið kær-
ustu sinnar, Hailey Baldwin, sl. laug-
ardagskvöld og sagði fljóðið já. Þetta
kemur fram á TMZ-vefnum, en Hailey
Baldwin er 22 ára og starfar sem
fyrirsæta og leikkona. Hún hefur m.a.
leikið í Ocean’s Eight.
Bónorðið ku hafa verið borið upp á
veitingastað á Bahama-
eyjum.