Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 Páll Vilhjálmsson greinir stöð-una í forysturíki ESB með eft- irtektarverðum hætti:    Angela MerkelÞýskalands- kanslari tók vinstri- beygju í málefnum flóttamanna og tap- aði íhaldssömu bak- landi.    Merkel verðurað víkja ef Evrópusambandið á að lifa. Þetta skrifar dálkahöfundur New York Times, Bret Stephens. Grein hans er tekin af alvöru í Þýska- landi, Die Welt endursegir rök- færsluna.    Opingáttarstefna Merkel í við-töku flóttamanna er ástæðan fyrir því að kjósendur íhaldssamra flokka hverfa í unnvörpum frá þeim og leita til stjórnmálaflokka með harðari stefnu í málaflokkn- um.    Þetta gildir ekki aðeins umÞýskaland, segir Stephens, heldur Austurríki, Ítalíu og Sví- þjóð. Bretar kusu Brexit til að loka á opingáttarstefnu Merkel.    Stephens rekur raunasögu Evr-ópusambandsins á þessari öld: evru-kreppan, flóttamannakreppan og úrsögn Breta, Brexit. Af 18 ár- um aldarinnar er Merkel við völd í 13 ár. Nóg er komið, segir sá bandaríski.    Staða Merkel í Þýskalandi ætti aðvera tilefni miðhægriflokka á Íslandi til að staldra við og spyrja sig: erum við á vinstrileið Merkel þar sem íhaldssamir kjósendur yfir- gefa okkur og leita annað?“ Angela Merkel Opingáttaður foringi STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Veður víða um heim 9.7., kl. 18.00 Reykjavík 9 alskýjað Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 17 skýjað Nuuk 4 skýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 21 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Dublin 20 skýjað Glasgow 19 heiðskírt London 27 alskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 18 skýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 23 skýjað Vín 26 léttskýjað Moskva 19 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 31 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 28 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 28 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 27 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:28 23:40 ÍSAFJÖRÐUR 2:44 24:33 SIGLUFJÖRÐUR 2:25 24:18 DJÚPIVOGUR 2:47 23:19 Ný sveitarstjórn Blönduósbæjar ákvað á síðasta fundi að taka ekki sumarfrí á þessu ári vegna aðkall- andi verkefna sem liggja fyrir. „Mikil endurnýjun er á kjörnum fulltrúum bæjarins og allir bæjar- fulltrúar samþykktu samróma að fara ekki í sumarfrí,“ segir Rannveig Lena Gísladóttir, nýkjörinn forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Bæjarstjórnin samþykkti á fyrsta fundi sínum að ráða sveitarstjóra í bæjarfélaginu og sóttu átta um. „Á síðasta kjörtímabili var utan- aðkomandi sveitarstjóri ekki ráðinn en við ákváðum strax á fyrsta fundi að ráða bæjarstjóra og við reiknum með að klára það á næsta fundi bæj- arstjórnar á fimmtudaginn,“ bætir Rannveig Lena við. Þessi átta sóttu um: Auðunn Steinn Sigurðsson, Gunnar Rúnar Kristjánsson, Gunnólfur Lárusson, Hjörleifur Hallgrímur Herbertsson, Kristín Á. Blöndal, Linda Björk Hávarðardóttir og Valdimar O. Her- mannsson. Ekkert frí á Blönduósi Mikill áhugi er á sýningarrétti ítölsku knattspyrnunnar hér á landi í vetur, muni félagsskipti portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ro- naldo til ítalska úrvalsdeildarliðsins Juventus ganga í gegn. Þrálátur orð- rómur hefur verið uppi um félags- skipti leikmannsins frá spænska stórliðinu Real Madríd nú í sumar en Ronaldo er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður heims. Þessi þráláti orðrómur hefur vakið áhuga hjá íslenskum sjónvarps- stöðvum um kaup á sýningarrétti knattspyrnunnar á Ítalíu. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Símanum, segir að eng- ar ákvarðanir hafi verið teknar en fyrirtækið hafi áhuga muni skiptin ganga í gegn. „Við munum að sjálf- sögðu skoða þetta en það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Hið sanna svar er hins vegar að þetta er erfið vara að eignast,“ segir Magnús. Spurður um hvers vegna erfitt sé að eignast sýningarréttinn segir Magnús það vera vegna fjölda samn- inga. „Stóru liðin selja sína leiki sjálf og þess vegna þarf að gera ansi marga samninga til að ná öllum leikjunum,“ segir Magnús. Svipað er uppi á teningnum hjá samkeppnisaðila Símans, Vodafone. Þar er mikill áhugi á sýningarrétt- inum verði af skiptum Ronaldo. aronthordur@mbl.is Ítalska knattspyrnan orðin eftirsótt  Íslenskar sjónvarpsstöðvar áhugasamar vegna hugsanlegra skipta Ronaldo AFP Ronaldo Hann gæti farið til Ítalíu. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is RITZENHOFF Bjórglös og krúsir Verð frá 2.150,- ALESSI ANNA G Vínupptakari – fleiri litir Verð frá 6.950,- RITZENHOFF Vínglös Verð frá 2.550,- NUANCE Vatnskanna – fleiri litir Verð 13.790,- Glæsileg gjafavara KABUKI Standlampi – fleiri litir Verð 129.000,- SKAGERAK DANIA Skurðarbretti 50x27 cm tekk Verð 11.500,-ROBERT WELCH Hurricane kertastjaki Verð frá 5.490,- IITTALA KASTEHELMI Kökudiskur 24cm Verð 7.800,- KARTELL BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 19.900,- KAY BOJESEN Ástarfuglar Verð 14.650,- IITTALA TOIKKA WHOOPER Verð 68.900,- Ranglega var ritað í undirfyrirsögn á bls. 4 í blaðinu í gær að Icelandair Group hefði lækkað afkomuspá sína um 50-70 milljarða dollara. Þar átti að sjálfsögðu að standa 50- 70 milljónir dollara. Beðist er vel- virðingar á þessu. LEIÐRÉTT Milljónir dollara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.