Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 14

Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Alvarlegir brestir eru í starfsemi gjörgæsludeilda Landspítalans á Hringbraut og í Fossvogi og nei- kvæð þróun viðbúin nema brugðist verði við. Þetta kemur fram í grein Sigurbergs Kárasonar, svæfinga- og gjörgæslulæknis á Landspítala við Hringbraut, í nýju tölublaði Lækna- blaðsins, Tólf gjörgæslurúm á Land- spítala - dugar það til? Bitnar á valkvæðum innlögnum Sigurbergur rekur að pláss sé fyr- ir 11 sjúklinga á hvorri deild, en und- anfarinn áratug hafi þó einungis ver- ið hægt að manna sjö pláss á hvorum stað. Um síðustu áramót hafi pláss- unum svo verið fækkað í sex á hvor- um stað vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum. Að teknu tilliti til erlendra ferða- manna sem liggja í gjörgæslurúmum á Íslandi eru færri en fjögur gjör- gæslurúm á hverja 100 þúsund íbúa, fjöldinn í Evrópulöndum var allt frá 4,4 til 29 árið 2012, 11,5 að meðaltali. „Síðustu 5 ár hefur bæði sjúkling- um og legudögum fjölgað á báðum gjörgæsludeildunum. Mikill meiri- hluti þeirra er vegna bráðainnlagna. Há rúmanýting bitnar óhjá- kvæmilega á val- kvæðum innlögn- um og kemur fram í niðurfell- ingum aðgerða með tilheyrandi álagi og óhagræði fyrir sjúklinga,“ ritar Sigurbergur og tekur dæmi af niðurfellingum hjartaaðgerða sem fjölgað hefur ár frá ári. Á síðasta ári voru 48 hjartaaðgerðir felldar niður, eða 36% allra hjartaaðgerða. Erlendar rannsóknir benda til þess að þegar skortur er á gjör- gæslurúmum og nýting yfir 80% hafi það áhrif á ákvarðanir um umfang meðferða og líkur aukist á því að sjúklingum farnist verr. Sigurbergur telur að stjórnvöld og Landspítali þurfi að grípa til allra til- tækra úrræða til að bæta mönnun hjúkrunarfræðinga. „Mögulega þarf að stokka upp starfsemina, þróa nýjar deildir, byggja við og breyta og áfram mætti telja,“ segir hann, en nefnir að ár- angur af gjörgæslumeðferð sé þó enn á pari við það sem gerist erlend- is. Sigurbergur Kárason  Gjörgæslurúm með þeim fæstu í Evrópu Brestir eru í gjörgæslunni Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þetta voru svona tæplega tveir sól- arhringar. Rosalega var gott að fá þá þótt þetta væri ekki alveg brak- andi þurrkur allan tímann,“ segir Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöð- um. Egill er einn af þeim mörgu bændum á Suður- og Vesturlandi sem nýttu það stutta hlé sem gerði á rigningaveðri fyrir helgi til að sinna heyskap en hann segir í samtali við Morgunblaðið það hafa verið mikinn létti að ná loksins að heyja að ein- hverju ráði. „Það má segja að við séum búnir að heyja í kýrnar,“ segir Egill en hann náði að binda um 800 rúllur og er því að vonum ánægður með af- raksturinn. Hann segir það hafa verið mikil- vægt að fá þennan stutta tíma án rigningar og segir: „Það var miklu heyi bjargað um allt Suður- og Vest- urland á þessum dögum.“ Egill segist þó vita til þess að sum- ir bændur hafi enn lítið sem ekkert náð að heyja sökum veðurs. Hann segir einnig að aukinn tími og kostn- aður fylgi því að heyja þegar gras er blautt og að öll tilfærsla og meðferð verði þyngri í vöfum. Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíð- bakka II í Rangárþingi eystra, tekur í sama streng og segir: „Ég held að menn hafi náð mjög miklu hérna en þetta er náttúrulega allt saman míg- andi blautt. Það er ekkert verið að spá í þurrk. Það þýðir ekki lengur. Það er bara verið að spá í að slá ef það helst þurrt.“ Vilja helst fá hálfþurrt Hann segir það geta orðið mörg- um til trafala að þurfa að binda þeg- ar hey er blautt, þá sérstaklega ef menn hafa ekki réttu aðstöðuna. „Þetta þýðir að heyið verður mjög þungt meðferðis, sérstaklega ef menn eru ekki með vélgenga að- stöðu. Ef menn komast ekki á trak- tor eða öðru slíku inn til að gefa þá er náttúrulega mjög þungt og erfitt að eiga við þetta,“ segir Elvar og bætir við:„Menn vilja nú helst fá þetta svona hálfþurrt í rúllurnar. Það er bæði talin betri verkun og lystugra fóður.“ Þakklátur fyrir tæknina „Maður getur þakkað fyrir það að þessi tækni sé fyrir hendi. Með gamla laginu væri ekki búið að ná strái inn,“ segir Elvar og bendir á að hann, líkt og margir aðrir í sveitinni, hafi unnið bæði dag og nótt þennan stutta tíma sem gafst til að ná eins miklu inn og mögulegt væri. Hann nefnir að rigningin hafi ekki einungis áhrif á hvenær hægt sé að heyja því veðráttan hafi líka áhrif á gæði grassins. „Grasið er líka að skemmast hratt. Það er komið yfir það að vera í topp- gæðum. Svo fer það bara versnandi með hverjum deginum í raun og veru,“ segir Elvar en bætir við: „Það var samt það kalt í vor og sumar að það gerðist frekar seint. Gæðin héldu sér mun lengur en oft áður.“ Miklu heyi bjargað víða um land Heyskapur Rúllun í fullum gangi á Berustöðum. Þéttir og miklir múgar.  Bændur á Suðurlandi heyjuðu í síðustu viku  Heyið er bæði blautt og þungt  Bændur eru komnir mislangt í heyskap og sumir hafa varla náð að hefja slátt  Aðrir eru búnir að heyja í kýrnar Ljósmynd/Erla Traustadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.