Morgunblaðið - 10.07.2018, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Darri fæddist íReykjavík 25.
maí 1971. Hann
lést í Esbjerg, Dan-
mörku, 19. júní
2018. Foreldrar
hans eru Óli
Antonsson, fv.
framkvæmda-
stjóri, og Helga
Ágústsdóttir,
fyrrv. kennari o.fl.
Systir Darra er
Diljá verslunarmaður.
Framan af ævi vann Darri
ýmis störf, fyrst á frjálsu út-
varpsstöðvunum, svo versl-
unarstörf og hjá IKEA. Hann
bjó frá 1999-2003 með Ástu
Kristínu Ástráðsdóttur og
eignuðust þau tvö börn; Guð-
rúnu Helgu, f. 2000, og Hrann-
ar Kristin, f. 2002. Darri og
Ásta slitu samvistum. Hann
flutti til Danmerk-
ur í ársbyrjun 2007
og lagði stund á
margmiðlunar-
hönnun, útskrif-
aðist sem „Multi-
media designer“
frá Nordic Multi-
media Academy og
hóf fljótlega störf
hjá Danpo og vann
þar til 2010.
Darri kvæntist
Kristínu Richter skrifstofu-
manni hinn 31.12. 2011 og eiga
þau eina dóttur, Maríu Sól, f.
2014. Kristín og Darri skildu
2017.
Kveðjustund fyrir ættingja
Darra og vini verður haldin í
Fossvogskapellu í dag, 10. júlí
2018, klukkan 13. Jarðsett
verður sama dag á Lundi í
Lundarreykjadal.
Darri frændi er dáinn. Hann
var ljúfur og góður og vildi öll-
um svo vel. Hann var frænd-
rækinn og oftar en ekki spurði
hann okkur frétta af fjölskyld-
unni. Hann sýndi okkur frænk-
um mikla væntumþykju með
fallegum orðum bæði á prenti
og tali. Börnin hans voru hon-
um allt og þegar hann talaði um
þau færðist birta og vellíðan í
röddina og svo var einnig þegar
hann talaði um Kristínu. Það
tók hann sárt að geta ekki verið
meira með þeim sökum veik-
inda síðustu mánuðina og árin.
Hann átti oft á tíðum gott spjall
við okkur frænkurnar bæði á
netinu sem og í síma og einnig
hittumst við þegar hann kom til
landsins. Við vissum hve veikur
hann var og reyndum eftir
fremsta megni að styðja hann
og styrkja eins og við gátum
með spjalli og hughreystingu.
Við frænkurnar sendum
kærleikskveðju til allra sem
áttu stað í hjarta hans.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elín Elísabet Jóhannsdóttir
og Elfa Sif Jónsdóttir.
Frá því ég man eftir mér í
Vesturbæ Reykjavíkur var
Darri alltaf þar, en hann bjó í
næstu götu. Ég man þegar
hann kom gangandi heim til
mín með barnavagn, þar sem
andlit hans rétt náði upp fyrir
vagninn, til að sýna fjölskyldu
minni litlu fallegu systur sína.
Hann var ákaflega stoltur af
Diljá alla tíð og sagði okkur
reglulega sögur af því sem var
að gerast í lífi hennar. Þegar
við vorum litlir hafði pabbi
Darra lesið sögur Lukku-Láka
inn á segulbönd til að Darri
gæti hlustað á lesturinn hvenær
sem er. Það er góð endurminn-
ing að hugsa til þeirra stunda
er við hlustuðum á lestur Óla.
Nýjungagirni fylgdi Darra alla
tíð. Mjög ungur byrjaði hann að
kynna fyrir mér ýmsar nýjung-
ar, t.d. Paddington, tónlist,
kassettutæki, Superman o.fl. og
hann vissi alla tíð hvað var nýtt
að gerast í tækni. Darri hafði
alla tíð mikla ástríðu fyrir því
sem hann tók sér fyrir hendur
og kynnti mann reglulega fyrir
einhverju nýju, hvort sem það
var á sviði tónlistar, sagnfræði,
matseldar eða því hvernig
mjólkurfernur eru brotnar sam-
an til að þær taki sem minnst
pláss í ruslinu. Það er gaman að
umgangast þannig fólk.
Það voru gleðidagar í lífi
Darra þegar hann varð stoltur
pabbi Guðrúnar Helgu og
Hrannars Kristins og börnin
voru ofarlega í huga hans.
Hann hugsaði mikið út í uppeld-
isaðferðir og ræddi það oft að
hann vildi vera góður pabbi og
gera sitt besta fyrir börnin sín.
Væntingar hans og þrár voru
miklar, en hann átti við töluvert
þunglyndi að stríða sem gerði
honum erfitt fyrir bæði í einka-
lífi og starfi. Það sem hann ósk-
aði sér gekk ekki allt upp. Hann
ákvað að fara í nám til Dan-
merkur og nú virtist lánið leika
við hann, þunglyndið sem hann
hafði verið að berjast við hvarf
út í veður og vind og námið
gekk vel. Fyrr en varði var
hann hamingjusamlega giftur
Kristínu, þau búin að eignast
Maríu Sól og hamingjan skein
af þeim. Hann var svo ákaflega
glaður að hafa eignast Maríu
Sól. Ég held að hann hafi upp-
lifað að nú fengi hann annað
tækifæri í lífinu.
Ég átta mig ekki alveg á
hvað gerðist svo, en þunglyndið
tók hann og nú bættist alkóhól-
isminn við. Hann virtist hafa
misst trúna á fegurð lífsins. Það
var sárt að sjá hvernig alkóhól-
isminn tók stöðugt stærri part
af honum og bitnaði það á ást-
vinum hans sem sárnaði oft orð
hans og framkoma. Guðrún
Ósvífursdóttir í Laxdælu sagði:
„þeim var ég verst er ég unni
mest“ og það er kannski fylgi-
fiskur veikindanna. Seinustu ár-
in var hann ekki með sjálfum
sér. Ég átti alltaf von og trú í
hjarta mér að Darri fyndi leið-
ina frá þessum djöfli sem þung-
lyndi og alkóhólismi er. En hon-
um vannst því miður ekki tími
til þess. Ég ætla að muna eftir
Darra eins og hann var á þeim
stundum sem sköpuðu ham-
ingju hans. Þegar við litlir
hlustuðum á Lukku-Láka, þeg-
ar hann kom með Diljá í barna-
vagninum, þegar Guðrún Helga
og Hrannar Kristinn fæddust,
þegar honum gekk vel í náminu,
þegar hann giftist Kristínu
sinni og þegar Sólin hans fædd-
ist. Ég og Harpa vottum fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu sam-
úð.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Þinn æskuvinur,
Skúli Haraldsson.
Darri Ólason
✝ Kristín Sig-hvatsdóttir
fæddist í Ártúnum
á Rangárvöllum
26. ágúst 1926.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
vík 25. júní 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sighvatur
Andrésson, f. 14.3.
1892, d. 6.7. 1979,
og Kristín Árnadóttir, f. 16.2.
1894, d. 22.1. 1975. Systkini
Kristínar voru: Kristín, f. 1920,
d. 1921; Hólmfríður, f. 1921, d.
1992; Andrés, f. 1923, d. 2014;
Steindór, f. 1925, d. 1998; Árni,
f. 1929, d. 2005; Margrét, f.
1930, d. 2012; Ester, f. 1931, d.
1987, og Bjarney, f. 1932.
Hinn 1.11. 1947 giftist Krist-
ín Karli Jóhanni Karlssyni raf-
magnsfræðingi, f. 27.9. 1926.
Hann lést 29.6. 2005. Foreldrar
hans voru Karl Guðmundsson
skipstjóri, f. 11.12. 1896, d.
29.1. 1966, og María Hjalta-
dóttir húsmóðir, f. 11.4. 1896,
d. 19.6. 1969. Systur Karls Jó-
hanns eru Guðrún, f. 26.9.
1922, d. 10.2. 1959, og Erla, f.
7.11. 1934.
Börn Kristínar og Karls Jó-
Bridde, f. 7.3. 2009; b) Karl Jó-
hann, f. 10.9. 1973, kvæntur
Öglu Þyri Kristjánsdóttur, f.
16.12. 1973, börn þeirra eru:
Alexandra Ýr, f. 21.9. 1996, Ey-
steinn Aron, f. 14.3. 1999, Álf-
heiður Björk, f. 27.1. 2001, og
Metta Malin, f. 24.5. 2008; c)
Kristín, f. 8.2. 1980, gift Inga
Birni Ásgeirssyni, f. 22.9. 1979.
Börn þeirra eru: Aron Bridde,
f. 5.12. 2009, og Viktoría
Bridde, f. 26.6. 2013. Maki Mar-
íu er Sigurbjörn Skarphéðins-
son, f. 4.12. 1948. 3) Sighvatur,
sóknarprestur á Húsavík, f.
12.2. 1959, kvæntur Auði Björk
Ásmundsdóttur stuðningsfull-
trúa, f. 24.1. 1959. Börn þeirra
eru: a) Ásmundur, f. 24.5. 1983;
b) Kristín Sara, f. 21.11. 1988,
sambýlismaður Thorsten Nils-
son, f. 25.8. 1983. Barn þeirra
er Magnus Óli, f. 17.10. 2017; c)
Jónatan Karl, f. 17.4. 1991.
Sambýliskona Kristín Hrönn
Halldórsdóttir, f. 10.9. 1991.
Kristín fluttist með fjöl-
skyldunni að Ragnheið-
arstöðum í Flóa. Hún lærði
heimilisstörf á góðum heim-
ilum í Reykjavík. Hún var
myndarleg og gestrisin hús-
móðir en þau hjónin bjuggu
lengst af á Brúnastekk 7 í
Reykjavík. Hún vann utan
heimilis við framleiðslu á neon-
ljósapípum í fyrirtæki fjöl-
skyldunnar.
Kristín verður jarðsungin í
dag, 10. júlí 2018, frá Lang-
holtskirkju í Reykjavík kl. 13.
hanns eru: 1) Karl
Örn tannlæknir, f.
7.12. 1946, kvænt-
ur Kristínu Blön-
dal myndlistar-
konu, f. 9.12. 1946.
Börn þeirra eru: a)
Haraldur f. 29.7.
1967, sambýlis-
kona Hilde Tveten,
f. 16.3. 1976, börn
þeirra eru Baldur,
f. 15.1. 2007, og
Frida, f. 10.8. 2011; b) Breki, f.
5.3. 1971, kvæntur Steinunni
Þórhallsdóttur, f. 27.11. 1972,
börn þeirra eru Steinn Kári, f.
3.10. 2002, Karl Orri, f. 2.4.
2005, og Bríet, f. 3.7. 2007; c)
Þeba Björt, f. 26.12. 1972, gift
Guðmundi Traustasyni, f. 24.3.
1964, börn þeirra eru Eysteinn
Sölvi, f. 6.2. 1997, Eyvör Stella,
f. 13.6. 2006, Eyvindur Stefnir,
f. 13.6. 2006, og Eyrún Stína, f.
4.3. 2011; d) Bjartur, f. 11.10.
1985. 2) María, fyrrverandi
bankastarfsmaður, f. 1.4. 1949,
gift Alexander Bridde bak-
arameistara, f. 31.1. 1948, d.
20.9. 1987. Börn þeirra eru: a)
Hrafnhildur, f. 18.6. 1970, gift
Elíasi Elíassyni, f. 16.6. 1971,
börn þeirra eru: María Bridde,
f. 3.5. 2006, og Alexander
Því aðeins færð þú heiðrað og metið
þína móður,
að minning hennar verði þér alltaf
hrein og skír,
og veki hjá þér löngun til að vera
öðrum góður
og vaxa inn í himin – þar sem
kærleikurinn býr.
(Davíð Stefánsson)
Ég á bjarta og fallega minn-
ingu um mömmu mína sem ég
kveð í dag sem er í anda þess
sem Davíð orti forðum um allar
góðar mæður. Ég var í síðum
skírnarkjól þegar móðir mín bar
mig til skírnar og bar mig að
lindum hjálpræðisins. Ég óx upp
í kjólinn ef svo má segja þegar
mamma kenndi mér bænirnar
og signdi rúmið mitt en þá fór ég
að vaxa inn í himininn. Ég
heiðra og met mína móður ekki
síst fyrir það. En þannig lagði
hún traustan grundvöll að því
sem koma skyldi.
Í huga minn kemur ljóð eftir
Einar Benediktsson:
Þótt allir knerrir berist fram á bárum
til brots við eina og sömu
klettaströnd,
ein minning fylgir mér frá yngstu
árum
– þar er sem bliki á höfn við friðuð
lönd:
Ég man. Ein bæn var lesin lágt í
tárum
við ljós, sem blakti gegnum
vetrarhúmið.
Og svo var strokið lokk af léttri hönd,
sem litla kertið slökkti og signdi
rúmið.
(Einar Benediktsson)
Það var gróandi í sporum
mömmu en allt óx og dafnaði
sem hún kom nálægt. Hún var
ekki aðeins forsjál húsmóðir
sem tók slátur og sultaði og saft-
aði. Hún sáði líka fræjum sum-
arblóma í mold að vori og talaði
fallega við þau og bar þannig
hlýjan blæ til þeirra. Fyrr en
varði spruttu þau upp úr moldu í
regnbogans litum og glöddu
gesti og gangandi í Brúna-
stekknum með sumarkomunni.
Hún hlúði líka að öðrum gróðri í
garðinum. Fjölærar rósir
blómstruðu ár hvert og vínber-
jatréð bar ríkulegan ávöxt í
garðskálanum. Og mamma hlúði
líka að gestum og gangandi árið
um kring og enginn fór svangur
af hennar fundi heldur ríkari en
ella vegna þess að hún vildi vera
öllum góð. Það var eitthvað him-
neskt við hana móður mína sem
ég mun alltaf varðveita í hjarta
mínu.
Enginn fær stöðvað tímans
elvustraum á þessu jarðneska
tilveruskeiði. Mamma er búin að
kveðja og nú berst hún áfram á
knerrinum á bárunum sem ber
hana til eilífðarstranda í austri.
Þar blikar á höfn við friðuð lönd.
Um leið og ég kveð hana með
trega og þakklæti þá standa for-
feður hennar og -mæður, systk-
ini og pabbi á ströndinni og kalla
glöð í bragði: „Hún Stína er að
koma. Sláum upp veislu á
ströndinni og bjóðum hana vel-
komna.“ Drottinn gefi dánum ró
og hinum líkn er lifa.
Sighvatur Karlsson.
Margs er að minnast þegar ég
lít til baka. Móðir mín var hús-
móðir í bestu merkingu orðsins
og hélt alltaf fallegt heimili í
gegnum árin. Hún var snilldar-
kokkur og margir minnast
hennar á þeim vettvangi. Oft var
smá danskt yfirbragð hjá henni
eins og smurða brauðið og
danska hakkabuffið með lauk,
sem helgaðist af dvöl þeirra
pabba í Danmörku á sínum tíma.
Eins var gestkvæmt á heimili
foreldra minna og fannst fjöl-
skyldunni gott að koma þar í
heimsókn. Hún var mikil sauma-
og prjónakona og töfraði fram
m.a. fallegar lopapeysur, sokka
og vettlinga. Enda kenndi hún
mér bæði að sauma og prjóna.
Seinni árin þegar pabbi var fall-
inn frá fannst henni gaman að
koma með okkur Sigurbirni
austur á Hvolsvöll. Einu sinni
fórum við með hana í golfskál-
ann á Strönd þar sem hún var í
barnaskóla á sínum tíma og
fannst henni gaman að ganga
þar um og rifja upp gamla tíma,
eins gekk hún upp á Hvolsfjall
létt í spori komin á níræðisald-
ur. Mamma elskaði fallegan
söng og naut hún þess mjög að
fara á tónleika. Oft fórum við í
Langholtskirkju og hlustuðum á
yndislega tónlist. Mamma og
pabbi reyndust mér og börnum
mínum einstaklega vel á erfið-
um tímum þegar faðir þeirra
lést langt um aldur fram og var
það mjög dýrmætt. Hún fylgdist
vel með alla tíð og var ern fram
undir það síðasta þegar heilsan
bilaði. Elsku mamma, ég þakka
þér fyrir alla þína gæsku við
okkur öll, alla tíð.
Þín dóttir,
María Karlsdóttir.
Elsku amma Kristín. Það er
skrýtið til þess að hugsa að þú
sért farin frá okkur og við kveðj-
um þig með miklum söknuði. Þú
varst besta amma í heimi, svo
yndisleg og góð, og við erum svo
heppin að hafa átt þig sem
ömmu. Þú gafst frá þér svo
mikla hlýju og væntumþykju og
stóðst eins og klettur við hlið
fjölskyldu okkar í öll þessi ár,
alltaf tilbúin að hjálpa, létta
undir og vera til staðar. Sam-
band ykkar mömmu var ein-
stakt en þið voruð bestu vinkon-
ur og stóðuð þétt við bakið á
hvor annarri. Missir hennar er
mikill.
Það var alltaf gott að koma
heim til ykkar afa hvort sem það
var í Brúnastekk, á Kleppsvegi
eða í Árskógum. Þangað komum
við oft til að fá ömmumat eða
bara til að slappa af. Þar var allt
svo rólegt og gott. Það var
ómetanlegt þegar við vorum lítil
að geta labbað sjálf til ykkar í
Brúnastekk hvenær sem við
vildum. Alltaf var heimilið ykk-
ar opið fyrir okkur og vini okk-
ar. Amma var meistarakokkur
og bjó til bestu súpur og sósur í
heimi. Hún var einnig mikil
blómakona sem elskaði blómin
sín og naut sín í garðinum og
söng fyrir blómin.
Það var erfitt að horfa á þig
svona veika og okkur fannst við
lítið geta gert en nú hefur þú
fengið hvíldina og ert komin í
faðm afa sem þú saknaðir svo
mikið. Hann kom fram í draumi
rétt fyrir andlát þitt með ferða-
tösku og þú stóðst við hlið hans
svo ánægð og sýndir honum
myndir af því sem gerst hafði
frá því hann fór. Lokamyndin
sem kom upp var af andapari
sem var að synda burt inn í sól-
arlagið.
Amma var trúuð kona og fór
með bænirnar á hverjum degi
og alltaf þegar hún kvaddi okk-
ur sagði hún: „Guð veri með þér
alla tíð og tíma“ en þessa kveðju
höfum við sjálf tileinkað okkur
og segjum hana við börnin okk-
ar á kvöldin þegar þau fara að
sofa.
Elsku amma, margs er að
minnast og munu minningarnar
um þig lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð. Við þökkum þér fyr-
ir allt og allt og kveðjum þig
með bæninni sem þú kenndir
okkur:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíl í friði.
Hrafnhildur Bridde, Karl
Jóhann Bridde, Kristín
Bridde og fjölskyldur.
Þau voru átta, systkinin frá
Ragnheiðarstöðum, sem við vor-
um svo heppin að fá að kynnast.
Systurnar voru fimm og var
Kristín þeirra næstelst. Móðir
okkar var fjórum árum yngri og
hinar systurnar voru svo einu og
tveimur árum yngri en mamma.
Allar voru þær góðar vinkonur
og milli þeirra ríkti sannkallað
systraþel. Þær nutu þess að
vera saman, heimsóttu hver
aðra, ferðuðust saman og töluðu
saman í síma.
Stína systir, eins og mamma
kallaði hana alltaf, var hlý, góð
og glæsileg kona og það var gott
fyrir okkur Suðurnesjafjöl-
skylduna að eiga hana að í
Reykjavík. Mamma og pabbi
komu oft við hjá þeim hjónum,
Stínu og Kalla. Pabbi og Kalli
náðu vel saman og gátu rætt
endalaust um landsins gagn og
nauðsynjar, á meðan mamma og
Stína nutu þess að spjalla saman
í eldhúsinu. Þau ferðuðust líka
mikið saman og við erum þakk-
lát fyrir að eiga fjölmargar
myndir frá þeim ferðalögum úr
safni foreldra okkar.
Við systkinin fengum alltaf
ljúfar og góðar móttökur þegar
við komum í bæinn og þar áttum
við athvarf ef á þurfti að halda.
Stína var einstaklega lagin við
að töfra fram himneskar veit-
ingar og hlustaði af athygli og
einlægni þegar við, hin mál-
glöðu, sögðum fréttir af fjöl-
skyldunni. Hún fylgdist með
frændfólki sínu fram á síðasta
dag og bar hag þess fyrir
brjósti.
Hennar verður sárt saknað
og minning hennar lifir í huga
okkar. Við erum þakklát fyrir að
hafa fengið að njóta samvista við
hana og biðjum góðan Guð að
vernda og styrkja Maju, Kalla
og Sighvat og fjölskyldur
þeirra, og einnig yngstu systur
hennar, Bjarneyju, sem nú er
ein eftir af systkinahópnum
stóra.
Hvíl í friði, kæra móðursystir.
Margrét, Páll, Pétur,
Kristín, Svanhvít og Sólný,
börn Margrétar og Páls.
Kristín
Sighvatsdóttir