Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 ✝ Sigríður Jó-hannsdóttir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1964. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 30. júní 2018. Faðir Sigríðar er Jóhann Gunnar Ásgeirs- son, f. 14.6. 1940. Móðir hennar var Arnbjörg Stefáns- dóttir Jónsdóttir, f. 13.8. 1938, d. 1.7. 2008. Bróðir Sigríðar er Ásgeir Bjarni Jó- hannsson, f. 23.4. 1963. Kona hans er Karen Lárusdóttir, f. 12.10. 1964. Dætur þeirra eru Arnbjörg Mist og Ísold Gunnur. Eiginmaður Sigríðar er Ás- björn Einar Ásgeirsson, f. 21.9. 1959. Þau giftu sig 23. mars 2004 eftir nokkurra ára sam- búð. Börn þeirra eru Jóhann Guðni, f. 4.12. 1999, og Ólöf Ír- is, f. 26.1. 2004. Sonur Ásbjarn- starfaði þar síðan. Fyrstu árin var hún hjúkrunarritari á nokkrum deildum og frá árinu 2007 var hún heilbrigðisritari á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst við Hringbraut og síðan í Fossvogi. Hún lauk heilbrigðis- ritaranámi frá FÁ árið 2006. Undanfarin misseri var hún í læknaritaranámi við FÁ með- fram vinnu. Sigríður var virk í félagsstarfi heilbrigðisritara í gegnum tíðina og var í stjórn Félags heilbrigðisritara frá 2016 og varaformaður frá 2017. Meðal áhugamála Sigríðar voru stangveiðar, frímerkja- og myntsöfnun, Game of Thrones og ferðalög innanlands og utan. Vopnafjörður var henni sér- staklega kær en móðir hennar var þaðan. Þar dvaldi hún oft á sumrin bæði sem barn og síðan sem fullorðin með fjölskyldu sinni. Sigríður greindist með eitla- krabbamein jólin 2017. Hún tókst á við sjúkdóminn af miklu æðruleysi og sýndi mikið bar- áttuþrek í veikindum sínum. Út- för hennar fer fram frá Selja- kirkju í dag, 10. júlí 2018, kl. 15. ar frá fyrra sam- bandi er Arnþór Einar, f. 3.5. 1994. Sigríður ólst upp í Reykjavík, í mið- bænum og í Breið- holti. Hún gekk í Austurbæjarskóla og síðan í Hóla- brekkuskóla. Hún var tvö ár í FB. Eftir það fór hún út í atvinnulífið og vann víða næstu árin og fór einnig í einkaritaranám. Sigríð- ur var harðdugleg til allrar vinnu og vann margvísleg störf. Ung að árum byrjaði hún að vinna í þvottahúsi Landakots- spítala meðfram skóla og vann þar einnig eftir að skólagöngu lauk. Hún vann um tíma á hót- eli, vann í þvottahúsinu Grýtu, hjá Þróunarsetri Íslenskra sjáv- arafurða og hjá ÍSÍ. Árið 2001 hóf hún störf á Landspítala og Elsku Sigga okkar! Þetta átti ekki að fara svona að okkar mati, okkar sem eftir eru og syrgjum þig sárt. Þú fórst hægt um gleð- innar dyr svo og um aðrar dyr. Það var stutt í hláturinn og vant- aði ekkert upp á húmorinn, en þú gast líka verið föst fyrir ef með þurfti. Þeir eiginleikar komu þér langt í átökum þínum við þennan illvíga sjúkdóm sem hafði því miður betur. Draumar þínir og þrár verða að bíða betri tíma. Ég bið að börnunum ykkar Ásbjörns megi vegna vel í lífinu, og að Guð gefi litlu fjölskyldunni styrk til að takast á við sorgina. Far þú í Guðs friði, og takk fyrir samfylgdina. Þín tengdamóðir, Gyða. Elsku mágkona mín hefur kvatt langt fyrir aldur fram. Þrautaganga hennar varði í sex mánuði og stóran hluta þess tíma dvaldi hún á sjúkrahúsi. Baráttu- þrek hennar og æðruleysi var ótrúlegt í þessum miklu veikind- um þar sem hvert höggið á eftir öðru dundi á henni og fjölskyldu hennar. Ég nefndi oft við hana hversu mikið væri á hana lagt, svar hennar var alltaf það sama: „Þetta er bara svona“. Já, þetta var bara svona, en hversu órétt- látt er það að kona í blóma lífsins sé hrifin á brott frá eiginmanni, nýfermdri dóttur og 18 ára syni. Hún sem þráði að lifa, að geta verið með sínum nánustu um ókomin ár, að geta fylgst með börnum sínum vaxa úr grasi, að geta klárað læknaritaranámið, að geta ferðast meira. Sorgin er djúp og söknuðurinn mikill. Sigga kom inn í fjölskyldu okkar fyrir um 20 árum þegar hún kynntist Ásbirni bróður. Ég man þegar ég hitti hana fyrst, hún geislaði af gleði og var yfir sig ástfanginn af honum Ása sín- um. Hamingjan varð enn meiri þegar sonurinn fæddist. Sigga sagði mér að henni hefði fundist svo ótrúlegt að vera orðin móðir og að hún hefði setið löngum stundum yfir vöggu hans og dáðst að honum. Fjórum árum seinna fæddist svo prinsessan og hamingjan var fullkomnuð. Sigga var alltaf mjög yfirveg- uð og hafði góða nærveru. Hún var glaðlynd að eðlisfari og bros- ið og hláturinn voru hennar að- alsmerki. Hún var ákveðin og föst fyrir, það fór enginn lengra með Siggu en hún ætlaði sér. Hún var félagslynd og félags- lyndi hennar kom sterkt fram í löngum sjúkrahúslegum hennar. Hún vildi fá heimsóknir sama hvað hún var veik. Veikindi hennar voru hins vegar ekki vin- sælt umræðuefni, hún vildi miklu frekar ræða um lífið og til- veruna, heyra frá ferðalögum og ræða þjóðfélagsmál. Örfáum dögum áður en hún lést fékk hún að vita að baráttan væri töpuð. Viðbrögð hennar við fréttunum sýndu vel æðruleysi hennar og styrk. Þó hún væri fárveik vildi hún ekki vera leng- ur í sjúklingahlutverki. Hún neitaði að vera í fötum sem merkt voru sem eign þvottahúss spítalans og vildi vera í sínum eigin fötum. Helst vildi hún ný föt, svo ég skrapp í Kringluna og keypti fyrir hana föt. Hún var þakklát fyrir það, þá gat hún val- ið hverju hún klæddist og verið fín þegar fjölskylda og vinir komu til að kveðja hana. Elsku Ásbjörn, Jóhann Guðni og Ólöf Íris, missir ykkar er ólýsanlegur. Megið þið fá styrk til að takast á við ykkar miklu sorg. Jóhanni Gunnari, Arnþóri Einari og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Elsku Sigga, takk fyrir allt. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Þín mágkona, Petrína Ásgeirsdóttir. Lífið er hverfult og síst af öllu áttum við von á því að kveðja kæra samstarfskonu og vinkonu svo fljótt. Sigríður laut í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi langt fyrir aldur fram og engan grunaði fyrir fáum vikum hversu langt hún var leidd. Barátta hennar tók einungis nokkra mánuði. Þrek og æðruleysi henn- ar var aðdáunarvert í veikind- unum. Sigríður starfaði lengi við Landspítala og sem heilbrigðis- ritari frá árinu 2002. Við á bráða- deild störfum saman sem gott teymi og hugsum vel hvert um annað. Allir hlekkirnir í keðjunni eru mikilvægir og þannig erum við sterk og getum leyst verkefni okkar vel af hendi. Nú er einn hlekkurinn, hún Sigga, ekki til staðar og við erum slegin. Í starfi okkar verðum við oft vitni að því hvað lífið getur verið ósanngjarnt og maður gengur ekki að öllu vísu. Sigga var frá- bær starfsmaður. Hún var alltaf áhugasöm í starfi og fylgdist vel með öllu. Hún var áreiðanleg, traust og naut virðingar. Sigga var alltaf ljúf í framkomu og nærgætin í daglegri umgengni. Hún nálgaðist verkefnin með ró og yfirvegun og taldi hlutina komast betur til skila þannig. Í ljómandi dýrð við lítum enn allt vort land í vorsins blóma. Hinn skapandi mátt við skynjum öll en skiljum ei haustsins dóma, þá fallið þið lauf og rósin rjóð upp rísið í vorsins ljóma. (Guðjón Helgason) Blessuð sé minning Sigríðar Jóhannsdóttur, hún var umfram allt góður félagi. Við samstarfs- menn á bráðadeild Landspítala þökkum henni samfylgdina og sendum fjölskyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðj- ur. Ragna Gústafsdóttir og samstarfsfólk á bráðadeild Landspítala. Nú hringi ég ekki lengur til þín í síma, né hittumst við lengur til að fá okkur kaffi saman, Sigga mín. Við sem hittumst fyrst ung- ar að árum, fimm ára gamlar, og urðum strax góðar vinkonur. Þó svo við yrðum eldri og færum í framhaldsskóla og stofnuðum fjölskyldu og hittumst ekki jafn oft og á æskuárum þá varstu ætíð sama góða vinkona mín. Sárt er að vera að kveðja þig núna í blóma lífs þíns. Þú barðist hetjulega við þitt krabbamein sem hafði því miður í endann yf- irhöndina. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég votta eiginmanni hennar, börnum og aðstandendum samúð mína. Halldóra Anna Jórunnardóttir. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins gangur, það er svo sárt að horfa á eftir fólki sem deyr í blóma lífsins. Við skiljum ekki tilganginn, en lífið gefur og lífið tekur, svo mik- ið er víst. Sorgin gleymir engum. Sigga var heilbrigðisritari á slysa- og bráðadeildinni í Foss- vogi, hún var vinnufélagi okkar og vinkona. Við erum svo þakk- látar fyrir hennar góðu nærveru og traust. Það var gott að vinna með henni. Í desember síðastliðnum, fyrir aðeins sex mánuðum, greindist hún með krabbamein. Hún var alltaf bjartsýn og hélt í vonina, en nú hefur hún fallið fyrir þess- um óboðna gesti. Sumar okkar unnu með Siggu í mörg ár, bæði á bráðadeild Landspítala á Hringbraut og síð- ar í Fossvogi þegar bráðadeild- irnar sameinuðust, en það var fyrir átta árum. Þá flutti hún sig á bráðadeildina í Fossvogi. Sigga vann á vöktum en á seinni árum í dagvinnu. Það var og er oft mikið álag á okkur rit- urunum á bráðadeildinni, en yf- irleitt var Sigga róleg og yfirveg- uð. Það er ekki öllum gefið að taka þessu álagi sem þar er með ró og spekt. Við þökkum henni fyrir góða vináttu til margra ára. Við biðjum Guð að blessa elsku börnin hennar og eigin- mann. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna yl, frá geislum minninganna. Farðu í friði, elsku Sigga okk- ar, við munum sakna þín. Takk fyrir allt. Ásta Hulda Markúsdóttir og vinkonur og vinnufélagar á bráðadeildinni í Fossvogi. Elsku Sigga okkar hefur kvatt þennan heim eftir stutt en erfið veikindi. Þetta hálfa ár sem leið frá því hún greindist með krabbamein og þar til hún lést var eitt orð sem kom helst upp í hugann, en það var orðið hetja. Á tímabilinu frá því Sigga greindist og þar til rétt áður en hún lést var hún alveg ótrúlega jákvæð og sterk. Eflaust hefur hún verið hrædd inni í sér, en ákveðið að vera sterk fyrir fólkið sitt sem hún elskaði. Meðan á veikindum Siggu stóð vorum við flest ef ekki öll nokkuð vongóð lengi vel um að hún myndi ná sér því meðferðin gekk mjög vel framan af. Seinni hluta tímabilsins kom ýmislegt upp á, ástandið á Siggu var mjög rokkandi, hún varð kannski mjög veik einn daginn, en síðan mun betri á örfáum dögum. Sama má segja um fréttirnar sem við feng- um af henni, þ.e. góðar í dag, slæmar á morgun. Þrátt fyrir þessi veikindi, óvissu og óöryggi missti Sigga hvorki jákvæðnina né húmorinn og heldur ekki metnaðinn, en hún var í læknaritaranámi eftir að hún veiktist og var svo grúts- pæld einn daginn yfir að geta ekki skilað inn einhverju verk- efni, þar sem ástandið á henni var ekki nógu gott. Hún hefði svo sannarlega rúllað þessu upp ef hún hefði fengið tækifæri til þess, því Sigga var bæði mjög vel gefin og metnaðarfull. Ef við ættum að lýsa Siggu með nokkrum orðum, þá væri lýsingin eitthvað á þessa leið: smekkmanneskja með fallegt bros, róleg og dagfarsprúð en með húmorinn á réttum stað, hjartahlý og jákvæð, listræn með meiru, og allt í senn, klár, skyn- söm, metnaðarfull og samvisku- söm. En það sem skiptir kannski mestu máli er að hún var traust- ur vinur vina sinna og hún elsk- aði, annaðist og studdi litlu, ynd- islegu og fallegu fjölskylduna sína af stakri prýði alla tíð. Einnig hugsaði Sigga mjög vel um allar fallegu kisurnar sem fjölskyldan hefur átt, svo maður tali nú ekki um stóra fallega kirsuberjatréð sem hún gróður- setti og hugsaði svo vel um. Við kveðjum þig með söknuði, elsku Sigga, en vonum að þú sért komin í faðm Öddu, Ólu og kannski einhverra fleiri ætt- ingja. Kannski færðu þitt eigið kirsuberjatré að annast og næst þegar rignir, sem verður eflaust ekki langt að bíða, ímyndum við okkur að þú sért að vökva fallega stoltið þitt. Elsku Jóhann, Ási og börn, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og megi Guð geyma ykkur. Kveðja, Ásgeir, Karen, Arnbjörg Mist og Ísold Gunnur. Sigríður Jóhannsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐJÓN GUNNARSSON frá Tjörn í Biskupstungum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði sunnudaginn 24. júní. Útförin fer fram í Skálholtskirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 14. Guðjón Rúnar Guðjónsson Gunnar Guðjónsson Sólrún Guðjónsdóttir Erlingur Þór Guðjónsson Snorri Geir Guðjónsson og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Borgartúni 30A, lést miðvikudaginn 4. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 11. júlí klukkan 13. Þóra Hrólfsdóttir Tómas Kristjánsson Halldóra Hrólfsdóttir Pétur Waldorff Gunnar Sverrisson barnabörn og aðrir aðstandendur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÍSLEIFSDÓTTIR frá Hvolsvelli, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 28. júní. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju í Breiðholti miðvikudaginn 11. júlí klukkan 13. Erlingur Ólafsson Brynja Erlingsdóttir Ísleifur Þór Erlingsson Þórunn Jónasdóttir Bára Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR GUÐRÖÐUR LEÓSSON, Ljónsstöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 13. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Bláa naglann. Unnur Skúladóttir Skúli Kristjánsson Lea Björg Ólafsdóttir Oddný Lára Ólafsdóttir Þórður Ingi Ingileifsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júlí klukkan 13. Steinn Jónsson Jónína B. Jónasdóttir Jónína G. Jónsdóttir Guðmundur Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR GUÐMUNDSSON, fv. flugumferðarstjóri, lést sunnudaginn 8. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin verður auglýst síðar. Bergþóra Sigmundsdóttir Gunnar V. Johnsen Egill Þ. Sigmundsson Petra L. Einarsdóttir Björg Sigmundsdóttir Már Guðmundsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.