Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 24

Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 ✝ ValgerðurAnna Guð- mundsdóttir var fædd í Álftár- tungu 9. febrúar 1925. Hún lést 30. júní 2018 á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sesselja Þorvaldsdóttir, f. 4. maí 1888, d. 2. desember 1955, og Guðmundur Árnason, f. 21. september 1873, d. 9. desember 1954. Systkini Önnu eru tvíbura- systurnar Elín, f. 4. júní 1917, d. 26. ágúst 2005, og Gróa, f. 4. júní 1917, d. 25. september 2016, Júlía, f. 3. júlí 1921, Árni, f. 21. febrúar 1923, og upp- október 1959, börn Jónínu; Sigrún Björk, f. 1. mars 1979, Sóley Birna, f. 27. september 1985, Anna Heiða, f. 21. októ- ber 1989, Heiðar Árni, f. 29. maí 1992. Barnabarnabörnin eru 7. Anna ólst upp með for- eldrum og systkinum í Álftár- tungu en fer 15 ára gömul til Reykjavíkur í vist, síðar starf- aði hún við saumaskap í Vinnu- fatagerðinni og á Hótel Skjald- breið. Árið 1957 hefja Anna og Heiðar sambúð sína og gifta sig 20. desember 1959. Þau bjuggu að Brúarlundi, Stað og síðast á Ölvaldsstöðum í Borgarhrepp. Eftir að Heiðar deyr býr Anna ásamt börnum sínum á Ölvaldsstöðum til 1974 en þá flytja þau í Borgarnes. Þar vann hún í saumastof- unni Hetti en lengst af hjá Hótel Borgarnes. Útför Valgerðar Önnu Guð- mundsdóttur fer fram frá Borgarneskirkju í dag, þriðju- daginn 10. júlí 2018, kl. 14. eldisbróðir henn- ar, Magnús Hall- dórsson, f. 6. nóvember 1933. Eiginmaður Önnu var Jón- mundur Heiðar Árnason, f. 5. des- ember 1927, d. 14. apríl 1970. Börn Önnu og Heiðars eru: 1) Þorvaldur, f. 10. mars 1957, maki Jónína Birgisdóttir, f. 9. september 1957, börn Þorvaldar eru Anna Sigríður, f. 11. júlí 1957, Theo- dóra Lind, f. 24. apríl 1980, Þorvaldur Heiðar, f. 11. desem- ber 1996, Þórður Elí, f. 30. júlí 1998. 2) Jónína Guðrún Heiðars- dóttir, f. 3. júní 1959, maki Baldur Árni Björnsson, f. 18. Við lát mætrar konu verða vatnaskil sem leiða til þess að minningar og myndir renna gegnum hugann. Anna föður- systir mín var Beigaldafólki ná- in. Tengslin milli heimila okkar voru sterk í blíðu og stríðu. Anna að segja sögur úr bernsku sinni og frá ungdómsárunum í Reykjavík þegar hún vann á fína hótelinu Skjaldbreið, þar sem stórmenni höfðu viðdvöl og snæddur var veislumatur. Anna að lýsa skemmtunum og dans- leikjum í borginni á sjötta ára- tug síðustu aldar. Anna að veita ráð til okkar yngri um að njóta æskuáranna og að láta ekki hjá líða skemmtanir og samkomur. Anna úti í haga að ganga og njóta náttúrunnar og lambfjár- ins á vorin af því að henni fannst svefninn óþarfur á björt- um nóttum. Nettar hendur Önnu ómissandi bæði heima og á nágrannabæjum þegar ærnar áttu í erfiðleikum með að bera. Anna í eldhúsinu að búa til majónes eins og gert var á Skjaldbreið. Anna að dásama svínakjötssteikur sem hún vandist á Skjaldbreið en slíkar kræsingar voru fátíðar til sveita á þeim tíma. Snúningastrákar og stelpur úr þéttbýlinu dvelja hjá henni í sveitinni ár eftir ár enda gott þar að vera, hæfilegt vinnuálag og góður matur á boðstólum. Spjall og gleði á kvöldin. Mörg kvöld að loknu uppvaskinu var slegið á þráð sveitasímans áhyggjulaust þótt einhverjir hleruðu innihaldslítið skemmtispjall okkar frænkna. Afmælisveislur og jólaboð fast- ur liður í tilverunni. Anna sem aldrei keyrði öku- tæki tók bílpróf eftir að bóndi hennar fórst af slysförum. Anna ekur nokkrum sinnum á dag fram hjá Beigalda að sinna er- indum í Borgarnesi eða annars staðar. Anna flutt í Borgarnes og beinast lá við að fá vinnu á Hótel Borgarnesi þar sem hún var á heimavelli hokin af reynslu frá Hótel Skjaldbreið. Anna á vinnumarkaði langt fram yfir lögbundinn starfsloka- aldur og vinnuskilin áreiðanlega ósvikin. Hvar sem er sækir Anna í félagsskap við ungt fólk og traust ríkir á báða bóga. Anna vinstrisinnuð og áhuga- söm um heimsmálin að ekki séu nefnd íslensk stjórnmál. Það fór ekki hjá því að mál væru krufin og skýringa leitað á misskyn- samlegum ákvörðunum yfir- valda. Ævinlega spennt að fylgjast með í aðdraganda kosn- inga. Seinustu árin hallaði und- an, sjónin dapraðist og ýmsir kvillar kvöddu dyra. Hin sein- ustu ár var gott að koma til hennar í Ánahlíðina og eyða í sumarfríum kvöldstund sem gat teygt sig inn í nóttina. Þá bar margt á góma úr fortíð og nú- tíð. Andinn lifði lengst og æv- inlega fór maður betri af henn- ar fundi. Blessuð sé minning Önnu frænku. Lilja Árnadóttir. Hún Anna, móðursystir mín, fæddist í litlum torfkofa í Hala- veðrinu mikla aðfaranótt 9. febrúar 1925. Sumarið áður hafði bær afa míns og ömmu brunnið til kaldra kola og var þá hróflað upp svolitlum kofa yfir heimilisfólkið. Hann veitti fjölskyldunni skjól um veturinn og stóð af sér eitt mesta fár- veður sem geisað hefur á Ís- landi og hún frænka mín ákvað einmitt þá að koma í heiminn. Um þennan atburð má lesa í grein móður minnar, Elínar, sem birtist í tímaritinu Heima er bezt 1975 og í Borgfirðinga- bók 2016. Anna frænka mín og vinkona varð aldrei gömul þótt hún yrði 93 ára. Í mínum augum var hún alltaf eins og unglingur, sífrjó og leitandi, þannig að í mörgu tilviki fannst mér ég tala við mun yngri manneskju en ég sjálf var. Hún sóttist eftir glöð- um félagsskap ungs fólks, hlátri, gáska, bjartsýni og ekki síst róttækni. Anna var síkát, stórkostlega skemmtileg og fyndin. Hlátur hennar var smit- andi og heilandi og svipti burt öllu angri. Þegar Anna og Heið- ar, maðurinn hennar, bjuggu á Lundi í nágrenni Gufuár hafði ég þann starfa að færa Önnu nýja mjólk í brúsa og stundum egg heiman frá Gufuá yfir sum- artímann. Ég hlakkaði alltaf til þessara sendiferða því þá áttum við Anna okkar góðu spjall- stundir. Þegar ég kom, oftast eftir hádegið, var hún búin að gera sína daglegu tiltekt í tand- urhreinu húsinu, farin úr til- tektarsloppnum og komin í fínt pils og blússu. Svo fékk ég mjólk og kleinu og hún fékk sér kaffi og svo var talað um allt milli himins og jarðar. Hún hvatti mig til að spyrja spurn- inga, vera forvitin, læra og kenndi mér hvernig dömur ættu að sitja, ganga fallega og bera sig vel. Anna talaði tæpitungulaust. Hún studdi baráttu verkalýðs- ins heils hugar og var virk á þeim vettvangi. Hún lá ekki á skoðunum sínum og eitt sinn þegar ég heimsótti hana síðast- liðið vor var það hennar helsta áhyggjuefni að henni entist ekki aldur til að kjósa. Samt átti hún alla að vinum og fór aldrei í manngreinarálit og lagði gott orð til allra þótt hún gæti hlegið að skemmtilegum sérkennum náungans. Henni var margt til lista lagt og var verklagin svo af bar. Hún var annáluð fyrir fallegan saumaskap enda vann hún á saumastofum bæði í Reykjavík og Borgarnesi. Mat- seld var einnig stórt áhugamál og var hún ötul við að prófa nýjungar á því sviði. Hún var því mjög eftirsóttur starfskraft- ur og vann meðal annars á Hót- el Skjaldbreið í Reykjavík á yngri árum. Síðast starfaði Anna á Hótel Borgarnesi, þá löngu komin fram yfir hefð- bundinn eftirlaunaaldur og orð- in mjög sjónskert. Þar hvatti hún margan unglinginn til dáða með umhyggju sinni og kenndi þeim að láta aldrei ganga á rétt sinn hvað laun og réttindi varð- aði. Anna missti mann sinn, Heið- ar Árnason, í dráttarvélarslysi þegar bæði voru rúmlega fer- tug. Var hann öllum mikill harmdauði. Hún lét þó ekki bugast, þökk sé hennar ein- staka og ljúfa geði. Hún hélt andlegri reisn sinni, léttleika og sjálfstæði þar til yfir lauk því ekkert var henni mikilvægara. Takk fyrir allt, elsku frænka mín. Ég votta Jónínu, Valda og fjölskyldum mína dýpstu sam- úð. Gróa Finnsdóttir. Valgerður Anna Guðmundsdóttir Elsku besta amma mín, Helga G. Helgadóttir, er látin. Amma var alltaf mikil fé- lagsvera og þar sem fólk kom saman, afmæli, samkomur og slíkt, þar blómstraði hún. Amma gat rætt við alla og fann nánast alltaf tengingu við einhvern að vestan. Eftir að amma og afi fluttu í Árskóga stundaði hún það að fara og hitta aðrar konur í húsinu við handavinnu. Amma var alltaf með eitthvert verkefni í gangi, hvort sem það var prjónaverkefni, hekl eða kross- saumur. Ófáar flíkurnar hef ég fengið frá henni, peysur, kraga og ullarsokka. Síðustu árin hennar tók hún sig líka oft til og spilaði á píanó fyrir íbúana í Ár- skógum og á Landakoti við miklar vinsældir og hún talaði oft um hvað hún hafði gaman af því. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu og afa, fyrst á Háaleitisbrautina og síðar í Árskóga. Eftir að ég fékk bíl- próf fannst mér gott að kíkja inn hjá þeim, spila á píanóið, fá smá spjall og slappa af og stundum líka til að fá að leggja mig á milli tíma í skólanum. Verst fannst ömmu ef hún var ekki heima og missti af heimsókn en mér fannst oft gott að líta inn án þess að láta vita af mér. Maður var nefnilega alltaf velkominn í heimsókn til hennar. Amma Helga, eins og börnin mín kölluðu hana alltaf, var mik- il barnagæla. Fátt fannst henni skemmtilegra en að fá lang- ömmubörnin í heimsókn og Helga Guðrún Helgadóttir ✝ Helga GuðrúnHelgadóttir fæddist 26. ágúst 1926. Hún lést 24. júní 2018. Helga var jarð- sungin frá Há- teigskirkju 9. júlí kl. 15. dekra við þau þann- ig að oft fannst mér um of. En hún hló bara að mér og sagði að þetta mætti hún alveg. Súkkulaðirúsínur og ömmuís var allt- af á boðstólum á Háaleitisbraut og síðar í Árskógum eftir að amma og afi fluttu þangað. Oft fannst mér börnin mín vera með allt of mikil læti en ömmu fannst það sko ekki, ef það voru læti þá vissi hún að það var gam- an. Börnin voru líka mjög hænd að ömmu Helgu og fannst alltaf gott að kíkja til hennar í heim- sókn. Best var að setjast með ömmu í sófanum og segja henni allar nýjustu fréttirnar og slúðr- ið en henni leiddist það sko ekki. Ég reyndi alltaf að fá ömmu til að hlæja með mér og það gerði hún líka í síðasta skiptið sem ég heimsótti hana á spítalann. Það er yndislegt að eiga svo margar fallegar minningar um elsku ömmu mína en hún var sjálfri sér lík alveg undir það síðasta. Það var eitt sem amma Helga gerði alltaf þegar við vorum að fara frá henni og kveðja hana. Þetta var eitthvað sem börnin mín gerðu án þess að hugsa sig um og þótti eðlilegast í heimi. Það verður því skrítið að það verður enginn til að krossa okk- ur í bak og fyrir en þetta finnst mér fallegur siður sem ég ætla að halda í heiðri. Elsku amma, ég mun sakna þín en mun ylja mér við allar fal- legu minningarnar sem við sköpuðum saman. Kross í bak og fyrir. Lilja Rós. Elsku amma Helga er fallin frá. Ótrúlega óraunverulegt ennþá og eigum við eftir að sakna hennar mikið. Nú er hún komin til afa Rafns og hafa þar orðið fagnaðarfundir. Amma Helga var svo stór hluti af lífi okkar. Fyrir 21 ári þegar við Rabbi kynntumst græddi ég yndislegu Helgu og Rafn sem auka ömmu og afa. Þau urðu miklir vinir mínir og var alltaf gott að koma í heimsókn á Háa- leitisbrautina og síðar í Árskóg- ana og ræða öll heimsins mál. Órjúfanlegur hluti af helgar- rúntinum okkar var að koma við hjá Helgu og Rafni og svo síð- ustu tvö árin Helgu einni og fengu börnin alltaf ömmuísinn, súkkulaðirúsínur og mjólk. Rút- ína sem skrýtið verður að rjúfa. Helga var yndisleg kona, mikil barnagæla og fylgdist alla tíð með barnabörnum og barna- barnabörnum af miklum áhuga. Hún vildi alltaf vita hvað hver og einn hefði fyrir stafni og var svo hvetjandi og áhugasöm að það smitaði út frá sér. Daginn áður en hún kvaddi okkur fór ég með Elvu litlu til hennar og var hún með á kristaltæru hvað væri að gerast í lífi afkomend- anna. Helga var svo minnug á alla hluti og skýr í kollinum að ótrú- legt var. Ísafjörður var Helgu alltaf ofarlega í huga. Með blik í augum sagði hún okkur margar sögurnar frá Ísafirði og var eins og þær hefðu gerst í gær, svo skýrar voru minningarnar. Alla tíð átti tónlistin hennar hug og hjarta og það besta sem hún vissi var þegar barnabarnabörn- in komu í heimsókn og spiluðu á hljóðfærin sín fyrir hana. Gam- an var að heyra sögur frá tón- listarferli hennar og hafði hún spilað með og kennt fjöldanum öllum af fólki. Hún hafði engu gleymt og spilaði eins og engill á hljóðfærið sitt fram á síðustu stundu og oft á tíðum fyrir „gamla fólkið“ eins og hún kall- aði það, en hún var ennþá ung í anda og ekki komin í þann hóp, að verða 92 ára konan. Við og börnin okkar eigum endalaust margar og fallegar minningar um langömmu Helgu sem við kveðjum í dag og biðjum þess að hún hvíli í friði. Blessuð sé minning hennar. Hugrún Íris Jónsdóttir. Nú er Helga okkar flogin á vit æðri heima. Eftir situr kærleik- ur og þakklæti til góðrar konu er hafði áhrif á líf mitt. Þegar ég hugsa til Helgu frænku kom upp í huga mér móðir mín Lára, systir hennar er lést fyrir nær 40 árum. Tveim dögum áður er Helga kvaddi þennan heim heimsótti ég hana, þar sem hún lá á Borgarspítalanum. Helga var hress og leit vel út. Mér er minnisstætt hversu bjart var yf- ir henni þegar hún tilkynnti mér þá hvað biði hennar. „Það sem kom mér mest á óvart,“ sagði hún „hvað ég er tilbúin að sætta mig við að fara! Ég er svo undr- andi yfir því hvað ég er sátt við það og við allt og alla. Ég er bú- in að skila mínu og er ætlast til að við gerum meira?“ Yfir henni var ró og kærleikur. Þá snéri hún við blaðinu og hlakkaði til að sjá leikinn á HM, Ísland-Níg- ería í sjónvarpinu síðar sama dag! Okkur er skammtaður tími í þessu jarðlífi og hennar tími var kominn, hún hafði lifað tím- ana tvenna og búin að miðla sínu til afkomenda sinna. Samt er það oft einhvern veginn þannig, að þó að maður fái tíma til þess að búa sig undir dauðann, er skilnaður alltaf erfiður. Hún var ein eftirlifandi af sex systkinum, barna þeirra Helga Ketilssonar og Láru Tómasdóttur, Odda, Ísafirði, og var því ættarlaukur Oddaættarinnar (ísfirsku). Oft ræddum við saman um ættina okkar og Ísafjörð og hún fylgd- ist vel með, sérstaklega með af- komendum Oddafólksins og Ís- firðinga. Hún var líka vel með á nótunum og var ávallt í tölvu- sambandi við afkomendur sína sem eru búsettir erlendis og var stolt af uppvexti þeirra. Helga fylgdist alltaf vel með og vildi fá að vita hvað allir væru að gera og aðhafast. Hún bar mikla um- hyggju fyrir aðstandendum sín- um. Með virðingu og þakklæti kveðjum við þig, kæra frænka. Ég mun sakna þín og símtal- anna sem við áttum. Ég gat allt- af gengið út frá því sem vísu að þú hringdir í mig á afmælisdegi móður minnar, sem mér þótti af- ar vænt um. Þórir Steingrímsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR REIMARSDÓTTIR, Ásgarði, Breiðdal, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Heydalakirkju 14. júlí klukkan 14. Halldór Pétur Ásgeirsson Björg Friðmarsdóttir Herborg Ásgeirsdóttir Ómar Ásgeirsson Þórdís Gunnarsdóttir Kristín Hjördís Ásgeirsdóttir Ásgerður Ásgeirsdóttir Stefán Rúnar Ásgeirsson Reimar Steinar Ásgeirsson Ásdís Sigurjónsdóttir barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Merkigerði 21, Akranesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 3. júlí. Útför fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 13. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Magnús E. Theódórsson Katrín Jóna Theódórsdóttir Hrönn Theódórsdóttir Matthías Harðarson Guðjón Theódórsson Ellen Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.