Morgunblaðið - 10.07.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 25
Smáauglýsingar
Heilsa
Reiki námskeið í júli og ágúst
Reiki er japönsk heilunar-aðferð sem
stuðlar að andlegu og líkamlegu
jafnvægi.
Besta og ódýrasta ákvörðun sem
ég hef tekið.
Hólmfríður
reiki@simnet.is
8673647
Húsnæði óskast
4 - 5 herbergja íbúð
eða sérbýli óskast.
Reglusöm hjón með tvær dætur
óska eftir húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu. Skilvísum greiðslum
heitið, algersnyrtimennska í
fyrirrúmi. Uppl. h34@simnet.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Olíuskiljur - fituskiljur
- einagrunarplast
CE vottaðar vörur.
Efni til fráveitulagna.
Vatnsgeymar 100-50.000 lítra.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílar
Toyota Corolla til sölu
Árg. ‘98. Liftback. Skoðaður '18.
Topp eintak. Verð tilboð.
Upplýsingar í síma 863 7656.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna
með leiðb. kl. 12.30-16. Opið fyrir inni- og útipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13.00
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30-
15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia
völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega
viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga
kl. 11 og sunddans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vita-
torg, sími: 411-9450
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.10 boccia-æfing, kl. 13.30 alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13 og eftirmið-
dagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16, brids kl.13, enskunámskeið
tal kl.13, bókabíll kl.14.30, Bónusbíll 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir
velkomnir óháð aldri nánari í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30 morgunleikfimi kl.9.45, upplestur
kl.11, boccia, spil og leikir kl.15.30. Uppl í s 4112760
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi Sundlaug Seltj. klukkan 07:15. Kaffispjall
í króknum klukkan 10:30. Pútt á golfvellinum klukkan 13:30. Ganga frá
Skólabraut klukkan 15:00.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
FINNA.is
✝ Geirmundurfæddist 29.
mars 1930 á Geir-
mundarstöðum á
Skarðsströnd í
Dalasýslu. Hann
lést 28. júní sl. á
Heilbrigðis-
stofnun Suður-
lands á Selfossi.
Foreldrar hans
voru Finnur Jóns-
son, f. 29.4. 1891,
d. 24.6. 1971, og
Steinunn Haraldsdóttir, f. 4.2.
1902, d. 28.7. 1978. Systkini
Geirmundar eru fimm og ein
uppeldissystir: Hólmfríður, f.
1927, d. 2014, Jón Magdal, f.
1928, d. 2015, Brynhildur, f.
1931, d. 2012, Finnur Kr., f.
1935, Haraldur Borgar, f.
1942, og uppeldissystir Þor-
björg Júlíusdóttir, f. 1916, d.
1984.
26. september 1953 kvænt-
ist Geirmundur eftirlifandi
eiginkonu sinni Ástu Guð-
mundsdóttur, f. 28.10. 1930,
hún er dóttir Guðmundar
Tómassonar og Ólafar Jóns-
dóttur í Tandraseli í Borgar-
firði. Börn Ástu og Geirmund-
ar eru fjögur. 1) Helga, f.
1951, gift Þorkeli Rúnari Ingi-
mundarsyni, f. 1950, sonur
þeirra er Rúnar, kvæntur Sig-
rúnu Friðriksdóttur, dætur
börn þeirra eru Emil Rafn,
Steinunn Ýr og Óttar Ingi og
Finnur en unnusta hans er
Silja Stefánsdóttir. 4) Guð-
mundur, f. 1965, kvæntur
Margréti Ingþórsdóttur, f.
1967, synir þeirra eru Ingþór
Jóhann og unnusta hans er
Kristín Hlíf Ríkharðsdóttir og
börn þeirra Írena Rán, Mar-
grét Þóra og Ríkharður Mar
og Arnþór Guðmundsson, en
sambýliskona hans er Sif
Árnadóttir og sonur þeirra er
Guðmundur Árni.
Geirmundur nam búfræði
við Bændaskólann á Hvann-
eyri árin 1949-1951. Þaðan
fer hann sem vinnumaður að
Hvítárbakka í Borgarfirði.
Þau fluttust á Selfoss árið
1954 þar sem þau bjuggu
fyrst í Smáratúni en árið
1957 fluttu þau í húsið sem
þau byggðu á Lyngheiði 11.
Þar bjuggu þau til ársins
2006 er þau flytja í Grænu-
mörk 2 á Selfossi þar sem
Geirmundur bjó þegar hann
lést.
Geirmundur réði sig hjá
Kaupfélagi Árnesinga eftir að
hann fluttist á Selfoss og
vann eftir það hjá Kaupfélag-
inu þar til hann lét af störfum
árið 2000 fyrir aldurssakir.
Geirmundur var lengi virkur
félagi í björgunarsveitinni og
vann í slökkviliðinu á Selfossi.
Hann var einnig gjaldkeri í
Verkalýðsfélaginu Þór til
margra ára.
Útför Geirmundar fer fram
í Selfosskirkju í dag, 10. júlí
2018, klukkan 14.
þeirra eru Sunna
Rún, Katla Rún
og Telma Rún.
Sonur Helgu er
Halldór Gunn-
arsson, unnusta
Sigrún Sunna
Skúladóttir. Börn
Halldórs eru
Brynjar Logi,
Hólmfríður Ásta
og Höskuldur
Máni. Synir Sig-
rúnar eru Arnar
Jökull og Þröstur Steinn og
fósturdóttir Halldórs Álfheið-
ur Kristín. Dóttir hennar er
Andrea Nótt. Sonur Þorkels
er Ingimundur Ellert, kvæntur
Aðalheiði Lind Þorsteins-
dóttur, börn þeirra Anna
Steina og Aron Andri. Barn
Ingimundar er Alexandra. 2)
Ólöf, f. 1953, gift Sigurði Guð-
jónssyni, f. 1952, börn þeirra
eru Geirmundur, kvæntur
Margréti Guðmundsdóttur,
synir þeirra eru Valgeir Hug-
berb, Guðmundur Ingi og
Bjarki Sigurður, Helga, sam-
býlismaður Sigurður Jóhanns-
son og Fjóla Dögg, gift Murs-
hid M Ali. 3) Steinunn, f. 1956,
gift Jóni Nóasyni, f. 1953,
börn þeirra eru Nói og synir
hans eru Alexander Óli og
Viktor Máni, Ásta Rún gift
Kristófer Ómari Emilssyni,
Elsku pabbi, nú ertu farinn
frá okkur.
Minningarnar streyma fram,
góðar og skemmtilegar. Við átt-
um margar eftirminnilegar
stundir saman í gegnum árin,
ferðir með björgunarsveitinni, í
ferðalögum með ykkur mömmu
og heima hjá okkur og ykkur.
Á mínum yngri árum kom ég
oft við á dekkjaverkstæðinu á
leið heim úr skólanum. Þar var
gott að hitta þig og karlana
þar. Á unglingsárunum áttum
við skemmtilegar stundir sam-
an, við fylgdumst t.d. að á böll-
in hjá KÁ og skemmtum okkur
vel.
Alltaf varstu boðinn og búinn
að hjálpa okkur Jóni við
húsbygginguna á Hellu og á
Örk þar sem bústaðurinn reis. Í
bústaðinn fannst þér gott að
koma og þar komst þú síðast á
88 ára afmælisdaginn þinn í
mars á þessu ári. Það var góð
stund með þér og mömmu sem
lifir í minningunni.
Stundvísi kenndir þú mér
sem ég bý alltaf að enda varstu
stundvís á öllum sviðum. Þú
varst alltaf mættur á réttum
tíma og vildir einnig að aðrir
tileinkuðu sér það. Þú vildir
alltaf fá mat og kaffi á réttum
tíma og passaði mamma vel
upp á það. Mamma hugsaði vel
um þig fram á síðustu stundu
og ber ég henni þakkir fyrir
það.
Elsku pabbi, það eru forrétt-
indi að hafa haft þig í öll þessi
ár, þú lifðir farsælu og góðu lífi.
Elsku mamma, við sendum
þér okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Minning pabba,
tengdapabba, afa og langafa lif-
ir.
Þín elskaða dóttir,
Steinunn og fjölskylda.
Í dag verður elskulegur faðir
minn kvaddur hinstu kveðju.
Pabbi kenndi mér margt.
Hann kenndi mér að lesa. Ég
sat með Tímann fyrir framan
mig og spurði pabba hvað staf-
irnir hétu og hann sagði mér
til. Við sátum saman inni í stofu
og hlustuðum á útvarpssöguna.
Sérstaklega er mér minnisstætt
þegar Halldór Laxness las sög-
urnar sínar.
Pabbi kenndi mér að spila á
spil og í hádeginu þegar hann
var búinn að leggja sig í smá-
stund þá spiluðum við Marjas
sem var uppáhaldsspilið mitt.
Þetta voru okkar gæðastund-
ir. Þegar ég eignaðist fjöl-
skyldu fórum við og foreldrar
mínir saman í útilegur ásamt
öðrum í fjölskyldunni. Þær
stundir voru okkur öllum mikils
virði.
Eitt árið fórum við Þorkell
með pabba norður á Akureyri
að kaupa litla Gul og eftir það
var farið í margar ferðir saman
á húsbílunum.
Elsku pabbi, þín verður sárt
saknað en minningarnar lifa.
Helga.
Kæri tengdapabbi. Það er
ekki auðvelt að kveðja og
margt sem fer um hugann á
stundum sem þessum. Mér er
efst í huga þakklæti fyrir að fá
að kynnast þér og eiga þig að
þau 35 ár sem liðin eru frá því
að ég kom inn í þína fjölskyldu.
Alla tíð hef ég fengið að heyra
það að þið séuð „skrýtin“ fjöl-
skylda og ég bara datt inn í það
að verða þá bara skrýtin líka –
hvað svo sem felst í því. Ég
minnist allra skemmtilegu fjöl-
skyldustundanna sem þið Ásta
sköpuðuð. Útilegurnar og veiði-
ferðirnar voru ætíð skemmti-
legar og ekki varstu nú að
kippa þér upp við smámuni eins
og smá vætu. Ég held að ég
hafi aldrei séð jafn listilega
raðað í skott á bíl eins og þegar
gamla A-tjaldið, svefnpokar,
vindsængur, veiðistangir og
fleira var allt komið ofan í
skottið á Daihatsu, tilbúið í úti-
leguna. Það var helst berjafat-
an sem þurfti að vera inni í bíl.
Mikið hafði ég einnig gaman af
hestaferðunum sem við fórum,
ég fékk Rauða Blesa enda hest-
ur sem þú áttir og honum var
hægt að treysta fyrir nýgræð-
ingnum. Ég minnist jólaboð-
anna í Lyngheiðinni á jóladag.
Þar var mætt um hádegi í
hangikjöt og uppstúf að ís-
lenskum sið og ís með möndlu.
Eftir matinn var tekið til
óspilltra málanna við að spila
og gátum við setið allan heila
daginn og spilað, það var borið
fram kaffi og jafnvel kvöldmat-
ur áður en við hættum. Ég held
að ég hafi engan þekkt sem
hafði jafngaman af spilum og
þú enda var fram á síðasta dag
verið að leggja kapal og leysa
sudoku-þrautir. Elsku Ásta,
elsku Guðmundur minn, mág-
konur mínar og fjölskyldur, við
eigum margs að minnast og
mikið sem við vorum heppin að
þú varst partur af lífi okkar.
Þín tengdadóttir,
Margrét Ingþórsdóttir.
Elsku afi. Söknuður er það
fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar ég hugsa til þess að í
næstu heimsóknum til þín og
ömmu verður þú ekki þar að
ráða eina sudoku eða horfa á
fréttir eða fótbolta. Mér koma í
hug margar góðar og ljúfar
minningar um þig allt frá því
ég var barn og um leið hugsa
ég hversu heppinn ég er að
hafa átt þig að eins lengi og
raun ber vitni. Þegar ég rifja
upp lífið í kringum ykkur
ömmu þá er það eitthvað svo
áreynslulaust og skemmtilegt.
Það góða við að rifja upp minn-
ingar og heyra aðra rifja upp
sínar er að átta sig á hvað kyn-
slóðirnar sem þú hefur skilað
til manns hafa lært margt gott
og nytsamlegt af þér. Ég man
ennþá þegar þú kenndir mér að
laga reiðhjóladekkið mitt í
skúrnum, þú sýndir mér hand-
brögðin og leyfðir mér svo að
kljást við verkefnið. En þú
fylgdist með út undan þér til að
sjá hvort ég hefði ekki örugg-
lega tekið eftir því sem þú
sagðir. Síðan sýndirðu mér
hvar bæturnar þínar voru
geymdar ef ég skyldi lenda í
þessum vanda aftur. „Mundu
bara að setja allt á sinn stað
þegar þú ert búinn,“ voru loka-
orðin í þeirri kennslu. Þú vildir
nefnilega geta gengið að verk-
færum og öðru þar sem það átti
heima. Ferðalögin öll sem farin
voru lifa lengi í minningunni og
ég man þú vissir ótrúlegustu
hluti; þegar ég spurði áttir þú
alltaf svar. Þú varst afar stoltur
af afkomendum þínum og hafð-
ir gaman af að heyra af þeirra
afrekum. Sigrún mín á eftir að
sakna þess að setjast hjá þér
og spyrja þig um fólk, hver er
bróðir hvers og hver er hverra
manna. Enda varstu minnugur
á ættartengsl fólks eins og aðra
hluti.
Elsku afi, við söknum þín og
yljum okkur við góðar minn-
ingar um þig.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Halldór Gunnarsson.
Geirmundur
Finnsson