Morgunblaðið - 10.07.2018, Síða 27
ásamt Bergþóri Pálssyni á Borginni
árið 2000 og kölluðu þeir sig Strák-
arnir á Borginni og kom út plata
með þeim sama ár. Helgi og Reið-
menn vindanna slógu rækilega í
gegn árið 2008 og næstu fjögur árin
voru þeir ein allra vinsælasta
hljómsveitin á landinu og héldu
fjölda tónleika um allt land og
komu m.a. fram á Landsmóti hesta-
manna. Helgi stóð fyrir fyrstu
popptónleikunum sem haldnir voru
í Hörpu árið 2011, þar sem hann
söng íslenskar dægurperlur með
fleiri flytjendum og hélt tvenna
slíka tónleika. Helgi var einnig með
Caparet Swing Orchestra, 2013 þar
sem sungin voru lög Hauks Mort-
hens. Á 30 ára söngafmæli Helga
2014 fór hann í hringferð um landið
og hélt 30 tónleika á 35 dögum.
Í tilefni stórafmælisins heldur
Helgi risatónleika í september í
Laugardalshöll. „Þar verður öllu
tjaldað til og algjört havarí,“ en um
svipað leyti kemur út ný sólóplata
frá Helga með frumsömdu efni eftir
hann. Í dag verður fyrsta lagið af
plötunni sett í spilun á útvarps-
stöðvunum og heitir það Dansað á
húsþökum.
„Mín áhugamál eru hesta-
mennska en við hjónin höfum verið
að rækta hesta upp á síðkastið. Svo
finnst mér gaman að kynnast heim-
inum og við ferðumst mikið. Ég
tefldi mikið þegar ég var yngri, ég
var 14 ára þegar Fischer og
Spasskí tefldu hérna og var á fullu í
skákinni á þessum tíma.“ Helgi
gerði jafntefli við fyrrverandi
heimsmeistarann Vassilí Smyslov í
fjöltefli á Ísafirði árið 1977. „Það
verður mjög gott að hafa skákina
þegar hægir á líkamsstarfseminni.“
Fjölskylda
Eiginkona Helga er Vilborg Hall-
dórsdóttir, f. 18.6. 1957, leikkona.
Foreldrar Vilborgar: Hjónin Hall-
dór Magnússon, f. 1922, d. 2011,
forstöðumaður framkvæmdadeildar
hjá Skeljungi, og Jóhanna Guð-
mundsdóttir, f. 1926, fyrrv. fram-
haldsskólakennari, bús. í Reykjavík.
Börn Helga og Vilborgar eru 1)
Orri, f. 5.3. 1979, framkvæmdastjóri
hjá Hyper Island, bús. í Singapúr.
Kona hans er Kristín Mariella Frið-
jónsdóttir, f. 1989, og börn þeirra
eru Ylfa Orradóttir, f. 2013 og
Breki Orrason, f. 2017; 2) Björn
Halldór, f. 16.3. 1984, tónsmiður og
forritari, bús. í Kópavogi. Sambýlis-
kona hans er Kristína Aðalsteins-
dóttir, f. 1987, og dóttir þeirra er
Lilja, f. 2018; 3) Hanna Alexandra
Helgadóttir, f. 8.6. 1993, nemi í HÍ,
bús. í Reykjavík. Sambýlismaður
hennar er Ivan Meda De Los Rios,
f. 1990.
Hálfsystir Helga er Guðbjörg
Björnsdóttir, f. 1955, þroskaþjálfi,
bús. í Hafnarfirði. Alsystur Helga
eru Katrín Björnsdóttir, f. 1.2.
1961, grunnskólakennari á Ísafirði;
Harpa Björnsdóttir, f. 31.3. 1965,
skrifstofumaður á Ísafirði; Ólöf
Björnsdóttir, f. 20.3. 1970, íþrótta-
þjálfari í Hafnarfirði, og Auður
Björnsdóttir, f. 10.7. 1971, hunda-
þjálfari, bús. í Reykjavík.
Foreldrar Helga eru hjónin
Björn Helgason, f. 24.9. 1935, fyrrv.
íþróttafulltrúi og fyrrv. landsliðs-
maður í knattspyrnu, og María
Gísladóttir, f. 4.6. 1936, fyrrv. leik-
skólakennari. Þau eru búsett á
Ísafirði.
Helgi Björnsson
Katrín Jónsdóttir
húsfreyja á Setbergi
Jón Friðrik Guðmundsson
b. á Setbergi í Fellum, N-Múl.
Bergrín Jónsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Gísli Jónsson
skipstjóri á Fagranesinu á Ísafirði
María Gísladóttir
fv. leikskólakennari á Ísafirði
Ólöf Guðrún Gísladóttir
húsfr. á Hyrningsstöðum
Júlíus Þórðarson
b. á Hyrningsstöðum í Reykhólasveit
Kristján Freyr Hall-
dórsson rokkstjóri
Aldrei fór ég suður
og tónlistarm.
Gísli Halldór Halldórsson
fv. bæjarstjóri á Ísafirði
Halldór Kristinn Helgason
sjóm., iðnaðarm. og bóndi í
Hnífsdal og á Ísafirði
Katrín Gísladóttir
skrifstofum. á
Ísafirði
Viðar Halldórsson fv. formaður Fáks
og eigandi Gúmmívinnustofunnar
Lára Gísladóttir fv. eigandi Bókhlöðunnar á Ísafirði
Halldór Björnsson stofnandi
Gúmmívinnustofunnar ehf.
Karítas Elísabet Kristjánsdóttir
húsfr. í Hnífsdal og Tröð
Jónas Sigurðsson
bjó í Hnífsdal og Tröð í Súðavík
Kristjana Jónasdóttir
húsfreyja í Hnífsdal
Helgi Björnsson
verkamaður og verkalýðsforingi í Hnífsdal
Halldóra Kristín Helgadóttir
húsfreyja í Hvítarhlíð
Björn Guðlaugsson
bóndi í Hvítarhlíð í Bitrufirði, Strand.
Úr frændgarði Helga Björnssonar
Björn Helgason fv.
íþróttafulltrúi á Ísafirði
Söngvarinn Helgi Björns á tón-
leikum með SSÓL í fyrra.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Guðrún Benediktsdóttir fædd-ist 10. júlí á Efra-Núpi í Mið-firði, Húnaþingi vestra, og
ólst þar upp í átta systkina hóp. For-
eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg
Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4.10.
1907, d. 19.7. 1993, og Benedikt H.
Líndal, hreppstjóri og bóndi á Efra-
Núpi, f. 1.12. 1892, d. 31.10. 1967.
Ingibjörg var systir Skúla Guð-
mundssonar, alþingismanns og ráð-
herra.
Guðrún giftist 26.1. 1950 Aðalbirni
Benediktssyni, héraðsráðunaut og
bónda, f. 23.7. 1925, d. 13.8. 2008.
Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Sig-
fúsdóttir húsfreyja á Aðalbóli í Mið-
firði og Benedikt Jónsson bóndi á
Aðalbóli. Dætur Guðrúnar og Aðal-
bjarnar eru: Sigrún, f. 1949, Inga
Hjördís, f. 1951, og Aldís, f. 1952.
Guðrún og Aðalbjörn hófu sambúð
sína á Hvanneyri í Borgarfirði þar
sem Aðalbjörn var nautgriparæktar-
ráðunautur árin 1949-51. Árið 1951
gerðust þau bændur á Aðalbóli í sam-
býli við tengdaforeldra hennar. Vorið
1953 fluttu hjónin með dætur sínar að
Reykjaskóla, þar sem Aðalbjörn hóf
störf hjá Búnaðarsambandi V-Hún.
og var ári síðar ráðinn sem héraðs-
ráðunautur. Fjölskyldan flutti 1956
að Laugarbakka í Miðfirði og bjó þar
til 1964 er þau hjón byggðu nýbýlið
Grundarás. Hin síðari ár bjuggu
Guðrún og Aðalbjörn í Reykjavík.
Guðrún lauk stúdentsprófi frá
Öldungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð 1976 og kennaraprófi frá
Kennaraháskóla Íslands 1981. Hún
stundaði kennslu við grunnskóla um
árabil allt frá 19 ára aldri. Hún var í
mörg ár farkennari bæði í Fremri-
Torfustaðahreppi í Miðfirði og í
Hrútafirði, en börnin gistu á bónda-
bæjum þar sem kennslan fór fram.
Síðast kenndi Guðrún við Grunnskól-
ann á Hvammstanga. Þau hjónin
stunduðu jafnframt fjárbúskap allt til
aldamóta.
Guðrún lét sig ýmis þjóðmál varða,
var í miðstjórn Framsóknarflokksins
og sat á Alþingi á árunum 1974-78
sem varaþingmaður.
Guðrún lést 22. nóvember 2015.
Merkir Íslendingar
Guðrún Benediktsdóttir
90 ára
Guðríður Pálsdóttir
Sigurbjörg Sæmundsdóttir
85 ára
Elín Methúsalemsdóttir
Níels Jakob Erlingsson
80 ára
Jóhann Heiðar
Sigtryggsson
Ragna Björgvinsdóttir
Þorgerður Guðrún
Sigurðardóttir
75 ára
Einar Bragason
Hugrún Valný Guðjónsd.
Ingunn Anna Ingólfsdóttir
Ragna Steina Helgadóttir
Þorgerður Ína Gissurard.
70 ára
Arndís Birgisdóttir
Auður Ingibjörg Jóhannesd.
Bára Fjóla Friðfinnsdóttir
Esther R. Guðmundsdóttir
Garðar Björnsson
Ingibjörg Eyfells
Kolbeinn H. Brynjólfsson
Kolbrún Sveinsdóttir
Steinunn Mýrdal Einarsd.
Steinunn R. Hjartardóttir
60 ára
Albert Oddsson
Áslaug Guðný Jóhannsd.
Edda Guðrún Jónsdóttir
Guðmundur H. Þorgilsson
Helgi Björnsson
Hólmfríður St Björnsdóttir
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Lýður Pálmi Viktorsson
Margrét Hallbjörnsdóttir
Ragnar Pétur Hannesson
Sigríður Gunnarsdóttir
Stefán Hrafnkelsson
Steinar Gíslason
Unnur Aðalbjörg Hauksd.
50 ára
Ásdís Rögnvaldsdóttir
Bjarni Óskarsson
Dariusz Jan Duda
Elínborg María Tryggvad.
Guðm. Kr. Guðmundsson
Gunnar Þorri Þorleifsson
Helga Magnúsdóttir
Hildur Ómarsdóttir
Lina Matuleviciené
Lovísa Guðbjörg Sigurjóns
Magnús Ingi Guðmundsson
Piotr Cieplinski
Reynir Vikar
Sverrir H. Geirmundsson
40 ára
Aniela Barbara Jastrzebska
Anna Felinczak
Guðmundur F. Þórðarson
Helgi Örn Jóhannsson
Hrefna Jóhannsdóttir
Ilona Magdalena Roszak
Inga Jóna Ingimundardóttir
Ingþór Guðmundsson
Jón Hákon Halldórsson
Katrín Laufdal Guðlaugsd.
Leonora Morina
Magnús Hallgrímsson
Rolf Hákon Arnarson
Rósa Ásgeirsdóttir
Sesselja Thorberg
Vera K.V. Kristjánsdóttir
Þórhildur Júlíusdóttir
30 ára
Damian Pawlowski
Hannes Guðmundsson
Jakob Reynisson
Michette M.C. Pereboom
Patryk Martyn
Sólveig Helgadóttir
Tryggvi Freyr Torfason
Til hamingju með daginn
40 ára Hrefna er Reyk-
víkingur en býr á Ásbrú
og vinnur saumastofunni
Icewear. Hún er þroska-
þjálfi að mennt.
Maki: Marteinn Bergþór
Skúlason, f. 1971, lager-
maður hjá Iceland.
Börn: Viktor og Sara, f.
2008 og létust sama dag,
og Viktor Ingi, f. 2012.
Foreldrar: Jóhann Frið-
björnsson, f. 1959, og
Bára Garðarsdóttir, f.
1959.
Hrefna Jó-
hannsdóttir
40 ára Sesselja er Reyk-
víkingur, hún er innanhús-
hönnuður og rekur fyrir-
tækið Fröken Fix – hönn-
unarstúdíó.
Maki: Magnús Sævar
Magnússon, f. 1976, útfar-
arstjóri hjá Útfararstofu
Kirkjugarðanna.
Börn: Lára Theodóra, f.
1995, Ísak, 1995, og Matt-
hías, f. 2009.
Foreldrar: Sigurður Brynj-
ólfsson, f. 1949, og Edith
Thorberg, f. 1953, d. 2014.
Sesselja
Thorberg
30 ára Tryggvi er Hver-
gerðingur en býr í Reykja-
vík. Hann er leikari.
Maki: Árný Sigurbjörg
Guðjónsdóttir, f. 1985,
lögmaður hjá Land lög-
mönnum.
Foreldrar: Torfi Smári
Traustason, f. 1958, múr-
ari með eigið fyrirtæki, og
Sigfríður Sigurgeirsdóttir,
f. 1958, kennari í Sunnu-
lækjarskóla á Selfossi.
Þau eru búsett í Hvera-
gerði.
Tryggvi Freyr
Torfason
R
GUNA
GÓÐAR
I