Morgunblaðið - 10.07.2018, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
upphafið að því að gera það sem í
rauninni skiptir mestu máli; að
rækta samskipti sín við fólkið sem
stendur manni næst. Einhvern tíma
verðum við bara bein og seinna
ekki einu sinni bein. Ég fór mjög
ungur að velta fyrir mér tilgangi
lífsins og af hverju við erum hérna.
Þótt ég hafi töluvert kynnt mér
trúmál, trúi ég ekki neinu nema ég
hafi einhvers konar upplifun af
því.“
Að þessu sögðu má velta fyrir
sér hvort tilvistarpælingar hafi ver-
ið innblástur skapara Mannabeina.
Sjálfur segir hann fatalínuna vera
afrakstur af sjálfskoðunarferli sínu
og leit hans að sátt við stöðu sína í
heiminum; að finna samhljóm á
milli ytri og innri raunveruleika.
Torfi Fannar segir fagurfræðina og
ýmsar skírskotanir og tengingar
hafa smátt og smátt birst í mynstr-
um og sniðum. Hann nefnir villta
vestrið, austurlenskt myndmál, suð-
urameríska plöntulækna og svarta-
galdur meðal annars til sögunnar.
Kjólar og ponsjó flaggskipin
Torfa Fannari finnst góður tími
til hugleiðslu þegar hann situr við
prjónavélina og keyrir sleðann fram
og til baka með höndunum, eftir að
hafa forritað mynstrin í tölvuna.
Hann stundar jóga sér til heilsubót-
ar, en jafnframt til að fá ekki í bak-
ið af einhæfum hreyfingum. Raf-
knúna prjónavél segir hann ekki
raunhæfan kost fyrr en Mannabein
hafa fest sig í sessi.
Fyrsta línan samanstendur af
fimm gerðum af alklæðnaði úr
mjúku, fíngerðu bómullargarni;
kjólum eða ponsjóum, peysum og
pilsum eða buxum, ásamt fylgi-
hlutum í stíl, sem eru treflar, sjöl,
mittisbönd við kjólana og bönd á
tvær gerðir af höttum, sem Torfi
Fannar flytur inn frá Perú.
„Íslendingar eru dálítið feimnir
við að nota hatta, þótt um og fyrir
miðja síðustu öld hafi varla nokkur
maður farið út úr húsi án þess að
vera með höfuðfat. Hattar geta ver-
ið óskaplega fallegir, en mér finnst
þeir fara sérstaklega vel við
Mannabein, bæði kjólana og
ponsjóin sem eru flaggskip lín-
unnar.“
Teflir saman andstæðum
Torfi Fannar segir myndlistar-
námið klárlega áhrifavald í prjóna-
hönnun sinni, enda skipti máli að
hafa lært og eytt miklum tíma í að
blanda liti og fást við alls konar
form í málverkinu. Einna skemmti-
legast finnst honum að tefla saman
andstæðum í mynstri og litum í
prjónaskapnum; brjóta hefðbundna
samsetningu. „Möguleikar prjóna-
vélarinnar varðandi mynstur eru þó
takmörkunum háð, til dæmis er erf-
itt og kemur reyndar ekki vel út að
nota meira en tvo liti í hverja rönd,
en fyrir vikið verður mynstrið og
flíkin sjálf stílhrein.“
Aðspurður segir Torfi Fannar að
Mannabein höfði einkum til fólks
yfir þrítugt, sem vill klæðast vönd-
uðum, handgerðum og sígildum
flíkum. Miðað við viðbrögðin sem
hann hefur fengið hjá gestum
Hönnunarsafnsins er hann bjart-
sýnn á að fatalínan eigi framtíð fyr-
ir sér.
Mannabein Fyrsta fatalínan samanstendur af fimm gerðum af alklæðnaði
úr mjúku, fíngerðu bómullargarni; kjólum, ponsjóum, peysum og pilsum
eða buxum, ásamt fylgihlutum í stíl, sem eru treflar, sjöl, bönd til að hafa við
kjólana og bönd á hatta sem Torfi Fannar flytur inn frá Perú.
» „Líklega var ég einistrákurinn í bekkn-
um, sem fannst gaman
að prjóna, en ég man
eftir að hafa prjónað
einfalda hluti eins og
trefla og þvottapoka.“
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Mikil dramatík einkennir tónleikana
Draumur um ást sem fluttir verða í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í
kvöld klukkan hálfníu. Lilja Guð-
mundsdóttir sópran og Eva Þyri
Hilmarsdóttir píanóleikari munu
flytja þar síðrómantíska ljóðatónlist
eftir Sibelius, Tsjækofskíj og Schön-
berg. „Tónlist Sibeliusar og Tsjæ-
kofskíjs er hádramatísk en svo ljúk-
um við tónleikunum á tónlist
Schönebergs sem er full af húmor.
Hans lög eru létt og skemmtileg ka-
barett-lög sem létta svolítið
stemmninguna eftir afar mikla
dramatík frá Sibeliusi og Tsjækof-
skíj,“ segir Lilja.
Hún bendir á að þótt ljóð Schöne-
bergs séu glettnari en tónverk hinna
tveggja sé yrkisefnið það sama, ást-
in og draumar um hana.
„Í raun yrkja öll tónskáldin um
það sama. Ljóð rómantíska tímabils-
ins eru gjarnan ort undir rós og það
er eitt af einkennum tímabilsins.
Ljóð Schönebergs eru greinilega ort
undir rós. Þau eru svolítið klúr og
hægt er að túlka þau á ýmsan máta.
Það er gaman að ljúka tónleikunum
með hans ljóðum, léttum og
skemmtilegum.“
Snýst allt um ást
Titill tónleikanna Draumur um
ást vísar til yrkisefnis síðróm-
antískra skálda. „Það snýst allt um
ást og svik í síðrómantísku stefn-
unni. Mikið er ort um ástarsorg,
löngun og sanna ást. Lögin sem við
munum flytja fjalla ýmist um það að
vilja verða ástfanginn eða að hafa
verið mjög illa svikinn í ástum.“
Spurð að því hvernig staðið hafi
verið að lagavali segir Lilja: „Við
völdum í sameiningu verk sem höfða
mikið til okkar. Báðar erum við
rosalega hrifnar af þessari tónlistar-
stefnu sem er mjög dramatísk með
áhrifamiklum ljóðum og laglínum.“
Lilja og Eva hafa unnið saman í
um það bil sex ár og eru þær góðar
vinkonur. Þær hafa þó ekki flutt er-
lend lög áður í sameiningu.
„Við höfum starfað saman í mörg
ár en höfum alltaf flutt íslenska tón-
list þegar við flytjum tónlist saman.
Við höfum til dæmis flutt tónlist fyr-
ir ferðamenn í Hörpu. Þar höfum við
haldið fjölmarga tónleika saman og
sömuleiðis í skemmtiferðaskipum.“
Í kvöld flytja tónlistarkonurnar í
fyrsta skipti ljóðatónlist í samein-
ingu. „Við höfum aldrei áður flutt
ljóðatónlist saman en hlökkum mik-
ið til að gera það á morgun.“ Eva
segir samstarfið ganga vel og tón-
listarsmekkinn svipaðan. „Við
kynntumst í gegnum tónlistina, í
tónleikaröðinni Pearls of Icelandic
Songs sem við spiluðum báðar í. Svo
erum við líka vinkonur utan tónlist-
arinnar og nágrannar í Garða-
bænum.“
Mikil nánd við áhorfendur
Listasafnið Sigurjóns Ólafssonar
hýsir höggmyndir og teikningar eft-
ir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara
ásamt heimildum um listamanninn.
Yfir sumartímann eru vikulega
haldnir tónleikar á safninu. Tónleik-
arnir Draumur um ást eru hluti af
sumartónleikaröð listasafnsins.
Bæði Lilja og Eva hafa tekið þátt í
tónleikaröðinni áður en þá sitt í
hvoru lagi. Eva segir listasafnið afar
góðan tónleikastað. „Það er frábær
hljómburður þarna og virkilega mik-
il nánd við áhorfendur. Safnið er líka
á svo fallegum stað með útsýni yfir
sjóinn.“
Kaffihúsið á safninu er alltaf opið
eftir tónleika og tónleikagestum
gefst kostur á að hitta flytjendur
þar þegar tónleikum lýkur. „Þetta
verða tónleikar í styttra lagi, svona
rétt tæplega klukkustundar langir,“
segir Lilja.
Hámenntaðar tónlistarkonur
Verkin sem Lilja og Eva flytja á
tónleikunum Draumur um ást eru
fimm sönglög Ópus 37 eftir Jean
Sibelius, kaflar úr Rómönsum, ópus
47 eftir Pyotr Tsjækofsíj og Brettl
Lieder eftir Arnold Schönberg. Tón-
listarkonurnar sem flytja verkin eru
hámenntaðar í tónlist. Eva Þyri fékk
hæstu einkunn í mastersnámi í ein-
leik við Royal Academy of Music í
Lundúnum. Hún hefur meðal ann-
ars haldið einleikstónleika, tekið
þátt í frumflutningi sönglaga Áskels
Mássonar og Atla Heimis Sveins-
sonar og The Melancholy Stream
eftir Oliver Kentish. Lilja Guð-
mundsdóttir hefur stundað söngnám
í Tónlistarskólanum á Akureyri, við
Söngskóla Sigurðar Demetz og í
Konservatorium Wien í Vínarborg.
Hún hefur meðal annars sungið
hlutverk Donnu Elviru úr Don
Giovanni með Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins og Frasquitu í Carm-
en hjá Íslensku óperunni.
Samspil hádrama-
tíkur og húmors
Síðrómantísk ljóðatónlist flutt í safni
Vinkonur Eva Þyri (t.h) og Lilja (t.v) hafa unnið saman í um það bil sex ár.
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////