Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 1

Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  166. tölublað  106. árgangur  FRAMHALDS- MYNDIN FRUM- SÝND Á MORGUN ALLT UM BÍLFERÐIR HANDRIT HJARTA SÝNINGARINNAR LÍFSBLÓMIÐ 16 SÍÐNA SÉRBLAÐ 100 ÁRA FULLVELDI 30MAMMA MIA 12 Morgunblaðið/Jim Smart Við störf Fíkniefnahundum hefur farið fækkandi hér á landi síðustu ár.  „Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan mála- flokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Vísar Heiðar í máli sínu til málefna fíkniefna- hunda hér á landi, en að hans sögn hefur engin stefna verið í mála- flokknum síðustu ár. „Það var alltaf yfirhundaþjálfari sem heyrði undir ríkislögreglustjóra. Honum var hins vegar sagt upp fyrir nokkrum árum og ekkert kom í staðinn,“ segir Heiðar og bætir við að mikil- vægt sé að sporna við ástandinu. Fíkniefnahundum hefur farið fækkandi síðustu ár og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þeir nú einungis fimm talsins hér á landi. »10 Einungis fimm fíkni- efnahundar standa vaktina hér á landi Mótmælafundur » Jæja hópurinn og hópurinn Mæður og feður sem styðja ljósmæður hafa boðað til mót- mæla á Austurvelli kl. 15.00. » Á sama tíma fer fram þing- fundur á Alþingi. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir, sem jafnframt er reið og svekkt og finnst ljósmæður dregnar á asnaeyrunum. Hún segist hafa þá tilfinningu að ekki eigi að semja við ljósmæður heldur útrýma félaginu. „Katrín og Svandís hafi talað við ljósmæður en það hafi Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra ekki gert og sent frá sér misvísandi skilaboð um að samninganefndin hafi fullt umboð til að semja á meðan for- maður nefndarinnar segir þeim þröngur stakkur búinn,“ segir Hall- fríður. „Ég upplifi sorg yfir því hvernig komið er fyrir barneignarþjónustu í dag. Við erum að semja fyrir fram- tíðarbarneignarþjónustu. Eins og er fáum við ekki ljósmæður til vinnu og ég er hrædd um að aðsókn verði lítil í ljósmæðranám,“ segir Árný Anna Svavarsdóttir ljósmóðir, sem segir að það sé raunhæfur mögu- leiki á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar mjög undirmannað er á deild. Eru ekki að gefast upp  Yfirvinnubann ljósmæðra hefst að óbreyttu á miðnætti  Áhyggjur af barn- eignarþjónustu framtíðarinnar  Misvísandi skilaboð frá fjármálaráðherra MBrenglað verðmætamat … » 2 Ljósmynd/Hreinni Hornstrandir Rusl í rekavíkum Í Bolungarvík á Hornströndum safnast reki og rusl. Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Horn- ströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð. Vaxandi áhugi er á að taka þátt í að hreinsa fjörur og tína rusl, en sjálfboðaliðar, sem nú hafa stofnað félagsskapinn Hreinni Hornstrand- ir, tíndu rusl fimmta sumarið í röð í Bolungarvík á Hornströndum. Framtakið er styrkt af Landhelgis- gæslu Íslands, Ísafjarðarbæ, Gáma- þjónustu Vestfjarða o.fl. Sjálfboða- liðarnir hreinsa jafnan eina vík eða fjörð í einu þar sem helst er að finna reka, því þar safnast mest af ruslinu sem berst að landi með hafstraum- um. Á næsta ári verði líklega farið aftur í þær rekavíkur sem áður hafa verið hreinsaðar, því hafið ber stöð- ugt meira rusl að landi. Mikið af ruslinu virðist eiga upp- runa sinn erlendis og frá útgerðar- fyrirtækjum, en oft finnast einnig spennandi og undarlegir hlutir sem gæti hafa rekið yfir Atlantshafið eða fokið af landi. »14 Níu og hálft tonn af rusli  Settu met í ruslatínslu í Bolungarvík á Hornströndum Sólin lét loksins sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir langa fjarveru. Margir nýttu því dag- inn til útiveru, meðal annars þessi hópur sem naut blíðunnar í Nauthólsvík í Reykjavík, og mátti víða sjá léttklætt fólk á gangi í borgar- landinu. Veðurstofa Íslands gerir í dag áfram ráð fyrir léttskýjuðu yfir borginni og verður hiti allt að 15 stig. Á morgun þykknar þó upp sunn- an- og vestanlands með rigningu síðdegis. Sólin gladdi höfuðborgarbúa eftir langa fjarveru Morgunblaðið/Árni Sæberg Nauthólsvík í Reykjavík iðaði af lífi  Umdeilt dráp hvalsins sem tal- ið er að gæti ver- ið steypireyður gæti haft afleið- ingar í för með sér fyrir hval- veiðifélagið Hval hf. reynist hval- urinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Að sögn sérfræðings í dýraverndunarlögum er laga- ákvæði í íslenskum lögum þar sem segir að veiði á steypireyði varði við sektir og jafnvel fangelsi. »6 Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað Veiðar Hvalur dreginn að landi. Þingmenn í Bandaríkjunum, þ. á. m. repúblikanar, gagnrýndu fram- göngu Donalds Trumps Bandaríkja- forseta á fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í gær. Lindsey Graham, einn forystu- manna repúblikana í öldungadeild- inni, sagði að Trump hefði misst af tækifæri til að draga rússnesk stjórnvöld til ábyrgðar fyrir að hafa haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember 2016. John McCain, repúblikani í öldunga- deildinni, sagði að framganga Trumps á fundinum hefði verið „smánarleg“ fyrir forsetaembættið. Þingmaður demókrata í fulltrúa- deildinni, Jimmy Gomez, sagði fram- göngu Trumps „jaðra við landráð“. Trump og Pútín lögðu mikla áherslu á að ekkert samráð hefði verið milli Trump og Rússa fyrir for- setakosningarnar 2016. „Það var ekkert samráð. Það vita það allir,“ sagði Donald Trump. „Ég þurfti að endurtaka það sem ég hef margsagt áður - rússneska ríkið hefur aldrei haft afskipti og ætlar aldrei að hafa afskipti af innanríkismálum Banda- ríkjanna,“ sagði Vladimír Pútín. »17 Segja framgöngu Trumps til skammar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.