Morgunblaðið - 17.07.2018, Page 6

Morgunblaðið - 17.07.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Hindberjajógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Drápið á hvalnum sem hvalveiði- skipið Hvalur 8 veiddi í síðastliðinni viku hefur vakið mikil viðbrögð og athygli erlendis. Uppruna málsins má rekja til þess að dýravernd- unarsamtökin Hard to Port birtu ljósmynd af hval í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði sem þótti bera einkenni steypireyðar. Tekið var sýni úr hvalnum og mun greining á því ákvarða tegund dýrsins. Í íslenskum lögum má finna lög um hvalveiðar og eru þar viðurlög við veiðum á steypireyði. „Þetta eru gömul lög og hefur líklegast aldrei áður reynt á þau,“ segir Árni Stefán Árnason, sérfræðingur á sviði dýra- verndunarlaga. Í lagaákvæðinu, sem var uppfært árið 1973, segir að veiði á steypireyði varði við sektir og önn- ur viðurlög samkvæmt lögum nr. 26/ 1949 um hvalveiðar. Segir þar að brotið skuli varða við sektir og jafn- vel fangelsi, ef sakir eru taldar mikl- ar. „Þetta myndi teljast mikil sök, dráp á friðuðu dýri,“ segir Árni jafn- framt. „Að mínu mati gildir þetta refsiákvæði, en ég tel það ekki munu hafa neitt að segja í þessu tilviki. Stjórnvöld munu ekki vilja fylgja þessu eftir, m.a. vegna sterkrar tengingar hvalveiða við ríkisvaldið.“ Hvalveiðar við landið hafa löngum verið umdeildar bæði innan- lands og utan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Ís- landsstofu, segir að þau hafi fundið fyrir miklum viðbrögðum í síðustu viku tengdum málinu og þá helst í formi tölvupósta og athugasemda á samfélagsmiðlum. „Við finnum reglulega fyrir slíkum bylgjum tengdum hvalveiðum, t.d. þegar þær hefjast á sumrin.“ Hún segir erfitt að reikna út áhrif atviks á við þetta á ímynd Íslands „Vanalega hafa þess- ar öldur jafnast út með tímanum en við vitum í raun ekki hvað mun ger- ast í þessu tilviki. Við munum taka stöðuna síðar í vikunni.“ Fengið mikla athygli erlendis María Mjöll Jónsdóttir, deildar- stjóri hjá upplýsinga- og greiningar- deild utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið fylgist vel með allri umfjöllun um málið, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Flestir stærstu miðlarnir hafa tekið málið upp, t.a.m. BBC, Telegraph og CNN. „Við höfum fundið fyrir nokkr- um áhuga hjá erlendum miðlum sem margir hverjir hafa tekið málið upp.“ Hún segir ráðuneytið svara öllum þeim fyrirspurnum er berist varðandi hvalveiðar. „Við höfum ver- ið að koma afstöðu Íslands á fram- færi og sérstaklega þar sem farið hefur verið með rangfærslur. Í þeim tilvikum höfum við upplýst fólk á hvaða grundvelli reglugerðin um hvalveiðar er gefin út. Það er mikil- vægt að erlendir fjölmiðlar geri sér grein fyrir því að veiðar á steypi- reyðum eru bannaðar á Íslandi. Eins að málið sé tekið alvarlega hér á landi og verið sé að flýta greiningu.“ Að sögn Maríu hefur umfjöll- unin og sömuleiðis fyrirspurnirnar að mestu komið frá enskumælandi löndum og þá helst Bandaríkjunum en einnig hefur gætt mikillar um- ræðu í Þýskalandi. Steypireyður hefur verið alfriðuð frá árinu 1966. Hvaldrápið getur varðað við lög  Í íslenskum lögum má finna refsiákvæði við drápum á steypireyðum, að sögn sérfræðings  Málið hefur vakið mikla athygli erlendis og fyrirspurnum um hvalveiðar rignir yfir stjórnvöld Ljósmynd/AFP Hvalveiðar Tekið var lífsýni úr skepnunni og verður það rannsakað á næstunni. „Framkvæmdirnar eru á vegum sveitarfélagsins. Við vildum bæta öryggi, tryggja aðgengi og vernda náttúruna við fossinn,“ segir Dag- björt Jónsdóttir, sveitarstjóri Þing- eyjarsveitar, í samtali við Morgun- blaðið, en framkvæmdir hafa staðið yfir við Goðafoss frá 2012. „Verkið er fjármagnað með styrkjum frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, en við fengum 70 milljónir króna í verkefnið í ár,“ segir Dagbjört, en kostnaður er kominn í á annað hundrað millj- ónir. Verið er að byggja ný og stækka bílaplön, gera útsýnispalla, græða upp og girða af viðkvæm svæði, breikka og endurgera göngustíga og loka öðrum, malbika göngustíga og gera aðgengi fyrir hjólastóla. Vandað hefur verið til verksins í hvívetna, að sögn Dag- bjartar. „Við höfum verið að fram- kvæma báðum megin við fljótið. Það er massatúrismi þarna og við erum að reyna að stýra umferð fólks líka. Framkvæmdum er nán- ast lokið að austanverðu, nú erum við aðallega í framkvæmdum vest- an við fossinn og þar erum við búin að gera undirstöðu fyrir bílaplan og klára útsýnispallana. Stórar framkvæmdir eru langt komnar og stefnt er á að klára á næsta ári.“ ernayr@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stórbætt aðgengi Framkvæmdir vegna bættrar aðstöðu hafa staðið yfir báðum megin Goðafoss frá árinu 2012 á vegum Þingeyjarsveitar Axel Helgi Ívarsson Alexander Gunnar Kristjánsson Ríkisstjórnarfundur var haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í gær, en ríkisstjórnin fundaði í kjölfarið einn- ig með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Á þeim fundi var m.a. farið yfir áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum og kynntu fulltrúar sveitarstjórna áherslumál sín, s.s. hvað varðar samgöngur og umhverfismál. Kynntu húsnæðisverkefni Á fundi ríkisstjórnar með fulltrú- um sveitarstjórna á Vesturlandi var greint frá því að Íbúðalánasjóður myndi leita að þremur sveitarfélög- um í tilraunaverkefni til að auka hús- næðisuppbyggingu á landsbyggð- inni. Er verkefnið að norskri fyrirmynd, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála- ráðherra, við mbl.is. Norski hús- bankinn er systurstofnun Íbúðalána- sjóðs og stýrir sá banki átaki sem miðar að nýbyggingum og útleigu á húsnæði í svokölluðum „köldum byggðum“. Eru það svæði þar sem byggingarkostnaður er yfir mark- aðsvirði fasteigna. Tilraunaverkefn- inu hér á landi er ætlað að leiða í ljós hvaða hættir norsku leiðarinnar henti hér við land. Áætlað er að verk- efnið hefjist í haust og vonast er til að niðurstöður liggi fyrir næsta vor. Þjónustukort Byggðastofnunar Vefsjáin thjonustukort.is var opn- uð í gær. Nær fyrsti áfangi kortsins yfir þjónustu á sviði löggæslu-, fræðslu- og heilbrigðismála. Hefur ríkisstjórnin samþykkt að tryggja frekari öflun gagna og samræmingu til þess að haldið verður áfram með verkefnið, segir í tilkynningu. Sumarfundur í Snæfellsbæ  Húsnæðisverkefni að norskri fyrirmynd fyrir byggðarlög Morgunblaðið/Valli Ráðherra Sigurður Ingi Jóhanns- son hélt ræðu á fundinum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.