Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Viðskiptablaðið vitnar til galgopa-legra fullyrðinga hæstarétt-
arlögmanns í Fréttablaðinu þar sem
hann „bar saman skipan dómara í
Landsrétt við uppnám í Póllandi og
Tyrklandi, þar sem framkvæmdar-
valdið leitast við að ryðja dómstóla
landsins.
Samanburðurinn er tilhæfulaus ogfráleitur …“
Síðarsegir:
„Hitt er
hins vegar
afleitt, að lesa það haft eftir Ingi-
björgu Þorsteinsdóttur, formanni
Dómarafélags Íslands, að hún taki
undir þetta, að þar með séu „auðvit-
að viss líkindi, sérstaklega með Pól-
landi, sem vekja með manni ákveðin
hugrenningatengsl“.
Það bendir óneitanlega til alvar-legs dómgreindarskorts, hugar-
æsings eða vísvitandi rangfærslna,
sem engum dómara er sæmandi.“
Viðskiptablaðið segir svo:
Þessi vandræði með dómara-skipan á Íslandi eru orðin frek-
ar þreytandi og ekki til þess fallin að
styrkja dómsvaldið.
Ekki síst vegna frekju dómarannaum að fá að hafa sinn fína
klúbb í friði, þar sem lítil klíka fær
öllu ráðið.
Það eitt gefur mjög ákveðna vís-bendingu um að þeir séu óhæfir
til þess að gæta laga og réttlætis,
vera hinsta vörn borgarans gegn
órétti.“
Þarna er full mikið sagt, en þóekki alveg að tilefnislausu.
Galgopalegt tuð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 léttskýjað
Bolungarvík 11 heiðskírt
Akureyri 8 rigning
Nuuk 8 rigning
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 24 heiðskírt
Kaupmannahöfn 26 heiðskírt
Stokkhólmur 30 heiðskírt
Helsinki 29 heiðskírt
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 29 léttskýjað
Dublin 18 skýjað
Glasgow 19 léttskýjað
London 27 alskýjað
París 30 heiðskírt
Amsterdam 27 heiðskírt
Hamborg 26 heiðskírt
Berlín 28 heiðskírt
Vín 23 skúrir
Moskva 26 léttskýjað
Algarve 24 heiðskírt
Madríd 28 léttskýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 19 skýjað
Montreal 29 skýjað
New York 31 heiðskírt
Chicago 29 léttskýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:48 23:21
ÍSAFJÖRÐUR 3:17 24:02
SIGLUFJÖRÐUR 2:58 23:46
DJÚPIVOGUR 3:09 22:59
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við höfum undanfarin ár verið með
hálendisgæslu á sumrin, mismikla
en reynum að vera sem mest. Við
erum með aðstöðu í Dreka, sem er
upp við Öskju þar sem bækistöðv-
arnar voru á meðan gosið í Holu-
hrauni stóð yfir. Við erum á veg-
unum þar í kring sem ná allt austan
Sprengisandsleiðar og norðan
Vatnajökuls,“ segir Hermann
Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögregl-
unni á Norðurlandi eystra, sem að-
setur hefur á Akureyri.
Hermann segir gott og náið sam-
starf vera við björgunarsveitir sem
sinna hálendisgæslu, landverði og
starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs.
„Lögreglumenn eru á hálendinu
nokkra daga í einu og eru ánægðir
með tilbreytingu frá hefðbundnum
verkefnum. Hálendiseftirlit kallar á
óhefðbundin verkefni og óhefð-
bundnar lausnir. Lögreglumenn
hafa meðal annars þurft að sjóða í
undirvagna fyrir fólk sem hefur
keyrt undan bílum sínum og ferða-
hýsum,“ segir Hermann og bætir
við að viss hópur ferðamanna hafi
ekki raunsæja mynd af þeim að-
stæðum sem þeir glími við. Þar séu
erlendir ferðamenn í meirihluta.
„Það er líka töluvert um það að
bílar festist úti í á og sitji þar fastir
þegar vatn fer inn á vélina. Góðir og
öflugir bílar sitja fastir vegna kunn-
áttuleysis sem leiðir til þess að bíl-
stjórarnir stressast upp og fara allt
of hratt yfir ána með fyrrgreindum
afleiðingum, “ segir Hermann.
Kunnáttuleysi oft ástæða tjóns
Lögreglumenn takast á við fjölbreytt
og krefjandi verkefni í hálendisgæslu
Ljósmynd/Lögreglan
Klandur Ökumaður þessarar bifreiðar réði ekki við aðstæður á ferð sinni.