Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 16. júlí 2018, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2018 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 16. júlí 2018, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 17. júlí 2018 Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum „Þetta var mikið útgerðartengt dót, toghlutar, kaðlar og netadræsur. Ruslið virðist koma víða að, eins og t.d. frá Kanada, Grænlandi, Noregi, Rússlandi og Bretlandi. Það virtist mest drasl sem gæti týnst í óhappi en líka hlutir sem menn missa ekk- ert „óvart“ útbyrðis eins og færi- bandakeðjur o.þ.h. Ég held að ís- lenskir sjómenn gangi almennt séð mjög vel um hafið. Við fundum líka rusl sem er að fjúka af landi, t.d. plastflöskur, samlokuumbúðir, skó- par, sem er óvenjulegt, spákúlu og tómatsósuflösku frá Noregi með sós- unni í,“ segir Gauti Geirsson, for- svarsmaður Hreinni Hornstranda, í samtali við Morgunblaðið, en sam- tökin hafa skipulagt tínsluna undan- farin fimm ár í samvinnu við Land- helgisgæsluna, Ísafjarðarbæ, ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu, Vesturverk og Umhverfisstofnun. „Við auglýsum eftir sjálfboða- liðum og finnum fyrir vaxandi áhuga, m.a. komu tvær konur frá Berlín, en færri komust að en vildu að þessu sinni. Við tíndum í fimmta skiptið nú í ár og tókum nú fyrir Bol- ungarvík á Hornströndum, en áður höfum við hreinsað Aðalvík, Horn- vík, Hlöðuvík, Furufjörð og Reka- víkur tvær,“ segir Gauti, en Gáma- þjónusta Vestfjarða fargar ruslinu. „Hreinsunin nú var í tveimur hlut- um. Við fórum fyrst 36 sjálfboðaliðar 22.-25. júní til að tína rusl og koma því í skip, því það er eina leiðin til að losna við það á þessum stað. Það gekk vel en við urðum að skilja rusl- ið eftir því varðskip Landhelgis- gæslunnar varð að fara í önnur verk- efni. Við urðum því að fara aftur á föstudaginn til að sækja það, níu og hálft tonn af rusli, sem er met, því við höfum tínt mest um fimm tonn fram að þessu. Næst á dagskrá er svo að byrja aftur, því eflaust hefur eitthvað safnast í víkunum sem við hreinsuðum fyrst.“ ernayr@mbl.is Ljósmynd/Hreinni Hornstrandir Ruslatínsla á Hornströndum Margar hendur vinna létt verk, en vaxandi áhugi er á þátttöku. Ljósmynd/Hreinni Hornstrandir Beðið eftir fari Ruslið bíður í fjörunni eftir að varðskip Landhelgisgæslunnar sæki það. Norsk tómatsósa fannst á Hornströndum Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Ísafjarðarbær hefur birt auglýsingu þar sem leitað er að starfsmönnum fyrir leikskólann Sólborg. Í auglýs- ingunni er því lofað að starfsmönn- um verði boðinn afsláttur af leik- skólagjöldum og er þeim einnig lofað að börn þeirra fái forgang í vist við skólann. Um mikla mann- eklu er að ræða og hefur ítrekað verið auglýst eftir starfsfólki á leik- skólann með litlum sem engum ár- angri, að því er fram kemur á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Þar seg- ir einnig að leikskólastjórinn hafi horft sérstaklega til þess sem Reykjavíkurborg væri að bjóða sín- um starfsmönnum. Að sögn Sigurðar Sigurjónssonar, formanns Félags stjórnenda leik- skóla, hefur slíkt tíðkast í gegnum tíðina, þ.e. að óhefðbundnum leiðum sé beitt við að laða að starfsmenn í leikskólana. Hann segist vel skilja forsendurnar að baki slíkum boðum. „Ég skil vel að sveitarfélög sem eru í vanda með að ráða til sín fólk bjóði því hærri laun eða tryggja því pláss í leikskóla fyrir börn þess,“ segir Sigurður. Ýmislegt verið reynt áður Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, segir einnig að ýmislegt hafi verið reynt í gegnum tíðina til að fá starfsfólk á leik- skólana. „Þetta er meðal þess sem hefur verið reynt og er enn gert, það er verið að útvega starfsmönn- um húsnæði og svo framvegis. Það er þekkt í leikskólum almennt að starfsfólkið fær forgang með börnin inn á leikskóla, svo að ég er ekki viss um að þetta sé óeðlilegt. Þeir verða auðvitað að hafa starfsfólk,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Ísafjörður Mikil mannekla hefur verið á leikskólanum Sólborg og hefur nú verið gripið til þess ráðs að bjóða fólki ýmis fríðindi hefji það vinnu. Börn starfsmanna fái forgang og afslátt  Leikskólar reyna nú að lokka til sín starfsfólk með ýmsum leiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.