Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarrekstr-inum hefurfarið mjög aftur síðustu ár. Snyrtimennsku hefur hrakað, en hún var aðalsmerki borgarinnar forð- um tíð. Frumskyldur eins og að hafa fullgerðar áætlanir til- tækar svo tryggja megi borg- arbúum aðgang að lóðum hafa verið vanræktar. Það hefur af- leiðingar. Fasteignaverð rýkur upp. Borgin, sem hefur drjúgar tekjur af fasteignagjöldum, oft réttlættar sem þjónustugjöld, hefur ekki lækkað þessa gjald- stofna vegna óeðlilegra hækk- ana fasteignaverðs, vegna að- gerðarleysis hennar sjálfrar. Þar er komið aftan að Reyk- víkingum. Þetta er gert þótt allir aðrir gjaldstofnar séu í toppi. Óráðsía í lóðamálum er einnig helsta ástæða þess að leigjendur eru krafðir um háar fjárhæðir fyrir hóflegar íbúðir. Á meðan eru borgaryfirvöld sem á hjólum gagnvart þeim sem geta fest sér íbúðir í mið- bænum fyrir ofsagreiðslur. Myndin af getuleysi borgar- yfirvalda, áhuga- og kæruleysi er óðum að renna upp fyrir borgarbúum. Þess vegna fór borgarstjórinn slíka hrakför í síðustu kosningum. En það skrítna var að smáflokkar og brot sem hástöfum höfðu lofað í kosningabaráttunni að knýja fram breytingar stóðu ekki við neitt. Þeirra fyrsta verk eftir kosningar var að lappa upp á liðið sem borgarbúar vildu ólm- ir losna við sem fyrst. Þeir breyttu sér í smákónga kyrr- stöðu og uppgjafar. Skipulagsmál borgarinnar og þá ekki síst viðkvæmustu svæðin eru í molum. Tillits- og áhugaleysi fyrir sögu, bygging- arlist, samhengi og heildar- mynd eru einkennandi. Hvar- vetna blasir við að braskið víkur öðrum sjónarmiðum til hliðar. Full ástæða væri til að gera rækilega úttekt á því hvernig þetta má vera. Stjórnsýsla borgarinnar er í óefni. Dæmin hrúgast upp um að borgarstjórinn veldur ekki starfi sínu. Sóað er fé í appa- röt, eins og „Mannréttinda- og lýðræðisráð(!!)“ sem hafa lítt með sveitarstjórnarmál að gera. Þau mál snúast um að sveitarfélög veiti íbúum sjálf- sagða grundvallarþjónustu. Árásir á Ísrael eða hringsnún- ingur um salerni eiga ekki heima þar. Nýlega upplýstist hvernig þessi „klósettmann- réttindamál“ komu til. Í Borgarráð höfðu verið kosnir sjö fulltrúar; sex konur og einn karl. Á borgarráðshæð voru tvær snyrtingar. Önnur ætluð konum og hin körlum. Karlinn hafði nú einka- snyrtingu en fjöldasamkomur voru á hinu. Öllum var mál að leysa þennan vanda. Hefði jafnréttis- andi svifið yfir vötnum væri lausnin augljós. En það er aðeins notað eftir hentugleikum á þeim bæ. Því hófst barátta fyrir mannrétt- indum og lýðfrelsi! Soðin var óskiljanleg samþykkt í helgi- sagnastíl en nú um krossferðir og klósettmál. En nú er komið í ljós að þessi vitleysa er ekkert eins- dæmi. Stjórnsýslan í borginni fær hvern áfellisdóminn af öðr- um eins og Björn Bjarnason benti á í gær: Öll gerast þau á vakt sama embættismannsins, Dags B. Eggertssonar. „Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Reykjavíkurborg til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofu- stjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Fer dómarinn hörðum orðum um athæfi skrif- stofustjórans: „Um þá skil- yrðislausu hlýðni sem skrif- stofustjórinn virðist ætla af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna.“ Kærunefnd jafnréttismála telur Reykjavíkurborg hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu borgarlögmanns á árinu 2017. Umboðsmaður alþingis segir að við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykja- víkurborg skorti á að borgar- yfirvöld tryggi utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991 …“ Og áfram: „Mannréttinda- og lýðræðis- ráð borgarinnar samþykkir að öll salerni starfsfólks í stjórn- sýsluhúsum Reykjavíkur- borgar skuli gerð ókyngreind frá og með haustinu.“ Vinnu- eftirlitið fær veður af áform- unum í fjölmiðlum. Samþykktin stangast á við 22. gr. reglu- gerðar um húsnæði vinnustaða frá árinu 1995. Tilvitnun: „Kristinn Tómasson, yfirlækn- ir vinnueftirlitsins, segir í ríkisútvarpinu að málið sé til skoðunar hjá eftirlitinu. Í nú- tímasamfélagi sé viðurkennt að breyta reglum fyrst, svo megi breyta framkvæmdinni.“ Við þetta bætist nýleg og fordæmalaus árás skrifstofu- stjóra Borgarstjórnar á kjörna fulltrúa. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á hnignun og stjórnleysi í höfuðborginni} Hröð er leið og hallar undan fæti N ú stendur fyrir dyrum hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi. Hátíðarhöld hafa reyndar verið allt árið með ýmsum málstofum, listviðburðum og fleira en nú á morgun skal þingheimur skunda á Þingvelli með hátíðarþingfund í tilefni afmælisins. Fyrir þingfundi liggur að samþykkja ýmsar gjafir til þjóðarinnar eins og hefð er fyrir að gert sé við slík tækifæri. Ég hef haft ýmsar hugmyndir um hvað ætti að færa þjóðinni við þetta tækifæri og fannst mér til dæmis mikill sómi að því að loksins, á hundrað ára afmæli fullveldis, yrði samþykkt heildarendurskoðun nýrrar stjórnarskrár, en bráðabirgðaskráin sem okkur var færð af danska konungnum á síðustu öld er enn við lýði þrátt fyrir fögur fyr- irheit um breytingar frá gildistöku hennar. Það er nefnilega svo að við gildistöku hennar var öllum ljóst að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands yrði til bráða- birgða og þá þegar tók til starfa nefnd sem falið var að gera á henni ýmsar breytingar. Nefndirnar hafa síðan þá orðið fjölmargar, misjafnlega fjölmennar, en eiga það sameiginlegt að hafa náð að skila harla litlu af sér. Enn er sú gamla við lýði og vinna við breytingar mjakast áfram á hraða snigilsins. Það sem nú á sér stað við heildarend- urskoðunina gerist þrátt fyrir að stjórnlagaráð hafi komið saman, 25 manna hópur úr ýmsum áttum sem tókst í sam- einingu að fara í þá heildarendurskoðun sem nauðsynleg er. Voru tillögur stjórnlagaráðs bornar undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 og samþykkti þjóðin með nokkrum meirihluta að tillögur stjórnlagaráðs skyldu vera grundvöll- ur nýrrar stjórnarskrár. Eftir hverju er þá verið að bíða? Hvers vegna ekki að nota þetta kjörna tækifæri til að klára verkið? Stjórnlagaráði tókst að vinna þetta heildarverk á nokkrum mánuðum. Nú er afmælisár fullveldis, stjórnvöld hafa ákveðið að þjóðargjafir sumarsins verði barnamenn- ingarsjóður, hafrannsóknarskip og bók- menntarit en ég vil leggja til að við brettum nú upp ermar og setjum púður í að ljúka því verki sem hafið er á þessu afmælisári. Það er vegleg gjöf sem svo sannarlega má ætla að sé þjóðar- gjöf því að ný stjórnarskrá, hvar skýrleiki er um notkun sameiginlegra auðlinda okkar, hvar skýrleiki er um hlutverk og skyldur forseta Ís- lands, hvar skýrleiki er um valdheimildir ráðamanna og fleira, er nokkuð sem öll þjóðin fær notið. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli, sáttmáli okkar þjóðarinnar sem á að vera skýr og skiljanlegur hverjum þeim sem hann les. Stjórnarskrár ríkja heims taka breytingum í tímans rás. Það er ekkert hættulegt við slíkar breytingar. Tækifærið er ekki glatað, afmælisárinu ekki lokið. Við getum klárað þetta verk og afhent á sjálfu fullveldisafmælinu 1. desem- ber næstkomandi. Helga Vala Helgadóttir Pistill Þjóðargjöfin ný stjórnarskrá Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is EES-samningurinn var lög-festur 12. janúar 1993 ogtók gildi 1. janúar 1994.Málið var mjög umdeilt og til marks um það var það sam- þykkt í þinginu með 33 atkvæðum á móti 23 en 7 sátu hjá. Alþýðu- flokkurinn og megnið af Sjálf- stæðisflokknum samþykktu en Al- þýðubandalagið, megnið af Kvenna- listanum, hálfur Framsóknar- flokkurinn og þrír þingmenn Sjálf- stæðisflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum. Hinn helmingur Framsóknarflokksins og einn þing- maður Kvennalistans sátu hjá. Andstaðan á Alþingi við samning- inn var ekki síst til komin af ótta við afleiðingar aukins viðskipta- frelsis, t.d. að útlendingar myndu kaupa upp jarðir á Íslandi í stórum stíl. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að EES-samningurinn var sam- þykktur á Alþingi. Það sem mest var rætt á fyrstu misserum og ár- um eftir lögfestinguna var að er- lendir auðmenn myndu streyma hingað og kaupa upp jarðir í stórum stíl. Svo varð ekki. Það er ekki fyrr en á allra síð- ustu árum sem áhugi útlendinga á íslenskum jörðum hefur orðið áber- andi (að undanskildum kínverska fjárfestinum Huang Nubo sem þeg- ar árið 2011 reyndi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum). Erlendir auðkýfingar hafa síðustu ár keypt fjölda jarða. Erfitt er að henda reiður á því hversu stór hluti ís- lenskra jarða er kominn í eigu út- lendinga, því að eignarhald er- lendra aðila er í ákveðnum tilvikum í gegnum íslensk fyrirtæki. Það á t.d. við um eignarhaldið á Hótel Kötlu. Útlendingar sem kaupa jarð- ir í gegnum íslensk fyrirtæki geta því falið eignarhald sitt ef þeim sýnist svo. Fram hefur komið að af um 7.200 bújörðum á Íslandi er um þriðj- ungur í eigu fyrirtækja. Stefán Már Stefánsson, lagapró- fessor við HÍ, skrifaði á sínum tíma álitsgerð um EES-samninginn og jarðakaup útlendinga. Hann komst að þeirri niðurstöðu að samning- urinn væri ekki jafn víðtækur gagn- vart löndum Evrópusambandsins og EES. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á því að stjórnvöld og Alþingi myndu á næstunni beita sé fyrir lagabreytingum. Hann hefði orðið þess var að mikið væri rætt um þessi mál núna. „Það er bara spurning um það hversu langt menn vilja ganga, en fyrst af öllu verða menn að vita hvar leyfileg mörk liggja. Það eru möguleikar fyrir okkur að koma upp eins konar varnarmúrum. Girðingarnar gagnvart þriðju ríkj- um eru nokkuð klárar, því það eru engar skuldbindingar gagnvart þeim. T.d. gætu Þjóðverjar ekki keypt upp jarðir hér, bara í krafti fjármagns. Það væri hægt að setja girðingar gagnvart því. Öðru máli gegnir ef fyrirtæki kemur hing- að í þeim tilgangi að stofna til atvinnustarfsemi. Þá væru jarðakaup félaga frá þriðju ríkjum heimil og sama ætti við um útlendinga sem kæmu hingað til þess að vera launþeg- ar,“ sagði Stefán Már. „Ég tel tvímælalaust að hægt sé að setja bú- setuskilyrði í lög, í tengslum við sölu á jörð- um.“ Geta falið eignar- haldið ef þeir vilja Umræða um takmarkanir á jarðakaupum útlendinga hefur komið upp með nokkuð reglu- legu millibili undanfarin ár, nauð- syn á hertum reglum um kaup útlendinganna hefur verið rædd og eins að útlendingarnir verði að uppfylla ákveðin skilyrði. Þannig var í júní í fyrra settur á laggirnar starfshópur sem end- urskoða átti reglur um eignar- hald á bújörðum. Vonast er til að hann geti skilað tillögum sínum fyrir lok ágústmánaðar. Starfshópurinn átti einnig að fara yfir þær takmarkanir sem unnt er að mæla fyrir um í ákvæðum ábúðar- og jarða- laga og leggja mat á þær tak- markanir sem er að finna í lög- um nágrannalanda Íslands, m.a. í Danmörku og Noregi. Hefur ekki lokið störfum STARFSHÓPUR RÁÐHERRA Ljósmynd/Birkir Fanndal Grímsstaðir Mikill fréttaflutningur var um Grímsstaði á Fjöllum allar göt- ur frá því að Kínverjinn Huang Nubo byrjaði að reyna að kaupa jörðina. Stefán Már Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.