Morgunblaðið - 17.07.2018, Page 21
✝ HólmfríðurFriðgeirsdóttir
(Holla) fæddist á
Oddstöðum á Mel-
rakkasléttu 2. júní
1921. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hvammi Húsavík 5.
júlí.
Foreldrar henn-
ar voru Friðgeir
Siggeirsson, f. 22.
júní 1887, d. 5. jan-
úar 1957, og Valgerður Sigurð-
ardóttir, f. 17. desember 1892, d.
7. júní 1975, síðast búsett í Núps-
kötlu á Melrakkasléttu og á
Raufarhöfn. Systkini Hollu eru
Vilborg, f. 22. febrúar 1919, d. 4.
maí 1924, Guðmundur, f. 17.
apríl 1920, d. 7. júní 1924, Þóra,
f. 17. desember 1923, d. 13. maí
1924, Vilmundur Þór, f. 9. maí
1925, d. 23. nóvember 1928,
Helga, f. 13. mars 1927, d. 13.
júlí 2003, og Birna, f. 20. apríl
1928.
Holla giftist Jónasi Finn-
bogasyni frá Harðbak, f. 16.
ágúst 1914, d. 9. maí 2009, þann
22. apríl 1943. Foreldrar hans
voru Guðrún Stefánsdóttir, f. 11.
september 1879, d. 26. júlí 1955,
og Finnbogi Friðriksson, f. 13.
mars 1877, d. 8. maí 1944. Börn
Friðgeir, f. 22. október 1988. c)
Þorgeir, f. 21. maí 1992.
Holla ólst upp á Melrakka-
sléttu og í Aðalvík. Hún gekk í
barnaskóla í Aðalvík og barna-
og unglingaskóla í Aðalvík og á
Kópaskeri. Auk þess var hún tvo
vetur í Héraðsskólanum á Laug-
um í Reykjadal. Holla vann ýmis
störf; var í vist í Útskálum, vann
við húfugerð í Leirhöfn, á
saumastofu í Reykjavík og síld-
arsöltun á Raufarhöfn. Frá 1965
fram að starfslokum 1991 vann
Holla sem talsímavörður og
póstafgreiðslukona á Raufar-
höfn. Holla var mikil félags-
málakona og var formaður
Kvenfélagsins Freyju í 25 ár.
Hún var félagi í Slysavarn-
ardeild kvenna og Krabba-
meinsdeild Raufarhafnar. Hún
sat einnig í stjórn Krabbameins-
félags N-Þingeyinga. Holla var í
húsnefnd Félagsheimilisins
Hnitbjargar, í skólanefnd og í
kjörstjórn. Þau hjónin, Jónas og
Hólmfríður, bjuggu á Rauf-
arhöfn allan sinn búskap, þar af
lengst af í Sunnuhvoli (Aðal-
braut 47) sem þau byggðu 1955.
Árið 1992 var þeim hjónum veitt
viðurkenning fyrir störf í þágu
sveitarfélags og íbúa Raufar-
hafnar. Árið 2001 ákvað sveita-
stjórn Raufarhafnar að gera þau
að heiðursborgurum. Haustið
2007 fluttu þau til Húsavíkur.
Útför Hollu fer fram frá
Raufarhafnarkirkju í dag,
þriðjudaginn 17. júlí, og hefst
athöfnin klukkan 14.
þeirra eru: 1) Vil-
mundur Þór, f. 26.
júní 1945, búsettur
á Húsavík. 2) Val-
geir, f. 27. febrúar
1950, kvæntur
Kristínu Böðvars-
dóttur, f. 29. maí
1954, búsett í
Reykjavík. Þeirra
börn eru: a) Guð-
mundur Axel, f. 29.
júlí 1979. b) Sóley,
f. 17. apríl 1984. Sambýlismaður
hennar er Eiður Ottó Bjarnason,
f. 3. desember 1984. Dætur
þeirra eru Kristín Björt, f. 18.
janúar 2012, og Embla Ýr, f. 18.
apríl 2016. c) Jónas, f. 25. apríl
1986. Sambýliskona hans er
Elsa María Gunnarsdóttir, f. 12.
maí 1991. Dætur þeirra eru
Sunna Björk, f. 26. apríl 2015,
og Erla Sól, f. 7. mars 2017. 3)
Gunnar Finnbogi, f. 6. apríl
1956. Sambýliskona hans er
Þórhildur Hrönn Þorgeirs-
dóttir, f. 15. september 1961, bú-
sett á Raufarhöfn. Þeirra börn
eru a) Eva Guðrún, f. 27. mars
1983. Barnsfaðir hennar er
Snævar Árdal Hauksson, f. 26.
nóv. 1965. Börn þeirra eru
Gunnar Brimir, f. 25. júlí 2008,
og María Líf, f. 23. júlí 2011. b)
Mig langar að minnast elsku-
legrar tengdamóður minnar í fá-
einum orðum. Ég hitti Hollu
fyrst þegar við Valli komum til
Raufarhafnar í júníbyrjun árið
1975. Hún tók mér afar vel enda
gestrisin með afbrigðum. Oft
drolluðum við fram eftir, sátum
við eldhúsborðið, spjölluðum og
reyktum. Ótrúlegt en satt þá sat
þessi fíngerða kona á móti mér
og reykti sína pípu. Í Sunnuhvoli
var alltaf pláss ef gesti bar að
garði og aldrei vantaði veiting-
arnar þó að ekki væri hægt að
hlaupa út í búð allan sólarhring-
inn. Holla gat galdrað fram
veisluborð á örskammri stundu.
Borðið svignaði undan tertum og
ekki má gleyma kleinunum henn-
ar og pönnsunum. Holla tengda-
móðir mín var með afbrigðum
listræn. Hannyrðir hennar báru
af og höfum við og margir aðrir
notið góðs af. Hún sagði alltaf að
hún hefði fengið svo góðan und-
irbúning hjá frú Rannveigu í Út-
skálum á Kópaskeri. Holla hafði
einnig gaman af spilamennsku og
var liðtækur bridsari. Tengda-
foreldrar mínir fóru oft að spila á
Vestur-Sléttu og víluðu ekki fyrir
sér að fara þótt allra veðra væri
von. En nú hefur þessi ættmóðir
kvatt og ég mun alltaf minnast
hennar með virðingu og söknuði
enda bar hún ávallt hag okkar
fyrir brjósti. Að lokum langar
mig að þakka fyrir allar minning-
arnar og öll árin sem ég fékk að
þekkja þessa sterku dugnaðar-
konu sem spurði alltaf um ungu
langömmubörnin sín.
Blessuð sé minning Hollu.
Kristín Böðvarsdóttir.
„Guð veri með þér,“ voru síð-
ustu orðin sem amma sagði við
okkur og hefur nú kvatt þennan
heim. Þessi magnaða kona. Kon-
an sem hélt á Friðgeiri undir
skírn. Konan sem lagði okkur
góðar lífsreglur. Konan sem vildi
alltaf allt fyrir okkur gera. Kon-
an sem passaði okkur þegar for-
eldrar okkar þurftu að vinna
mikið. Konan sem var alltaf með
mjólkurgrautinn í hádeginu á
laugardögum og síðdegiskaffið á
sunnudögum alveg sama þótt
þeir dagar lentu á hátíðisdögum.
Konan sem hefur marga fjöruna
sopið og hefur þurft að sjá eftir
mörgum m.a. litlum bróður sem
dó úr berklum þegar hún var að-
eins 9-10 ára, systur sinni, skyld-
fólki, vinum og vandamönnum en
aldrei látið á sjá. Konan sem
þurfti að sjá eftir lífsförunaut
sínum, afa, og þurfti að vera án
hans í níu ár en er nú loksins
komin til hans. Konan; sú fallega,
yndislega, duglega, góðhjartaða
og nægjusama er farin og getum
við aldrei þakkað henni nóg fyrir
það að hafa fylgt okkur í gegnum
26-35 ára líf okkar. Það eru viss
forréttindi, að okkur finnst, að
vera á þrítugs- og fertugsaldri og
eiga ömmu. Við erum eins og
flestir, við duttum í lukkupottinn
með okkar. Allar minningarnar
um ömmu fljúga í gegnum huga
okkar á stundum sem þessum,
allar ferðirnar í sumarbústaðinn í
Öxarfirðinum sérstaklega á leið-
inni þangað þegar maður átti að
vita öll örnefnin á fjöllum, ám,
vötnum, holti og hæðum en
mundum það aldrei alveg sama
hversu oft það var sagt við okk-
ur. Allar minningarnar úr
Sunnuhvoli ylja manni líka, alltaf
var gott að koma til ömmu og
auðvitað afa líka, en minnisstæð-
ast finnst okkur samt hlýja, fal-
lega, góða andlitið hennar og
faðmlag. Hún var ótrúlega
nægjusöm og þessi nægjusemi
hennar er okkur mjög minnis-
stæð, bara það að maður kom við
hjá henni eftir að hún flutti á
dvalarheimilið Hvamm á Húsa-
vík var nóg, það var bara nóg að
koma og segja hæ við hana, þá
var hún glöð og tók auðvitað á
móti manni með faðmlagi sínu.
Barnabörnin og langömmubörn-
in voru henni allt, því fékk maður
að kynnast og var auðvitað með
allt á hreinu hvað okkur og þau
varðaði. Undir lokin var hún
greind með krabbamein í lung-
um, fyrst var ekki hægt að sjá á
henni að vottaði fyrir því, sagðist
ekkert finna til og það þyrfti ekk-
ert að hafa áhyggjur af sér, enda
algjör harðjaxl verðum við að
segja með auðvitað vott af „smá“
þvermóðsku. En eins og gengur
og gerist fór henni að hraka og
tók þetta fljótt af. Við viljum
þakka öllu starfsfólkinu á dval-
arheimilinu Hvammi fyrir að
hugsa svona vel um elsku ömmu
okkar, við vitum að hún gat
hvergi haft það betra en einmitt
þarna. Elskulegheitin og ástúðin
sem þau sýndu henni er ómet-
anleg. Sérstakar þakkir fær
elsku Aga hans Robba (sem
bjuggu á Raufarhöfn en fluttu
síðar til Húsavíkur) fyrir dugn-
aðinn, elskulegheitin og allt það
sem varðaði ömmu. Þúsund sinn-
um takk. Elsku amma okkar,
takk fyrir allt. Það voru forrétt-
indi að eiga þig sem ömmu. Við
segjum því það sama við þig og
það síðasta sem þú sagðir við
okkur: Guð veri með þér, elsku
amma.
Þín barnabörn,
Eva, Friðgeir og
Þorgeir Gunnarsbörn.
Á meðan við fórum út að
Harðbak þá var það þitt hlutverk
að taka vel á móti öllum með alls
konar „kræsingum“. Ég man að
mér þótti alls ekki allt gott sem
þú bauðst upp á. Þú áttir nú samt
alltaf eitthvað inn í búri ef ég gat
ekki borðað það sem var boðið
upp á. Bananatertan var alltaf í
sérstöku uppáhaldi. Sóley systir
mín á það til núna að gera ban-
anatertu eins og þú gerðir þegar
ég á afmæli. Ég man samt ekki
eftir því að þú hafir sest niður
með okkur til að borða. Þú varst
alltaf að bæta á borðið og þegar
allir voru að verða saddir þá
fékkstu þér eina peru. Það var
bara einu sinni sem þú varðst
reið við mig. Það var þegar ég
kom ekki í kvöldmat. Þú sagðir
ekkert við mig en ég sá það á
svipnum á þér að það væri ekki í
boði að skrópa í kvöldmat. Mögu-
lega varstu bara hrædd um að
eitthvað hefði komið fyrir mig.
Þú varst nú samt ekki lengi að
fyrirgefa mér og lagðir aftur á
borðið.
Ég man þegar ég kom fyrst í
heimsókn til þín með Sunnu og
þú tókst hana í fangið. Þú eign-
aðir þér stóru tána hennar. Nú er
Sunna staðráðin í því að ætla að
passa vel upp á hana fyrir þig. Í
fyrra eignaðir þú þér svo litlu
tána á Erlu Sól. Núna síðast þeg-
ar við vorum hjá þér þá vildi
Sunna fara í eltingarleik við þig.
Ég veit að þú hefðir hlaupið á eft-
ir henni fyrir nokkrum árum. Þú
varst orðin ansi veik en þrátt fyr-
ir það þá settirðu höndina út til
að passa að Sunna myndi ekki
detta úr sófanum þegar hún
hoppaði fram og til baka til að fá
þig til að elta sig. Í staðinn sung-
um við „Gekk ég yfir sjó og
land“. Þú kunnir svo mörg lög og
svo margar vísur.
Við kvöddumst yfirleitt með
því að segjast ætla að sjást næsta
sumar og jafnvel eitthvað fyrr.
Núna síðast baðstu okkur um að
koma fljótt aftur því þú vissir að
það væri ekki mikið eftir.
Við skulum passa vel upp á
tásurnar þínar amma mín.
Jónas Valgeirsson.
Elsku amma mín, þá er víst
komið að kveðjustund þótt ég
vildi að raunin væri önnur.
Það var alltaf gott að koma í
Sunnuhvol og þar leið mér vel.
Þú passaðir alltaf vel upp á að
enginn fyndi til svengdar þegar
þú varst nærri enda matar- eða
kaffitími á tveggja klukkustunda
fresti og borðið alltaf hlaðið veit-
ingum. Og auðvitað ísblóm í des-
ert. Mér fannst alltaf óskiljanlegt
hvernig þú náðir að reiða fram
veisluborð á örskotsstundu, bú-
andi að mér fannst á hjara ver-
aldar. Þar til ég uppgötvaði
frystikistuna þína. Hún var alltaf
stútfull af hnallþórum, banana-
tertum, kleinum, vínarbrauði og
svo auðvitað því besta, skúffu-
kökunni þinni. Ég á svo hlýjar
minningar um að koma þreytt til
Raufarhafnar eftir langt ferðalag
frá Reykjavík og þótt oftast væri
komið fram á nótt, beið manns
alltaf kvöldkaffi inni í eldhúsi
með skúffukökunni hennar
ömmu ásamt öðrum kræsingum.
Þú varst klár kona, með bein í
nefinu og sagðir þína skoðun. Þú
lagðir mikið upp úr því að vera
vel til fara og varst óhrædd við
að gera athugasemdir ef þér
fannst börnin eitthvað úfin um
kollinn. Þér fannst heldur ekkert
sérstaklega mikið til þess koma
þótt ég hefði bakað eitthvað með
kaffinu, þú hafðir nú gefið mér
hrærivélina. Ég dáðist alltaf að
því hvernig þú stýrðir heimilinu
og fjölskyldunni sem hefur lík-
lega oft verið áskorun með þrjá
fjöruga drengi á heimilinu. Þú
varst sannkölluð ættmóðir og
fyrirmynd fyrir okkur hin.
Þú varst alla tíð nægjusöm og
dugleg og vildir ekki láta hafa
mikið fyrir þér. Þú varst einnig
svo félagslynd og mikill nagli að
nánast fram á síðasta dag dreifst
þú þig í spilin og handavinnuna
þótt sjónin væri farin, heyrnin lé-
leg og alvarleg veikindi væru far-
in að taka sinn toll. Mér finnst
það segja mikið um þrautseigj-
una í þér.
En þú varst líka afskaplega
ljúf og með sérstaklega hlýjan
faðm sem var svo gott að knúsa.
Mér þótti alltaf svo vænt um að
þú kallaðir mig rósina þína. Og
svo vorum við auðvitað alltaf full-
komin, blessuð og indæl, sama
hvað gekk á. Ég er ótrúlega
þakklát fyrir þær gæðastundir
sem við fengum að eiga saman
því þótt langt væri á milli okkar
landfræðilega voru samveru-
stundirnar vel nýttar þegar við
komum norður. Ég er líka sér-
staklega þakklát fyrir að stelp-
urnar mínar hafi fengið að kynn-
ast þér og notið dýrmætra
stunda með þér, sérstaklega í
sælunni inni í bústað. Þú varst
svo mikil barnagæla og enginn
var fullkomnari en langömmu-
börnin þín sem þér þótti svo
vænt um og voru svo miklar
manneskjur.
Elsku amma mín. Þú varst
alltaf svo elskuleg og þín verður
sárt saknað. En nú er þinn tími
víst liðinn og nú færðu vonandi
að hitta fólkið þitt sem þú hefur
saknað svo mikið. Það verða
fagnaðarfundir. Þangað til næst
amma mín.
Sóley Valgeirsdóttir.
Holla móðursystir okkar á
Raufarhöfn er dáin. Við systkinin
sitjum eftir sorgbitin en um leið
afskaplega þakklát fyrir allt það
sem Holla gaf okkur. Sorgbitin
vegna þess að við hefðum svo
sannarlega viljað hafa hana hjá
okkur mun lengur. Þakklát fyrir
þau forréttindi að hafa fengið að
kynnast henni. Í okkar huga var
lífshlaup Hollu afrekasaga í þess
orðs jákvæðustu merkingu. Ekki
vegna þess að þeir sem lesa
þessa minningargrein kannist
allir við hana eða hafi lesið um
hennar afrek. Nei, við eigum
ekki við þess konar afrek. Það
sem við eigum við er að hún gerði
okkur og aðra þá sem voru svo
heppnir að fá að umgangast hana
að betri manneskjum. Með já-
kvæðni og glettni að leiðarljósi
og það sem við kjósum að kalla
“Sléttulega“ nálgun og lífsvið-
horf, var hún manneskja sem við
sóttumst eftir að umgangast.
Svona hefur það verið allt frá því
að við sem börn fórum í heim-
sókn með foreldrum okkar til
Hollu og Jónasar á Raufarhöfn. Í
okkar huga voru þau hjón eitt.
Holla og Jónas, við nefndum
sjaldnast annað þeirra án þess að
hitt fylgdi með. Jónas dó árið
2009 og nú eru þau saman á ný.
Þegar við urðum fullorðin tóku
við samverustundir í sumarbú-
stað fjölskyldnanna í landi Þver-
ár í Öxarfirði. Þar varð til sam-
eiginlegur sælureitur, staður
sem hefur togað okkur til sín í 40
ár og mun án efa halda því áfram
um ókomna tíð. Seinustu æviár
Hollu bjó hún á Hvammi, heimili
aldraðra á Húsavík. Þegar við
heimsóttum hana þangað fór
ekki á milli mála að þar, eins og
reyndar gilti um önnur heimili
Hollu í gegnum lífið, undi hún sér
vel. Satt best að segja fundum
við það mjög greinilega í hvert
sinn sem við komum í heimsókn
að þar fer vel um heimilisfólk,
umhyggja og virðing starfs-
manna skín í gegn. Elsku Holla,
nú þegar við stöndum frammi
fyrir hinu óumflýjanlega viljum
við fyrst og fremst þakka þér
fyrir að hafa verið það sem þú
varst fyrir okkur systkinin. Já,
við leyfum okkur að enda þetta
með því að skrifa beint til þín,
ekki um þig. Þessu veldur að þótt
þú hafir vissulega nokkrum sinn-
um sagt okkur að þú værir bæði
orðin blind og heyrnarlaus, ef-
umst við ekki um að þú munt
bæði sjá og heyra þessi orð okk-
ar. Og þetta að lokum. Þó að við
systkinin séum vissulega Ólafs-
firðingar erum við afar stolt af
okkar norður-þingeysku rótum,
þá svei mér þá ef við finnum ekki
fyrir Sléttublóðinu í æðum okk-
ar. Það skiptir máli. Það eigum
við meðal annars þér að þakka.
Takk fyrir, Holla. Hvíldu í friði,
við munum aldrei gleyma þér.
Valgerður, Guð-
mundur og Friðgeir.
Þær jafnöldrurnar og vinkon-
urnar Holla og Helga móðir mín í
Miðtúni, höfðu fyrir löngu ákveð-
ið að dvelja saman á „elliheim-
ilinu“ síðustu árin, rifja upp
gamla tíma, spjalla og syngja –
eða með öðrum orðum að eiga
reglulega skemmtilegt ævikvöld.
En þetta gekk nú ekki alveg eft-
ir, þar sem „Helga vinkona lést
allt of fljótt“, eða 2006, eftir
nokkurra mánaða dvöl á heimili
aldraðra. Þá höfðu þær stöllur
hvergi nærri lokið sínu spjalli –
báðar þó prýðilega hraðmæltar.
Á móti kom að þær höfðu oft átt
stundir saman því vinátta þeirra
hófst í barnæsku – báðar fæddar
1921, og hafði því staðið í ein
áttatíu ár er Helga kvaddi. Holla
hélt lífinu áfram og dugnaður
hennar og lífsgleði vakti athygli.
Nú hefur hún kvatt þetta jarðlíf
og haldið á vit eiginmanns, ætt-
ingja og fjölda vina sem trúlega
hafa verið farnir að bíða. Og það
er sem ég sjái Hollu mína koma
inn í það móttökupartí – faðmlög,
hlátur og mikill hávaði. Þannig
var það alla vega þegar hún og
Jónas maður hennar renndu í
hlað í Miðtúni.
Í bernskuminni eru hjónaböll
foreldra minna órjúfanlega
tengd Jónasi og Hollu og reynd-
ar Palla og Rósu sem öll bjuggu á
Raufarhöfn. Þau voru boðsgestir
foreldra minna Helgu og Árna
Péturs í Miðtúni og áður en hald-
ið var til Kópaskers í dansinn,
var borðað í stofu, spjallað – glös-
um lyft og hlegið. Við bræðurnir
fylgdumst spenntir með sam-
kvæminu; einlæg vinátta og
gleði. Svo var hjónaballið endur-
goldið með boði á Þorrablót eða
annað danserí á Raufarhöfn.
Bílar varla til, vegir lítt skárri en
í dag og eitt sinn fóru Miðtúns-
hjónin á hestum til Raufarhafn-
ar.
Svo liðu árin og alltaf birtust
þau Holla og Jónas í Miðtúni –
undir það síðasta á sæmilega
skálduðum Subaru sem ekki var
hannaður til aksturs á malar-
kambi út að Hraunhöfn. Ein-
hvers staðar á leiðinni lenti lax í
skottinu og þaðan lá leið hans í
frystikistuna í Miðtúni. Ef þeirra
hjóna var von, stóð pabbi úti og
beið en mamma fylgdist með
suðu í pottunum. Svo rann bíllinn
í hlað og allir fóru að tala og
hlæja og svo sest niður við eld-
húsborðið – Holla í stól pabba –
og þar með var skemmtunin sett.
Ég trúi því að svipað prógramm
hafi verið í gangi í Sunnuhvoli á
Raufarhöfn þegar mamma og
pabbi heimsóttu Hollu og Jónas.
Reyndar var það svo að þau fjög-
ur, ásamt Jóhanni og Dýrleif í
Leirhöfn og Pétri og Helgu í
Garði, mynduðu briddsvinaklúbb
á efri árum; hittust reglulega til
skiptis hjá hvert öðru – spjallað,
borðað og spilað fram undir
morgun. Þessi spilakvöld voru
þeim öllum mikils virði – treystu
vináttubönd og veittu gleði.
Holla og Jónas voru alls staðar
aufúsugestir og miðpunktur
hverrar samkomu og svo sjálf-
sögð á mannamót að þegar
ákveðið var að sæma þau heið-
ursborgaratign á Raufarhöfn,
var ekki haft fyrir því að boða
þau á samkomuna, það vissu allir
að Jónas og Holla myndu mæta.
Ég votta sonum Hollu og fjöl-
skyldum þeirra einlæga samúð
og Hollu þakka ég áratugalöng
kynni, vináttu og tryggð við Mið-
túnsfjölskylduna. Guð blessi þig
Holla mín og varðveiti.
Níels Árni Lund.
Hólmfríður
Friðgeirsdóttir
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Auð né heilsu
ræður engi maður,
þótt honum gangi
greitt;
margan það sækir,
er minnst um varir,
engi ræður sættum sjálfur.
(Úr Sólarljóðum)
Ég veit varla fyndnari og list-
rænni manneskju en hana ömmu
mína Guðbjörgu og ég vildi óska
þess að hún hefði fengið þá ósk
sína uppfyllta að fá að ganga
Guðbjörg Sigrún
Björnsdóttir
✝ Guðbjörg Sig-rún Björns-
dóttir fæddist 22.
október 1927. Hún
lést 3. júlí 2018.
Guðbjörg var jarð-
sungin 12. júlí
2018.
menntaveginn og
uppgötva fyrr list-
sköpunina sem ein-
kenndi síðasta
hluta ævi hennar. Í
síðustu heimsókn
lánaði hún mér
ljóðabók eftir
frænku sína sem ég
held mikið upp á og
ræddi við mig um
ljóðlist og hag-
mælgi í fjölskyld-
unni og við Hugrúnu og Gústa
um myndlist. Við áttum margt
sameiginlegt og ég lærði afskap-
lega margt um lífið af henni
ömmu minni. Nú hefur hún fund-
ið langþráðan frið. Vertu sæl,
amma mín, og takk fyrir sam-
fylgdina, samtölin, listaverkin og
gleðina.
Þín,
Kristín.