Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
✝ Birna Sigur-björnsdóttir
fæddist á Akranesi
13. september
1942. Hún varð
bráðkvödd á heim-
ili sínu að kvöldi 6.
júlí. Foreldrar
Birnu voru Sig-
urbjörn Jónsson,
skipstjóri á Akra-
nesi, f. 26. ágúst
1907, d. 2. febrúar
1987, og Margrét Berentsdóttir
húsfreyja, f. 27. desember 1902,
d. 2. febrúar 1956. Þau eign-
uðust fimm börn: Hafsteinn, f. 5.
október 1931, Sigríður Helga, f.
3. október 1933, d. 2. maí 2013,
Halldór Jón, f. 3. október 1933,
d. 29. apríl 1983, Ólafía, f. 26.
september 1938, og Birna, f. 13.
september 1942. Hálfbróðir
sammæðra var Rafn Kr. Krist-
jánsson, f. 28. júní 1927, d. 19.
ágúst 2012. Seinni kona Sig-
urbjörns er Guðlaug Helgadótt-
ir, f. 19. mars 1933, og börn
þeirra eru Helgi, f. 19. maí 1957,
Grétar, f. 9. mars 1959, og Guð-
finna, f. 28. júní 1969.
son. 4) Sveinn, f. 5. apríl 1975,
landmælingamaður, búsettur í
Noregi, kvæntur Sigyn Sigvarð-
ardóttur snyrtifræðingi, fæddri
1975. Börn þeirra eru Einar
Dofri og Helena Mist. Birna ólst
upp á Akranesi og lauk þar
barnaskóla og síðan gagnfræða-
prófi frá Héraðs- og gagnfræða-
skólanum á Skógum í Rang-
árvallasýslu. Hún dvaldi um
hríð í Danmörku við ýmis störf
áður en hún hóf nám í hjúkr-
unarfræði við Hjúkrunarskóla
Íslands þaðan sem hún lauk
námi í mars árið 1964. Hún
starfaði lengst af á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri, fyrst
sem skurðhjúkrunarfræðingur
á skurðstofunni og síðan sem
deildarstjóri á slysadeild sjúkra-
hússins þar sem hún starfaði
óslitið uns hún lét af störfum
vorið 2003. Birna tók mikinn
þátt í félagsstörfum innan
Hjúkrunarfélags Íslands og var
m.a. í kjara- og samninganefnd
félagsins til ársins 2001. Einnig
var hún virk í stjórnmálastarfi
innan Sjálfstæðisflokksins,
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
og sat m.a. í skólanefnd MA. Þá
sat hún í bæjarstjórn Akureyrar
frá 1990 – 1994. Útför Birnu
verður gerð frá Akureyrar-
kirkju í dag, þriðjudaginn 17.
júlí, og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Birna giftist 2.
janúar 1965 Svav-
ari Eiríkssyni,
skrifstofustjóra á
Akureyri, f. 12.
febrúar 1939, d. 24.
mars 2006.
Börn Birnu og
Svavars eru: 1)
Berglind, f. 2. des-
ember 1964, lög-
maður, búsett í
Kópavogi, gift
Friðfinni Hermannssyni ráð-
gjafa, f. 4. júní 1963, d. 17. apríl
2017. Börn þeirra eru Freyr, Ari
og Sólveig Birna. 2) Hildigunn-
ur, f. 21. nóvember 1967, hjúkr-
unarfræðingur og fram-
kvæmdastjóri, búsett á Akur-
eyri, gift Ögmundi H. Knútssyni
dósent, f. 1962. Börn þeirra eru
Almar og Agnes. 3) Anna Mar-
grét, f. 29. október 1970, hús-
móðir og innanhúsráðgjafi, bú-
sett í Bandaríkjunum, gift
Örvari Þór Jónssyni hjarta-
lækni, f. 1972. Börn þeirra eru
Jón Ívar, Tristan Orri og Aníta.
Fyrir átti Anna Margrét, Svav-
ar, faðir hans er Magnús Axels-
Elsku mamma, þetta var ekki
ferðalagið sem þú talaðir um að
fara í fyrir nokkrum vikum, þú
vildir koma til Ameríku. Þú svona
„fyr og flamme“ eins og þú sagðir
alltaf gætir nú auðveldlega hopp-
að upp í flugvél og skroppið í
ferðalag. Þú varst alltaf til í að
gera eitthvað skemmtilegt. Þú
elskaðir að njóta, hlæja, borða
góðan mat, fá þér rauðvín og
skála. Þótt ferðalagið sé annað
veit ég að pabbi tekur á móti þér
með sinn stóra faðm og Freddi
mun umvefja ykkur bæði.
Þú varst einstök móðir og ynd-
isleg amma, þó að þér hafi alltaf
fundist tengdabörnin best. Þú
gerðir allt fyrir okkur, það var
ekki málið að koma til Ameríku
og passa barnabörnin þegar þau
voru yngri þótt þú værir hrika-
lega flughrædd.
Það að hafa komið heim í júní
sl. og eiga með þér og allri fjöl-
skyldunni yndislegan tíma var
dásamlegt og er ég óendanlega
þakklát fyrir það. En ég hefði
viljað hafa þig lengur hjá okkur
og ekki bjóst ég við því að ég væri
að kveðja þig í hinsta sinn þegar
ég kyssti þig bless um miðjan
júní. Það var mér rosalega erfitt
að sætta mig við þín veikindi og
upplifa hvernig heilabilun getur
leikið fólk. Það reyndist mér
mjög erfitt að vera svona langt í
burtu en vitandi af þér með Hildi-
gunni þér við hlið alla daga gerði
þetta bærilegra. Hún var algjör
klettur í þessu verkefni og fyrir
það verðum við ævinlega þakklát.
Það að hafa fengið að alast upp í
þessari fallegu fjölskyldu, umvaf-
in kærleika og ást frá þér er
ómetanlegt. Takk fyrir allt, elsku
mamma, og eins og þú sagðir allt-
af þegar við kvöddumst: „Love
you.“ Þín dóttir
Anna Margrét.
Síminn hringdi á föstudags-
kvöldi og læknirinn tilkynnti mér
um skyndilegt andlát mömmu.
Ég vissi að þetta símtal kæmi
einn daginn en ekki svona fljótt.
Mamma var yndisleg kona,
ákveðin og fór sínu fram. Það er
margs að minnast á stundum sem
þessum og minningarnar eru of-
arlega í huga mínum þessa daga.
Mamma var afskaplega dugleg
kona til vinnu og annarra verka.
Hún var afar stolt af því að vera
hjúkrunarfræðingur og vann sem
slíkur á Sjúkrahúsinu á Akureyri
(þá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri), fyrst á skurðstofunni og
síðan sem deildarstjóri á slysa-
deildinni um langa hríð. Hún átti
stóran þátt í því að byggja upp
núverandi bráðamóttöku Sjúkra-
hússins á Akureyri og vann þar
um tíma þar til hún hætti að
starfa svo hún gæti átt góðan
tíma með pabba. Þau ætluðu
sannarlega að njóta þess að vera
saman og ferðast eftir að þau
hættu að vinna árið 2003. En það
fer ekki alltaf eins og maður vill
og þau áttu allt of lítinn tíma sam-
an þar sem krabbinn tók völdin
og pabbi lést fyrir rúmum 12 ár-
um. Þessi missir hefur haft áhrif
á mömmu alla tíð og söknuður
hennar mikill. Mamma fékk sinn
skerf af mótlæti í lífinu og missti
móður sína einungis 13 ára gömul
sem hafði mikil áhrif á hana.
Mamma greindist með heila-
bilun fyrir nokkrum árum og lifði
með þann sjúkdóm sem oft og tíð-
um reyndist henni og okkur fjöl-
skyldunni erfiður. Hún flutti í
Lögmannshlíð í byrjun árs og þar
leið henni mjög vel síðustu sex
mánuði og við sannfærð um að
þetta yrði hennar heimili næstu
árin. Örlögin hafa hins vegar tek-
ið í taumana og hún hefur fengið
nýtt heimili og er nú nær pabba
og mömmu sinni.
Ég er eilíflega þakklát fyrir
þann tíma sem ég hef átt með
mömmu og hún hefur kennt mér
mikið. Hún var lærimeistari minn
innan hjúkrunar, en ég ákvað
alltaf að feta í hennar fótspor
einkum þar sem ég sá hve stolt
hún var af því að vera hjúkrunar-
fræðingur. Einnig var hún læri-
meistari minn í mörgum öðrum
verkefnum og nú síðast lærði ég
mikið af því að sinna henni, sem
móður og sem einstaklingi sem
var að ákveðnu leyti upp á aðra
komin vegna síns sjúkdóms. Við
höfum átt margar stundir saman
og reynt ýmislegt en í hugann
koma notalegu stundirnar, þakk-
lætið sem mamma hefur sýnt
mér við að vera til staðar fyrir
hana og augljós væntumþykja
hennar í garð sinnar fjölskyldu.
Það verður skrítið að skreppa
ekki til mömmu í Lögmannshlíð,
fá sér kaffibolla og njóta þess að
vera saman. Ég mun ávallt sakna
þín og geymi allar mínar minn-
ingar um þig í hjarta mínu. Þín
dóttir,
Hildigunnur.
Það var föstudagskvöldið 6.
júlí, sem Birna tengdamóðir mín
settist í stólinn sinn og sofnaði
svefninum langa. Þessi hljóðláta
en virðulega brottför hæfði
tengdamóður minni svo vel. Hún
var virðuleg og glæsileg kona.
Hún var ákveðin, án þess að mað-
ur fyndi nokkurn tíma fyrir æs-
ingi eða hávaða í kringum hana.
Af dugnaði og festu barðist hún
til náms eftir móðurmissi og upp-
lausn æskuheimilis síns á ung-
lingsaldri. Hún átti síðan langan
og gæfuríkan starfsferil á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri þar
sem hún tók að sér trúnaðarstörf
við uppbyggingu slysadeildar,
sem hún var svo í forsvari fyrir
þar til hún lét af störfum. Birna
hafði sterkar skoðanir og var
mjög pólitísk og sat meðal annars
í bæjarstjórn Akureyrar fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Það var allt-
af gaman að spjalla við Birnu um
pólitík, bæði lands- og heimsmál-
in og sátum við oft fram eftir yfir
rauðvínsglasi og var farið um víð-
an völl. Hún var samt alltaf svo
yfirveguð og virti skoðanir ann-
arra. Það var aldrei rifist eða
hækkaður rómur og ég hef aldrei
heyrt Birnu tala illa um nokkurn
mann. Birna var lífskúnstner.
Hún og Svavar höfðu alltaf
ferðast mikið og þá var farið víða
og þau gleyptu í sig menningu
annarra þjóða. Bestu stundir
okkar saman voru yfir góðum
mat og drykk. Undanfarin ár
breyttust þessar stundir vegna
veikinda Birnu, en hún var áfram
alltaf svo glöð og hlý. Hún hafði
unun af ljóðum og gat endalaust
þulið upp heilu ljóðabálkana,
jafnvel þótt minni á annað væri
farið að þverra. Reglulega reyndi
hún að kenna mér vísur, en ekki
með miklum árangri. Uppáhalds-
vísan okkar eftir Davíð Stefáns-
son fór hún með í flest skipti sem
við hittumst og ég er ekki frá því
að ég geti loksins farið með hana
eftir 20 ára yfirhlýðingu frá
tengdamóður minni.
Hvað varðar þá um vatnið
sem vínið rauða teyga?
Hvað varðar þá um jörðina,
sem himininn eiga?
(Davíð Stefánsson)
Ástarkveðja,
Örvar Jónsson.
Elsku amma. Orð fá því ekki
lýst hvað við söknum þín mikið og
eigum enn þá erfitt með að trúa
því að þú sért farin. Það var svo
gaman að vera með þér síðustu
mánuðina þína þar sem þú varst
svo hress og kát. Oft er talað um
að það sé best að hætta á toppn-
um og þú hefur greinilega fylgt
því eftir. Við erum svo þakklát
fyrir að þú hafir náð að fagna út-
skriftunum með okkur í júní og
við höfum fengið að skála með
þér, þar sem þér fannst ekkert
skemmtilegra en að skála með
krílunum þínum. Fyrst og fremst
erum við þakklát fyrir allt sem þú
hefur kennt okkur í gegnum æv-
ina og fyrir að hafa alltaf verið til
staðar fyrir okkur. Hvort sem
það var til að gefa okkur smá aur,
baka hafrakex eða eiga skemmti-
legar samræður um gömlu góðu
tímana á Skaganum. Við minn-
umst þín með hlýju í hjarta og
hugsum til þess að þú sért komin
á betri stað og færð að hitta afa
aftur. Minningin lifir að eilífu, í
hvert skipti sem við skálum þá
skálum við fyrir þér. Við elskum
þig amma. Hvíldu í friði.
Almar og Agnes.
Elsku amma.
Enn eigum við bágt með að
trúa því að þú sért virkilega farin.
Þú sem varst alltaf til staðar, svo
dugleg að lesa fyrir okkur og fara
með bænirnar með okkur á okkar
yngri árum. Við minnumst þín
með gleði í hjarta yfir öllum þeim
góðu tímum sem við áttum með
þér, þótt við ættum það til að
gera þér erfitt fyrir. Eins og þeg-
ar Freyr stakk af á næsta leikvöll
þegar þú varst að passa hann og
þú hljópst upp og niður Laugar-
brekkuna í náttsloppnum leitandi
að honum. Þú fannst hann svo
sitjandi efst í rennibraut hágrát-
andi þar sem hann þorði ekki nið-
ur. Eða þegar Sólveig kafnaði
næstum á klaka í nýju klakavél-
inni á Árholtinu og þú sýndir
snilldartakta með Heimlich-að-
ferðinni. Góðir tímar.
Þú áttir svo stóran hlut í lífi
okkar allra og við erum endalaust
þakklát fyrir þann tíma sem við
áttum með þér. Þrátt fyrir allt
var alltaf stutt í grínið hjá þér og
alltaf gaman að vera í kringum
þig. Við munum alltaf sakna þín
en núna ertu komin a betri stað
til afa. Hvíldu í friði.
Freyr, Ari og Sólveig Birna.
Þegar börn eldast og þroskast,
þá breytast samskiptin við ömmu
og afa um leið. En á kveðjustund
birtast minningar barnsáranna
svo ljóslifandi. Göngutúrar með
ömmu. Labbað í fjöruna að safna
steinum. Setið í stofunni og
spjallað, eða horft á fótboltann í
sjónvarpinu. Amma að lesa sögur
upp í rúmi á kvöldin og strjúka
bakið. Kvöldbænin hennar
ömmu.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höfundur ókunnugur)
Við söknum þín, amma.
Aníta, Tristan Orri,
Jón Ívar og Svavar.
Margrét Birna Sigurbjörns-
dóttir var fullt nafn þessarar
systur minnar en hún notaði allt-
af einungis seinna nafnið. Hún
var yngst okkar alsystkinanna
fimm.
Hún var fædd 13. september
1942 á Fáfnisveigi 7, sem nú heit-
ir Deildartún á Akranesi.
Þar ólumst við öll upp og átt-
um góða æsku í faðmi foreldra
okkar.
Móðir okkar deyr 1. febrúar
1956 og þá er Birna aðeins þrett-
án ára gömul. Á þessum aldri er
það gífurlega mikið áfall fyrir
barn að missa móður sína, það
vita þeir sem hafa orðið fyrir
slíku. Við þrjú elstu systkinin
vorum farin að heiman svo að
heimilishald á Fáfnisveigi 7 fór
mjög úr skorðum þar sem faðir
okkar vann í Reykjavík. Við þess-
ar aðstæður ákvað Helga, elsta
systir okkar, og maður hennar
Guðjón, að Birna kæmi til dvalar
hjá þeim. Hjá þeim dvelur hún
síðan meira og minna öll sín ung-
lingsár. Að loknu skyldunámi á
Akranesi ákveður hún að fara í
heimavistarskóla Héraðsskólans
í Skógum undir Eyjafjöllum og
lýkur þar námi sínu sem gagn-
fræðingur 1958. Árið 1959 fer
hún ásamt vinkonu sinni til
Kaupmannahafnar og vinna þær
þar á sjúkrahúsi í röskt ár. Hún
kemur síðan heim og fer að læra
hjúkrun í Hjúkrunarkvennaskóla
Íslands og lýkur þar námi árið
1965. Á námsárum sínum í
Hjúkrunarkvennaskólanum
kynntist hún Svavari Eiríkssyni
sem var við nám í Háskóla Ís-
lands. Þeim buðust síðan báðum
góð störf á Akureyri, henni sem
hjúkrunarfræðingur á sjúkra-
húsinu þar og honum hjá Prent-
verki Odds Björnssonar. Birna
starfaði alla sína starfsævi sem
hjúkrunarfræðingur á Akureyri.
Samband okkar hjónanna,
Láru og mín, við Birnu og Svavar
var mjög gott. Þau hjónin komu
oft til okkar á Akranes og við til
þeirra á Akureyri. Við fórum
saman í útilegur og til útlanda,
einnig kom það nokkrum sinnum
fyrir að við Lára höfðum hjá okk-
ur tvö yngstu börn þeirra þegar
þau fóru til útlanda. Birna var
samviskusöm í öllum sínum störf-
um, trygg þeim sem hún tók,
bæði vinum og vandamönnum.
Hún hafði ákveðnar skoðanir og
deildum við oft um ýmis mál, en
aldrei varð það til að skaða vin-
áttu okkar.
Ég og fjölskylda mín vottum
Berglindi, Hildigunni, Önnu
Margréti og Sveini okkar dýpstu
samúð við fráfall móður þeirra.
Og með þessum orðum læt ég
fylgja þessa ferskeytlu:
Enginn temur tímans vald
og tamt er því að gleyma,
að dauðinn hér er aðeins tjald
á milli tveggja heima.
Hafsteinn Sigurbjörnsson.
Við fréttir af fráfalli Birnu rifj-
ast upp fyrir mér mynd frá því á
áttunda áratugnum er ég var ný-
útskrifuð sem hjúkrunarfræðing-
ur og hafði hafið störf á hand-
læknisdeild Sjúkrahússins á
Akureyri. Glæsileg ung kona, há
og grönn, dökk yfirlitum kemur
innan af skurðstofuganginum og
gengur röskum skrefum í átt til
mín, það var Birna. Vinnutíminn
var oft langur á skurðdeildinni á
þessum árum en aldrei heyrði ég
Birnu kvarta eða skipta skapi
þótt ugglaust hafi börnin fjögur
oft verið farið að lengja eftir
mömmu sinni þegar vinnudagur-
inn varð mun lengri en átta
klukkustundir.
Um tveim áratugum síðar lá
leið okkar Birnu saman aftur er
ég hóf störf á slysadeild sjúkra-
hússins þar sem hún var þá deild-
arstjóri. Birna var góð fyrir-
mynd, yfirveguð með góða
yfirsýn og næmni fyrir umhverf-
inu, jafnt skjólstæðingum sem
starfsmönnum og til hennar var
gott að leita. Birna var alla tíð
grönn og létt á fæti og svo hraust
að man ég ekki eftir öðru en hún
hafi alltaf verið til staðar.
Birna starfaði að bæjarmálum
og sat í bæjarstjórn en aldrei
blandaði hún þeim eða öðrum
hugarefnum við störf sín sem hún
gaf sig alla að. Birna naut þess að
vera úti í náttúrunni og ferðast.
Þegar hún og eiginmaður hennar
Svavar höfðu lokið ævistarfinu
ætluðu þau svo sannarlega að
njóta þess að ferðast sem því
miður varð ekki þar sem Svavar
féll skyndilega frá. Nú vona ég að
þau séu farin að ferðast.
Ég kveð Birnu með virðingu
og þakka ánægjulega samfylgd.
Börnum hennar og öðrum að-
standendum sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elín Margrét
Hallgrímsdóttir.
Við erum allar hjúkrunarsystur
alls staðar af landinu
ekki verður munnur okkar kysstur
fyrr en í hjónabandinu.
(Höf. ók.)
Já, við vorum saman í heima-
vist í 3 ár og 3 mánuði og upp-
lifðum þar saman gleði og sorg.
Þetta var góður tími. Að hjúkr-
unarprófi loknu fluttist Birna
norður til Akureyrar með Svav-
ari, eiginmanni sínum. Þar
bjuggu þau síðan og eignuðust
fjögur mannvænleg börn, þrjár
dætur og einn son. Þar reistu þau
sér myndarheimili, en Birna vildi
hafa líflegt í kringum sig. Hún
var dugleg, áræðin og mjög
glæsileg kona.
Fyrir 4 árum, á 50 ára
útskriftarafmæli, fórum við til
Akureyrar og fundum þá að farið
var að halla undan fæti hjá skóla-
systur okkar. Nú hafa báðar
Akranesstúlkurnar, Birna og
Brynja, kvatt.
Við hollsysturnar sendum
börnum hennar og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Ásdís Halldórsdóttir.
Birna
Sigurbjörnsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR BENEDIKT BENEDIKTSSON,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 18. júlí klukkan 13.
Rannveig Bjarnadóttir
Ríkarður Óskarsson Júlíana Ólafsdóttir
Guðrún Óskarsdóttir
Helgi Þór Óskarsson Arnheiður Magnúsdóttir
Hafþór Óskarsson Elísabet Magnúsdóttir
Óskar Halldór Óskarsson Nicole Bisson Oskarsson
Ámundi Sigurðsson Þóra Björg Þórisdóttir
Bjarni Sigurðsson Birna Björgvinsdóttir
Ingi Eldjárn Sigurðsson
Nanna Helga Sigurðardóttir Severin White
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær dóttir mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
FREYJA DRÖFN AXELSDÓTTIR
auglýsingastjóri,
Selvogsgötu 17,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu 10. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. júlí
klukkan 13:30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Geðhjálpar.
Jónína Maggý Þorsteinsdóttir
Sandra B. Clausen Sigurður Óskar Baldursson
Daníel Björn Baldursson Elísabet Baldursdóttir
Freyr Finnbogason Hulda Axelsdóttir
Jónas Clausen Telma Axelsdóttir
og barnabörn