Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Opið fyrir
úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13.00
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30-
15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia
völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega
viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga
kl. 11 og Sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13.
Vitatorg sími: 411-9450
Gjábakki Kl. 9.00 Handavinna, 13.30 Alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi, morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um
hverfið kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16, brids kl.13, enskunámskeið
tal kl.13, bókabíll kl.14.30, bónusbíll 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30 allir
velkomnir óháð aldri nánari í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi Sundlaug kl. 7:15, kaffispjall í króknum
kl. 10:30, Pútt á golfvellinum kl. 13:30, Bridge í Eiðismýri kl. 10:30,
ganga frá skólabraut kl 14:30. Minnum á Nikkuballið sem verður á
morgun miðvikudag milli 16:00 og 18:00.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn
kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Nú í morgunsár-
ið voru liðin 60 ár
frá því strákurinn
hann faðir minn
Þorsteinn Jónsson
varð fyrir slysi við
byggingu Síldar-
vinnslunnar, SVN,
og lést. Mikið kapp hafði verið í
mönnum að koma þessu nýja
fyrirtæki áfram og síldarverk-
smiðjunni í gang, þar sem stutt
var eftir af síldarvertíðinni og
sumarið senn á enda. Uppúr
miðnætti var byrjað að landa
síld úr fyrsta bátnum, nýbyggð
þró sem síldinni var safnað í
þoldi ekki þungann og sprakk.
Pabbi var að vinna við að koma
færibandi saman sem flytja átti
síldina inn í verksmiðju, að ég
best veit var hann með rafsuðu-
hjálm fyrir andlitinu og að raf-
sjóða við færibandið þegar þró-
arveggurinn féll yfir hann og
síldin í þrónni þar á eftir. Tals-
verðan tíma tók að finna hann,
moka síld, jafnvel í sjóinn, svo
hægt væri að athafna sig og
lyfta veggnum ofan af honum.
Þessi dagur 17. júlí 1958 hef-
Þorsteinn
Jónsson
✝ Þorsteinn Jóns-son fæddist 27.
ágúst 1934. Hann
lést 17. júlí 1958.
ur verið talinn
fyrsti starfsdagur
Síldarvinnslunar og
því ekki hægt að
minnast á þennan
gleðidag hvað fyr-
irtækið varðar án
þess að hafa slysið
og þar með sorg-
ardaginn með í
þeirri umræðu. Ég
leyfi mér að segja
strákurinn þar sem
hann fékk ekki nema 23 ár hér á
jörð, þrátt fyrir fá ár tókst hon-
um að framkvæma ótrúlega
margt.
Hann var mikill fjölskyldu-
maður, vann mikið til þess að
koma sér og sínum áfram, þurfti
að eiga fyrir því sem hann
keypti, var mikill útivistar- og
náttúruunnandi, gekk á fjöll
sumar sem vetur. Hann var
mikill skíðamaður og varð m.a.
Austurlandsmeistari á skíðum
1950 þá 15 ára gamall. Hann var
mikill hagleiksmaður og smíðaði
ásamt félaga sínum Bjarna
(Banna) Björgvinssyni indíána-
kanó, báturinn er úr eikargrind
klæddur segldúk. Að beygja eik
er ekki auðvelt, til þess þurftu
þeir fyrst að smíða sér gufu-
stokk til þess að hita eikarlist-
ana með vatnsgufu, steinolíu-
prímusar voru notaðir til þess
að hita vatnið inni í stokknum
svo af yrði gufa, þegar eikarlist-
arnir voru svo nægilega heitir
var hægt að beygja þá til í rétt
form. Ýmsar siglingar var svo
farið í á kanónum, t.d. um Mý-
vatn. Þessi kanó er enn til og
hangir uppi í bílskúrnum hjá
mér, mín bíður svo það verkefni
að pússa hann upp og lakka að
nýju. Mamma og pabbi hófu bú-
skap í húsi móðurafa og ömmu
að Urðarteigi 21 á Norðfirði,
þau innréttuðu sér íbúð í útenda
hússins sem þá var nýlega
byggt og ekki fullklárað, eins og
títt var á þeim árum. Pabbi var
þá að ljúka námi í vélvirkjun og
hugði á frekara nám í vélafræð-
um. Á þessum árum var ekki
alltaf auðvelt að fá allt sem
þurfti, hann smíðaði því m.a.
olíukynta ketilinn sem hitaði
bæði vatnið sem rann um ofnana
sem hituðu húsið og neysluvatn-
ið.
Eðlilega man ég ekki mikið
eftir pabba enda var ég bara
tveggja ára þegar hann dó, ég
man þó eftir nokkrum punktum,
einn er þegar hann var að
hjálpa vini sínum Gísla á Hólum
að laga Willysinn hans sem var
með rauðum upplituðum brett-
um. Þetta var á góðviðrisdegi
rétt fyrir slysið, litli strákurinn
fékk verkefni, sem var að mála
brettin, þau urðu skærrauð og
falleg, en það stóð ekki lengi,
brettin urðu fljótt eins upplituð
aftur, enda málningin bara vatn.
Hlífar Þorsteinsson.
Við erum sem tré
það vex og það dafnar
það myndast á því
sprotar
sem vaxa og verða að
greinum
á þær koma blóm sem blómstra
sem síðan fölna og falla.
Pabbi, afi, afilang var okkar
tré, hann var traustur og með yf-
irsýn og hélt verndarhendi yfir
okkur öllum smáum sem stórum.
Hans minning mun lýsa í okk-
ar lífi.
Hrefna (Bíbí), Bára
og fjölskyldur.
Trausti „stóri“ bróðir lést að
kvöldi 1. júní og vantaði þá um 80
mínútur í að ná 86 árum. Sig-
urður Trausti hét hann fullu
nafni.
Margs er að minnast við tíma-
mót sem þessi. Eftir barnaskóla
var Trausti á Reykjaskóla þrjá
vetur, svo einn vetur í MA. Vann
við sitthvað á sumrin, sem krakki
„kúarektor“, við heyskap, fisk-
veiðar, flutninga girðingarstaura
frá Ströndum, við bryggjusmíði
og í vegavinnu í V.-Hún. og Borg-
arfirði. Vorið 1952 fór hann að
vinna hjá bandaríska hernum á
Keflavíkurflugvelli, fyrst á Hótel
De Gink á Nikkelsvæðinu, svo á
hótelinu við gömlu flugstöðina.
Við þetta var Trausti vel á annað
ár. Fór svo yfir í verslun varn-
arliðsins, Post Exchange, PX-ið,
og var ráðinn til að sjá um lag-
erinn og er í því tvö ár. Þá var
Trausti ráðinn framkvæmda-
stjóri yfir PX-inu. Við komu sjó-
hersins varð til Navy Exchange.
Trausti var í þessu starfi þar til
hann hætti störfum nokkru áður
en herinn hvarf úr landi.
Hann hafði mikinn áhuga á að
koma íslenskum vörum á markað
á Vellinum. Það gekk vel og
Trausti S.
Björnsson
✝ Trausti S.Björnsson
fæddist 2. júní
1932. Hann lést 1.
júní 2018. Útförin
fór fram 15. júní
2018.
þarna má segja að
hafist fyrir alvöru
„útflutningur“ á
vörum úr lopa, leir
o.fl. til Bandaríkj-
anna. Trausti leitaði
til ótalmargra fram-
leiðenda íslenskra
vara sem hann
keypti af. Glit og
Rammagerðin voru
stórir birgjar sem
hann átti í viðskipt-
um við með vörur sem „Kanarn-
ir“ keyptu í mjög miklu magni og
sendu heim, fluttu út. Trausti
naut sín vel í þessu starfi og yf-
irmenn hersins á hverjum tíma
sýndu honum mikið traust. Hann
var ráðinn innkaupastjóri fyrir
allar verslanir Bandaríkjahers í
Evrópu. Hann var því oftlega á
ferð starfsins vegna og fór víða,
bæði innan Evrópu og Banda-
ríkjanna. Aðalbirgðastöðvar fyrir
verslanir Bandaríkjahers í Evr-
ópu voru í Frankfurt og var
vörum dreift þaðan um Evrópu.
Trausti var margverðlaunaður
fyrir best reknu verslun Banda-
ríkjahers á heimsvísu, þessa á
Keflavíkurflugvelli. Eðli málsins
samkvæmt var bróðir minn afar
fámáll um þessi störf sín fyrir
herinn, bæði hér heima og í Evr-
ópu, en hann var sem slíkur
æðsti íslenski starfsmaður hers-
ins.
Eftir að vinnu lauk á vellinum
var Trausti kjörinn formaður Fé-
lags eldri borgara á Suðurnesj-
um, sem hann sinnti í nokkur ár
af alúð, þótti vænt um það starf.
Trausti var með „græna fing-
ur“, eins og sagt er stundum.
Hann hafði mjög gaman af garð-
yrkju og þau hjón, Áslaug og
hann, fengu þrisvar sinnum verð-
laun fyrir fallegasta garðinn í
Keflavík að Smáratúni 40. Hann
byrjaði í janúar að sá fyrir blóm-
um, sem hann gerði alla tíð.
Hann var í fiskaðgerð í kvöld-
vinnu hjá útgerð einni í Keflavík í
tvær vertíðir meðan á byggingu
hússins að Smáratúninu stóð. Ár-
ið 1960 keyptum við saman land
austur í Þrastaskógi, nokkuð á
annan hektara. Fallegt land þak-
ið birkikjarri. Það er nú Finn-
heiðarvegur nr. 2. Minn part
seldi ég honum síðar. Þetta er nú
mikill skógur orðinn. Þarna
stunduðu þeir, Trausti og Héðinn
stórvinur hans, eigandi lands við
hliðina, skógrækt sem nú er fal-
legt svæði með stígum og rjóðr-
um.
Um leið og bróðir er kært
kvaddur og beðið blessunar Guðs
sendi ég öllu hans fólki mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ólafur Steinar Björnsson.
Við systur erum
heppnar að hafa
fengið að alast upp í
næsta húsi við afa og
ömmu. Afi var í alla staði frábær
maður. Hann var svo góður og
skemmtilegur, og það var alltaf
stutt í grínið hjá honum. Hann tók
lífinu fagnandi og elskaði sveitina
Guðjón
Gunnarsson
✝ GuðjónGunnarsson
fæddist 17. júní
1922. Hann lést 24.
júní 2018.
Útför Guðjóns
fór fram frá Skál-
holtskirkju 16. júlí
2018.
sína. Hann fór í
gönguferð á hverj-
um degi og þá sáum
við að hann stansaði
stundum og horfði
yfir landið, eins og
hann væri að dást að
því sem hann hafði.
Hann og amma
voru svo yndisleg
saman. Við sjáum
mikið eftir afa en
huggum okkur við
það að nú eru þau sameinuð á ný,
mjög líklega í reiðtúr.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Kveðja,
Harpa og Nína.