Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Sögu- og listsýningin Lífsblómið -
Fullveldi Íslands í 100 ár, sem opnuð
verður fyrir almenning kl. 10 á
morgun, miðvikudag, í Listasafni Ís-
lands, hverfist um handrit, skjöl og
listaverk. Úr meira en eitt hundrað
sýningargripum og samspili þeirra
má lesa mikinn fróðleik um land og
þjóð síðustu eitt hundrað árin.
Hvernig tengjast handritin fullveldi
Íslands? Eða listaverk samtímalista-
manna sem og gömlu meistaranna?
Eru Íslendingar enn að rífast um
það sama og fyrir 100 árum; eign-
arhald á auðlindum, ríkisborgararétt
og hlutleysi landsins, svo dæmi séu
tekin? Vita eða vissu þeir, sem litu
dagsins ljós hér á landi á árunum
1918 til 1944, að þeir fæddust í kon-
ungsríkinu Íslandi?
„Sýningin er í stóra salnum á
neðri hæðinni gegnt Tjörninni. Við
erum búin að breyta salnum töluvert
með „arkitektónískri“ innsetningu,
þannig að hann virkar eins og tveir
salir. Handritin eru hjarta sýning-
arinnar. Þau eru í handritahúsi, eins
og við köllum það, og hýsir sjö gler-
hýsi, nokkurs konar hús í húsinu þar
sem gestir geta virt þau vel fyrir
sér,“ segir Sigrún Alba Sigurðar-
dóttir sýningarstjóri. Við skipulagn-
ingu og val á listaverkum hafði hún
sér til fulltingis sýningarnefnd og
verkefnisstjórn, sem skipaðar voru
fulltrúum Stofnunar Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum, Þjóð-
skjalasafns Íslands og Listasafns Ís-
lands.
Dýrgripir að utan
„Lífsblómið er afrakstur þess góða
samstarfs. Við byrjuðum á að velta
fyrir okkur hvað fælist í fullveldi,
hvers virði fullveldið væri, hvort það
væri sjálfgefið og eilíft eða hvort við
þyrftum að standa vörð um það. Síð-
an fórum við líka að skoða mynd-
listina og sáum að listamenn hafa í
áranna rás tekist á við spurningar á
borð við eignarhald á auðlindum, við-
horf útlendinga til Íslendinga og
þátttöku Íslands í alþjóðamálum. Að
því leytinu potar myndlistin svolítið í
söguna, ef svo má segja. Við lögðum
áherslu á að tefla saman hinu stóra
og smáa, opinberu lífi og einkalífi
með það að leiðarljósi að búa til sýn-
ingu, sem fengi fólk til að hugsa um
hvernig saga fullveldisins kemur
okkur við enn þann dag í dag.“
Meðal margra dýrmætra handrita
á sýningunni eru tvö af merkustu
miðaldahandritum Íslendinga, Orms-
bók Snorra-Eddu og Reykjabók
Njálu, sem fóru til Danmerkur á 17.
öld og fengin voru að láni í tilefni
sýningarinnar. Að sögn Sigrúnar
Ölbu átti upphaflega einungis að
sýna handrit sem varðveitt eru á Ís-
landi. „Fljótlega í undirbúningsferl-
inu bentu fulltrúar Árnastofnunar á
að skarð væri í safneigninni því í það
vantaði þessi tvö höfuðrit, sem sam-
kvæmt skiptareglunni 1961 hefðu átt
að koma með öðrum til Íslands 1971.
Í staðinn fengu Íslendingar hins veg-
ar Flateyjarbók og Konungsbók
eddukvæða.“
Handritin og fullveldið
Handritin eru öll á heimsminja-
skrá UNESCO og því er ströng ör-
yggisgæsla á sýningunni. Sigrún
Alba þekkir sögu handritanna býsna
vel því hún er hvort tveggja sagn-
fræðingur og menningarfræðingur
að mennt og mikil áhugamanneskja
um sögu Íslands. Í stórum dráttum
segir hún skiptaregluna hafa falið í
sér að Íslendingar fengju handrit
með efni sem vörðuðu Ísland og ís-
lensk málefni, en handrit sem vörð-
uðu aðrar þjóðir yrðu áfram í Kaup-
mannahöfn. „Af einhverjum
ástæðum var gerð undantekning
með þessi fjögur handrit, þótt fátt
gæti verið íslenskara en Ormsbók
eddukvæða með fyrstu íslensku mál-
fræðiritgerðina, sem er grundvöllur
tungumálsins.“
Spurð hvernig handritin tengjast
fullveldi Íslands segir Sigrún það
hafa verið mikið til umræðu í verk-
efnisstjórninni. „Við skoðuðum sjálf-
Handritin eru hjarta Lífsblómsins
Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár Samspil handrita, skjala og listaverka
Meðal dýrgripa eru Ormsbók Snorra-Eddu og Reykjabók Njálu Rúmlega 100 sýningargripir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Handritahúsið og glerhýsin sjö Í svokölluðu handritahúsi hefur verið komið fyrir sjö glerhýsum þar sem gestir geta virt dýrgripina fyrir sér í næði.
Morgunblaðið/Valli
Þjóðaratkvæðagreiðsla Íslendingar gerðu samning við Kristján X. Danakonung þeg-
ar þeir samþykktu sambandslagasamninginn 1918.
Frumstæðar þjóðir? Meðal listaverka á sýningunni eru ljósmyndir Ólafar Nordal af styttum sem Frakkar
gerðu af Grænlendingum og Íslendingum á nítjándu öld og áttu að sýna hvernig frumstæðar þjóðir litu út.
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is