Morgunblaðið - 18.07.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 18.07.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Embætti ríkislögreglustjóra hefur fest kaup á ellefu sérútbúnum Volvo V90 Cross Country-lögreglubílum og tveimur lögreglujeppum af gerðinni Ford Interceptor. Bílarnir bætast í flota íslensku lögreglunnar í haust. Þetta staðfestir Agnar Hannesson, rekstrar- og þjónustustjóri hjá Emb- ætti ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið. „Þeir dreifast um allt land þessir bílar, sumir fara á landsbyggðina og aðrir til Reykjavíkur,“ segir Agnar, en í sumar tók lögreglan einnig í notkun átta sérútbúna Volvo-bíla. „Að undangengnu örútboði varð Volvo aftur fyrir valinu,“ segir Agnar, en bílarnir eru þróaðir í deild sér- stakra ökutækja hjá Volvo og eiga að þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. „Þeir eru sérstyrktir, með sérstyrktu hemla- og fjöðrunarkerfi og koma með forgangsbúnaði.“ Ford-jepparnir eru af sömu tegund og sérsveit ríkislögreglustjóra hefur til umráða, en þeir tveir sem nú bætast í flota lögreglu fara í almenna löggæslu. Að sögn Agnars verða bílarnir ekki brynvarðir, ólíkt jeppabílum sér- sveitar, og hvítir að lit. Í gærmorgun tók lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu í notkun nýjan Volkswagen Transporter og segir Agnar fleiri vera á leiðinni. „Einn er farinn í notkun og annar fer í ágúst. Síðan eru væntanlegir tveir til viðbótar á árinu og tveir á næsta ári. Þeir fara til Vestmannaeyja, Akur- eyrar, Suðurnesja og Reykjavíkur,“ en bílarnir leysa af eldri gerð sendibíla af gerðinni Ford Econoline. teitur@mbl.is Lögreglan festir kaup á fleiri sérútbúnum bílum Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýi tíminn Bílar lögreglu munu nú einnig bera nýjar merkingar.  Sömu jeppar og sérsveit RLS notar Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þetta eru þrjú ár núna sem hafa verið íslenskum loðdýrabændum mjög óhagstæð,“ segir Einar E. Einarsson, formaður Sambands ís- lenskra loðdýrabænda, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að á ár- unum 2016-2017 hafi skinn hækkað um 11% í verði í erlendri mynt en íslenskir loðdýrabændur hafi samt orðið fyrir 4% lækkun vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar. „Þannig að íslenskir bændur eru búnir að fá lækkun núna þrjú ár í röð og heimsmarkaðsverð hefur lækkað frá 2017,“ bætir Einar við. Mikið offramboð Einar segir að fimm bændur hafi hætt loðdýrarækt síðastliðið haust og segir að staðan sé erfið fyrir þá sem eftir eru. „Það er alveg ljóst að fjárhagsstaða þeirra sem eru í þessu í dag er orðin alveg gríð- arlega þröng og erfið. Það þarf eitthvað mikið að koma til svo að menn treysti sér til, og geti haldið áfram.“ Hann segir aðalástæðu stöð- unnar vera offramboð í skinna- framleiðslu á árunum 2011-2014. „Það varð algjört offramboð og of- framleiðsla. Skinnaverð á markaði var mjög hátt frá 2010-2013 og þá jókst verulega framleiðsla í heim- inum. Framleiðsla fór þarna úr um 50 milljónum skinna í yfir 80 millj- ónir skinna á þremur árum. Það varð hreinlega uppsöfnun,“ segir Einar. Spurður hvort hann telji að þessi þróun haldi lengi áfram svarar Einar: „Það er það sem er svo erf- itt að spá fyrir um í þessu. Við vit- um náttúrulega að þetta gengur í bylgjum. Og þetta er selt á hinum frjálsa markaði við hamarshögg. Við vitum að þetta mun snúa við en hvenær það gerist vitum við aftur á móti ekki. Við höfum samt býsna staðfestar heimildir fyrir því að það sé mikið búið að draga úr heims- framleiðslu bæði 2017 og 2018. Það er það sem þarf að gerast svo að verðið hækki.“ Notkun á skinnum eykst Í janúar tilkynnti Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, að í stjórnarsáttmála landsins væri kveðið á um að skinnaframleiðsla yrði bönnuð þar í landi fyrir árið 2025. Spurður um þetta, og hvort breyting á markaðsaðstæðum geti verið ástæða þess minna fæst nú fyrir skinnin, segir Einar svo ekki vera. „Í Noregi er það í ríkisstjórnar- sáttmála þessa þriggja flokka að banna loðdýrarækt en það hefur ekki farið fyrir þingið þannig að það sér ekki fyrir endann á því ennþá,“ segir Einar og bætir við: „Það er mjög mikill áhugi á skinn- um og stóra myndin er sú að notk- un á skinnum hefur bara vaxið í gegnum árin. En framleiðslan jókst bara allt of mikið þarna á þremur árum. Þetta varð miklu meira en markaðurinn gat tekið við.“ „Staða loðdýra- bænda er bæði erfið og þröng“  Skinnaverð lækkað í þrjú ár  Minni notkun ekki vandamálið Morgunblaðið/Björn Jóhann Loðdýrabóndi Einar E. Einarsson Loðdýrarækt í Evrópu » Minkar voru fyrst fluttir til Íslands haustið 1931. » Danir eru umsvifamestu loð- dýraframleiðendur í heiminum. Árið 2016 framleiddu þeir sautján milljónir skinna. » Víða í Evrópu, t.d. í Bret- landi, Austurríki og Króatíu, hefur loðdýrarækt verið bönn- uð með öllu. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, segir að ríkisstjórnin þurfi að setja takmarkanir eða bönn við kaupum jarða erlendra aðila hér á landi og ganga hraðar til verks. „Málið hefur verið óbreytt lengi og í biðstöðu og á meðan halda menn áfram að kaupa upp jarðir,“ segir Gunnar Bragi. Hann skipaði starfshóp í desember 2016 er hann var landbúnaðarráð- herra til að leggja mat á það hvaða takmarkanir komi til greina til að við- halda ræktanlegu landbúðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Enn sem komið er hefur skýrslunni ekki verið skilað. „Það er búið að fresta skilum á skýrslunni tvisvar ef ekki þrisvar. Eftir því sem ég best veit er stefn- an núna sett á desember. Þetta er orðið óþægi- lega langur tími sem þetta hefur tekið – í máli sem er brýnt að klára fljótt,“ segir Gunnar Bragi. Hann telur það brýnt að stjórnvöld fari í einhverjar aðgerð- ir. „Það ætti að setja miklar takmark- anir, ef ekki banna erlendum aðilum að kaupa jarðir hér á landi líkt og við- gengst í sumum nágrannalöndum okkar og löndum innan EES-svæð- isins, s.s. í Danmörku og Möltu.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að hugsa til lengri tíma í þessum efnum. „Við Íslendingar verðum að horfa til framtíðar og það er alveg ljóst að í heiminum í dag eru færri og færri að framleiða matvæli. Við Íslendingar verðum að vera undir það búin að geta ekki bara brauðfætt okkur sjálf heldur líka stóraukið útflutning á matvælum. Við eigum gnótt af landi en það kostar okkur mikið að þurfa að endurrækta, að byrja alltaf upp á nýtt. Þessi mál hafa verið í upplausn of lengi.“ ninag@mbl.is Jarðir keyptar upp á vakt ríkisstjórnar  Þingmaður Miðflokksins kallar eftir skjótum aðgerðum Gunnar Bragi Sveinsson Núpur enn óseldur  Hollvinir Núps hafa áhuga á að kaupa Gamla skóla Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýra- firði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls 4.588 fer- metra. Gísli Þór Gíslason, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum, segir að alltaf öðru hvoru berist fyrirspurnir um Núp, en enn hafi eignirnar ekki selst. „Þetta er ekkert óvenjulega langur tími sem eignirnar á Núpi hafa verið í sölu. Svona stór hús eins og á Núpi, sem áður hýstu skóla og heimavistir, kalla á öðru- vísi starfsemi og menn þurfa auð- vitað að leggja niður fyrir sér rekstraráætlun um það hvernig dæmið líti út og hvort það gangi upp. Svo er kannski hluti af skýr- ingunni að það er ekki mikil umferð í grennd við Núp,“ sagði Gísli Þór í samtali við Morgunblaðið í gær. Óvenjumargar eignir í sölu Hann segir að ákjósanlegast væri að selja eignirnar þrjár í einu lagi, en það komi einnig til greina að selja hverja eign fyrir sig. Gísli Þór segir að þegar um stærri eignir sé að ræða taki oft langan tíma að selja þær. Það hafi átt við um Arnarholt á Kjalarnesi, sem hafi verið lengi í söluferli og Víðines sömuleiðis, sem Reykjavík- urborg hafi á endanum tekið yfir. Aðspurður hvort óvenjumargar eignir séu í sölu hjá Ríkiskaupum nú sagði Gísli Þór: „Já, þetta er það mesta sem ég man sl. átta ár. Auk þess erum við komin með vilyrði fyrir fleiri eignum sem koma í sölu hjá okkur með haustinu og nú þeg- ar eru ákveðnar eignir í söluferli,“ sagði Gísli Þór. Séra Kristinn Ágúst Friðfinns- son er félagi í Hollvinasamtökum Núps. Hann segir að hann ásamt fjórum öðrum félögum úr Hollvina- samtökunum hafi gert mjög lágt til- boð, eiginlega bara til málamynda, í Gamla skóla, sem er elsta húsnæði fyrrverandi Héraðsskólans á Núpi. Húsnæðið var upprunalega byggt árið 1931. „Við höfum áhuga á því að koma að borðinu, því okkur er ekki sama um staðinn. Við vorum hrædd um að það kæmu einhverjir kaupa- héðnar og reyndu að kaupa. Við vildum og viljum enn koma í veg fyrir slíkt, en við heyrðum ekkert frá Ríkiskaupum, væntanlega vegna þess að þeim hefur þótt til- boð okkar allt of lágt,“ sagði Krist- inn Ágúst í samtali við Morgunblað- ið í gær. Hann segir að ráðast verði í mik- ið viðhald á Gamla skóla. Þau fimm- menningarnir hafi séð fyrir sér að þau gerðu upp íbúð í húsinu, sem síðan yrði leigð út og þannig fengj- ust einhverjar tekjur. Auk þess hafi þau séð fyrir sér að þau myndu sækja um styrki til þess að varð- veita þennan sögustað. Ljósmynd/Guðmundur Helgason Núpur í Dýrafirði Húsin á Núpi í Dýrafirði eru reisuleg, en viðbúið er að ráðast þurfi í mikið viðhald á þeim, eftir að ljóst verður hverjir eignast Núp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.