Morgunblaðið - 18.07.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 18.07.2018, Síða 8
Þessa dagana rignir yfir netnot-endur póstum og tilkynningum þar sem netverslanir, fjölmiðlar og fleiri vilja endurnýja skilmála um notkun persónuupplýsinga. Til- efnið er gildistaka nýrra persónu- verndarlaga sem tekin eru inn í ís- lenskan rétt frá Evrópusamband- inu. Markmiðið er að koma böndum á notkun fyrirtækja á persónu- upplýsingum. En munu nýju lögin breyta einhverju? Ekki er víst að þessi lög skipti miklu fyrir almenn- ing. Flestir hafa í það minnsta hing- að til kosið að þægindin vegi þyngra en persónuupplýsingarnar sem þau kosta.    Þegar hafist var handa við aðkynna og undirbúa innleiðingu laganna fyrir tveimur árum voru sérfræðingar um persónuvernd fáir. Með hinum nýju lögum þurfa allar opinberar stofnanir, ráðu- neyti og sveitarfélög að ráða per- sónuverndarfulltrúa. Í frétt í Morgunblaðinu á mánudag segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónu- vernd, að í liðinni viku hafi tilkynn- ingar um ráðningu persónuvernd- arfulltrúa frá stjórnvöldum verið komnar í 41.    Hjá Persónuvernd hefur veriðfjölgað um fimm starfsmenn til viðbótar við þá sjö sem fyrir voru og gert er ráð fyrir fjárheimildum til að fjölga stöðugildum enn frekar hjá stofnuninni.    Það er því ljóst að lögin eru at-vinnuskapandi hvað sem öðru líður. Uppgrip í einkamálum STAKSTEINAR 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Á Skálholtshátíð sunnudaginn 22. júlí nk. vígir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Kristján Björns- son, nýkjörinn vígslubiskup í Skál- holti, og setur hann í embætti við messu í Skálholtsdómkirkju. Messan hefst kl. 13.30 og er fólk hvatt til að koma tímanlega á staðinn, segir í frétt á heimasíðu biskups. Prestar og biskupar ganga hempu- klæddir og skrýddir úr skóla til kirkju með öðrum vígsluvottum og gestum og pílagrímar ljúka göngu sinni úr Strandarkirkju og ofan úr Borg- arfirði með þess- ari kirkjugöngu. Eftir vígslu- messuna, sem er opin öllum, býð- ur biskup Ís- lands til kaffi- veitinga í Skál- holtsskóla. Skálholtshátíð er haldin þessa helgi vegna Þorláksmessu á sumri. Þá er minnst Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslendinga. Hátíðin hefst fimmtudaginn 19. júlí kl. 20 með tónleikum Metropolitan Flute Orc- hestra, sem er hluti af Sumartónleik- um í Skálholti. Föstudaginn 20. júlí kl. 12, á sjálfri Þorláksmessu á sumri, verður úti- messa við Þorlákssæti sem fráfarandi vígslubiskup, sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, stýrir. Hefst hún á tröppum Skálholtsdómkirkju með söng og klukknahringingu og verður gengið þaðan yfir kirkjuhlaðið að sætinu. Há- tíðin heldur svo áfram með tónleikum laugardaginn 21. júlí kl. 16. Þar syng- ur Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar og er einsöngvari Bene- dikt Kristjánsson. Sunnudaginn 22. júlí kl. 11 heldur Jón Bjarnason orgeltónleika í kirkj- unni. Eftir vígslumessuna og kaffi- veitingar verður boðið til hátíðarsam- komu í Skálholtsdómkirkju með ávörpum, erindi, einsöng og hljóð- færaleik. sisi@mbl.is Vígslubiskup settur í embætti Kristján Björnsson Á næstu tveimur áratugum mun fjöldi flugvéla meira en tvöfaldast samkvæmt nýrri skýrslu Airbus um framtíð flugvélamarkaðarins. Airbus telur að á árinu 2037 verði tæplega 48 þúsund flugvélar í háloftunum en það eru um 123% fleiri flugvélar en í dag. Þá segir skýrslan líka að Kefla- víkurflugvöllur verði einn af 19 mik- ilvægustu flugvöllum Evrópu árið 2027. Aukning um 4,4% á hverju ári Í fyrra ferðaðist 4,1 milljarður far- þega með flugi en talið er að far- þegafjöldi muni aukast um 4,4% á hverju ári á heimsvísu. Íslendingar hafa þó verið duglegri að fara til út- landa í ár, en 14,4% fleiri Íslend- ingar fóru til útlanda í júní í ár miðað við í fyrra, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia. Talsverð endurnýjun er talin nauðsynleg á flugflota flugfyrirtækj- anna en flugvélar á borð við Boeing 737, Airbus A320 eða aðrar sam- bærilegar vélar sem eru með færri en 230 sæti fyrir farþega eru taldar líklegastar fyrir fyrirtækin að kaupa. Ef framleiðsla á Boeing 737 heldur áfram næstu tuttugu árin verður hún sú tegund flugvéla sem hefur hvað lengst þjónustað flug- farþega eða í um sjö áratugi. Fjöldi flug- véla mun tvöfaldast Eitt best geymda leyndarmálið á markaðnum Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tískufyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina. Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan. Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá, Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fj ölskylduna – Í samhljómi við mann og náttúru. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaIceland Veður víða um heim 17.7., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 13 léttskýjað Nuuk 6 súld Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 30 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 rigning Stokkhólmur 30 heiðskírt Helsinki 30 heiðskírt Lúxemborg 26 skýjað Brussel 23 heiðskírt Dublin 19 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 22 léttskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 28 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt Vín 22 skýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 26 rigning New York 25 þoka Chicago 26 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:51 23:18 ÍSAFJÖRÐUR 3:21 23:58 SIGLUFJÖRÐUR 3:03 23:42 DJÚPIVOGUR 3:13 22:55

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.