Morgunblaðið - 18.07.2018, Page 10

Morgunblaðið - 18.07.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Fullveldi Íslands 100 ára Hátíðarþingfundurinn á Þingvöll- um hefst í dag kl. 14:00 með ávarpi þingforseta. Á dagskrá fundarins er eitt mál, þingsálykt- unartillaga formanna allra flokka á þingi um stofnun Barnamenning- arsjóðs Íslands í tilefni af fullveld- isafmælinu, auk þess sem hefja á smíði nýs hafrannsóknaskips. Að atkvæðagreiðslu lokinni munu Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytja ávörp. Tónlist verður á milli at- riða. Gert er ráð fyrir að fundi verði slitið fyrir kl. 16:00. Bein sjón- varpsútsending verður frá þing- fundinum og mun hún hefjast kl. 12:45. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að allir séu að sjálf- sögðu velkomnir á Þingvelli, en hægt verður að fylgjast með fund- inum í brekkunni fyrir ofan þing- pallinn. Eitt þingmál á dagskrá BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst í þessum sam- bandslögum.“ Þannig hljóðar fyrsta setning sambandslaganna 1918, en 100 ár eru í dag liðin frá því að samning- urinn sem lá að baki þeim var undirritaður. Það gekk á ýmsu við samningaviðræðurnar og var jafn- vel talið framan af að ekki myndi nást saman á milli fulltrúa Dan- merkur, sem hingað komu í júlí, og íslensku samninganefndarinnar. Aðdragandi samninga Eftir að fyrri viðræður um sam- band Íslands og Danmerkur end- uðu í ógöngum árið 1908 féllu sjálf- stæðismál Íslendinga nokkuð í ládeyðu. Fyrri heimsstyrjöldin varð hins vegar að nokkrum örlagavaldi, þar sem Ísland lenti óvænt á miðju áhrifasvæði Breta, sem bönnuðu Ís- lendingum að versla við meginland Evrópu. Íslendingar enduðu þá í þeirri stöðu að þurfa að sjá um mál sín sjálfir og sýndu fram á að land- ið gæti staðið á eigin fótum. Stríðið hafði einnig önnur áhrif á sjálfstæðismálið, þar sem Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti ákvað að eitt af stríðsmarkmiðum Bandaríkj- anna þegar þau drógust í stríðið árið 1917 væri að berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Danir höfðu glatað héruðunum Slésvík- Holstein til Þjóðverja í stríðinu 1864, og vildu endilega láta reyna á það hvort þeir gætu ekki endur- heimt hluta af þeim til baka, þó ekki væri nema norðurhluta Slés- víkur. Var það mál manna, bæði þá og síðar, að Danir hefðu talið sig standa siðferðilega sterkar að vígi ef þeir hefðu þá sýnt að þeir virtu sjálfsákvörðunarrétt þjóða í verki með því að semja við Íslendinga. Samninganefndirnar valdar Árið 1915 hafði Ísland fengið heimafána, en utan íslenskrar land- helgi, sem þá var þrjár sjómílur, urðu íslensk skip að sigla undir fána Danmerkur. Íslendingar töldu hins vegar að þetta væri ekki nógu gott, sérstaklega þar sem það var alltaf möguleiki að Danmörk dræg- ist inn í stríðið annaðhvort með bandamönnum eða miðveldunum, sem myndi þá gera íslensku skipin að skotmarki hins. Haustið 1917 fór Jón Magnússon, forsætisráðherra Íslands, því til Kaupmannahafnar með þá kröfu að landið fengi almennan siglingafána, en var tekið fálega í ríkisráði Dan- merkur. Carl Theodor Zahle, for- sætisráðherra Dana, sagði hins vegar að Danir væru reiðubúnir til þess að ganga til viðræðna um sambandsmálið í heild sinni. Vöktu þessi tíðindi nokkra spennu á Ís- landi, sem von var. Vorið 1918 dró til tíðinda. Ríkis- stjórn Zahles hélt velli í kosningum og hóf þegar vinnu við að skipa samninganefnd sem gæti komið til Íslands. Skipuðu þrír af dönsku flokkunum fjórum menn í nefndina, en íhaldsmenn í Højre mótmæltu því að verið væri að ræða sam- bandsmálið á stríðstímum og ákváðu að sniðganga nefndina. Venstre skipaði J.C. Christensen ráðherra, sósíalistar tilnefndu F. Jeppesen-Borgbjerg og Radikale Venstre skipaði Erik Arup, pró- fessor í sögu við Kaupmannahafn- arháskóla, í nefndina. Að lokum var Christoffer Hage, sem þá var versl- unarráðherra Danmerkur, skipaður sem fjórði maður í nefndina. Kom nefndin til Reykjavíkur 29. júní á varðskipinu Islands Falk. Ólíkt danska þinginu tókst að halda vali íslensku sambands- nefndarinnar utan flokkadrátta á Alþingi. Bjarni Jónsson frá Vogi varð fulltrúi Sjálfstæðisflokks þversum, framsóknarmenn völdu Þorstein M. Jónsson í nefndina og heimastjórnarmenn og Sjálfstæðis- flokkur langsum tilnefndu þá Jó- hannes Jóhannesson og Einar Arn- órsson í samninganefndina. Byrjað að funda Fyrsti fundur samninganefndar- innar var haldinn 1. júlí í kenn- arastofu Háskóla Íslands í Al- þingishúsinu og hélt nefndin þar alla fundi sína. Jóhannes Jóhannes- son var valinn fundarstjóri af hálfu Íslendinga og lagði hann til að Christoffer Hage stýrði fundum nefndarinnar. Hage lagði þá á móti til að þeir Jóhannes skiptust á um fundarstjórn og var það samþykkt. Þar með lauk samstöðunni á þeim fundi, þar sem strax í upphafi kom í ljós áherslumunur á milli Dana og Íslendinga um það hvern- ig haga ætti sambandi ríkjanna tveggja. Sagði Einar Arnórsson svo síðar frá: „Kom Íslendingunum ásamt við Danina um fátt, enda lenti þegar í karpi nokkru milli sumra nefndarmanna.“ Erfiðar en árangursríkar viðræður  Hundrað ár eru í dag liðin frá undirritun sambandslagasamningsins  Virtist um tíma sem ekki myndi nást samkomulag á milli Íslands og Danmerkur  Allir nema tveir samþykktu samninginn Ljósmynd/Sigríður Zoëga Fullveldisafmælið Sambandsnefndin 1918 að störfum í Alþingishúsinu. Frá vinstri, sitjandi: J.C. Christensen, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Christoffer Hage, Erik Arup og F. Jeppesen-Borgbjerg. Ritarar nefndanna standa fyrir aftan þá, frá vinstri: Þorsteinn Þorsteinsson, Gísli Ísleifsson, Svend Aage Funder og Magnús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.