Morgunblaðið - 18.07.2018, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
Bankastræti 12 | sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Armband
Frá 14.900,-
Hálsmen
7.900,-
Hálsmen
13.900,-
Eyrnalokkar
6.900,-
Hringur
14.900
Áherslur Dana í viðræðunum
voru þær að Ísland og Danmörk
yrðu „frjáls og sjálfstæð“ ríki sem
væru sameinuð um sameiginlegt
konungsvald og sameiginlegan rík-
isborgararétt, og yrði hvort
tveggja ævarandi. Skyldu Danir
fara með sameiginleg mál þar til
annað væri ákveðið og yrðu þjóð-
þing beggja ríkja að samþykkja
þær breytingar. Íslensku nefnd-
armennirnir gátu hins vegar með
engu móti fallist á þessar kröfur,
þar sem tillögur Dana voru að
sumu leyti lakari en þær sem fól-
ust í Uppkastinu 1908, en þeim
hafði verið hafnað af íslenskum
kjósendum.
Áherslumunurinn á milli Íslend-
inga og Dana var viðvarandi og
sagði Einar Arnórsson að ekki
hefði horft vænlega til sam-
komulags, þar sem „harla langt
virtist vera á milli skoðana og
krafna Íslendinga og þess, er
dönsku nefndarmennirnir töldu til-
tök að veita. Stóð í þjarki talsverðu
um málið almennt og einstök atriði
milli sumra nefndarmannanna ís-
lenzku og dönsku fulltrúanna.“
Munu fulltrúar beggja ríkja hafa
lýst tilboðum hins sem algjörlega
óaðgengilegum, og mun J.C. Chris-
tensen hafa sagt eftir þriðja fund
nefndarinnar að ekki væri annað
fyrir dönsku fulltrúana að gera en
að stíga á skipsfjöl og sigla heim.
Hreyfing kemst á málið
Viðræðurnar héldu hins vegar
áfram, jafnvel þó að oft hvessti á
milli. Matthías Johannessen, fyrr-
verandi ritstjóri Morgunblaðsins
og barnabarn Jóhannesar Jóhann-
essonar, hafði síðar eftir Lárusi,
syni Jóhannesar, að það hefði oftar
en einu sinni komið fyrir að fundi
væri frestað eða slitið þegar allt
var að komast í öngþveiti. Jóhann-
es hefði þá boðið dönsku nefnd-
armönnunum í kaffi heim til sín, en
hann átti þá heima í Þórshamri við
hliðina á Alþingishúsinu. „Hvort
það var tilviljun eða ekki, skal ég
láta ósagt, en þá vildi venjulega
svo til, að vinur hans, Jón Magn-
ússon, forsætisráðherra, rakst inn,
jafnvel bakdyramegin, og tók þátt í
kaffidrykkjunni.“ Vildi Lárus ekki
segja hvaða áhrif það hefði haft á
gang málsins, en hann taldi víst að
mikið af nefndarvinnunni hefði far-
ið fram á bak við tjöldin.
Þriðjudaginn 9. júlí lögðu Íslend-
ingarnir í nefndinni fram uppkast
að frumvarpi um sambandsmálið.
Munaði þar mest um 17. grein
frumvarpsins, sem kvað á um að
hvort landið fyrir sig gæti krafist
endurskoðunar á samningnum eftir
tiltekið árabil, og segja honum ein-
hliða upp ef ekki næðist sam-
komulag innan tveggja ára með því
skilyrði að þrír fjórðu kjósenda
samþykktu það í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Dönsku fulltrúarnir sögðu hins
vegar að þeir gætu ekki ráðlagt
ríkisstjórn og þingi Dana að ganga
að slíkum ákvæðum. Virtist jafnvel
sem nú myndu viðræðurnar fara
endanlega út um þúfur, þegar ís-
lensku fulltrúarnir lögðu til að
skipuð yrði undirnefnd til þess að
steypa saman tillögum Íslendinga
og Dana og völdust þeir Hage og
Arup í nefndina af hálfu Dana og
Bjarni Jónsson og Einar Arnórs-
son af hálfu Íslendinga. Sagði Ein-
ar svo frá í Skírnisgrein sinni að á
fundum undirnefndarinnar hefði
venjulega verið „mjög friðsamt og
samvinnan vinsamleg, þrátt fyrir
skoðanamun. Einu sinni virtist þó
sem töluvert ætlaði að hvessa milli
annars íslenzka nefndarmannsins
og annars danska fulltrúans. En
allt endaði þó skaplega og skildu
sáttir að kalla.“
Undirnefndin starfaði frá þriðju-
degi til fimmtudagsins 11. júlí, og
gekk nokkuð saman. Engu að síður
var enn tekist á um nokkur atriði.
Danirnir vildu síður taka upp í
samninginn að Ísland væri full-
valda ríki (d. suværen stat) og Ís-
lendingarnir voru ósáttir við til-
lögur um að þegnar beggja ríkja
skyldu njóta jafnréttis í báðum
löndum, auk þess sem þá greindi
enn á um uppsagnarákvæðin.
Kvaddir með virktum
Föstudaginn 12. júlí var komið
að úrslitastundu. Danska sendi-
nefndin féllst þar loksins á að Ís-
land yrði sagt fullvalda, auk þess
sem þeir komu til móts við Ís-
lendinga um uppsagnarákvæði
samningsins. Þótti þar mikið
hafa unnist til, þó að enn greindi
menn á um ýmis önnur atriði og
höfðu aðstæður þá breyst svo á
einni viku, að nú töldu menn eng-
ar líkur á því að samningarnir
myndu sigla í strand.
Var þá svo komið málum að
allir vildu ganga að samningnum
nema Bjarni Jónsson frá Vogi,
sem þurfti að ráðfæra sig við
samflokksmenn sína. Bjarni hafði
jafnan viljað ganga hvað lengst í
sjálfstæðismálum, en hafði nú
teygt sig langt til þess að sigla
þeim samningi í höfn sem nú lá
fyrir. Samþykktu félagar hans þó
allir samninginn nema Benedikt
Sveinsson og Magnús Torfason.
Alþingi gekk til atkvæða um
samninginn hinn 18. júlí og var
hann samþykktur þar með 38
greiddum atkvæðum, en Bene-
dikt og Magnús sátu hjá.
Að þeirri atkvæðagreiðslu lok-
inni var ekkert að vanbúnaði að
útbúa endanlegan texta til prent-
unar og undirritunar. Rituðu allir
nefndarmenn auk íslensku ráð-
herrana þriggja undir samning-
inn. Var þingi að svo búnu slitið.
Að kvöldi 18. júlí sátu ráðherr-
arnir og íslensku nefndarmenn-
irnir veislu um borð í Islands
Falk í boði Hages og fór vel á
með mönnum. Að veislu lokinni
skaut varðskipið 17 fallbyssu-
skotum í heiðursskyni á meðan
hópur manna stóð á bryggjunni
og kvaddi dönsku nefndarmenn-
ina með virktum. Fullveldi lands-
ins var nú innan seilingar.
Einar Arnórsson, „Alþingi árið 1918“, Skírnir
1930 (104:1), bls. 323-364.
Gísli Jónsson, 1918, fullveldi Íslands 50 ára.
Reykjavík, 1968.
Matthías Johannessen, Klofningur Sjálfstæðis-
flokksins gamla 1915, undanfari og afleiðing.
Reykjavík, 1971.
Sambandslögin Þegar Alþingi hafði samþykkt samninginn rituðu allir
nefndarmenn, auk allra þriggja íslensku ráðherrana undir hann.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
„Undirbúningurinn hefur gengið
ótrúlega vel,“ sagði Einar Á. E.
Sæmundsen,
þjóðgarðsvörð-
ur á Þingvöll-
um, í samtali
við Morgun-
blaðið í gær-
kvöldi, en þá
var undirbún-
ingur á loka-
metrunum fyr-
ir hátíðarfund
Alþingis sem
haldinn verður
á Þingvöllum í tilefni 100 ára full-
veldisafmælis Íslands. Í dag, 18.
júlí, eru 100 ár síðan Danir og Ís-
lendingar undirrituðu sam-
bandslögin, sem síðan tóku gildi
1. desember árið 1918.
Greiðlega hefur gengið að setja
upp hátíðarpallinn þar sem þing-
fundur fer fram. „Það hefur að-
eins bæst við rútínuna hjá land-
vörðunum undanfarna viku að
búa til bílastæði, rétta við girð-
ingar og laga hitt og þetta. Menn
fara í „extra-gírinn“ þessa síðustu
viku fyrir fundinn. Þetta er allt að
komast í hátíðarbúning,“ sagði
Einar glaðbeittur.
Spurður hversu margra gesta
væri að vænta vegna fundarins
sagði Einar erfitt að segja til um
það. „Við eigum auðvitað von á
hópi fólks en við erum, eins og
fram hefur komið, ekki með þær
væntingar að það verði einhver
þjóðhátíðar- eða kristnihátíðar-
mæting hér. En við reiknum með
því að það verði einhver þúsund
auk ferðamanna.“
Ferðamenn áhugasamir
Margir ferðamann hafa spurst
fyrir um undirbúninginn og halda
flestir að meiriháttar tónleikar
séu í uppsiglingu. „Það er gaman
að útskýra fyrir þeim hvað þetta
er mikilvægt tilefni og mörgum
finnst synd og skömm að geta
ekki mætt,“ sagði Einar. Ljóst er
að viðburðurinn mun draga að
marga ferðamenn og segir Einar
ekki ólíklegt að þeir verði meiri-
hluti gesta fundarins.
Morgunblaðið/Hari
Hátíðarfundur Tæknimaður sést hér vinna í ljósabúnaði á hátíðarpallinum á Þingvöllum, en vel hefur tekist að
koma sviðinu upp og er gert ráð fyrir að búið verði að taka það niður síðdegis á morgun.
Allir að komast í hátíðarskap
eftir góðan undirbúning
Hátíðarfundur Alþingis haldinn að Lögbergi kl. 14.00
Einar Á. E.
Sæmundsen