Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 17

Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þingmenn úr röðum repúblikana í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt harð- lega framgöngu Donalds Trumps for- seta á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra- dag. Bandaríkjaforseti hefur einkum verið gagnrýndur fyrir að taka af- stöðu með Pútín í deilu við bandarísk yfirvöld og draga í efa þá niðurstöðu leyniþjónustofnana landsins að Rúss- ar hafi haft afskipti af forsetakosn- ingunum árið 2016. Einn þingmannanna sem gagn- rýndu framgöngu Trumps er öld- ungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham, sem hefur oft beitt sér fyrir stefnu forsetans á þinginu. Hann sagði að Trump hefði misst af tæki- færi til að draga Rússa til ábyrgðar fyrir að hafa afskipti af kosningunum í nóvember 2016 og vara þá við því að halda áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Rússar líta á þetta svar Trumps sem merki um veikleika og það skapar miklu fleiri vandamál en það leysir,“ sagði Graham. Á blaðamannafundi með Pútín eft- ir fjögurra klukkustunda viðræður þeirra í Helsinki var Trump spurður hvort hann styddi þá niðurstöðu leyniþjónustofnana Bandaríkjanna að Rússar hefðu haft afskipti af kosn- ingunum í nóvember 2016 þegar hann sigraði Hillary Clinton, forseta- efni demókrata. Forsetinn svaraði að Dan Coats, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, hefði sagt að stofnanirnar teldu þetta en Pútín segði að Rússar hefðu ekki haft af- skipti af kosningunum. Trump bætti við að hann sæi enga ástæðu til að rengja Pútín. „Ég ber mikið traust til leyniþjónustumanna minna en ég segi ykkur að Pútín forseti var mjög sterkur og öflugur þegar hann neit- aði þessu í dag,“ sagði Bandaríkja- forseti enn fremur. Dan Coats áréttaði í fyrrakvöld að leyniþjónustustofnanir Bandaríkj- anna væru skýrar í þeirri niðurstöðu sinni að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum 2016 og héldu áfram að reyna að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Coats er repúblik- ani og Trump gerði hann að yfir- manni bandarísku leyniþjónustunnar á síðasta ári. „Bandaríkin hafa verið heimskuleg“ Forsetinn gagnrýndi einnig dóms- málaráðuneyti Bandaríkjanna og al- ríkislögregluna FBI vegna rann- sóknar Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Trump sagði að rannsóknin væri „stórslys fyrir landið“ og spillti sambandi þess við stjórnvöld í Rússlandi. Fyrir fundinn sagði Trump á Twitter að Bandaríkin ættu sök á því að samskipti landsins við Rússland versnuðu. „Tengsl okkar við Rúss- land hafa ALDREI verið verri vegna margra ára flónsku og heimsku Bandaríkjanna og núna vegna hag- ræddu nornaveiðanna!“ Þessi gagn- rýni beindist ekki aðeins að forverum Trumps í forsetaembættinu, heldur einnig að sitjandi þingi í Washington og ríkisstjórn hans sjálfs sem hefur hert refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi vegna afskiptanna af kosningunum og fleiri mála. Þegar Trump var spurður á blaða- mannafundinum hvers vegna hann teldi að Bandaríkin ættu sök á versn- andi samskiptum landanna svaraði hann að báðum löndunum væri um að kenna. „Bandaríkin hafa verið heimskuleg. Við höfum öll verið heimskuleg,“ sagði hann. „Okkur báðum hafa orðið á einhver mistök.“ Repúblikaninn og öldungadeildar- þingmaðurinn Jeff Flake sagði að framganga Trumps í viðræðunum við Pútín og á blaðamannafundinum væri „skammarleg“. „Ég hef aldrei talið að ég ætti eftir að lifa þann dag að sjá forseta Bandaríkjanna standa á sviðinu með forseta Rússlands og kenna Bandaríkjunum um yfirgang Rússa,“ sagði Flake á Twitter. „Hörmuleg mistök“ John McCain, repúblikani í öld- ungadeildinni, tók enn dýpra í árinni í gagnrýni sinni á Trump og sagði að framganga hans á blaðamannafund- inum hefði verið forsetaembættinu til skammar. „Enginn forseti Banda- ríkjanna hefur auðmýkt sjálfan sig með auvirðilegri hætti fyrir framan harðstjóra,“ sagði McCain, sem var forsetaefni repúblikana í kosningun- um árið 2008 og beið þá ósigur fyrir Barack Obama. „Erfitt er að meta skaðann sem Trump forseti hefur valdið með einfeldni sinni, sjálfsdýrk- un, rangri samsemd sinni og stuðn- ingi sínum við einræðisherra. Ljóst er að leiðtogafundurinn í Helsinki var hörmuleg mistök.“ Jeff Flake og John McCain hafa verið gagnrýnir á stefnu Trumps en framganga hans í Helsinki fór fyrir brjóstið á fleiri þingmönnum repú- blikana. „Það er engum vafa undirorpið að Rússar höfðu afskipti af kosningum okkar og halda áfram að reyna að grafa undan lýðræðinu hér og víðar í heiminum,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einn repú- blikana sem hafa verið tregir til að gagnrýna Trump. „Rússar eru ekki vinir okkar og ég trúi heilshugar mati leyniþjónustu- stofnana okkar,“ sagði Mitch McCon- nell, leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni. Repúblikaninn Bob Corker, for- maður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, kvaðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með um- mæli Trumps í Helsinki og sagði þau geta orðið til þess að Rússar litu á Bandaríkin sem „auðsigraðan and- stæðing“. „Þetta var mjög góður dag- ur fyrir Pútín forseta,“ sagði hann og kvaðst hafa hrokkið við þegar Trump hefði ekki viljað verja leyniþjónustu- stofnanir sem starfa fyrir hann. „Menn geta verið hlynntir bættum tengslum við Rússland, hlynntir fundi með Pútín og samt talið að það sé eitthvað bogið við þetta,“ sagði repúblikaninn og fulltrúadeildar- þingmaðurinn Justin Amash um þau ummæli Trumps að bæði ríkin ættu sök á versnandi samskiptum þeirra. Einn helstu stuðningsmanna Trumps, Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar, viður- kenndi að forsetanum hefðu orðið á mistök. „Trump forseti verður að út- skýra yfirlýsingar sínar í Helsinki um leyniþjónustukerfi okkar og Pútín,“ sagði hann. „Þetta eru alvarlegustu mistök hans í forsetaembættinu og bæta þarf úr þeim þegar í stað.“ Nokkrir þingmenn repúblikana vörðu þó forsetann og sögðu að ekki væri alltaf hægt að treysta niður- stöðum leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. „Ég tel að það hafi verið við hæfi að forsetinn léti í ljós efasemdir,“ sagði fulltrúadeildar- þingmaðurinn Darrell Issa um yfir- lýsingar Trumps um rannsóknina á afskiptum Rússa af kosningunum. „Að því sögðu er Pútín illmenni sem hefur drepið marga í landi sínu og það leikur enginn vafi á því að Rúss- land er enn óvinveitt Bandaríkjun- um.“ Ummæli Trumps virtust jafnvel fara fyrir brjóstið á álitsgjöfum Fox News, sem hefur yfirleitt stutt for- setann. Einn þáttastjórnenda sjón- varpsins, Neil Cavato, sagði að fram- ganga Trumps hefði verið „skamm- arleg“. „Það er vaxandi samstaða í öllu landinu um … að forsetinn hafi kastað Bandaríkjunum undir stræt- isvagninn,“ sagði John Roberts, fréttamaður Fox News. Trump og Pútín sögðust telja að fundur þeirra í Helsinki væri aðeins sá fyrsti af mörgum í þeirri viðleitni að bæta samskipti landanna. Hörð gagnrýni repúblikana á framgöngu Donalds Trumps bendir þó til þess að mjög erfitt verði fyrir hann að halda viðræðunum áfram og reyna að aflétta refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Repúblikanar deila hart á Trump  Bandaríkjaforseti gagnrýndur fyrir að taka afstöðu með Rússum í deilu við bandarísk yfirvöld og draga niðurstöður leyniþjónustustofnana landsins í efa  Framganga Trumps sögð skammarleg Neyddist til að segja af sér í ágúst 2016 eftir fréttir um að hann sætti rannsókn vegna greiðslna sem hann fékk frá fyrrv. forseta Úkraínu, bandamanni Rússa Ákærður ásamt Manafort fyrir að hafa reynt að leyna greiðslum frá fyrrverandi forseta Úkraínu, Viktor Janúkóvítsj, og flokki hans sem styður rússnesk stjórnvöld Viðurkenndi að hafa reynt að leyna samskiptum við mann sem er bendlaður við stjórnvöld í Moskvu. Reyndi að koma aðstoðar- mönnumTrumps í tengsl við Rússa Sagði af sér í febrúar 2016. James Comey, fyrrv. yfirmaður FBI, hefur sagt að Trump hafi beðið um að hann stöðvaði rannsókn á þætti Flynns Kosningastjóri Trumps frá mars til ágúst 2016 Aðstoðarmaður Manaforts í kosningabaráttunni Paul Manafort Rick GatesGeorge Papadopoulos Ákærður 30. október. Lýsti sig saklausan af ákæru um samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og fleira. Ákærður 30. október. Lýsti sig saklausan af ákæru um samsæri gegn Bandaríkjunum, meinsæri í tengslum við rannsóknina og fleiri lögbrot Ráðgjafi Trumps í utanríkis- málum fyrir kosningarnar Handtekinn 27. júlí 2017, játaði sig sekan 5. október um að hafa logið að FBI um samskipti við mann sem er talinn tengjast rússneskum stjórnvöldum Michael Flynn Fyrrverandi þjóðar- öryggisráðgafi Trumps Var ákærður og játaði sig sekan 1. des. 2017 um að hafa logið að FBI um viðræður sínar við þáverandi sendi- herra Rússlands, Sergej Kísljak Ákærður 8. júní ásamt samstarfsmanni og meintum njósnara Rússa fyrir tilraun til að hindra framgang réttvísinnar Talinn hafa vitað um samskipti milli rússneskra leyniþjónustumanna og hátt setts aðstoðar- manns Trumps í kosningabaráttunni Hjálpaði viðskiptavinum að sneiða hjá öryggis- ráðstöfunum greiðslu- miðlunarfyrirtækja. Nokkrir þeirra eru taldir hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 Ákærðir 16. febrúar, sakaðir um að hafa háð„upplýsingastríð“ til að grafa undan trausti á bandarískum stofnunum Sögð hafa það að markmiði að ala á sundurlyndi í banda- ríska stjórnkerfinu í því skyni að veikja það Lögfræðingur sem tengist Gates og Manafort Rak netþjónustufyrir- tækið Auction Essistance 12 þeirra störfuðu fyrir rússneskt netrannsókna- fyrirtæki Alex van der Zwaan Richard Pinedo 3 rússnesk fyrirtæki 13 rússneskir einstaklingar Dæmdur 3. apríl sl. í 30 daga fangelsi eftir að hafa játað sig sekan um að hafa logið um samskipti sín við Gates og fyrrverandi leyni- þjónustumann Rússa Játaði sig sekan af ákæru um auðkennis- svik 12. febrúr sl. en verjendur hans segja hann ekki hafa vitað af meintum lögbrotum viðskiptavinanna 12 rússneskir leyniþjónustumenn Ákærðir 13. júlí sl. fyrir stórfelldar netnjósnir til að stela tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins og kosningastjóra Hillary Clinton og lekið þeim í því skyni að koma höggi á hana í kosningabaráttunni árið 2016 Starfa fyrir leyni- þjónustu rússneska hersins, GRU Heimildir: Fjölmiðlar í Bandaríkjunum/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Ljósmyndir: AFP Rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, beinist m.a. að meintum samskiptummanna Trumps við Rússa Ákærurnar í rannsókninni á Rússlandsmálinu Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa mismælt sig á fundi sínum með Vladimír Pútín Rúss- landsforseta er hann var spurð- ur hvort hann styddi þá niður- stöðu leyniþjónustustofnana að Rússar hefðu haft áhrif á for- setakosningar vestanhafs. Seg- ist Trump hafa ætlað að segja að hann sæi ekkert sem útilok- aði að Rússar hefðu haft af- skipti. Mismælti sig BANDARÍKJAFORSETI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.