Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fundur for-seta Banda-ríkjanna og
Rússlands var
sögulegur. En ekki
fyrst og fremst
vegna efnis, um-
ræðu eða niður-
staðna. Það sem var sögulegt
var að fundurinn færi fram.
Leiðtogafundir stórþjóða, og
ekki síst þeirra sem stóðu fyrir
öndverða hagsmuni, voru sjald-
gæfir fram eftir síðari hluta
seinustu aldar. Stalín fór helst
ekki út fyrir Rússland enda
hafði hann ímugust á flugi.
Hann fór þó til fundar með
stríðsleiðtogum sem Hitler sam-
einaði gegn sér. Churchill var
ferðagarpur. Frumstæðar og
óþægilegar flugvélar á stríðs-
tímum voru engin hindrun.
Seinustu áratugi urðu leiðtoga-
fundir algengir og sjaldnast
nokkurra tíðinda að vænta. Al-
menningur hefur því að mestu
misst áhuga á þeim, nema at-
vinnumótmælendur, sem er
gert undarlega hátt undir höfði.
Fundir með dularfullum ein-
ræðisherrum eins og Kim Jong-
un vekja helst athygli. Og nú
fundur Bandaríkjanna með Pút-
ín. Það undirstrikar mun á stöðu
forseta Bandaríkjanna og ann-
arra að ekkert var gert með það
þótt Merkel eða Macron bæðu
Pútín um fund og gengju í kjöl-
farið fyrir hann.
Ekki varð annað séð en að
Trump forseti hefði í Helsinki
farið rækilega yfir þau mál sem
hafa verið erfiðust í samskiptum
Bandaríkjanna og Rússlands og
þótt það hafi ekki verið kær-
komin umræðuefni fyrir Pútín.
Trump stóð á sínu varðandi inn-
limun á Krímskaga, sem hann
sagði ólögmæta. Í löndum Evr-
ópu fjölgar þó þeim leiðtogum
ört sem segja upphátt að verði
viðskiptaþvinganir áfram
tengdar Krím verði þær til ei-
lífðar. Þeir leiðtogar sem segja
þetta ekki enn upphátt eru
fleiri. Trump fór yfir ágrein-
ingsefnin varðandi Úkraínu.
Hann hefur sem forseti verið
miklu öflugri í stuðningi við nú-
verandi yfirvöld í Kiev en
Obama var. Trump gagnrýndi
einnig harðlega náin samskipti
Rússa og klerkastjórnarinnar í
Íran. Það datt engum í hug að
öll þessi mál og önnur sem rædd
voru yrðu leyst á þessum fundi.
Það stóð aldrei til. En ágrein-
ingsmálin voru yfirfarin svo að
ríkin eru í betri færum um að sjá
hvar lausnirnar liggja. Þetta
voru þau mál sem mestu skipta
við að koma tengslum kjarn-
orkuveldanna í heilbrigðari far-
veg.
En í framhaldi af fundinum
hrukku demókratar af hjör-
unum vestra, eins og gerist
raunar ótt og títt
yfir smáu sem
stóru. Þeir, ásamt
fjölmiðlum sem
standa þétt með
þeim, segja að
Trump hafi svikið
eigin leyniþjónust-
ur fyrir vinsemd Pútíns. Ein
setning á blaðamannafundi for-
setanna var einkum höfð sem
tilefni upphlaupsins. Stóryrðin
voru út úr korti. Sérstaklega
varð Brennan fyrrverandi for-
stjóri CIA sér til skammar, en
hann hefur áður ítrekað verið
staðinn að því að segja þinginu
ósatt. Hinn var Schumer, leið-
togi demókrata í Öldungadeild-
inni, sem hafði uppi fullyrðingar
um að Pútín hefði „hreðjatak á
Trump“ án þess að hafa nokkuð
fyrir sér í því.
Hin ömurlega fréttastofa
„RÚV“ át alla smekkleysuna
upp gagnrýnislaust og hafði
ekki fyrir því að setja sig inn í
nokkurn hlut. Allt snerist þetta
um spurningu fréttamanns sem
notaði tilvísun í ákærur Muell-
ers, sérstaks saksóknara, sem
hann gaf út þremur dögum fyrir
fund forsetanna tveggja! For-
setinn var spurður hvort hann
tryði sínum eigin leyniþjón-
ustum (sem voru þá undir stjórn
harðlínu demókrata) um meint-
ar sakir Rússa. Forsetinn gaf
þetta svar: „I have great confi-
dence in my intelligence people,
but I will tell you that President
Putin was extremely strong and
powerful in his denial today.“
Það er ekkert að þessu svari.
Forsetinn gætir þess að sýna
Pútín eðlilega kurteisi á sam-
eiginlegum fréttamannafundi.
Hann bætti næst við setningu
sem var einnig gagnrýnd en var
öllu óljósari. Í gær gerðist það
svo að Trump dró þau orð til
baka, sagðist hafa mismælt sig
þannig að merkingin snerist við.
Það er hins vegar mikið um-
hugsunarefni að hinir 12 Rússar
höfðu samkvæmt ákærunni
stundað sína iðju í rúmt ár áður
en Trump varð forseti. Obama
hafði verið upplýstur um slíkar
grunsemdir en ekki gefið leyni-
þjónustum fyrirmæli um að
bregðast við. Kannski vegna
þess að ekki er vitað til þess að
eitt einasta atkvæði hafi villst af
leið vegna meintra aðgerða
Rússa. Sérstaklega var tekið
fram við útgáfu þessara ákæra
að enginn Bandaríkjamaður
tengdist þeim beint. Robert
Mueller hefur hins vegar enn
dregið úr trúverðugleika rann-
sókna sinna með því að gefa út
þessa ákæru þremur dögum
fyrir mikilvægan leiðtogafund.
Þessar ákærur hans verða
aldrei staðreyndar fyrir dóm-
stóli og eru því fyrst og síðast
sýndargjörningur.
Furðulegt er að ís-
lensk fréttastofa lifi
sig svo inn í pólitísk-
an æsing erlendis að
hún haldi ekki þræði}
Merkur fundur –
ómerkilegur æsingur
Í
ár fögnum við fullveldinu og í dag eru
100 ár frá því að sambandslagasamn-
ingurinn var undirritaður. Baráttan
stóð yfir árum og áratugum saman
áður en til fullveldis kom 1. desember
1918. Fullveldið kom þannig ekki af sjálfu sér
heldur var kafli í langri baráttu sem á end-
anum leiddi til stofnunar lýðveldisins 1944.
Ísland er ung þjóð þótt Alþingi sé hið elsta.
Baráttan sem formæður og -feður okkar háðu
fyrir fullveldinu og frelsinu ætti að vera í há-
vegum höfð og minna okkur hin á hve verð-
mætt það er að ráða sér sjálfur.
Við sem höfum fengið að njóta þess að heim-
sækja Íslendingabyggðir í Vesturheimi og
ræða við frændfólk og aðra sjáum vel hve
verðmætt fullveldið og lýðveldið er í augum
þessa fólks og hve verðmætt landið var fyrir forfeður og
-mæður þeirra sem flýja þurftu hörmungaraðstæður á
landinu sem það elskaði svo mikið.
Vestur-Íslendingarnir sem við köllum svo hafa varðveitt
sín á milli sögu og menningu gamla landsins og enn má
finna fólk sem talar tungumálið lýtalaust í ræðu og ritar
það betur en margur hér heima.
Fullveldið og sjálfstæðið eigum við að verja með öllum
tiltækum ráðum því án þess erum við ekki þjóð meðal
þjóða. Menning okkar, tungumál, siðir og venjur eru hluti
af því sem gerir okkur að íslenskri þjóð. Tungumálið sam-
einar fullvalda þjóð og efnahagslegt sjálfstæði er eitt af því
sem gerir okkur sjálfstæð.
Þjóð getur verið fullvalda og sjálfstæð en um leið tekið
þátt í alþjóðlegu samstarfi og axlað samfélagslega
ábyrgð með þjóðum heims. Fullveldið er í raun
forsenda þess að Ísland er ábyrgur þátttakandi í
samfélagi þjóða, að við séum þjóð meðal þjóða.
Gleymum því aldrei að þjóð sem ekki ræður
sjálf yfir landi sínu og auðlindum, hvernig það er
nýtt og verndað er ekki frjáls og fullvalda.
Sjálfstæði hverrar þjóðar byggir á mörgum
sjálfstæðum en samverkandi þáttum og einn
þeirra er efnahagslegt sjálfstæði.
Forskotið sem við höfum t.d. í sjávarútvegi
byggir m.a. á því að vel rekin og sterk atvinnu-
greinin hefur getað fjárfest í framtíðinni og þann-
ig verið skrefi á undan samkeppnisaðilum. Slíkt
er ekki sjálfsagt og því afar mikilvægt að atvinnu-
greinin sé áfram öflug og búi við sem stöðugast
og öruggast umhverfi.
Landið okkar megum við ekki missa í hendur erlendra
auðkýfinga heldur yrkja það eða nýta með öðrum hætti og
sjá til þess að Íslendingar framtíðar geti tekið við því sér
til hagsbóta.
Undanfarin ár hafa sumir talið að fullveldið og sjálf-
stæðið megi skerða með því að undirgangast sífellt meira
af lögum og reglum sem aðrir semja og setja. Enn aðrir
vilja ganga bandalögum annarra ríkja á hönd og afsala
þannig stórum hluta sjálfsákvörðunarréttar fullvalda og
frjáls ríkis.
Það má aldrei verða.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Ísland, þjóð meðal þjóða
Höfundur er alþingismaður fyrir SV-kjördæmi og
varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ífrumvarpi til nýrra umferðar-laga kemur fram að leyfilegtáfengismagn í blóði fólks und-ir stýri verði lækkað úr 0,5
prómill í 0,2 prómill. Verði frum-
varpið að lögum mun það þýða að
refsivert verður að drekka lítinn bjór
áður en sest er undir stýri, en einn
bjór mælist rétt rúmlega 0,2 prómill í
blóði ökumanns undir eðlilegum
kringumstæðum.
Svava Þórðardóttir, lyfjafræð-
ingur hjá rannsóknarstofu lyfja- og
eiturefnafræða við Háskóla Íslands,
segir að í breytingunni felist afdrátt-
arlaus stefna yfirvalda að áfengi og
akstur vélknúinna ökutækja fari ekki
saman. Þá sé verið að gera íslensku
lögin líkari því sem þekkist í Noregi
og Svíþjóð. „Með því að færa mörkin
neðar er í raun verið að segja að eftir
einn sopa sértu óökufær. Þetta tíðk-
ast í nágrannalöndum okkar, Noregi
og Svíþjóð, þar sem stranglega bann-
að er að drekka áður en fólk keyrir.
Ég þekki til dæmis vel til mála í Nor-
egi, en þar getur þú farið í fangelsi ef
þú ert yfir ákveðnum mörkum. Með
lagabreytingunni hér á landi er verið
að færa þetta nær lögum þessara
landa,“ segir Svava, en að hennar
sögn hefur breytingin staðið til í
fjölda ára. Nú séu hins vegar líkur á
því að hún verði að veruleika.
„Þetta hefur staðið til í mörg ár og
ég held að þetta hafi komið fram á
svipuðum tíma og tillagan um hækk-
un bílprófsaldursins í átján ár kom
fram. Það hefur alltaf komið skýrt
fram í umferðarlögum að það sé
bannað að aka undir áhrifum áfengis
en það hefur bara ekki verið refsi-
vert fyrr en fólk mældist yfir 0,5 pró-
mill. Þessi lög munu líklega breytast,
sem þýðir að það þarf enn minna til
að fá sekt og sviptingu ökuleyfis,“
segir Svava.
Hefur litla þýðingu hér á landi
Í skýrslu frá 2006, sem gefin var út
á vegum Evrópusambandsins og
varðar áfengisneyslu í Evrópu (Alco-
hol in Europe), kemur fram yfirlýs-
ing þess efnis að þjóðir skuli stefna
að því að hafa refsimörk 0,5 prómill
eða lægri. Ástæðan er m.a. sögð sú
að ökumenn sem mælast í kringum
0,3 prómill eru í um þrefalt meiri
slysahættu auk þess sem líkur á
banaslysi margfaldast.
Spurð hvaða þýðingu hún telji
breytinguna geta haft segir Svava að
hún muni litlu breyta. Einungis sé
verið að breyta því hvaða viðmið telj-
ist refsivert. „Akstur undir áhrifum
hefur alltaf verið bannaður og slíkur
akstur getur alltaf komið þér í koll þó
að þú hljótir ekki sekt frá lögreglu.
Þú eykur til að mynda líkur á tjóni.
Breytingin snýr hins vegar eingöngu
að því hvenær hægt er að sekta fólk
fyrir að keyra undir áhrifum,“ segir
Svava.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB), segir að frumvarpið hafi
ekki verið tekið fyrir hjá félaginu.
Hann ráðgeri þó að breytingin sé af
hinu góða og muni litlu sem engu
breyta. „Við höfum ekki tekið al-
mennilega afstöðu í þessu máli enda
engin beiðni komið frá stjórninni að
taka þetta fyrir. Ég held samt að
þetta breyti litlu enda hefur lyfja-
akstur kannski verið meira vanda-
mál síðustu ár. Markmiðið með
breytingunni er samt auðvitað að
koma í veg fyrir að fólk með skerta
dómgreind og getu eftir neyslu
áfengis fari út í umferðina. Þetta
þýðir í raun að ef þú hefur svo mikið
sem smakkað áfengi eigir þú ekki að
halda út í umferðina. Ég tel því að
þetta sé af hinu góða,“ segir Run-
ólfur.
Einn lítill bjór gerir
ökumenn brotlega
Hversu mikið áfengi má drekka
Fjöldi bjóra sem þarf til að ná mörkum um vínandamagn í blóði
Hlutfall vínanda í blóði
er mismunandi eftir kyni
Karlmaður 80 kg, 180 cm
0,5 prómill mörk
2,3 bjórar*
0,2 prómill mörk
0,9 bjórar*
Kona 60 kg, 165 cm
0,5 prómill mörk
1,4 bjórar*
0,2 prómill mörk
0,6 bjórar* Heimild: ANT-kursus
*33 cl, 4,6% alkóhól
Vínandamagn í
blóði eftir að hafa
drukkið einn
33 cl, 4,6% bjór:
Karlmaður, 70 kg: 0,25‰
Kona, 70 kg: 0,31‰
„Það er auðvitað mjög ein-
staklingsbundið hvað fólk getur
drukkið. Þess utan geta þættir
eins og mataræði yfir daginn
spilað inn í hversu mikið fólk
finnur á sér. Verði frumvarpið að
lögum þarf hins vegar mjög lítið
magn til að teljast sekur,“ segir
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson,
kynningarfulltrúi lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Vísar hann
í máli sínu til frumvarps til nýrra
umferðarlaga. Hann segir að lög-
reglan mæli ávallt gegn því að
bragða áfengi fyrir akstur.
Fólk þolir
mismikið
MISJÖFN ÁHRIF ÁFENGIS
Morgunblaðið/Ómar
Bjór Fólk er misviðkvæmt fyr-
ir áhrifum áfengra drykkja.