Morgunblaðið - 18.07.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Hann var ansi góð-
ur gamli flugkappinn
sem hringdi inn á Út-
varp Sögu nýlega og
lagði til að Háskól-
anum í Reykjavík
[húsnæðinu] yrði
breytt í flugstöð. Gott
ef ekki samgöngu-
miðstöð fyrir flesta
ferðamáta; rútur,
leigubíla, strætis-
vagna og jafnvel
hraðlestina frá Keflavíkur-
flugvelli, ef mér skjöplast ekki
þess verr.
Þetta rímaði í mínum huga all-
vel við alveg frábæra grein sem
birtist fyrir stuttu í Morgun-
blaðinu eftir einmitt annan flug-
kappa; Tryggva Helgason. Sá var
endanlega búinn að úthugsa
„færslu“ Reykjavíkurflugvallar á
uppfyllingu [og stöplum] yfir á
Álftanes, þar sem meginstarfs-
aðstaðan við rekstur vallarins og
flughlöð fyrir þotur yrði staðsett.
Alllangt frá innanlandsfluginu og
samgöngumiðstöðinni við Öskju-
hlíð sem er náttúruleg hljóðmön
fyrir obbann af höfuðborgarsvæð-
inu.
Gott er að flugmenn, sem hafa
nægan tíma til íhugunar á
löngum flugleiðum, skuli nýta sér
áhrifaríkan vettvang, til að reyna
í einlægni að koma vitinu fyrir
stjórnmálamenn sem
halda, í einfeldni
sinni, að þjóðin geti
verið án Reykjavík-
urflugvallar!
„Færsla“ sú sem
Tryggvi leggur til
myndi auðvitað valda
óafturkræfum breyt-
ingum á ásýnd
Skerjafjarðar en það
var þó í rauninni
heppni eða gott
karma að flugkapp-
arnir komu þó fram
með þessar flottu
hugmyndir sínar, áður en sam-
gönguráðherrann, í skjóli nefnd-
ar, kynnti áform um flug- og
samgöngumiðstöð við BSÍ –
vitlausumegin við Hringbraut!
Nú á sem sagt að byggja „stokk“
undir Hringbraut fyrir flug-
farþegana frá nýja flughlaðinu
fyrirhugaða. Vitleysan virðist
ætla að verða alveg hræðileg áð-
ur en yfir lýkur.
Eini „stokkurinn“ sem í virðist
vera vit yrði undir vesturenda
vallarins – sem lengdur út á
skerin með lágmarks tilkostnaði
myndi þá uppfylla ströngustu
kröfur alþjóðlegra flugyfirvalda
sem ugglaust fylgjast grannt með
gangi mála hérna á Fróni. Hliðr-
un og lenging norður/suðurbraut-
arinnar sem Tryggvi leggur til
virðist jafnvel standast ýtrustu
skilyrðin án þess að gamli flug-
turninn og flugskýli 1 séu í upp-
námi. Flugskýli Landhelgisgæsl-
unnar væri e.t.v. einnig utan
öryggistakmarkananna.
Sú framkvæmd að tengja sam-
an Suðurgötu, Einarsnes og
Skerjabrautina gráupplögðu, und-
ir lengdri flugbraut til vesturs, er
auðvitað of stór til að fá nokkrar
undirtektir hjá hinum „nýja“
meirihluta í borgarstjórn Reykja-
víkur. Fyrsta tilraun þeirra til
samstarfs fór fram í „Marshall-
húsinu“, er upprunalega var reist
fyrir gjafafé frá Bandaríkjamönn-
um. Nýlegar endurbætur á ára-
tugagömlum hússkrokknum voru
kostaðar af einu glæsilegasta út-
gerðarfélagi landsins; HB
Granda. Von hefði átt að vera á
einhverju meiriháttar!
Báðar fréttasjónvarpsstöðv-
arnar, auk annarra fjölmiðla,
sýndu þá myndir frá staðnum og
þar sást þetta fólk hoppa og
skoppa, eins og krakkar sem ætla
að fara að gera eitthvað
„skemmtilegt“. Á sama tíma er
borgin „í tómu tjóni“, líkt og sjó-
menn segja gjarnan þegar
ástæða er til, þótt vitað mál sé að
hægt er að bjarga hlutunum, ef
ábyrgir aðilar með nauðsynlega
reynslu og þekkingu koma til
sögunnar.
Eftir Pál Pálmar
Daníelsson » Vitleysan virðist
ætla að verða alveg
hræðileg áður en yfir
lýkur.
Páll Pálmar
Daníelsson
Höfundur er leigubílstjóri.
Framtíðarflugvöllurinn
Maður nokkur í mínu
ungdæmi var sagður
frægur fyrir að hafa
setið við hliðina á fræg-
um mönnum. Mér kem-
ur nú í hug þessi ágæti
maður er ég þykist
geta stært mig af því að
hafa séð einn og jafnvel
þekkt annan í hópi
þeirra merku manna
sem koma við sögu Ís-
lands við upphaf fullveldisins 1918.
Þeir voru í sambandslaganefndinni
sem samdi við Dani um fullveldi Ís-
lands. Samningur um sjálfstæði átti
sér áratuga aðdraganda eins og
kunnugt er svo að nefndir Dana og
Íslendinga um lyktir máls þurftu
ekki að þrefa lengi og endasprett-
urinn tók ekki langan tíma. Samt var
þessi lokahnykkur hátindur erfiðis-
ins.
Til fróðleiks vitna ég í meistara-
prófsritgerð í sagnfræði við hugvís-
indasvið Háskóla Íslands eftir Magn-
ús Kjartan Hannesson: Konungs-
ríkið Ísland. Aðdragandi þess og
þjóðhöfðingi. (2014, bls. 42-43).
„Með konungsúrskurði 15. júní
1918 voru af hálfu Dana skipaðir í
nefndina C. Hage verslunarráð-
herra, sem umboðsmaður stjórn-
arinnar og formaður nefndarinnar, J.
C. Christensen (Vinstriflokknum), F.
J. Borgbjerg (Jafnaðarmannaflokkn-
um) og Erik Arup (Róttæka vinstri-
flokknum). Formanni dönsku nefnd-
arinnar var lýst svo að
hann væri stórvitur
maður meðal Dana og
gleggsti maður í öllum
samningum, enda sagð-
ur flestum dönskum
mönnum færari til þess
að orða vel lagafrum-
vörp og samninga. Al-
þingi kaus þá Einar
Arnórsson (Sjálfstæð-
isflokki, langsum), sem
var jafnframt formaður
nefndarinnar, Jóhann-
es Jóhannesson, for-
seta sameinaðs Alþingis (Heima-
stjórnarflokki), Bjarna Jónsson
(Sjálfstæðisflokki, þversum) og Þor-
stein M. Jónsson (Framsóknar-
flokki).“
Á þeim dögum þegar maður var
strákur á stríðsárunum og árin þar á
eftir var til siðs að hlaupa um miðbæ-
inn og selja blöð með hrópum og köll-
um. „Vísir. Vísir.“ Í miðbæ Reykja-
víkur þá var mikið margmenni
gangandi fólks að sinna erindum sín-
um. Strákarnir kepptu um kúnnann,
fóru um allt en gættu þess þó að vera
í hæfilegri fjarlægð frá Óla blaðasala
sem réð ríkjum á horni Reykjavíkur-
apóteks.
Marga sá maður án þess að veita
þeim sérstaka athygli. En það var
líka daglegt brauð að sjá bregða fyrir
mönnum sem myndir voru af í blöð-
unum – blöðum sem maður var að
selja. Sýn festist í drengsminni af
gömlum virðulegum manni, klædd-
um frakka, sem stóð hugsi einn síns
liðs frekar neðarlega á gangstéttinni
norðan til við Bankastræti og
skyggndist yfir í átt að Lækjartorgi.
Þóttist ég sjá að þetta væri Einar
Arnórsson. Einar Arnórsson (1880-
1955) var hæstaréttarlögmaður,
alþm., Íslandsráðherra, ritstjóri og
merkur fræðimaður. Hann var í sam-
bandslaganefndinni.
Þorsteinn M. Jónsson (1885-1976),
alþm., ritstjóri og mikilvirkur bóka-
útgefandi á Akureyri, var náfrændi
föður míns og nágranni í Reykjavík á
efri árum. Vinskapur var með for-
eldrum mínum og þeim Sigurjónu
konu hans. Þorsteinn var ungi mað-
urinn í sambandslaganefndinni.
Samningur við Dani árið 1918 var
gerður til 25 ára. Hann rann út um
síðir og lýðveldi var stofnað við mik-
inn fögnuð á Þingvöllum 17. júní
1944. Þá var smiðshöggið rekið á
verk sem hófst með áfangasigrinum
1918. Um þessar mundir höldum við
upp á þáttaskilin í frelsisbaráttu
þjóðarinnar árið 1918.
En mesti gleðidagur í gervallri
sögu þjóðarinnar var 17. júní 1944 er
Íslendingar stofnuðu lýðveldi á Þing-
völlum. Þessa minntust 85 okkar sem
vorum á Þingvöllum þennan dag ung
að árum með fróðlegum pistlum í bók
okkar Örnu Bjarkar Stefánsdóttur
sagnfræðings, „Lýðveldisbörnin.
Minningar frá lýðveldishátíðinni á
Þingvöllum“, sem kom út árið 2016
hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Það var ekki seinna vænna því að
nærfellt tveir tugir þeirra sem skrif-
uðu í bókina eru fallnir frá.
Við stofnun lýðveldisins að fengnu
fullu frelsi eftir 682 ár undir erlend-
um yfirráðum ríkti mögnuð gleði á
Þingvöllum þrátt fyrir látlausa rign-
ingu og þrátt fyrir áhyggjur af við-
horfi ófrjálsra Dana í höndum óvina-
hers. Stundin var runnin upp.
» Gleðilegastur allra
daga í sögu þjóð-
arinnar er 17. júní 1944
er lýðveldið var stofnað
á Þingvöllum. Í nýlegri
bók rifjuðu 85 manns
upp þátttöku sína.
Höfundur er veðurfræðingur
og lýðveldisbarn.
thor.jakobsson@gmail.com
Gleðidagur þjóðar
– 17. júní 1944
Eftir Þór
Jakobsson
Þór Jakobsson