Morgunblaðið - 18.07.2018, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
Fátítt er að faldir fjársjóðir úr sögu-
sögnum finnist nokkurn tímann en
segja má að kvikmyndaunnendur
hafi fundið einn slíkan nýverið þegar
gamalt handrit eftir kvikmyndaleik-
stjórann Stanley Kubrick var upp-
götvað. Frá þessu er sagt á fréttavef
The Guardian.
Stanley Kubrick er gjarnan talinn
einn besti og frumlegasti kvik-
myndagerðarmaður sögunnar en
eftir hann liggja margar frægustu
kvikmyndir allra tíma. Má þar nefna
The Shining, Dr. Strangelove og
2001: A Space Odyssey meðal ann-
arra. Handritið nýfundna er þó eldra
en þessar myndir og var skrifað árið
1956 í samstarfi við rithöfundinn
Calder Willingham, sem vann einnig
með Kubrick að myndinni Paths of
Glory. Kubrick, sem enn var ungur
og tiltölulega óreyndur, hafði skrifað
handritið fyrir kvikmyndaframleið-
andann MGM en hætt virðist hafa
verið við gerð myndarinnar vegna
samningsbrots af hálfu Kubricks.
Handritið heitir Burning Secret
(Brennandi leyndarmál) og er byggt
á smásögunni Brennendes Geheimn-
is frá árinu 1911 eftir Stefan Zweig.
Saga Zweigs fjallar um barón sem
reynir að draga miðaldra konu við
austurrísku Alpana á tálar. Konan á
fullt í fangi með að annast veikan
son sinn svo baróninn reynir að ná
til hennar með því að vingast við
soninn. Sonurinn telur sig illa svik-
inn þegar baróninn beinir athygli
sinni að móður hans.
Sagan hafði áður verið kvikmynd-
uð í Þýskalandi árið 1933 og átti síð-
ar eftir að vera endurgerð árið 1988 í
Bretlandi. Vel má vera að nú verði
sagan brátt kvikmynduð í þriðja
sinn því handrit Kubricks er nánast
fullbúið og þykir gefa góða sýn á
hvernig hann hugsaði sér myndina.
thorgrimur@mbl.is
Ungur Stanley Kubrick árið 1949, sjö árum áður en hann skrifaði handritið.
Týnt handrit eftir
Kubrick uppgötvað
Mamma Mia! Here We Go Again
Framhald söngvamyndarinnar
Mamma Mia! sem byggð var á sam-
nefndum söngleik sem unninn var
upp úr lögum ABBA. Sagan hefst
nokkrum árum eftir að fyrri mynd
lauk en í henni sagði af mæðgunum
Donnu og Sophie, vinkonum Donnu
og þremur körlum sem komu til
greina sem mögulegir feður Sophie.
Nú hefur hún tekið við rekstri gisti-
heimilisins af móður sinni og þegar
hún verður þunguð fer hún að hugsa
til þess hvernig aðstæðurnar voru
árið 1979 þegar hún kom undir og
móðir hennar var í svipuðum spor-
um og hún.
Leikstjóri er Ol Parker og með aðal-
hlutverk fara Lily James, Colin
Firth, Amanda Seyfried, Meryl
Streep, Stellan Skarsgård, Pierce
Brosnan, Christine Baranski, Andy
Garcia, Cher, Dominic Cooper, Jer-
emy Irvine og Julie Walters.
Rotten Tomatoes: 88%
The Equalizer 2
Framhald spennumyndarinnar
Equalizer. Sem fyrr er það hinn
grjótharði Robert McCall, sjálfskip-
aður riddari réttlætisins, sem tekst á
við glæpamenn. Þegar náin vinkona
hans er myrt einsetur hann sér að
finna hina seku og refsa þeim. Leik-
stjóri er Antoine Fuqua og með aðal-
hlutverk fara Denzel Washington,
Pedro Pascal og Bill Pullman.
Hereditary
Hrollvekja með Toni Collette í aðal-
hlutverki. Collette leikur Annie Gra-
ham sem missir móður sína og virð-
ist andlát hennar leysa úr læðingi
álög sem hvílt hafa á Graham-
fjölskyldunni lengi vel. Hvorki An-
nie né eiginmaður hennar og börn
vita hvað eigi til bragðs að taka.
Leikstjóri myndarinnar er Ari Aster
og með önnur helstu hlutverk fara
Alex Wolff, Milly Shapiro, Gabriel
Byrne og Ann Dowd.
Rotten Tomatoes: 89%
Hrollvekjandi Toni Collette viti sínu fjær í hrollvekjunni Hereditary.
Gleði, glæpir
og gæsahúð
Bíófrumsýningar
Undir trénu 12
Agnes grípur Atla við að
horfa á gamalt kynlífs-
myndband og hendir honum
út. Atli flytur þá inn á for-
eldra sína, sem eiga í deilu
við fólkið í næsta húsi.
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 22.00
Mýrin 12
Metacritic 75/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 18.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 20.00
You Were Never
Really Here 16
Bíó Paradís 18.00
Three Billboards
Outside Ebbing,
Missouri 16
Metacritic 88/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 20.00
Óþekkti
hermaðurinn 16
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 22.00
The Florida
Project 12
Metacritic 92/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 22.15
The Party 12
Gamanleikur sem snýst upp
í harmleik.
Metacritic 73/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 20.00
Mamma Mia!
Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við
rekstri gistiheimilisins og
lærir um fortíð móður sinn-
ar á sama tíma og hún er
ófrísk sjálf.
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.00, 19.30, 21.55
Sambíóin Keflavík 17.30,
20.00, 22.30
Smárabíó 16.30, 16.50,
19.10, 19.40, 22.10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Hereditary 16
Eftir að móðir Annie Graham
deyr virðist dauði hennar
leysa úr læðingi einhvers-
konar álög sem hvílt hafa á
Grahamfjölskyldunni lengi.
Hvorki Annie né eiginmað-
ururinn hennar vita hvernig
eigi að bregðast við.
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30, 22.40
Sambíóin Egilshöll 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.40
Sambíóin Keflavík 22.30
The Equalizer 2 16
Framhald The Equalizer frá
árinu 2014 sem var byggð á
samnefndum sjónvarpsþátt-
um um fyrrverandi lögreglu-
mann sem er nú leigumorð-
ingi.
Laugarásbíó 19.50, 22.20
Smárabíó 19.30, 21.50,
22.20
Háskólabíó 20.40
Borgarbíó 19.30
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 20.50
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins þurfa Owen
og Claire að bjarga risaeðl-
unum frá útrýmingu.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 22.15
Love, Simon Háskólabíó 18.00
Tag 12
Lítill hópur fyrrum bekkjar-
félaga skipuleggur flókinn,
árlegan „klukk“ leik, sem
krefst þess að þátttakendur
þurfa sumir að ferðast um
landið þvert og endilangt.
Metacritic 56/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40, 20.00
Ocean’s 8
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 61/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Kringlunni 19.40,
22.10
Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf
að annast Jack-Jack á með-
an Helen, Teygjustelpa, fer
og bjargar heiminum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,9/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.00
Sambíóin Akureyri 17.30
Sambíóin Keflavík 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart
með því að skipuleggja fjöl-
skylduferð á lúxus skrímsla
skemmtiferðaskipi, þannig
að hann geti fengið hvíld frá
eigin hótelrekstri. Vinir hans
og skósveinar fara með. En
þegar þau leggja úr höfn, þá
verður Drakúla ástfanginn af
hinum dularfulla skipstjóra,
Ericka.
Metacritic 59/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Egilshöll 17.40
Háskólabíó 17.50
Borgarbíó Akureyri 17.30
Paddington 2 Metacritic 88/100
IMDb 7,9/10
Paddington lendir í klemmu
þegar þjófur stelur gjöf sem
Paddington ætlaði að kaupa
til að gefa frænku sinni í af-
mælisgjöf.
Smárabíó 11.00
Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja
mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að
vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd-
armál úr fortíðinni.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 70/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 22.00
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Ant-Man and the Wasp 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og
lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist
skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir
móður jörð og hálendi Ís-
lands þar til munaðarlaus
stúlka frá Úkraínu stígur
inn í líf hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 18.10, 21.10
Bíó Paradís 18.00
Skyscraper 12
Myndin fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkis-
lögreglunnar í gíslatökumálum, sem Johnson leikur, sem nú
vinnur við öryggisgæslu í
skýjakljúfum.
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio