Morgunblaðið - 18.07.2018, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Kælan mikla hefur
troðið upp í tvígang með skömmu
millibili í London, fyrst á tónlistar-
hátíðinni Meltdown í hinu virðulega
menningarhúsi Southbank Centre
sunnan við Thames 16. júní og síð-
an 7. júlí í Hyde Park, garðinum
mikla, á sumartónlistarhátíð en að-
alatriði kvöldsins var ein kunnasta
rokksveit Breta, The Cure. Svo vill
til að Robert Smith, söngvari og
forsprakki The Cure, var einnig
listrænn stjórnandi Meltdown.
Stofnuð í Ljóðaslammi
Kæluna miklu skipa Sólveig
Matthildur Kristjánsdóttir sem leik-
ur á hljóðgervla, Margrét Rósa
Dóru-Harrysdóttir á bassa og Lauf-
ey Soffía Þórsdóttir sem syngur.
Hljómsveitin var stofnuð árið 2013,
fyrir keppnina Ljóðaslamm í
Borgarbókasafni, en í henni urðu
vinkonurnar hlutskarpastar, fluttu
ljóðapönk og stofnuðu í kjölfarið
hljómsveitina sem dregur nafn sitt
af persónu í Múmínálfunum.
„Kælan mikla kemur í Múmíndal á
veturna, kemur með veturinn í
Múmíndal. Ef þú horfir í augu
hennar frýstu í hel,“ útskýrir Sól-
veig í símaviðtali við blaðamann, en
hún býr í Leipzig í Þýskalandi. En
hefur hljómsveitin þá eitthvað notað
þessa persónu úr Múmínálfunum
frekar? Nei, ekki er það svo, segir
Sólveig. Hljómsveitin noti meira
persónuleika Kælunnar miklu, frek-
ar en hana sjálfa.
Á YouTube?
Kælan mikla lék fyrir um 2.500
manns á Meltdown í Southbank
Centre og hitaði þar upp fyrir
hljómsveitina Placebo. Á tónleik-
unum í Hyde Park var svo haldið
upp á 40 ára afmæli The Cure, sem
var stofnuð árið 1978, og af öðrum
sveitum sem þar tróðu upp má
nefna Interpol og Goldfrapp.
Sólveig er spurð hvernig það hafi
komið til að Smith hafi boðið Kæl-
unni miklu að koma fram á Melt-
down og segist hún ekki hafa svarið
við þeirri spurningu. „Ætli hann
hafi ekki séð okkur á netinu?“ segir
hún kímin. „Við höfum örugglega
poppað upp á YouTube eða Facebo-
ok hjá honum og hann hefur tekið
eftir því. Ég veit það samt ekki.“
Eitthvert myrkur
Blaðamaður bendir á að tónlist
The Cure og Kælunnar miklu sé
ekki svo ósvipuð og því sé að ein-
hverju leyti eðlilegt að þessar tvær
hljómsveitir leiki á sama viðburði.
„Já, það er eitthvert myrkur,“ svar-
ar Sólveig, „og The Cure er líka
hljómsveit sem sameinar okkur all-
ar þrjár, við erum með mjög ólíkan
tónlistarsmekk en allar innblásnar
af þessari hljómsveit.“
Allt önnur stemning
–Hvernig fannst ykkur að spila í
Southbank Centre?
„Þetta er mjög stórt og rosalega
fínt, Harpa á sterum,“ svarar Sól-
veig kímin. Kælan mikla hafi leikið
í „Royal Festival Hall“ sem rúmi
um 2.500 sitjandi gesti. „Það var
svolítið langt á milli okkar,“ bætir
hún við, „og dálítið óþægilegt að
vita ekki hvað hinar voru að
hugsa.“
–Voru þetta þá fjölmennustu tón-
leikar sem þið hafið haldið?
„Já en ég veit samt ekki hversu
margir voru í Hyde Park,“ svarar
Sólveig.
En hvernig finnst henni að spila
fyrir svona mannfjölda í saman-
burði við minni hópa? „Mér finnst
persónulega mjög skrítið að spila á
svona risastóru sviði á svona fínum
stað, allt öðruvísi en að spila á ein-
hverjum rokkstað eins og Gaukn-
um. Gestirnir voru sitjandi og það
er allt önnur stemning,“ segir Sól-
veig. Í Hyde Park hafi allt annað
verið uppi á teningnum, fólk á ferð-
inni og að dansa og hreyfa sig.
Sólveig er spurð hvort þær vin-
konurnar hafi hitt Robert Smith og
segir hún þær hafa gert það að
loknum tónleikunum í Hyde Park, í
eftirpartíi. „Hann var rosalega
breskur, mjög kurteis og yfirveg-
aður, rólegur. Hann lítur út fyrir að
vera mjög fínn gæi. Hann var mjög
upptekinn þannig að við náðum
ekki löngu spjalli,“ segir Sólveig
um Smith.
Gerðist bara einhvern veginn
Kælan mikla varð til í Ljóða-
slammi Borgarbókasafns árið 2013,
sem fyrr segir, en í slamminu
keppir ungt fólk á aldrinum 15-25
ára í orðlist með frjálsri aðferð og
áherslan er ekki síður lögð á flutn-
inginn en orðin sjálf. „Við sáum
auglýsingu um Ljóðaslamm og
gerðum lag við ljóðin okkar og
prófuðum að taka þátt. Svo ein-
hvern veginn vatt það upp á sig,“
rifjar Sólveig upp.
–Voruð þið þá búnar að ákveða
hvernig hljómsveit þetta ætti að
vera?
„Alls ekki. Ég er með klassískan
bakgrunn, lærði á þverflautu og
saxófón og pabbi Maggý (Mar-
grétar) er bassaleikari og Laufey
hafði aldrei verið mikið fyrir að
syngja eða öskra. Þetta gerðist
bara einhvern veginn og við höfum
aldrei ákveðið hvernig tónlist við
ætlum að spila,“ útskýrir Sólveig.
Ruglaðar í lífinu
–Tónlist ykkar og textum er oft-
ast lýst sem drungalegum, að þið
séuð svalar og kaldar. Er þetta
svalt og kalt? Hvernig myndir þú
sjálf lýsa tónlist ykkar og textum?
„Við skrifuðum ljóðin á fyrstu
plötunni okkar, Mánadans, sem við
vorum að endurútgefa núna, á ár-
unum 2013-15 og þá vorum við að
verða tvítugar og ruglaðar í lífinu,
vorum kannski að skrifa meira um
hvað maður er og einhverja innri
erfiðleika,“ svarar Sólveig.
„Næsta plata, Kælan mikla, frá
árinu 2016, fjallar líka um slíka
erfiðleika, að líða illa og vera kvíð-
inn, þunglyndur og stressaður og
allt ömurlegt,“ segir Sólveig og
hlær við og blaðamaður sér sig
knúinn til að spyrja hvort þessir
erfiðleikar séu tengdir persónulegri
reynslu þeirra þriggja. „Við erum
náttúrlega allar frekar stressaðar
týpur,“ svarar Sólveig kímin og að
gott sé að geta gert eitthvað gott
úr slíkri vanlíðan. „Núna erum við
kannski að þroskast aðeins, fara
meira út í heimþrá og fjalla mikið
um náttúruna og það sem er í
kringum okkur,“ bætir hún við, „en
myrkrið hættir aldrei að umlykja
okkur.“
–Þið hafið þá verið að taka upp
ný lög?
„Já, við höfum verið að taka upp
ný lög og það er plata á döfinni en
ekkert ákveðið,“ svarar Sólveig og
staðfestir að sú plata verði breið-
skífa. „Það er alltaf einhver drungi
yfir okkur,“ segir Sólveig, „og við
horfum á Kæluna miklu sem hlið-
arsjálf okkar. Við þrjár erum Kæl-
an mikla og Kælan mikla segir hitt
og þetta. Við ákveðum aldrei
hvernig við ætlum að gera hlutina
og fólk kallar þetta ýmsum nöfnum,
post-pönk eða syntha-popp en mér
finnst þetta bara vera experimen-
tal.“
Þéttskipuð dagskrá
fram undan
Kælan mikla er með þéttskipaða
tónleikadagskrá á árinu. Næstu
tónleikar verða 17. ágúst á
tónlistarhátíð í Ungverjalandi og í
september hitar sveitin upp fyrir
King Dude á sautján tónleikum í
Evrópu. Í október er það svo aftur
London, Belgía, Holland og Þýska-
land en 31. október verða tónleikar
haldnir í Perú og svo í Mexíkóborg
í nóvember.
Þeir sem vilja kynna sér Kæluna
og hlusta á lög hennar geta m.a.
gert það á vefnum Soundcloud og
vefsíðu hljómsveitarinnar má finna
á slóðinni kaelanmikla.com. Einnig
má fylgjast með ævintýrum hljóm-
sveitarinnar á Facebook-síðu henn-
ar.
Kuldapönk Kæluna miklu skipa Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir,
Margrét Rósa Dóru-Harrysdóttir og Laufey Soffía Þórsdóttir.
Kurteis Kælan mikla með Robert Smith í eftirpartíi. „Hann var rosalega
breskur, mjög kurteis og yfirvegaður,“ segir Sólveig um Smith.
„Frekar stressaðar týpur“
Kælan mikla kom fram á tvennum tónleikum í London nýverið sem báðir tengdust Robert Smith,
forsprakka The Cure Drungaleg tilraunatónlist og erfiðleikar oftar en ekki yrkisefni
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Snúningslök geta aukið gæði svefns þegar fólk á erfitt með að snúa sér.
Quick On snúningslökin fást í flestum dýnustærðum og auðvelt er að setja þau á dýnuna.
Kíktu á úrvalið í verslun okkar í Síðumúla 16 og í vefverslun fastus.is
VAKNAR ÞÚ UPP
VIÐ AÐ SNÚA ÞÉR Í RÚMINU?
ICQC 2018-20