Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Alþingi samþykkti í gær á hátíðar-
fundi sínum þingsályktunartillögu
um stofnun Barnamenningarsjóðs Ís-
lands og smíði nýs hafrannsóknar-
skips. Mótmæli af ýmsum toga settu
svip sinn á daginn, en þau áttu eink-
um rót sína að rekja til þess að Piu
Kjærsgaard, forseta danska þingsins
og eins af stofnendum Þjóðar-
flokksins danska, var boðið að ávarpa
samkomuna.
Stuttu áður en þingfundurinn átti
að hefjast sendi þingflokkur Pírata
frá sér yfirlýsingu um að hann hygð-
ist sniðganga fundinn vegna komu
Kjærsgaard. Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, gagnrýndi ákvörðun
Pírata harðlega á heimasíðu sinni og
sagði hana sýna bæði danska þjóð-
þinginu og dönsku þjóðinni dónaskap.
Nokkuð var um mótmælendur á
fundarsvæðinu og létu sér flestir
nægja að koma skilaboðum sínum á
framfæri á þögulan hátt. Einn ákvað
hins vegar að reyna að trufla fundinn
með sírenuvæli, hrópum og köllum.
Hafði hann komið sér fyrir á klett-
unum vestan megin við Almannagjá
og tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að
handsama manninn.
Tengsl þings og Þingvalla
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis, setti fundinn og fór nokkr-
um orðum um hlutverk Þingvalla og
Alþingis til forna í íslensku samfélagi.
Sagðist Steingrímur styðja heils hug-
ar þær hugmyndir sem komið hefðu
fram á síðari árum um að treysta bet-
ur tengsl þingsins við Þingvelli og
nefndi meðal annars þann möguleika
að þing yrði sett á Þingvöllum að vori
til að þingkosningum loknum.
Formenn flokkanna fluttu síðan
ræður um þátt fullveldisins í sögu
landsins, áður en Pia Kjærsgaard tók
til máls um tengsl Íslands og Dan-
merkur í fortíð og framtíð.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði í ræðu sinni að saga full-
veldisins hefði einkennst af stórhug
og framförum þrátt fyrir að ytri að-
stæður hefðu ekki verið hagfelldar
árið 1918. „Þrátt fyrir þetta ástand
var þjóðin samstíga um fullveldið og
síðan þá hefur fullveldið reynst þjóð-
inni aflgjafi í þeirri ótrúlegu sögu
framfara og velsældar sem hefur ein-
kennt íslenskt samfélag þessa undan-
gengnu öld.“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýð-
veldisins, sleit síðan samkomunni
með ávarpi sínu þar sem hann minnti
meðal annars á að baráttu fólks fyrir
fullveldi og sjálfstæði, réttlæti og
sanngirni lyki aldrei.
Vék af fundi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gekk í
burtu þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf mál sitt.
Fullveldisins minnst á Þingvöllum
Mótmæli af ýmsum toga skyggðu á hátíðarfund Alþingis Þingforseti leggur til að Alþingi verði
sett á Þingvöllum Saga hins fullvalda Íslands hefur einkennst af stórhug og framförum
Morgunblaðið/Hari
Fullveldisafmæli Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti þingfundinn í gær.
Fullveldi Íslands 100 ára
Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra,
sagði fundinn hafa vakið með sér minningar
frá því þegar lýðveldið var stofnað á Þing-
völlum, en þá var hann átta ára gamall. Man
Ólafur sérstaklega vel eftir því þegar kveðj-
an frá Kristjáni X. Danakonungi var lesin
upp, við mikinn fögnuð viðstaddra. „Það er
mikið gleðiefni að geta verið hér í dag þegar
aldarafmæli fullveldisins er fagnað, enn
meiri tímamótum en lýðveldisstofnuninni.“
Ólafur Egilsson.
Gaman að vera viðstaddur
Þær Gríma Huld Blængsdóttir og Þórunn
Pálsdóttir voru meðal gesta á Þingvöllum, en
þær höfðu vonast eftir betri mætingu á hátíð-
arfundinn. „Mér þykir ömurlegt hvað það er
fámennt,“ sagði Þórunn og bætti við að há-
vær mótmæli hefðu skyggt nokkuð á hátíð-
ina. Hefði henni þótt eðlilegra að halda fögn-
uðinn í Reykjavík, þar sem viðræðurnar um
sambandslagasamninginn og yfirlýsingin um
fullveldið 1. desember áttu sér stað.
Gríma Huld Blængsdóttir og Þórunn Pálsdóttir.
Mætingin mikil vonbrigði
Sigurður H. Sigurðsson var einn af þeim sem
nýttu tækifærið sem fundurinn gaf til þess að
mótmæla á friðsaman hátt. Stóð hann með
skilti sitt og kallaði þar eftir nýrri stjórnar-
skrá. „Ég vil ýta á eftir því að Alþingi sam-
þykki gildistöku nýrrar alíslenskrar stjórn-
arskrár, í stað þeirrar dönsku sem nú er,“
sagði Sigurður og bætti við að slík stjórnar-
skrá fyrir þjóðina væri í raun það eina sem
vantaði upp á til þess að sjálfstæðisbarátta Ís-
lendinga gæti talist fullkomlega unnin.
Sigurður H. Sigurðsson.
Nýja stjórnarskrá vantar
Umtalsvert var af ferðamönnum á Þingvöllum meðan hátíðar-
fundurinn fór fram. Þau Michael, Dorte, Amalie og Valdemar frá
Danmörku voru á meðal þeirra, og fannst þeim nokkuð kyndugt
að vera allt í einu mætt á miðjan þingfund, sem tengdist sam-
bandi ríkjanna svo sterkum böndum. Áberandi var að ferðamenn
á svæðinu virtust ekki vita hvert tilefni fundarins var, og sagði
Michael að 100 ára fullveldis Íslands væri almennt séð ekki
minnst í Danmörku. Það stafaði þó ekki af neinum illvilja gagn-
vart Íslendingum, heldur væri tilefnið líklega mun mikilvægara
fyrir okkur en Dani. Spurður hvort einhver særindi væru í Dön-
um vegna sambandsslitanna var svar hans einfalt: Nei!
Dorte, Amalie, Valdemar og Michael.
Enginn illvilji gagnvart Íslendingum
„Mér finnst fullveldið alveg einstakt og okkur
hefur farið mikið fram á þessum tíma,“ sagði
Gissur Júní Kristjánsson, en hann hafði kom-
ið sér vel fyrir í brekkunni fyrir ofan þing-
pallana. Sagði hann að góð stemmning hefði
verið á meðan á fundinum stóð og að fólki
hefði almennt séð liðið vel, þar sem börn og
fullorðnir hefðu setið saman og tekið þátt í
athöfninni. „Það fundu allir fyrir því hvað
þetta var hátíðleg stund.“
Gissur Júní Kristjánsson.
Fullveldið einstök stund
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra, var mjög ánægð með hátíðar-
fundinn og sagði hann hafa heppnast vel að
sínu mati. Þá spillti ekki fyrir að þrátt fyrir
gráleitt skýjafar hefði ekki byrjað að rigna.
Sagði Ingibjörg einnig að allar ræðurnar sem
fluttar voru hefðu verið prýðilegar og allt
hefði farið skaplega fram. Þó væri ljóst af
mótmælunum, sem settu svip sinn á athöfn-
ina, að enn væri einhver ólga í þjóðfélaginu.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Mjög hátíðleg stund