Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 20

Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Cliff Richardvar og er vin-sæll söngv- ari, þótt líklegt sé að aðdáendur hans séu flestir af eldri kynslóðinni. Hann var mjúka hliðin og töluvert langt frá helstu töffurum unga fólksins, sem sumir hafa enn ótrúlega sveiflu, þótt fækki í hópnum eftir því sem áratug- unum fjölgar. Um hríð fylgdust þau að Cliff og sú þekkta hljóm- sveit The Shadows, sem síðar kom til Íslands á Listahátíð. Haft var á orði að Cliff væri tengdasonurinn sem mæður margra stúlkna á giftingaraldri sæju í hillingum. Árið 2014 kom reiðarslagið í mynd ótrúlegrar fréttar um að lögreglan væri að gera húsleit heima hjá Cliff Richard í Lund- únum. Söngvarinn var þá 74 ára gamall og staddur á öðru heimili sínu í Portúgal. Hann sat þar í stofu sinni og horfði á sem þrumu lostinn þegar BBC sló upp á stórfrétt. Ekki þarf að fjöl- yrða um það hve söngvaranum var brugðið. Mátti þakka fyrir að hann héldi heilsu og jafnvel lífi. Ferli hans lauk á augabragði. Þetta var á þeim árum þegar breska lögreglan var með mikinn mannskap á sínum snærum við að rannsaka meinta barnamis- notkunarhringi, og virtist ein- beita sér að „grunsamlegum mál- um“ þar sem frægt fólk kom við sögu. Lak lögreglan ótt og títt fréttum af grunsemdum sínum. Ekkert kom út úr þessum rann- sóknum annað en tapað opinbert fé í stórum stíl og eyðilagt mann- orð manna, sem sumir höfðu áður verið í miklum metum. Nú er komið á daginn að lögreglan studdist í sumum „rannsóknum“ við eina og sömu heimildina, sem reyndist hafa skáldað upp ásak- anir sínar. Allmargir yfirmenn í lögreglunni hafa verið látnir taka pokann sinn en sumir hinna „grunuðu“ hurfu úr þessum heimi áður en að því kom. Nýlega var til- kynnt að hafin væri umfangsmikil rann- sókn á „heimildar- manninum“. Í dæmi Cliff Richard lak lög- reglan því í BBC að hún væri að hefja rannsókn á heimili söngv- arans. BBC hafði mikið við og þyrlur á vegum þess og þyrlur á vegum lögreglunnar sveimuðu yfir heimili Cliffs, eins og þar inni fyrir væri fjölmennt lið glæpamanna vopnað Kalashni- kov-rifflum. Ekkert reyndist hæft í þeim sögusögnum sem lögreglan byggði á. Yfirmenn hennar kusu eftir nokkurt þóf að biðja söngv- arann afsökunar og greiddu hon- um 400.000 pund (60 milljónir króna) í miskabætur. BBC neit- aði hins vegar að biðjast afsök- unar (!) og vísaði til mikilvægis málfrelsisins og fór söngvarinn þá í mál. Í gær tapaði BBC máli sínu og ádrepa yfirréttardóm- arans var óvenju harðorð.Var fyrirtækinu gert að greiða söngvaranum 200.000 þúsund pund (30 milljónir króna), sem eru með hæstu miskabótum sem dæmdar hafa verið í Bretlandi. Dómurinn opnar jafnframt á þann möguleika að söngvaranum verði bætt hið mikla fjárhagslega tap hans. BBC gæti áfrýjað þess- um dómi, en talið er að kostnaður þess af málarekstrinum stefni þegar í um 700 milljónir króna. Málfrelsið er mikilvægt. En var það í húfi? Hefði eitthvað fundist í hinni illa grunduðu hús- leit er öruggt að lögreglan hefði boðað fréttamannafund og gert grein fyrir því. Aldrei var því hætta á að almenningi hefði ekki verið tryggðar fréttir af raun- verulegum glæp, þótt hinum mikla hasar hefði verið sleppt. Glæpurinn var reyndar til stað- ar, þótt skúrkarnir væru aðrir. Lögreglan og BBC skipulögðu í sam- ráði atlögu að heim- ili Cliff Richard} Mannorðsmorð fordæmt Það sá til sólar áþriðjudag í höfuðborginni. Borgarbúar fögn- uðu; þeir gátu loks notið eins ósvikins sumardags eftir regn og kulda það sem af var sumri. Eitt af því sem fjöldi fólks gerði af þessu tilefni var að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum. Þar ríkti sumar- blíða og mikil gleði, ekki síst ungu kynslóðarinnar sem kunni að meta þessa tilbreytingu frá regngallanum. Borgaryfirvöldum tókst þó að skyggja dálítið á gleðina. Eins og við var að búast á fyrsta, og fram að þessu eina, raunverulega sumardegi sumarsins, var fjöldi fólks í Laugardalnum og þar með fjöldi bíla. Þetta sáu borgar- yfirvöld fyrir og stefndu á stað- inn mannskap sem sektaði alla þá sem leyfðu sér að leggja utan merktra stæða, jafnvel þó að þeir væru engum til ama og ekki fyrir neinum. Væri þessi framganga borgar- yfirvalda einsdæmi mætti yppta öxlum og jafnvel brosa. En þegar borgaryfirvöld hafa bersýnilega gefið út þá fyrirskipun að bíla- stæðasjóður sendi jafnan mann- skap þegar vænta má mann- fjölda, svo sem vegna íþrótta- viðburða, nú eða bara veðurblíðu, þá fer gamanið að kárna. Borgaryfirvöld virðast hafa það að sérstöku markmiði að hundelta þá sem nota fjöl- skyldubílinn, þvælast fyrir þeim sem mest má verða og valda þeim óþarfa kostnaði. Þetta er vægast sagt sérkennilegt mark- mið. Borgaryfirvöld ákváðu að fénýta sumardaginn eina } Borgarbúar gripnir glóðvolgir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í reglugerð um húsnæði á vinnustöðum sem birtist í B deild Stjórnartíðinda nr. 581/1995 segir í 1. tl. 22. gr. „Þar sem að staðaldri starfa fleiri en 5 karlar og 5 konur skulu salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind.“ Ekkert skortir upp á að reglurnar séu skýrar. Samt er það svo að nýskipað Mann- réttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur sam- þykkti á fyrsta fundi sínum að öll salerni fyr- ir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar yrðu gerð ókyngreind frá og með haustinu. Sem sagt, aðgreining kynjanna sbr. 1.tl. 22. gr. reglna um húsnæði á vinnustöðum er gjörsamlega fótum troðin með þessari furðulegu samþykkt. Vinnu- brögðin eru sannarlega ámælisverð svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau leggja undir sig hausinn og vaða áfram án þess svo mikið sem skoða þær reglur sem eru í gildi og varða tiltekið málefni. Hvað þá að kynna sér tilgang- inn með reglunum. Valdið í höndum ráðherra Það liggur ljóst fyrir að þetta forgangsverkefni Mannréttinda- og lýðræðisráðsins að svipta okkur kon- ur þeim áunnu og sjálfsögðu mannréttindum að geta notið aðgreindrar salernisaðstöðu frá körlum er hvorki fugl né fiskur. Til að svo megi verða þarf ráðherra að breyta áður nefndri reglugerð. Ég efa stórlega að hann sjái ástæðu til þess. Í tilkynningu frá borginni segir m.a um samþykktina: Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufars- vanda eins og t.d. stóma.“ Allt er þetta gott og blessað svo fram- arlega sem það bitnar ekki á einhverjum öðrum. Við þekkjum sérmerkt salerni fyrir fatlaða. Salerni þar sem er að finna góða að- stöðu fyrir foreldra með ungbörn. Við gerum þær kröfur að okkur sé ekki mismunað. Trans og intersex fólk og börn eiga að njóta sömu réttinda og aðrir en ekki á kostnað annarra. Konur pissa ekki standandi Ég ætla ekki sérstaklega að fara út í forvarnargildið og öryggissjónarmiðin sem hafa legið því til grundvallar m.a. að salerni hafa verið kynjaskipt, heldur frekar til hreinlætissjónarmiða. Meginreglan er sú að almenn- ingskarlaklósett eru subbulegri en almennings- kvennaklósett. Ég ætla að reyna að hugsa ekki um flug- vél og mig í spreng þar, ég veit að þið vitið hvað ég meina. Hins vegar þar sem ég pissa sitjandi, þá kæri ég mig hvorki um að stíga í né setjast á, annarra manna hland þegar ég geng örna minna. Því eru kynjaskipt salerni svo sannarlega kærkomin fyrir flestar konur. Inga Sæland Pistill Brjóta gildandi rétt Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksinsHægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ BAKSVIÐ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Það er búið að vera mikið aðgera í því sem þurfti að geratil þess að hafa allt í lagi hjáPersónuvernd við gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Við erum að taka yfir nýja vefsíðu og ganga frá leiðbeiningum sem þurftu að vera til staðar við gildistökuna,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Það er vissulega meiri póstur að berast en vanalegt er að sumri til eftir að nýju persónuverndarlögin tóku gildi. Það er meðal annars vegna til- kynninga á persónuverndarfulltrúum, sem komnar eru í um 120,“ segir Helga. „Til þess að veita sem besta þjón- ustu bjóðum við upp á símatíma þrisv- ar í viku eins og verið hefur en vegna tilkomu nýju laganna opnuðum við um mánaðamótin þjónustuborð þar sem fyrirspurnum lítilla og meðalstórra fyritækja er svarað. Stefnt er að því að svara þeim innan þriggja til fimm daga,“ segir Helga. Austurríki og Finnland Finnland og Austurríki eru einu Evrópuríkin sem ákváðu að leggja ekki sektir á stjórnvöld vegna brota á per- sónuverndarlögum. „Í Finnlandi er starfandi um- boðsmaður Persónuverndar, sem er hliðstætt embætti og umboðsmaður Alþingis hér á landi, og því töldu Finnar ekki þörf á sektarákvæði gagnvart ríkinu en settu slík ákvæði á aðra ábyrgðaraðila. Í Austurríki virð- ist það hafa verið pólitísk ákvörðun að beita ekki sektarákvæðum á ríkið, undir því yfirskini að þetta þýddi færslu á fé úr einum vasa í annan,“ segir Helga, sem bendir á að eðlileg- ast sé að sömu reglur gildi um vinnslu persónuupplýsinga hvort sem um op- inbera aðila eða einkaaðila er að ræða. Nafnleynd hættuleg Spurð hvort nýja löggjöfin hafi áhrif á óskir sýslumanna um ábend- ingar um óskráða heimagistingu segir Helga að það liggi fyrir að opinberar stofnanir ættu ekki að bjóða upp á nafnlausar ábendingar eins og margir úrskurðir Persónuverndar hafi kveðið á um. Ábendingar til sýslumanna vegna óskráðrar heimagistingar séu undir nafni og ný löggjöf breyti vænt- anlega engu. „Nafnlausar ábendingar eru alltaf varhugaverðar. Þær geta verið réttar og geta verið rangar. Þegar fólk kem- ur fram undir nafni er minni hætta á að óprúttnir aðilar eða meinfýsni ráði för,“ segir Helga og bendir á að nafn- lausar ábendingar sem snúi að barna- vernd séu þar ekki undanskildar. Ef nafnleynd teljist brýn nauð- syn verði að tryggja að hægt sé að leita til baka að heimildarmanni. Á að segja frá BRCA? Helga segir að tryggingarfélög þurfi að máta starfsemi sína við breytt persónuverndarlög og meta hvort þau starfi innan heimilda, hvort sem um er að ræða líf- og sjúkdóma- tryggingar eða aðra starfsemi trygg- ingarfélaganna. „Það er óheimilt í dag samkvæmt núgildandi lögum að veita genaupp- lýsingar. En það þarf ekki nema meirihlutasamþykkt á Alþingi til þess að heimila öflun genaupplýsinga,“ segir Helga og veltir upp stöðu þeirra einstaklinga sem fengið hafa upplýs- ingar um að þeir séu með BRCA- genin þegar kemur að því að sækja um líf- og sjúkdómatryggingar. Notkun snjalltækja og heilsu- appa gæti verið varasöm að sögn Helgu. „Víða erlendis er farið að veita afslátt til viðskiptavina trygg- ingafyrirtækja sem heimila þeim lesa úr upplýsingum frá snjall- tækjum. Hvað verður gert við þær upplýsingar?“ Í persónuvernd þarf að vanda til verka Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir Per- sónuvernd verða vara við að fólk sé að nýta rétt sinn til upplýsinga frá ábyrgðarað- ilum, en þeir séu samkvæmt lögunum m.a opinberar stofn- anir, sveitarfélög og fyrirtæki. „Frestur ábyrgðaraðila til að svara er 30 dagar og það er rétt að benda á að ekki þarf að senda afrit af slíkum beiðnum til Persónuverndar. Ef fram heldur sem horfir með afrit af beiðnum gætu pósthólf Persónuverndar fyllst og tafið fyrir því að hægt sé að veita svör í öðrum málum,“ segir Helga og bætir við að í raun þurfi ekki að leita til Persónuverndar fyrr en ljóst sé að ábyrgðar- aðili verði ekki við beiðni um upplýs- ingar áður en til- skilinn frestur sé liðinn. Ekki þörf á afriti ÞRIGGJA MÁNAÐA FRESTUR Helga Þórisdóttir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Persónuvernd Varlega skal fara í birtingu persónuupplýsinga um fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.