Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Fyrir 80 árum, 17. júlí 1938, var efnt til fyrsta flugdags á Ís- landi og haldin vegleg sýning á Sandskeiði í tengslum við komu þýska svifflugleiðang- ursins til Íslands. Hann var á vegum þýska flugmálafélags- ins, Aeroklub von Deutschland, og yf- irlýst markmið var „að rannsaka skilyrði fyrir svifflugi hér á landi og kenna íslenskum áhugamönnum svifflug“. Upplýst var að þýska flugmálafélagið hefði áður sent svipaða leiðangra til Finnlands og Svíþjóðar. Leiðangursstjóri var Bruno Baumann og með honum tveir svif- flugkennarar, Gerhard Ludwig og Heinrich Springob. Þeir og bún- aður þeirra komu til Íslands með þremur skipum sem fóru frá Þýskalandi 31. maí, 18. júní og 2. júlí. Um var að ræða tvær full- komnar svifflugur af gerðunum Minimoa og Kranich og eina Gru- nau Baby-æfingasvifflugu. Þá voru einnig með Zögling-rennifluga, Klemm KL 25-dráttarflugvél, Ford-bíll með áföstu dráttarspili og ýmis búnaður og varahlutir. Aðdragandi þessarar merku heimsóknar var sá að í september árið áður hafði Agnar Kofoed- Hansen, þá starfandi sem flug- málaráðunautur ríkisins, farið til Berlínar og hitt Wolfgang von Gro- nau, forseta þýska flugmálafélags- ins. Von Gonau hafði fjórum sinn- um komið fljúgandi til Íslands á árunum 1929-1932 og þekkti því vel til landsins. Samþykkti hann að næsta sumar yrði sendur til Íslands leiðangur með svifflugur, drátt- arflugvél og annan tilheyrandi bún- að. Á flugdeginum á Sandskeiði mætti mikill mannfjöldi. Auk þýsku loftfaranna voru þar einnig til sýnis íslenska Bluebird-flugvélin TF- LÓA og tvær renniflugur Svifflug- félags Íslands af gerðunum Grunau 9 og Grunau Ei. Agnar Kofoed-Hansen var að- alkynnir á sýningunni og bein lýsing hans jafnframt send út af Ríkisútvarpinu. Honum til aðstoðar voru Guð- brandur Magnússon, forstjóri ÁTVR, og Helgi Hjörvar útvarps- maður. Ræður héldu Skúli Guðmundsson samgönguráðherra og Reuthe-Fink, sendi- herra Þýskalands í Kaupmannahöfn. Á Sandskeiðið voru einnig mættir Hermann Jón- asson forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. Í fyrirsögn Morgunblaðsins 19. júlí 1938 sagði: „Flugsýningin var sú stórfelldasta sem hér hefur sést. Listflug Ludwigs verður mönnum ógleymanlegt“. Í frétt blaðsins sagði að um fimm þúsund manns hefðu mætt upp á Sandskeið. Fyrst voru svifflugulíkön látin fljúga, síð- an rennifluga, þá Grunau Baby- og Kranich-svifflugur. Þá kom að list- flugi Gerhard Ludwig. „Þegar hann var kominn í órahæð, byrjar hann að sýna listflug, sem seint mun gleymast áhorfendum. Ógerningur er að lýsa þessu flugi svo stór- fenglegt var það og margbreytilegt. Flugan veltist þarna í loftinu, fór ótal kollhnísa og gerði yfir höfuð allar hugsanlegar kúnstir. Áhorf- endur stóðu bókstaflega á öndinni meðan þeir horfðu á þetta flug. Annað eins hefur aldrei sést hér.“ Nýja Dagblaðið birti eftirfarandi: „Þetta flugmót er merkisatburður í sögu flugmálanna. Það mun áreið- anlega hafa áorkað miklu um að breyta viðhorfi almennings til flugs og flugtækja, ekki aðeins meðal þeirra þúsunda, er áttu þess kost að vera viðstaddir, heldur einnig hinna, sem fyrir milligöngu út- varpsins gátu látið sér nægja að hlýða á vængjaþyt hinna hrað- fleygu samgöngutækja komandi tíma.“ Fyrir nokkrum mánuðum sendi Baldur J. Baldursson innanhús- arkitekt mér ýmis áhugaverð þýsk gögn um svifflugleiðangurinn til Ís- lands 1938, en þau hafði hann feng- ið frá Essener Luftfahrtarchiv í Þýskalandi. Þar var m.a. að finna ítarlega dagbók Bruno Baumann dagana 1. júlí til 4. ágúst 1938, bók sem hann gaf út undir heitinu „Im Segelflug uber Island“ (Í svifflugi yfir Íslandi) og ræðu Skúla Guð- mundssonar samgönguráðherra (þýdda á þýsku). Í dagbókinni komu m.a. fram eft- irfarandi upplýsingar um umfang flugsins á Íslandi. Klemm- flugvélinni var flogið 331 flug, 165 svifflug voru með spilstarti og 156 renniflug með teygjustarti. Þrír luku þjálfun sem flugmenn drátt- arflugvélar. Einn svifflugmaður, Kjartan Guðbrandsson, lauk fimm tíma þolflugi í svifflugu og 18 luku svonefndu C-prófi í svifflugi. Meðal þeirra sem því prófi luku var Björn Pálsson, síðar landsþekktur sjúkra- flugmaður. Þýski svifflugleiðangurinn til Íslands 1938 Eftir Leif Magnússon Leifur Magnússon » Í frétt blaðsins sagði að fimm þúsund manns hafi mætt upp á Sandskeið. Höfundur er verkfræðingur. leifur@baro.is Kápa bókar Bruna Baumann. 1. Ljósmóðir: dag- vinnulaun um 460 þús- und kr. á mánuði eftir sex ára nám, það er fjögur ár í hjúkr- unarfræði auk tveggja ára náms í ljós- mæðrafræðum. Laun eru því lág miðað við lengd náms og al- mennt er hjúkr- unarfræðingur eftir þriggja ára starfsreynslu kominn með jafn há eða hærri laun en ljós- móðir, sem verður að teljast frá- leitt. Athugasemd: Ljósmóðir með tíu ára starfsreynslu er með um 560 þús. kr., sú tala er betri til sam- anburðar við þá hópa er hér að neð- an greinir (2.-4.), sem eru yfirleitt með 3-5 ára háskólanám að baki, en námsferill þingmanna er mjög mis- jafn, frá 0 upp í sjö ár. Þriggja ára nám er algengt hjá þeim (fimm ár hjá fjölmennum lögfræðingum). Auðvitað skal hafa í huga hér að bókvitið verður ekki alltaf í askana látið. Launaupphæðir miðast al- mennt við tölur frá 2017. Hvað hópa 2-5 snertir innihalda tölurnar væntanlega talsverða yfirvinnu og til að gera samanburð raunhæfari set ég innan sviga tölu sem er u.þ.b. 30% lægri. Sú tala end- urspeglar betur dagvinnu þessara aðila, enda dagvinnulaun fyrir skatt tala sem ætti að nota til raunhæfs samanburðar. Þess ber þó að geta að sumir heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í fullu starfi, þótt þeir vinni sem því svarar og fái álag á allt umfram t.d. 75% starf. 2. Forstjóri N1 olíufélags: Um 5 milljónir á mánuði (3,5 m., hækkun í fyrra um 1 milljón). Aths. Launin nema dagvinnu- launum u.þ.b. 13 bensínafgreiðslu- manna og selja þarf um 23.300 lítra af bensíni til að fjármagna þau eða fylla á 400 bíla, m.v. um 60 lítra tank. 3. Fv. útgefandi Pressunnar og DV: Um 2,6 milljónir á mánuði (1,8 m.). Sá rekstur fór í nauðasamninga og þrot, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur, lífeyrissjóði o.fl. Nú síðast varð viðkomandi eig- andi og rekstraraðili Argentínu steikhúss gjaldþrota í vor, eftir nokkur árangurslaus fjárnám, með miklum kostnaði fyrir skattgreið- endur, lífeyrissjóði og fleiri. Aths.: Það er auðvitað fáránlegt að menn geti komist upp með að mergsjúga fyrirtæki á þennan hátt með ofurlaunum, fyrirtæki sem svo fara í þrot með tilheyrandi þjóð- hagslegum kostnaði. 4. Forstjóri Hörpu var með um 1,6 millj- ónir á mánuði (1,1 m. áætlaður dagvinnu- hluti), eftir um 267 þús. kr. launahækkun í fyrra. Sú hækkun var meðal annars fjár- mögnuð með því að lækka dagvinnulaun starfsfólks í móttöku um rúm 20%. Rétt er að geta þess að VR brást afar illa við þessu, svo og allur almenningur, og var þetta því dregið til baka. Aths.: Viðvarandi hallarekstur er á rekstri Hörpu og því set ég stórt spurningarmerki við launahækkun við þær aðstæður. Einnig má minna á fjármuni sem töpuðust vegna Sig- ur Rósar – fyrirframgreiðslu – þar sem enginn virðist hafa verið ábyrgur. Sýnist þó á ýmsu að reksturinn í húsinu sé að batna. 5. Þingmenn: Grunnþingfarar- kaup um 1,1 milljón á mánuði (0,8 m.) en án álags sem margir fá vegna formennsku í nefndum o.fl. Aths.: Að auki fá þingmenn greiddan ýmiss konar kostnað svo sem: i) Akstur sem sumir þeirra hafa svo gróflega misnotað að líkja má við versta brandara. ii) Síma- kaup og símakostnað, reyndar eins og gerist í fjölda einkafyrirtækja. iii) Hótel og gistingu úti á landi oft á tíðum. Aths.: Þetta starf þarf þó að vera vel launað, þannig að hæft fólk sæki í það. 6. -10. Heildarlaun eftirfarandi aðila voru: Bankastjóri Landsbank- ans 3,2 millj. á mánuði, forstjóri Sjóvár 4,1 millj., byrjunarlaun há- skólamenntaðs leikskólakennara eru um 400 þús. í dagvinnulaun, forstjóri HB Granda 4,2 millj. (sem var m.a. að fá lækkun á veiðigjöld- um) og framkvæmdastjóri Ice- landair hótela 3,085 millj. Minna má á að hlutabréfaverð þeirra lækkaði um 25% í síðustu viku. Sumt hér að ofan minnir á ban- analýðveldi, ekki síst hvað menn komast upp með í viðskiptum, eða hvað? Heimildir: Tekjublað Frjálsar verslunar, internetið, Fréttablaðið, mbl.is., Ljós- mæðrafélag Íslands o.fl. Um laun ljósmæðra og nokkurra annarra Eftir Hákon Þór Sindrason » Sumt hér að ofan minnir á banana- lýðveldi, ekki síst hvað menn komast upp með í viðskiptum. Hákon Þór Sindrason Höfundur er rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri fyrir Netið, ráðgjöf ehf. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.