Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
✝ Jóhann Arnarfæddist 14. júlí
1939 í Dröfn á Dal-
vík. Hann lést á
Dalvík 12. júlí 2018.
Foreldrar hans
voru Tryggvi Jóns-
son frá Arnarhóli á
Dalvík, f. 1900, d.
1973, og Jóhann-
esína Jóhannes-
dóttir frá Ólafs-
firði, f. 1902, d.
1967. Jóhann var yngstur fimm
systkina, elstur var Haukur, f.
1925, d. 2004, Svanhvít, f. 1929,
d. 1991, Jón Þórarinn, f. 1932, d.
2016, og Hekla, fædd 1938.
Jóhann kvæntist Hjördísi
Jónsdóttur þann 24. júlí 1960.
Hjördís er fædd 24. júní 1941,
dóttir hjónanna Jóns A.F.
Hjartarsonar frá Akureyri, f.
1911, d. 1981, og Guðlaugar
Bjarnadóttur frá Eskifirði, f.
syni vélstjóra, f. 1991. Dóttir
þeirra er Mekkín Eldey, fædd
2018. IV) Nökkvi Jarl Óskarsson
nemi, fæddur 1995.
B) Arna Jóhannsdóttir nudd-
ari, fædd 1965. Búsett í Dan-
mörku. Hennar börn eru Anna
Marta Christensdóttir Nörga-
ard, fædd 2003, og Jóhann Emil
Christensson Nörgaard, fæddur
2006. Faðir þeirra er Christen
Nörgaard skógfræðingur, f.
1969.
C) Jón Ægir Jóhannsson
framkvæmdastjóri, búsettur á
Nýfundnalandi, fæddur 1969,
kvæntur Michelle Whalen nær-
ingarfræðingi, f. 1972. Börn
þeirra eru Rebecca Ír, fædd
2001, og Jóhann William, fædd-
ur 2003. Jón á einnig Viktor Ara
vélaverkfræðing, f. 1993, hann
er búsettur í Toronto í Kanada
þar sem hann stundar MBA-
nám. Móðir hans er María Sif
Sævarsdóttir sérkennari, f.
1973.
Jóhann ólst upp á Dalvík og
bjó þar alla tíð.
Útför Jóhanns fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, fimmtu-
daginn 19. júlí 2018, kl. 13.30.
1913, d. 1998.
Börn Jóhanns og
Hjördísar eru: A)
Maríanna Jóhanns-
dóttir framhalds-
skólakennari, fædd
1961, búsett á Eg-
ilsstöðum, gift Ósk-
ari Vigni Bjarna-
syni
framkvæmdastjóra,
f. 1958. Þeirra börn
eru: I) Hjördís
Marta aðstoðarskólastjóri, f.
1986, gift Frosta Sigurðarsyni
kennara, f. 1981. Þeirra börn
eru Skírnir Garpur, f. 2011, og
Bergrós Björt, f. 2014. II) Arnar
Jón útibússtjóri, f. 1988, kvænt-
ur Ingiborgu Jóhönnu Kjerúlf
matartækni, f. 1991. Þeirra son-
ur er Óskar Jón, fæddur 2016.
III) Vigdís Diljá Óskarsdóttir
fjölmiðlafræðingur, f. 1994, í
sambúð með Ísleifi Guðmunds-
Í dag kveð ég tengdapabba
minn Jóhann Arnar Tryggvason.
Jóhanni kynntist ég fyrir rétt
um 36 árum síðan þegar við
Maríanna elsta dóttir hans hóf-
um samband og síðar hjóna-
band.
Með Jóhanni eignaðist ég
ekki aðeins tengdapabba heldur
kæran vin og félaga, sem var al-
veg einstakur maður. Við brös-
uðum ýmislegt saman en hjálp-
fúsari mann en Jóhann var erfitt
að finna.
Í ófáa veiðitúra vorum við
búnir að fara saman. Það byrjaði
eiginlega allt með því að hann
bauð mér með sér og félögum
sínum, Ninna og Rikka, í lax-
veiði í Mýrarkvísl. Þar var mikið
hlegið og sagðar sögur. Sama
haust fórum við í fyrsta hrein-
dýraveiðitúrinn saman og svo
hvert einasta haust í rúm 30 ár
eftir það. Óþreytandi var Jóhann
í þessum túrum og marga veg-
leysuna vorum við búnir að fara.
Jóhann átti ráð undir rifi hverju
og tókst að gera grafninga og
kíla færa svo mætti klöngrast þá
á heldur bágbornum bílakosti.
Jóhann var á heimavelli í flán-
ingu og úrbeiningu og var sem
margar hendur væru á lofti í
einu þegar hann var að, enda
handfljótur með eindæmum.
Margt kenndi hann mér í hand-
brögðum og meðferð veiðibráðar
hvort heldur var í kjöti eða fiski.
Ég man vel þegar hann var að
sýna mér hvernig ætti að ham-
fletta rjúpu í bílskúrnum hans
að Ásvegi 13 á Dalvík. Þá tók
hann rjúpuna upp og sagði: „Þú
gerir bara svona, og setur hönd-
ina hérna og puttana svona“, og
svo komu þrjár handahreyfingar
og rjúpan lá hamflett í lófanum á
honum. Þetta sýndi hann mér
þrisvar sinnum og ég hváði alltaf
og stamaði eitthvað um hvort að
hann gæti sýnt mér þetta aftur.
Svo lét ég reyna á hvort að ég
gæti þetta en handtökin og
vinnulagið hjá mér var ekkert í
líkingu við það sem Jóhann gerði
en þolinmæði Jóhanns var það
mikil að það endaði með því að
ég gat kraflað mig í gegnum
þetta.
Jóhann var einstaklega barn-
góður og laginn við börn enda
lék hann sér iðulega við barna-
börnin sín og þau voru honum
einstaklega kær. Hann gerði sér
far um að fylgjast með þeim og
öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur hvort heldur það var í
leik, námi eða starfi. Þegar fram
liðu stundir uppskar hann mikla
ást og virðingu þeirra allra sem
og langafabarnanna sem dýrk-
uðu hann og dáðu og sakna þau
hans sárt.
Jóhann var einstakur fjöl-
skyldumaður. Hann setti alla
sína atorku í að hlúa að sinni
fjölskyldu og sínu fólki og láta
því líða sem best og hafa allt til
reiðu í stóru sem smáu.
Þegar ég kveð Jóhann, minn
kæra vin og félaga, geri ég það
með þeirri vissu að hinn Hæsti,
sem sól og máni lúta, leyfi okkur
að hittast aftur á eilífum veiði-
lendum algleymis og sælu. Þar
sem árnar eru fullar af fiski og
slétturnar iða af hjörðum dýra.
Þar verður mikið hlegið og mikið
veitt og engar ófærur verða á
vegi okkar. Að kveldi verða
margar skemmtisögur sagðar
meðan að vatnið í súpuna og
kaffið sýður.
Hafðu hjartans þökk fyrir all-
an stuðninginn, hjálpina og sam-
veruna í Guðs eilífa friði.
Þinn tengdasonur, vinur og
félagi,
Óskar Vignir Bjarnason.
Elsku besti afi minn.
Takk fyrir allt sem þú kennd-
ir mér, allar stundirnar sem við
áttum saman og alla þolinmæð-
ina, alla hárgreiðsluleikina,
brandarana og hlátursköstin. Ég
veit að ég á að vera þakklát að
þú hafir ekki þurft að berjast
lengur en þú gerðir – og ég er
það – en á sama tíma er ég svo
rosalega sorgmædd að þú hafir
ekki fengið lengri tíma hraustur,
eins og ég man eftir þér. Ég er
svo sorgmædd að Mekkín Eldey
fái ekki að þekkja afa á Dalvík.
Þú hefðir ekki viljað að við
værum sorgmædd, þú vildir allt-
af að allir í kringum þig væru
glaðir og liði vel svo ég ætla að
reyna það. Þú varst svo góður í
að finna lausnir á öllum mögu-
legum og ómögulegum hlutum
svo nú verð ég að reyna. Við Ís-
leifur kennum Mekkín Eldey
það sem þú hefðir annars gert.
Kennum henni að það eru
engar aðstæður svo alvarlegar
að það megi ekki sjá einhverja
spaugilega hlið á þeim, eins og
þú gerðir þegar þú varst hættur
að geta gengið niður stigann al-
veg óstuddur og gerðir bara grín
að okkur þegar við vildum
hjálpa þér. Við kennum henni að
góð saga megi aldrei gjalda
sannleikans, eins og þegar þú
bjóst til rosa sögu í kringum
merkið á úlpunni þinni, sagðir að
þú hefðir fengið þessa úlpu þeg-
ar þú bjóst í Bandaríkjunum og
starfaðir við öryggisgæslu í
tvíburaturnunum. Það var nú
reyndar ekki sannleikskorn í
þeirri sögu, eins og fleirum sem
þú varst vanur að segja, en það
var svo fyndið að sjá svipinn á
þér þegar fólk gleypti við allri
vitleysunni í þér.
Við kennum henni þolinmæði
með því að leyfa henni að gera
hárgreiðslur í okkur eins og
henni sýnist, eins og þið amma
gerðuð þegar ég vildi gera ykk-
ur fín. Þú verður nú að viður-
kenna að þú varst frekar flottur
með allar spennurnar, augn-
skuggann og kinnalitinn. Við
kennum henni dugnað með því
að segja henni sögur af þér,
dugnaður og húmor voru þín
sérkenni. Eins og þegar eplatím-
inn var úti í Danmörku og við
sátum saman; ég, þú og amma
og flysjuðum og brytjuðum epli
tímunum saman. Á sama tíma og
ég græjaði eitt epli tókst þú
fjögur og sagðir brandara á
meðan. Svona augnablik, sem
voru svo venjuleg þá, eru orðin
að ómetanlegum minningum
núna. Samræðurnar sem við átt-
um á meðan við hámuðum í okk-
ur mjólk og kex fyrir svefninn.
Allir náttfatarúntarnir austur á
sand þar sem ég fékk að hlaupa
úr mér síðustu orkuna. Allar
veiðiferðirnar á bátnum þínum,
þar sem þú kenndir okkur Ísleifi
að gera að svartfugli með Gríms-
eyjaraðferðinni.
Þú varst einstakur afi og við
Ísleifur erum svo þakklát að
hafa fengið svona mikinn tíma
með ykkur ömmu þegar við
bjuggum fyrir norðan. Við pöss-
um vel upp á elstu gobbuna þína,
hafðu ekki áhyggjur af því.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín,
Vigdís Diljá Óskarsdóttir.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem eftir, kannske í kvöld.
(Bólu-Hjálmar)
Æskuvinur farinn. Minning-
arnar leita á.
Upphaf vináttu okkar er hjá
mæðrum okkar, vinkonunum
Sillu, móður minni, og Sínu,
móður Jóhanns. Smástrákar lék-
um við saman, Jóhann aðeins
eldri, samt alltaf jafnir. Í skjól-
góðum sandgryfjum „purruðum“
við með gúmmískó frá Frigga
austur á „Sandi“. Fluttum efni í
„stórframkvæmdir“ eftir okkar
vegakerfi, með skóna fulla af
sandi. Alltaf vinir síðan.
Samverustundum fækkaði þó
er við uxum upp eins og gengur.
Jóhanni var margt til lista lagt.
Hann var laginn og vandvirkur.
Verkmaður góður, einstaklega
lipur og bóngóður og vinsæll
verslunarmaður. Hann var vel
íþróttum búinn, t.d. á skíðum, í
stökki, svigi og göngu.
Bernskuminning: Skíðamót
UMSE í Böggvisstaðafjalli. Í
göngu vorum við skráðir til
leiks. Ég á ennþá verðlaunaskjal
um önnur verðlaun. Jóhann fékk
fyrstu verðlaun. Ég hef aldrei
verið stoltur af þessu skjali því
það voru bara tveir keppendur!
Báðir vorum við í veiðiklúbbn-
um Elfur, sem leigði laxveiði-
svæðið á Hrauni í Aðaldal í mörg
ár. Vorum við Jóhann saman þar
tvo daga, líklega um 1970. Jó-
hann hafði farið nokkrar ferðir
og lítið eða ekkert fengið. Ekk-
ert fengum við fyrri daginn.
Daginn eftir fengum við okkur
lúr í hádegishléinu. Þá dreymdi
mig draum: Fannst gengið
þungum skrefum um veröndina
þar sem við sváfum í Hraunbúð.
Barið var harkalega að dyrum
og fór ég til dyra (í draumnum).
Úti stóð afar stór maður í síðri
kápu með loðhúfu, einna líkastur
rússneskum kósakka. Hélt hann
höndum yfir axlir aftan við bak.
Skyndilega slengdi hann tveim-
ur spegilgljáandi hermannastíg-
vélum fast á gólfið og sagði við
Jóhann, sem var hálfsofandi:
„Þú átt þetta, Jóhann minn.“
Þar með var draumurinn búinn.
Eftir hvíldartíma ætluðum við
að veiða á Skáleyjarstíflu. Á leið
þangað ókum við um hlaðið á
Hrauni. Þar hittum við Kjartan,
aldinn bónda þar, og sagði ég
honum drauminn. „Ja hérna,“
sagði hann.
Á Skáleyjarstíflu fékk Jóhann
svo tvær 12 punda nýgengnar
hrygnur. Komum við svo aftur
við á Hrauni og hinn aldni bóndi
var þá úti. Honum var sýnt í
skottið og sagði hann bara eftir
nokkra þögn: „Þú átt þetta skil-
ið, Jóhann minn.“
Ekki urðu laxarnir fleiri í
þessum túr. Stoltur og glaður
kom Jóhann heim úr veiðiferð-
inni. Aldrei hefur mig dreymt
svona fyrir daglátum, hvorki
fyrr né síðar.
Jóhann var mikill fjölskyldu-
maður. Alla tíð hefur verið hlýtt
milli mín og Jóhanns og Höddu,
svo og barna þeirra. Ég bið þeim
og öðrum aðstandendum bless-
unar og huggunar. Hann var
drengur góður.
Heimir Kristinsson.
Kallið er komið
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Þrátt fyrir þá óhagganlegu
staðreynd að það eina sem við
vitum fyrir víst er að eitt sinn
skal hver maður deyja, þá kem-
ur dauðinn sífellt á óvart.
Til moldar er borinn í dag frá
Dalvíkurkirkju vinur okkar
hjóna, Jóhann Arnar Tryggva-
son. Jóhann Tryggva, eins og
hann var af flestum kallaður, var
með skemmtilegri mönnum sem
við hjónin höfum kynnst. Hann
var góður maður, spaugsamur
og ósérhlífinn dugnaðarforkur.
Hann kom víða við í starfi og var
farsæll í sínum störfum um æv-
ina. Sjómennsku stundaði hann
og var kokkur á Björgvin EA
311. Útgerð rak hann ásamt
bróður sínum, verslun og við-
skipti voru hans ær og kýr.
Hann rak saumastofu ásamt
fleirum, stundaði leigubílaakst-
ur, rak þvottahús og fatahreins-
un og var fyrsti ríkisstjóri
ÁTVR á Dalvík. Fleira mætti
telja, enda fjölhæfur og óragur
að takast á við eitthvað nýtt og
spennandi og þurfti alltaf að
hafa eitthvað fyrir stafni.
Jóhann var skemmtilegur
sögumaður og átti stundum til,
eins og góðum sögumanni sæm-
ir, að krydda frásögn sína af
mikilli list þannig að þeir sem á
hlýddu veltust um af hlátri og
vissu stundum ekki hverju ætti
að trúa og hverju ekki. Það var
aldrei nein lognmolla né ládeyða
þar sem Jóhann var.
Margs er að minnast og
margt er hér að þakka. Við hjón-
in áttum því láni að fagna að
eiga vináttu Jóhanns og Höddu
konu hans síðastliðin fimmtíu ár.
Aldrei bar nokkurn skugga á
vináttuna. Við ferðuðumst sam-
an bæði innanlands og utan. Í
þessum ferðum var margt brall-
að og spjallað sem ekki verður
rifjað upp hér en lifir í minningu
okkar um aldur og ævi. Við átt-
um saman óteljandi stundir í
eldhúsinu að Ásvegi 13 eða
Öldugötu 1 þar sem þjóðmálin
og eilífðarmálin voru rædd.
Aldrei skorti umræðuefnið né
rökfestuna. Í þessum eldhús-
dagsumræðum voru mörg mál
farsællega til lykta leidd sem
hver ríkisstjórn hefði getað
verið stolt af.
Jóhann var mikill fjölskyldu-
maður og stoltur af börnum sín-
um. Barnabörnin og barna-
barnabörnin voru honum mikil
gleði og naut hann félagsskapar
við þau hvenær sem færi gafst.
Við hjónin þökkum vináttu,
tryggð og samfylgd í hálfa öld.
Far þú í friði, kæri vinur, og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Hadda, Maríanna,
Arna, Jónsi og fjölskyldur. Ykk-
ur sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum Guð
og allar góðar vættir að vernda
ykkur.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Svanhildur Árnadóttir og
Vigfús R. Jóhannesson
(Svansa og Ninni).
Jóhann Arnar
Tryggvason
✝ ÞormarSkaftason
fæddist á Sauð-
árkróki 19. sept-
ember 1958. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands, Akureyri, 8.
júlí 2018.
Foreldrar: Edda
Stefáns Þórarins-
dóttir, f. 28.5.
1939, og Helgi
Svavarsson, f. 7.5. 1934, d. 9.6.
2018. Faðir Þormars var Skafti
Einar Guðjónsson, f. 27.6. 1934,
d. 5.3. 2009. Systkini hans sam-
mæðra eru Svavar, f. 1960,
Sigríður Margrét, f. 1961, Guð-
björg Elsa, f. 1965, og Helga
Sjöfn, f. 1975. Systur Þormars
samfeðra eru Jónína Guðrún, f.
1966, Dagbjört, f. 1969 og Sól-
veig, f. 1971.
Sonur Þormars er Karl
Gunnar, f. 8.3. 1978 og er móð-
ir hans Auður Snjólaug Karls-
dóttir, f. 1959. Karl Gunnar á
fjögur börn með Katrínu Krist-
jánsdóttur, f. 1980. Þau eru
Júlíus Andri, f.
16.10. 1996, Jason
Smári, f. 29.8.
2001, Mikael Máni,
f. 27.5. 2007 og
Júlíana Helga, f. 8.
5. 2009.
Þormar ólst upp
á Laugarbökkum í
Skagafirði og gekk
í Steinsstaðaskóla.
Hann tók lands-
próf frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri og
var einn vetur í Iðnskólanum á
Sauðárkróki. Þormar vann
ýmiskonar verkamannavinnu.
Hann vann í verksmiðjunum á
Akureyri, fór á vertíð í Sand-
gerði, vann í Stálsmiðjunni í
Reykjavík og fleira. Hann tók
snemma meirapróf, var eft-
irsóttur gröfumaður og vann
meðan heilsa hans leyfði hjá
hinum ýmsu verktökum víða
um land við gröfuvinnu og
vörubílaakstur.
Útför Þormars fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 19.
júlí 2019, klukkan 14.
Þú hafðir fagnað með gróandi grösum
og grátið hvert blóm, sem dó.
Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta
í hverjum steini sló.
Og hvernig sem syrti, í sálu þinni
lék sumarið öll sín ljóð,
og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt
og veröldin ljúf og góð.
Og dagurinn leið í djúpi vestur,
og Dauðinn kom inn til þín.
Þú lokaðir augunum – andartak
sem ofbirta glepti þér sýn.
Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra,
sem bíða í myrkrinu og þrá
daginn – og sólina allt í einu
í austrinu rísa sjá.
(Tómas Guðmundsson)
Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú
honum óttalaust eða ert honum sam-
þykkur af heilum hug. Og þegar hann
þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í
þögulli vináttu ykkar verða allar hugs-
anir, allar langanir og allar vonir ykkar
til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst
einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar
þú skilur við vin þinn, því að það, sem
þér þykir vænst um í fari hans, getur
orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins
og fjallgöngumaður sér fjallið best af
sléttunni.
(Kahlil Gibran)
Innilegar samúðarkveðjur til
ástvina og þakklæti til allra sem
hafa komið að umönnun og sýnt
hlýhug í veikindum síðustu vikur.
Ég kveð kæran bróður minn með
miklu þakklæti fyrir vináttuna,
gleðina, væntumþykjuna og um-
hyggjuna sem hann hefur sýnt
mér og mínu fólki alla tíð.
Guðbjörg Elsa.
Þormar var ekki bara bróðir
minn, hann var líka vinur minn.
Þegar ég var að alast upp var
Þormar alltaf til staðar. Mér
fannst hann skemmtilegur og
góður og það var alltaf hægt að
leita til hans með hin ýmsu
vandamál og hann gat oftast
leyst þau fyrir litlu systur sína.
Hvort sem það snéri að heima-
lærdómi, skutli hingað og þangað
eða bara góð ráð og svör við ráð-
gátum lífsins. Þegar ég var kom-
in með bílpróf fékk ég ansi oft
lánaða bílana hans í tíma og
ótíma og það var alltaf alveg
sjálfsagt. Hann hafði kaldan en
skemmtilegan húmor, sá alltaf
spaugilegu hliðarnar á öllu, var
orðheppinn og sagði skemmti-
lega frá. Þormar var gröfumaður
og á meðan heilsan leyfði vann
hann víða um land hjá verktök-
um, hann kynntist því mjög
mörgum og hvert sem maður fór
með Þormari, hvort sem það var í
vegasjoppur eða í skála upp til
fjalla, alltaf rakst hann á ein-
hvern sem hann þekkti og hafði
þá verið að vinna með einhvers
staðar um landið. Þormar var
fjölfróður, fylgdist vel með dæg-
urmálum fram á síðasta dag.
Hann vissi til dæmis hvenær leik-
irnir í heimsmeistarakeppninni
voru og hversu margir leikir voru
spilaðir hvaða dag þó svo hann
hefði engan áhuga á fótbolta og
myndi frekar horfa á málningu
þorna heldur en að horfa á fót-
boltaleik, eins og hann sagði
sjálfur. Hann hafði auga fyrir því
smáa og hafði áhuga á náttúru Ís-
lands. Hann fylgdist vel með því
hvað fólkið hans var að sýsla og
hafði gaman af að fá innlit og sög-
ur, helst af einhverjum hrekkjum
því hann var hrekkjóttur sjálfur.
Það var honum erfitt þegar hann
hætti að geta unnið á gröfunni og
undi hann því illa. Nú er hann
laus úr fjötrum veikindanna og
minning um góðan bróður og vin
lifir áfram.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Helga Sjöfn Helgadóttir.
Þormar Skaftason