Morgunblaðið - 19.07.2018, Qupperneq 35
Stjórnarformaðurinn Guðlaug.
Frá Flórens flutti Guðlaug til
New York og kláraði BS í við-
skiptafræði með „double major“ í
fjármálafræði og alþjóðaviðskiptum
sumarið 2001 frá New York Uni-
versity, Stern School of Business.
„Þá hóf ég störf í fjármálageir-
anum í New York, en lengst af hjá
Deutsche Bank sem gerði samning
við mig um að borga fyrir MBA-nám
fyrir mig. Milli 2004 og 2007 vann ég
hjá bankanum á daginn og fór í skóla
á kvöldin.“ Guðlaug lauk MBA frá
New York University, Stern School
of Business, með sérhæfingu í hag-
fræði og tölfræðilegri fjármálafræði.
„Ég ákvað að hætta á Wall Street
því mér finnst mikilvægara að sjá
eitthvað verða til sem skiptir máli í
lífi fólks en að horfa á tölur hreyfast.
Það var samt mjög gaman og krefj-
andi að vinna þarna og góð reynsla,
en ég vildi fara að vinna með raun-
verulega hagkerfið. Þegar náminu
var lokið flutti ég því til London, þar
sem ég bjó í þrjú ár. Árið 2010 flutti
ég svo til Íslands, þar sem ég hef bú-
ið síðustu átta ár.“
Guðlaug rekur Stekk Fjárfesting-
arfélag ehf, er stjórnarformaður
Securitas hf. og stjórnarformaður
Límtré Vírnet hf., sem eru m.a. í
eigu Stekks og stjórnarformaður
Júpíters rekstrarfélags, sem er í
eigu Kviku banka.
„Helstu áhugamál mín eru ferða-
lög, laxveiði og skíði en verð að
viðurkenna að ég hef minna getað
stundað þau áhugamál síðan ég varð
móðir. Nú er aðalmálið að finna jafn-
vægi milli þess að sinna þessum
krefjandi störfum og vera einstæð
móðir. Móðurhlutverkið kemur fyrst
en það er ekki alltaf auðvelt.“
Fjölskylda
Synir Guðlaugar eru Kristinn
Sturla Þorgeirsson, f. 3.4. 2013, og
Stígur Logi Þorgeirsson, f. 21.1.
2015.
Systur Guðlaugar eru Lára Krist-
ín Kristinsdóttir, f. 26.12. 1983, skrif-
stofustjóri hjá Stekk, bús. í Kópa-
vogi; og Soffía Ósk Kristinsdóttir, f.
21.8. 1993, mannfræðingur og tón-
listarmaður, bús. í Reykjavík.
Foreldrar Guðlaugar eru Kristinn
Aðalsteinsson, f. 20.6. 1956, fjár-
festir í London, og Alda Ólöf Vern-
harðsdóttir, f. 9.7. 1959, bús. í
Reykjavík. Kærasta Kristins er
Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, f. 4.4.
1958.
Guðlaug
Kristbjörg
Kristinsdóttir
Lára Kristín Guðjónsdóttir
húsfreyja á Kirkjulandi
Björn Þórarinn Finnbogason
útgerðarbóndi á Kirkjulandi í
Vestmannaeyjum
Birna Guðný Björnsdóttir
húsfr. á Húsavík og Seltjarnarn.
Alda Ólöf Vernharðsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Vernharður Bjarnason
frkvstj. á Húsavík og Seltjarnarnesi
Þórdís Ásgeirsdóttir
húsfreyja, frá Knarrarnesi
Bjarni Benediktsson
kaupmaður og útgerðarmaður á Húsavík
Daði Þorsteinsson
skipstjóri á Eskifirði
Halldór Gunnarsson fv.
sóknarpr. í Holti undir Eyjafj.
óhannes
Bjarna-
on véla-
verkfr.í
Rvík
Björk Aðal-
steinsdóttir
húsmóðir á
Eskifirði
Gunnar Bjarnason
hrossaræktarráðunautur
Bjarni
Ásgeirs-
son
ráðherra
Aðalsteinn Jónsson
Þorsteinsson viðskipta-
fr., bús. í Garðabæ
Sigtryggur Sigtryggsson
blaðam.Morgunblaðsins
Jónas Kristjánsson
ritstjóri DV
Svava Vernharðsdóttir skrif-
stofustj. hjá Verslunarráði Ísl.
Erna Þorsteinsdóttir
stjórnarformaður Eskju
Bryndís Bjarnadóttir húsfr. í Rvík
Kristján Jónasson
læknir í Rvík
Kristmann Jónsson
útgerðarm. og forseti
bæjarstj. á Eskif.
Hansína Benediktsdóttir
húsfr. á Sauðárkróki
Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir mynd-
listarmaður
J
s
Ásta Ragn-
heiður Jó-
hannesdóttir
fv. forseti
Alþingis
Lilja Kristinsdóttir
húsfreyja á Ólafsfirði
Kristinn Stefánsson
sjómaður á Ólafsfirði
Kristinn E. Hrafnsson mynd-
listarmaður á Seltjarnarnesi
Jónína Kristín Gísladóttir
húsfreyja á Ólafsfirði
Stefán Hafliði Steingrímsson
sjómaður á Ólafsfirði
Guðlaug Kristbjörg Stefánsdóttir
húsfreyja á Eskifirði
Aðalsteinn Jónsson
útgerðarmaður á Eskifirði
Guðrún Þorkelsdóttir
húsfreyja í Eskifjarðarseli
Jón Kjartansson
b. og verkam. í Eskifjarðarseli
Úr frændgarði Guðlaugar Kristbjargar Kristinsdóttur
Kristinn Aðalsteinsson
fjárfestir í London
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegir svefnsófar
Þægilegir svefnsófar
sem henta í smærri rými
Stærð:
155 x 90 x 69 cm
Svefnflötur:
90 x 200 cm
Verð 62.000 kr.
Fæst í fleiri stærðum
• Springdýna
• Rúmfatageymsla
í sökkli
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Guðmundur Guðmundarsonfæddist 18. júlí 1920 á Eyr-arbakka. Foreldrar hans
voru Ragnheiður Lárusdóttir Blön-
dal, f. 1875, d. 1957, húsfreyja, og
Guðmundur Guðmundsson, f. 1876, d.
1967, kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka.
Guðmundur var yngstur níu systkina
og sá síðasti sem fæddist í Húsinu á
Eyrarbakka þar sem fjölskyldan bjó.
Guðmundur brautskráðist frá
Verzlunarskóla Íslands 1938 og hlaut
þá sérstök ritgerðarverðlaun. Hann
hóf skrifstofustörf hjá Héðni hf. og
vann þar síðar sem aðalgjaldkeri til
ársins 1956. Hann var meðeigandi í
Hljóðfæraverslun Sigríðar Helga-
dóttur 1947-1964 og framkvæmda-
stjóri þar 1956-58, framkvæmdastjóri
og meðeigandi Linduumboðsins frá
1958 og síðar eigandi og fram-
kvæmdastjóri heildverslunarinnar
ABC hf.
Guðmundur var gjaldkeri í stjórn
Heimdallar 1937-45, í stjórn styrkt-
ar- og sjúkrasjóðs VR frá 1964 í mörg
ár, gjaldkeri í umdæmisstjórn Lions
1963-64, formaður Lionsklúbbs Ægis
1969, var í fyrstu stjórn Félags aldr-
aðra, í stjórn SÍBS frá 1962 og ritari
þar frá 1974 í mörg ár. Hann sat í
stjórn Múlalundar frá 1963 og var
stjórnarformaður þar frá 1972 í mörg
ár.
Guðmundur var hagyrðingur og
samdi m.a. gamanvísur fyrir Bláu
stjörnuna, texta við spænsk barnalög
sem dótturdóttir hans, Katla María,
söng inn á hljómplötur og texta við
lagið Bella símamær.
Um þrjátíu ára skeið skrifaði Guð-
mundur greinar í Morgunblaðið þar
sem hann gagnrýndi órímaðan kveð-
skap, atómljóðin svokölluðu, en hon-
um fannst slíkur kveðskapur ekki
verðskulda að kallast ljóð.
Guðmundur var kvæntur Gróu
Helgadóttur, f. 17.4. 1917, d. 13.1.
1988, píanókennara. Börn þeirra eru
Helga Sesselja, f. 1945, Guðmundur
Steinn, f. 1948, og Sigurður Ingi, f.
1949.
Guðmundur lést 16.12. 2009.
Merkir Íslendingar
Guðmundur Guðmundarson
90 ára
Ársól M. Árnadóttir
Lilja Guðmundsdóttir
Margrét Gísladóttir
80 ára
Sigrún Rafnsdóttir
Sveinsína Kristinsdóttir
75 ára
Auður Dagný A.
Georgsdóttir
Inga Hrafnbjörg
Björnsdóttir
Jóhann I. Jóhannsson
María Sæmundsdóttir
70 ára
Árný K. Árnadóttir
Einar H. Björnsson
Elísabet Kristjana
Magnúsdóttir
Gunnhildur Gróa Jónsdóttir
Ingibjörg St.
Hermannsdóttir
Jóna G. Jónsdóttir
Sigurbjörn Víðir Eggertsson
Sigurlína Guðnadóttir
Steingerður Marteinsdóttir
Þorleifur Már Friðjónsson
60 ára
Grzegorz Poplawski
Guðrún Halldórsdóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir
Týr Þórarinsson
Örn Þórisson
50 ára
Arnar Guðlaugsson
Baldvin Björn Haraldsson
Berglind Jóna Jensdóttir
Friðrik Einarsson
Helena Breiðfjörð
Bæringsdóttir
Helga Kristín Pálmadóttir
Hlynur Hreinsson
Katrín Jóna Grétarsdóttir
Kristborg Ásta Reynisdóttir
Krzysztof Bartlomiej
Glowacki
Lofthildur K.
Bergþórsdóttir
Oddný Tracey Pétursdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Svitlana Fedorets
40 ára
Daniel Robert Leeb
Guðlaug Kristbjörg
Kristinsdóttir
Hrafn Hannibalsson
Kristina Frolova
Lijana Pauzuolé
Rakel Hákonardóttir
Romans Zirnovs
Runólfur G. Fleckenstein
Sindri Sindrason
Svanhildur Rósa
Friðriksdóttir
30 ára
Alena Skýpalová
Brynjar Freyr Níelsson
Dagbjört Lind Orradóttir
Helga Rós Benediktsdóttir
Hildur Rún Sigurðardóttir
Kvaran
Ingólfur Hannes Leósson
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir
Kristín Ásta Matthíasdóttir
Ólafur Sigurjónsson
Ólöf Eik Gunnlaugsdóttir
Pamela Tinna Forberg
Ragnar Ingi Arnarsson
Sigrún Tinna Gunnarsdóttir
Sylvía Þöll Hilmarsdóttir
Ting Zhou
Unnur Bachmann
Þorsteinn Ingvarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Ragnar er frá
Hellu en býr í Reykjavík.
Hann er móttökustjóri á
Hótel Holti.
Systur: Elísa, f. 1985,
kennari, og Eva, f. 1990,
vinnur í gestamóttöku á
hótelinu Norðurey.
Foreldrar: Arnar Hjalta-
son, f. 1958, sölumaður í
glerverksmiðjunni Sam-
verk, og Arna Ragnars-
dóttir, f. 1961, vinnur á
skrifstofunni hjá Ríkis-
skattstjóra á Hellu.
Ragnar Ingi
Arnarsson
30 ára Ólöf er Akureyr-
ingur og er deildarstjóri
sérvöru í Hagkaupum.
Maki: Gunnar Pétursson,
f. 1983, öryggisvörður og
lagerstjóri í Hagkaupum.
Dóttir: Áróra Eik, f. 2009.
Foreldrar: Gunnlaugur
Valdimarsson, f. 1950, fv.
bóndi í Kollafossi í Vestur-
árdal, V-Hún., bús. á
Hvammstanga, og Anna
Rósa Jóhannsdóttir, f.
1958, fv. bóndi í Kolla-
fossi, bús. á Akureyri.
Ólöf Eik
Gunnlaugsdóttir
30 ára Tinna er Reykvík-
ingur en býr í Garðabæ.
Hún er læknir á Landspít-
alanum.
Maki: Tómas Björn Guð-
mundsson, f. 1988, verk-
fræðingur hjá AGR.
Sonur: Guðmundur Krist-
ján, f. 2016.
Foreldrar: Gunnar Rúnar
Kristinsson, f. 1959, graf-
ískur hönnuður hjá
Ímyndunarafli, og Sigríður
Rósa Víðisdóttir, f. 1961,
tannlæknir, bús. í Rvík.
Sigrún Tinna
Gunnarsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón